Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.02.1995, Blaðsíða 4
FOTBOLTI KÖRFUKNATTLEIKUR Vertu ekki fyrir HAKEEM Olajuwon tll vinstrl bregður sér hér framhjá Tony Massenburg hjá LA Cllppers. Olajuwon var stlgahæstur hjá Rockets með 34 stig en Cllppers hafðl betur. Stjömuleikur í Höllinni og ágóðaleikur á Skaganum Ovæntur sigur Clippersá Houston Los Angeles Clippers kom heldur betur á óvart með því að leggja Houston Rockets 122:107, enda hafði liðið tapað sex leikjum í röð, sem raunar er ekkert sérstaklega mikið á þeim bæ. Þetta var fyrsti sigur Clippers á Houston í átta leikj- um. Loy Vaught setti persónulegt met með því að gera 33 stig fyrir Clippers og hann tók einnig 13 frá- köst. Lamond Murray gerði 26 stig og Malik Sealy 24 en Hakeem Olajuwon var stigahæstur Rockets með 34 stig Sam Perkins átti stóran þátt í sigri Seattle á Chicago, 126:118. Perkins setti niður tvö þriggja stiga skot í röð í framlenginunni og breytti stöðunni í 120:114 með þessum sex stigum og það dugði enda aðeins 38 sekúndur eftir er hann gerði síð- ari körfuna. Perkins, sem gerði 21 stig í leiknum, tryggði liði sínu fram- lenginguna einnig en þá jafnaði hann rétt fyrir leikslok með þriggja stiga skoti. Shawn Kemp gerði 30 stig og Detlef Schrempf 24 fyrir Sonics en Ron Harper var stigahæst- ur Chicago með 26 stig og Scottie Pippen gerði 24. Latrell Sprewell gerði 30 stig fyrir Golden State þegar liðið vann Denver 101:109 og Tim Hardaway var með 25 stig auk sjö stoðsend- inga. „Það er alltaf gaman að vinna á útivelli, sérstaklega fyrir okkur því við höfum gert allt of Iítið af því í vetur," sagði Hardaway eftir sig- urinn. Þetta var 10. tap Nuggets í þeim tólf leikjum sem Gene Littles hefur verið þjálfari. „Þetta er sjálf- sagt ágætur tími fyrir okkur til að taka smá hlé,“ sagði Littles feginn hvíldinni sem fylgir stjömuleik NBA-deildarinnar sem verður á sunnudaginn. ÚRSLIT Handknattleikur 2. deild karla Breiðablik - Þór............... 31:28 ÍBV - Fylkir.....................26:20 Körfuknattleikur 1. deild karla ÞórÞ.-ÍH........................112:81 NBA-deildin Denver - Golden State..........101:109 LA Clippers - Houston..........122:107 Seattle - Chicago..............126:118 ■Eftir framlengingu. Íshokkí NHL-deiIdin NY Islanders - Pittsburgh..........2:5 New Jersey - NY Rangers............4:1 Boston - Quebec....................3:4 Philadelphia - Florida.............0:3 St Louis - Chicago.................0:5 Calgary - Anaheim..................5:1 Vancouver - Winnipeg...............5:1 FELAGSLIF Þorrablót Víkings Þorrablót Víkings verður laugardaginn 18. febrúar í Vfldnni og hefst kl. 19. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra verður ræðumaður og sr. Pálmi Matthf- asson veizlustjóri. Skráning er í Víkinni. Hinn árlegi stjömuleikur KKI verður í Laugardalshöllinni á morgun og hefst hátíðin kl. 16 með undanrásum í þriggja stiga skotum og troðslu. Leikurinn hefst kl. 16.30 og þar mætast úrvalslið úr A-riðli, valið af Val Ingimundar- syni, og B-riðli, en Friðrik Ingi Rúnarsson valdi það lið. í leikhléi verða úrslit í þriggja stiga skotum og troðslu. Lið A-riðils er þannig skipað: Teitur Örlygsson, Rondey Robin- son og Jóhannes Kristbjömsson úr Njarðvík, Konráð Óskarsson, Kristinn Friðriksson og Sandy Anderson úr Þór, Tómas Holton úr Skallagrími, Jón Amar Ingvars- son, Pétur Ingvarsson og Sigfús Gizurarson úr Haukum, Brynjar Karl Sigurðsson og B.J. Thompson af Skaganum. í B-liðinu em Grind- víkingamir Guðmundur Bragason, Marel Guðlaugsson, Guðjón Skúla- son og Helgi J. Guðfinnsson, Jón Öm Guðmundsson og John Rhodes koma úr ÍR, Lenear Burns og Jón Kr. Gíslason úr Keflavík, Falur Harðarson og Ólafur Jón Ormsson úr KR og Jonathan Bow úr Val. Þess má geta að Franc Booker, UMFG, Herbert