Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 5/2-11/2. INNLENT ►ÍSLENSKA útvarpsfé- lagið hf. hefur keypt 35% hlut í Fijálsri fjölmiðlun hf. Með samstarfi félag- anna tveggja er stefnt að víðtæku samstarfi í mark- aðs- og tæknimálum og stofnun fyrirtækis á sviði margmiðlunar og rafrænn- ar fjölmiðlunar. ► SAMNINGANEFND rík- isins gerði kennurum tilboð á föstudag. í því var gert ráð fyrir kjarasamningi til tveggja ára og hliðstæðum launahækkunum og samið verði um á almenna vinnu- markaðinum. Einnig voru lagðar fram tillögur um skilvirkara skólastarf, lengingu á vinnutíma kenn- ara og um auknar kröfur til starfa þeirra. Kennarar höfnuðu tilboðinu formlega á föstudag. ► EKKERT fékkst upp í rúmlega 540 milljóna króna kröfur í bú Skerseyr- ar hf. við gjaldþrotaskipti 20. janúar sl. Tæplega tveggja milljóna króna eign þrotabúsins dugði ekki í skiptakostnað og annan kostnað við gjaldþrota- skipti. ►FULLTRÚAR Súða- víkurhrepps skoðuðu í vik- unni sumarbústaði á Suður- landi sem Súðvíkingum standa til boða sem bráða- birgðahúsnæði. Rikissjóður mun bera allan kostnað af flutningi og uppsetningu húsanna i Súðavík. Fyrstu loðnu landað LOÐNA er farin að veiðast fyrir aust- an land. Frysting og bræðsla er hafín, landað var í Neskaupstað á fimmtu- dag, í Vestmannaeyjum og Grindavík á fostudag. Hrognafylling loðnunnar var 11-12% og talsverð áta var einnig í henni. Vegna minnkandi loðnuneyslu í Japan beina söluaðilar nú sjónum sínum einnig að nýjum mörkuðum, m.a. Kína, Bandaríkjunum og Tævan. Spariskírteini seld LÁNASÝSLA ríkisins seldi á föstudag ný spariskírteini og ríkisvíxla fyrir um 4,5 milljarða króna í tengslum við innlausn spariskírteina í 1. flokki D frá árinu 1990. Bankastofnanir og verðbréfafyrirtæki gerðu eigendum bréfanna, sem komu til innlausnar, ýmis tilboð og nýttu margir sér þau. Tilvísanakerfið HEILBRIGÐISRÁÐHERRA hefur gefið út reglugerð um tilvísanir og samkvæmt henni á útgáfa tilvísana vegna sérfræðilæknisþjónustu að hefj- ast 20. febrúar næstkomandi. Nýjar reglur um greiðsluþátttöku vegna til- vísana taka hins vegar ekki gildi fyrr en 1. maí. Talið er að komum til sér- fræðinga fækki um 30% vegna til- komu tilvísanakerfisins og sparnaður Tryggingastofnunar ríkisins verði um 100 milljónir króna. Formaður heil- brigðisnefndar Sjálfstæðisflokksins segir tilvísanakerfið þvert á stefnu flokksins. Formaður Sérfræðingafé- lags lækna mótmælir kerfinu og segir ákvörðun ráðherra takmarka lækn- ingaleyfi stórs hóps lækna. Yasser Arafat Friðarviðræður í uppnámi VIÐRÆÐURNAR um frið í Miðaust- urlöndum eru í uppnámi eftir að fund- ur þeirra Yitzhaks Rabins, forsætis- ráðherra ísraels, og Yassers Araf- ats, leiðtoga PLO, Frelsissamtaka Palestínumanna, fór út um þúfur á fimmtudag. ísrael- ar standa enn fast á því að meina Pal- estínumönnum að koma til ísraels og ekkert samkomu- lag er um næsta stig í sjálfstjómar- áætlun Palestínumanna, kosningar og brottflutning ísraelsks herliðs frá byggðakjömunum á Vesturbakkan- um. Hefur Arafat skorað á erlenda þjóðhöfðingja að leggja sér lið og munu fulltrúar PLO, ísraels, Egypta- lands og Jórdaníu koma saman í Washington í dag til að reyna að höggva á hnútinn. Lech Walesa hafði betur LECH Waiesa, forseti Póllands, hafði betur í glímu sinni við þingið og hef- ur Waldemar Pawlak, leiðtogi Bændaflokksins, sagt af sér sem for- sætisráðherra. Taldi Walesa, að hann stæði f vegi fyrir nauðsynleg- um efnahagsum- bótum og hefur fallist á, að Jozef Oleksy, forseti neðri deildar þings- ins, taki við forsætisráðherraembætt- inu. Kemur hann úr hinum stjómar- flokknum, \ Lýðræðisbandalagi vinstrimanna, arftaka gamla komm- únistaflokksins. Hefur þessum breyt- ingum verið vél tekið