Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C tvguuÞIjifeifr STOFNAÐ 1913 36. TBL. 83. ARG. SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dýrt að trúa söguburði SÖGURNAR berast f'ljótt á milli manna í kúbverska samfélaginu í Miami í Flórída og nýlega komst þar ein á kreik, sem vakti sérstaka athygli. Með því að hringja fyrst í fimm tðlustafa lykilnúmer væri hægt að ná símasam- bandi við Kúbu fyrir ekki neitt. Og það var líka gert svikalaust. Aida Fern- andez var himinlifandi yfir að komast í samband við móður sína og jafnvel þótt mamma hennar þyrfti að skreppa út í búð, þá hélt hún línunni opinni og talaði við hundinn á meðan. Nú hefur komið í l.jós, að sagan um ókeypis sima- samband við Kúbu var ekki alveg rétt. Fernandez og meira en 10.000 aðrir Kúbverjar í Miami eru nú að fá reikn- inginn og hjá henni hh'óðaði hann upp á rúmlega 200.000 krónur. Börnin frysti bangsann sinn BÖRN, sem þjást af astma eða öðrum öndunarerfiðleikum ættu að troða bangsanum sínum í frystinn og láta hann dúsa þar í sólarhring áður en þau hjúfra sig að honum í rúminu sínu. Það eru breskir sérfræðingar, sem haida þessu fram, en þeir segja, að frostið drepi rykmaurana, sem lifa í teppum, gluggatjöldum, rúmfatnaði og leik- föngum eins og böngsum. „Það er ekki til neins að verða sér úti um sérstakan rúmfatnað ef bangsinn er fullur af rykmaurum," segir dr. Jill Warner, sem starfar við barnasjúkdómadeild háskól- ans í Southampton í Englandi. „Frostið drepur rykmaurana á sólarhring og best er að þvo hann á eftir." Þetta þarf síðan að endurtaka öðru hverju. Látinn fékk lífstíðardóm ÍTALSKUR dómari, sem dæmdi mann í 24 ára fangelsi fyrir mafíumorð, hafði greinilega ekki kynnt sér öll gögn í málinu nægilega vel. Sakborningurinn, Tomma Ceraudo, var nefnilega látinn er dómurinn féll. Dómarinn.heldur því þó fram að sðkin sé ekki hans. „Enginn sagði okkur af þessu. Það er ekki okk- ar starf að rannsaka mál," sagði Vinc- enzo Serianni, dómari í Tórínó. Cer- audo, sem var félagi í hinni illræmdu Kalibríu-mafíu, lést í skotbardaga í nóvember. Lögfræðingar hans, sem héldu hjartnæmar ræður við réttar- höldin til að fá hann sýknaðan, höfðu ekki heldur hugmynd um að hann væri ekki lengur á lifi. Morgunblaðið/Kristinn Vetrarleikar á ísafirði Ottast að hryðjuverkamenn komi í veg fyrir frið í Miðausturlöndum Fundur í Washington til að bjarga viðræðunum Washington. Reuter. FULLTRÚAR ísraels, Egyptalands, Jórdan- íu og PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, munu hittast í Washington í dag til að reyna að koma í veg fyrir, að viðræðurnar um frið í Miðausturlöndum fari út um þúfur. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, mun sitja fundinn í upphafi til að leggja áherslu á hve mikið er í húfi. Fundurinn mun aðeins standa í dag en bandarískir embættismenn segja, að takist ekki að leiða viðræðurnar út úr þeim ógöngum, sem þær hafa ratað í, geti það haft ófyrirsjáanlegar og alvarlegar afleiðing- ar fyrir sambúð ríkjanna í Miðausturlöndum. Þá hafi íslömskum öfgamönnum tekist það, sem þeir stefndu að með hryðjuverkum í ísrael. Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun stýra fundinum en auk hans munu sitja hann Shimon Peres, utan- Clinton f orseti situr fundinn til að leggja áherslu á mikilvægið ríksráðherra ísraels, Amr Moussa, utanrík- isráðherra Egyptalands, og Abdul-Karim al-Kabariti, utanríkisráðherra Jórdaníu. Fulltrúi PLO er Nabil Shaath, helsti samn- ingamaður samtakanna. Hryðjuverkamenn ráði ekki þróuninni í Miðausturlöndum Clinton Bandaríkjaforseti mun einnig taka þátt í fundinum framan af til að sýna hve mikilvægt er, að framtíð ríkjanna í Miðaust- urlöndum ráðist ekki af hermdarverkum of- stækismanna. Fjöldi ísraela hefur týnt lífi í sprengjutil- ræðum ofstækismanna, sem vilja friðar- samningana feiga, og af þeim sökum hefur ísraelsstjórn lokað landamærum sínum fyrir Palestínumönnum. Við það hafa tugþúsund- ir manna misst vinnu sína í ísrael en hún hefur verið helsta stoðin í efnahagslífi Pal- estínumanna. Afstaða ísraela hefur líka breyst og svo virðist sem þeir séu ekki jafn fúsir og áður að láta Vesturbakkann af hendi. Áhersla á efnahagsmál Helstu umræðuefnin á fundinum í dag verða leiðir til að tryggja öryggi ísraela og hvernig best sé að greiða fyrir efnahags- legri aðstoðvið Palestínumenn. Þá verður einnig rætt um efnahagslega samvinnu ríkj- anna, en Bandaríkjastjórn telur hana best fallna til að tryggja friðinn til frambúðar. Búist er við fleiri fundum á næstunni. 10 Ein væn fjölskylda EVROPULESTIN BRUNAR M *»JU*ff Læri eitthyað nýttá hverjum degi B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.