Amarson úr ÍR og Hinrik Gunnarsson úr Tinda- stóli vom valdir í liðin en gáfu ekki kost á sér. Agóðaleikur á Akranesi Skagamenn mæta úrvalsliði Jóns Kr. Gíslasonar á sunnudags- kvöldið í íþróttahúsinu við Vestur- götu á Akranesi. Um er að ræða ágóðaleik fyrir Egil Fjeldsted, fyrr- um leikmann ÍA, en hann slasaðist alvarlega í bílslysi í fyrra. Skagalið- ið verður styrkt því Teitur Örlygs- son og Valur Ingimundarson munu leika með því. I liði Jón Kr. em m.a. Sean Gibson sem leikur með KFÍ, Leon Bradley frá Selfossi, Champ Wrencher frá Þór í Þorláks- höfn, Rondey Robinson frá Njarðvík og Lenear Bums frá Keflavík. Leik- urinn hefst kl. 20 og rennur allur ágóði til Egils Fjeldsted. Shilton til Wimbledon PETER Shilton, fyrrum lands- liðsmarkvörður Englands í knatt- spymu, gekk í raðir Wimbledon í gær og verður varamaður hol- lenska markvarðarins Hans Se- gers, en Neil Sullivan, varamark- vörður, tekur út leikbann þegar liðið mætir Liverpool í fimmtu umferð ensku bikarkeppninnar. Shilton, sem er 45 ára og lék 125 landsleiki, hætti sem yfir- þjálfari Plymouth í síðasta mán- uði en sagðist hlakka til að keppa á ný. „Fólk getur sagt að ég sé of gamall til að taka fram skóna á ný en lítið á George Foreman. Hann kom aftur og er núna heimsmeistari." UM HELGINA Körfuknattleikur Laugardagur: Sljömuleikur Körfuknattleikshátíð verður í Laugardals- höll f dag og hefst kl. 16. Stjömuleikur, troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni. 1. deild karla: ísafjörður: KFÍ - Selfoss..........14 1. deild kvenna: Keflavík: Keflavík - Tindastóll....14 Njarðvfk: UMFN - UMFG..............17 Hlíðarendi: Valur - KR.............14 Sunnudagur: Ágóðaleikur Skaginn: ÍA - Úrvalslið............20 1. deild kvenna: Setjaskóli: ÍR - Tindastóll........14 Mánudagur: Kennaraskólinn: ÍS - Breiðablik....20 Handknattleikur Lauganfagur: 2. deild karla: Fjölnishús: Fjölnir - Þór.......13.30 Sunnudagur: 1. deild karla: Garðabær. Stjaman - HK.............20 Kaplakriki: FH - KA................20 Höllin: KR - Selfoss...............20 Strandgata: ÍH - ÍR................20 Vamá: UMFA - Haukar................20 Vfkin: Víkingur - Valur............20 2. deild karla: Austurberg: Fylkir - Fram..........20 Keflavík: Keflavík - Grótta........20 Blak Laugardagur: 1. deild karla: Hagaskóli: ÍS - Þróttur N..........14 Ásgarðun Stjaman-KA.............15.30 1. deild kvenna: Víkin: Víkingur - KA...............14 ÍS - Þróttur N..................15.30 Keila Laugardagur: Mjódd: TvímenningurÞrastar.........13 Keilubær: Helgarmót................15 Keiluhöllin: Opnalce-Am............20 Keiluhöllin: Laugardagsmót.........20 Sunnudagun Mjódd: Helgarmót fR................14 Mjódd: TvíkeilaKeiluvina...........20 Keilubæn Tvfkeila..................20 Mánudagur. 15. umferð fslandsmótsins f 1. deild kvenna og 2. deild karla verður leikinn í Mjódd- inni, Keiluhöllinni og Keilubæ og hefst kl. 20. Íshokkí Laugardagur: Akureyri: SA-a- Bjöminn...........17 Sunnudagur: Akureyri: SA-b - Bjöminn..........11 Fimleikar Bikarmót Fimleikasambandsins verður haldið í Kaplakrika í dag og hefst kl. 11 árdegis með keppni í 3. og 4. þrepi pilta og stúlkna. Keppni í fijálsum æfingum hefst kl. 15.30. Meistaramót f íslenska flmleikastiganum verður síðan á sama stað á sunnudaginn og hefst kl. 11. Sund Innanhússmeistaramót Reykjavfkur verður haldið f Sundhöllinni á sunnudaginn og hefst keppni kl. 13. Skíði Hermannsmótið verður haldið f Hlfðarfjalli um helgina og hefst keppni kl. 10 árdegis f dag og á morgun. Badminton íslandsmót f ölinga-, æðsta- og heiðurs- flokki verður haldið f húsi TBR f dag og hefst kl. 13.30. Borðtennis Víkingar halda borðtennismót f TBR-húsinu á sunnudaginn og hefst keppni kl. 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.