f Póllandi enda hefur Pawlak almennt verið talinn standa sig illa. Walesa vildi fyrst, að Aleksander Kwasniewski, leiðtogi Lýðræðisbandalagsins, tæki að sér forsætisráðherraembættið en af því varð ekki. Búist er við, að hann bjóði sig fram gegn Walesa í forsetakosn- ingum síðar á árinu. Lech Walesa ► NATO-ríkin vi|ja beita sér fynr nánari sambandi við fimm ríki í Norður-Afr- íku og Miðausturlöndum, Egyptaland, ísrael, Mar- okkó og Túnis. Er ástæðan ekki síst ótti við þá ógn, sem stafar af hreyfingum islamskra heittrúarmanna. Willy Claes, framkvæmda- stjóri NATO lýsti yfir í síð- ustu viku, að Vesturlöndum stafaði jafn mikil hætta af íslömskum bókstafstrúar- mönnum og kommúnistum á sinum tíma. ► SVEITIR Tsjetsjena hafa hörfað frá Grosní, höfuðborg Tsjetsjn(ju, og er borgin nú að mestu á valdi Rússa. Tsjetsjenar hóta hins vegar áframhald- andi skæruhernaði í fjöll- unum. Tsjetsjnjjumálið bar lítt á góma á fundi Sam- veldis sjálfstæðra ríkja í Alma-Ata í fyrradag og forðuðust leiðtogarnir að gagnrýna Rússa. ► OPINBER nefnd í Suð- ur-Afríku hefur komist að þeirri niðurstöðu, að klerk- urinn Allan Boesak hafi dregið sér fé, sem Norður- lönd gáfu til Friðar- og réttlætisstofnunarinnar í tíð aðskilnaðarstefnunnar í Iandinu. Er farið háðuleg- um orðum um skýringar Boesaks á fjármálaóreið- unni og ólíklegt þykir nú, að hann verði skipaður sendiherra Suður-Afríku þjá Sameinuðu þjóðunum í Genf. ► OECD, Efnahags- og framfarastofnunin leggur til, að útgjöld til velferðar- mála í Finnlandi verði skor- in verulega niður. Segir í ársskýrslu stofuunarinnar, að með sama áframhaldi muni miklar, erlendar skuldir Finna þrefaldast á 30 árum. Er einkum talið nauðsynlegt að hækka elli- lífeyrisaldur en hann er nú í raun 58-60 ár. FRETTIR Telurðu æskilegt eða óæskilegt að íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu? Þeirsem taka afstöðu Þeir sem ,,y4J,: Sjálf- Alþýðuflokk stæðisflokk Búseta: Reykjavík Reykjanes Landsbyggðin Æskilegt Óæskilegt Þjóðvaka Kvennalista Alþýðu- bandalag Fram- sóknarflokk Þeir sem ekki nefna flokk Afstaðan til umsóknar um aðild að ESB lítið breytt Meirihluti áfram andvígur umsókn MEIRIHLUTI kjósenda telur áfram að ísland eigi ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu. í skoðanakönnun, sem Félagsvísindastofnun Há- skóla íslands gerði fyrir Morgunblaðið í lok janúar, sögðust 44% svar- enda, sem afstöðu tóku, hlynntir því að sótt yrði um aðild, en 56% eru andvígir umsókn. Þetta er nánast óbreytt niðurstaða frá könnun Félagsvís- indastofnunar í október, en þá sögðust 43% hlynntir umsókn og 57% andvígir. Það, sem hins vegar hefur breytzt, er að í október voru 36,5% svarenda óákveðnir, en nú ekki nema 9,9%. Spurt var hversu æskilegt eða óæskilegt menn teldu að sótt væri um aðild að Evrópusambandinu. Ef teknir eru þeir, sem tóku af- stöðu, sögðust 10,8% telja aðildar- umsókn mjög æskilega, 33,3% töldu hana frekar æskilega, 28,9% sögðu hana frekar óæskilega og 27% sögðu mjög óæskilegt að sækja um aðild að ESB. Konur meðmæltari en karlar Stuðningur við aðildarumsókn hefur aukizt lítillega í hópi kvenna og telja 45,8% þeirra æskilegt að sækja um aðild, en 42,7% karla. Stuðningur við umsókn hefur jafnframt aukizt marktækt í Reykjavík, og segjast nú 52% Reyk- víkinga hlynntir því að sótt verði um aðild að ESB. Stuðningur hefur hins vegar minnkað nokkuð á Reykjanesi, er 48,6%, og er svipað- ur á landsbyggðinni og í október, eða 33,3%. Ef litið er á stuðning við aðildar- umsókn eftir því hvaða flokk menn sögðust styðja í könnuninni, koma litlar hlutfallslegar breytingar fram frá seinustu könnun og fæstar töl- fræðilega marktækar. Afstöðu fylg- ismanna flokkanna má sjá á skífu- ritinu. Andstaða eykst með aldri Eins og áður er stuðningur við að sótt verði um mestur í yngstu aldurshópunum og minnkar með aldrinum. Þannig eru 59,1% svar- enda á aldrinum 18-24 ára með- mæltir umsókn, en 30,8% aldurs- hópsins 60-75 ára. Stuðningur hef- ur þó nærri tvöfaldazt í elzta aldurs- hópnum frá síðustu könnun. Félagsvísindastofnun skiptir svarendum í sex starfsstéttir. Þegar litið er á afstöðu þeirra til aðildar- umsóknar, kemur fram að stuðn- ingur er mestur meðal afgreiðslu- og verkafólks, eða 50,2%, og hefur aukizt nokkuð frá seinustu könnun. Af þeim, sem ekki eru útivinnandi, styðja 50% að sótt verði um aðild að ESB, af skrifstofu- og þjónustu- fólki 39,3% og af iðnaðarmönnum og verkstjórum 47,3%. Tæplega 48% sérfræðinga og atvinnurek- enda telja aðildarumsókn af hinu góða, en það gera aðeins 11,6% í hópi sjómanna og bænda og hefur andstaða við umsókn enn aukizt í þeirra hópi frá síðustu könnun. Könnun Félagsvísindastofnunar var gerð 25.-29. janúar sl. Stuðzt var við slembiúrtak úr þjóðskrá, sem náði til 1.500 manna á aldrin- um 18-75 ára. Nettósvörun er 71,8%, sem telst vel viðunandi í könnunum af þessu tagi. Félags- vísindastofnun teiur svarendahóp- inn endurspegla þjóðina nokkuð vel, með tilliti til aldurs, kyns og búsetu. Fleiri taka afstöðu Stór.hluti kjósenda hef- ur gert upp hug sinn til umsóknar um aðild að ESB á síðustu mánuð- * um. Olafur Þ. Steph- ensen segir skýringuna líklega þá að óvissu um afstöðu hinna Norður- landanna sé eytt í bili. ÞAÐ SEM mesta athygli vek- ur, þegar rýnt er í niðurstöð- ur skoðanakönnunar Fé- lagsvísindastofnunar Háskólans um afstöðu fólks til umsóknar um aðild að Evrópusambandinu, er að hlut- fall óákveðinna er nú aðeins tæp- lega 10%, en var 36,5% í könnun- inni, sem gerð var i október. Líklegasta skýringin á þessu er sú að á tímabilinu frá októberlokum hafa tvö hinna Norðurlandanna gert upp hug sinn varðandi aðild að Evrópusambandinu. Svíar ákváðu að ganga inn, en Norðmenn að vera fyrir utan. Ovissunni, sem Telurðu æskilegt að íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu? 59% var um afstöðu Norðurlandanna, hefur því verið eytt í bili. Fyrir löngu hefur verið sýnt fram á að afstaða almennings á Norður- löndunum til ESB fer mjög eftir því hvaða forsendur eru gefnar um afstöðu hinna Norðurlandanna. Þess vegna er sennilegt að skýrari línur á Norðurlöndum verði til þess að margir íslendingar sjái ástæðu til að gera upp hug sinn. Hins vegar breytast hlutföll fylgjenda og andstæðinga aðildar- umsóknar sáralítið frá seinustu könnun, þótt meira en 26% svar- endahópsins hafi gert upp hug sinn. Það þýðir í fyrsta lagi það að lítið eitt fleiri hinna óákveðnu hafa skip- að sér í hóp andstæðinga umsókn- ar, þar sem hann var stærri fyrir. Hins vegar þýðir það líka að ekki hafa allir hinir óákveðnu dregið þá ályktun af neiyrði Norðmanna að Island eigi ekki erindi í ESB. Rúm- lega 45% virðast hafa látið ákvörð- un Svía og Finna hafa áhrif á af- stöðu sína. Búast má við að sá hópur hefði orðið miklu stærri, hefðu Norðmenn sagt já. Hlutfall óákveðinna hefur hrapað álíka mikið í öllum þjóðfélagshóp- um, meðal stuðningsmanna allra flokka og hjá báðum kynjum. Reyndar kemur það á óvart að fleiri konur en karlar segjast hlynntar umsókn um aðild að ESB, og renn- ir fleiri stoðum undir þá tilgátu að íslenzkar konur séu ekki jafnnei- kvæðar í garð Evrópusamstarfs og kynsystur þeirra á hinum Norður- löndunum. Ekki kemur á óvart að þær starfsstéttir, sem líklegastar eru til að telja atvinnugreinum sínum ógn- að með inngöngu í ESB, séu nei- kvæðastar I garð umsóknar. Sjó- menn og bændur eru hörðustu and- stæðingar umsóknar um aðild.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.