Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ tók okkur einungis skamma stund að reikna út laun og borga þau út,“ segir hún. Ráðherra kynnt hugmyndin — Hefur fjöldi starfsmanna verið áætlaður? „Já, við höfum stillt upp dæmi, en það fer auðvitað eftir ástandi heimilisfólksins hver endanleg tala verður. Við leggjum áherslu á að hjúkrunarmat verði gert á vist- mönnum til þess að áætla kostnað með tilliti til fjölda starfsfólks. Við höfum kynnt Sighvati Björgvins- syni heilbrigðisráðherra hugmynd- ina og er málið í athugun. Um þessar mundir er verið að gera könnun með þátttöku heil- brigðisráðuneytis, þar sem meðal annars verður athugað hver raun- verulegur kostnaður við hjúkrun aldraðra er. Það verða mjög gagn- legar niðurstöður," segir Sigríður. Eðlilegt er að hjúkrun þyngist þegar heimilisfólk eldist og segir Sigríður að þá verði að vera skiln- ingur hjá ráðuneytinu á sveigjan- leika í stöðugildum hjúkrunarfólks. Hún bendir á að þetta sé vandamál sem allar hjúkrunar- og öldrunar- deildir standi nú frammi fyrir, þ.e. að róðurinn þyngist en erfíðlega gangi að fá aukningu á stöðugildum. Kökulykt í húsið Hugmynd undirbúningshópsins er sú að matur verði aðsendur. Telur hópurinn að með því náist fram ávinningur því dýrt sé að reka eldhús. „Aftur á móti sjáum við fyrir okkur að hægt verði að baka á staðnum þannig að kökulykt kæmi í húsið. Á hvíldardeildinni síðastliðið sumar bökuðum við stundum vöfflur með kvöldkaffínu, sem mæltist ve[ fyrir, svo og treíjja- kökur.“ Sigríður leggur áherslu á að mataræði skipti máli og að fylgst sé með því að fólkið drekki nóg, því tregar hægðir séu algengt vandamál meðal eldra fólks. Þegar einingin sé smá sé auðveldara að fylgjast með hveijum og einum og grípa fljótt og vel inn í. „Til dæmis ef einhver vill ekki drekka reynir maður að finna hvað hann vill. Sé það einungis vatn með viskýbragði þá er jafnvel hægt að koma til móts við það!“ Hún telur algengt að öldruðum líki illa að verða fjárhagslega ósjálf- stæðir, enda hafi hugmyndin um fjárhagslegt sjálfstæði komið frá fulltrúum aldraðra. „Það er þessi sérstaki íslenski hugsunarháttur að vilja sjálfstæði fram í rauðan dauð- ann, en það getur orðið kostnaðar- samt að verða gamall. Þar er um- önnunarþátturinn stærstur þegar litið er til 24 tíma þjónustu. Þeir sem hafa sæmileg eftirlaun borga nú tæplega 80 þúsund krónur fyrir sig á mánuði á elliheimili, en það er ekki nema hluti af kostnaðin- um. Dýrustu vistrýmin hér á landi í tengslum við aldraða fara yfir 200 þúsund krónur á mánuði. Það er þessi þróun sem verður að huga að. I ljósi þess að hópur aldraðra stækk- ar sífellt verður að huga að fleiri möguleikum hvernig best og hag- kvæmast má standa að vistunar- málum aldraðra. Fjölbreytileiki verður að vera til staðar.“ Vegalengdir séu stuttar í undirbúningshópnum hafa auk hjúkrunarfræðinganna verið arki- tekt, bankastarfsmenn, bygginga- verktaki, talsmaður aldraðra ásamt fulltrúum frá Kjalarneshreppi. Er hópurinn sammála um að mörgu sé að hyggja við byggingu hús- næðis sem þessa. Sigríður bendir meðal annars á að langar vega- lengdir innanhúss kalli á aukinn fjölda starfsfólks auk þess sem aldr- aðir séu duglegri að bjarga sér ef vegalengdir séu viðráðanlegar. Hún fullyrðir að íslendingar hugsi mjög lítið um ellina og hafi af henni litlar sem engar áhyggjur. „Mér finnst sú hugsun algeng að hlutirnir bjargist einhvern veginn. Það muni einhver koma til aðstoðar þegar á þurfi að halda. Mér finnst nauðsynlegt að hér verði hugarfars- breyting og fólk geri áætlanir um hvernig það vilji eyða elliárunum. OHÆTT er að segja að hjúkrunarfræðingarnir þær Sigríður Ólafsdóttir og Hjördís Jóhannsdóttir séu bæði frumlegar og framtaks- samar. Undanfarin tvö sumur hafa þær ásamt Ingibjörgu Einarsdóttur hjúkrunarfræðingi rekið hvíldar- deild fýrir aldraða á Landakotsspít- ala þegar deildum þar var lokað vegna sumarleyfa. Störfuðu þær sem verktakar og sáu um allan rekstur. Enn á ný liggur nýstárleg hug- mynd á borði þeirra og snýst hún einnig um aldraða. „Við viljum láta byggja lítið heimilislegt umönnun- arheimili þar sem aðeins 12-15 manns búa, einstaklfngar og hjón. Hugmyndin er að fólkið geti flutt inn í sæmilega góðu andlegu og lík- amlegu ástandi og þegar elli kerling knýr dyra í auknum mæli geti það samt dvalist á heimilinu þar til yfír lýkur,“ sagði Sigríður Ólafsdóttir í samtali við Morgunblaðið. Annað sem kemur nýstárlega fýrir sjónir þegar um umönnunar- heimili er að ræða er sú hugmynd að vistmenn kaupi sér herbergi, sem verða í kringum 30 fm, og sameig- inlega aðstöðu, þannig að samtals verður eignin í kringum 60 fm. Þegar einstaklingurinn deyr selja erfíngjar hlut hans eins og hveija aðra eign í fjölbýlishúsi. Sú kvöð verður að sjálfsögðu að selt verði til annars aldraðs. Sigríður telur reyndar álitamál hvort herbergin séu of stór, því miklu máli skipti að ná verðinu eins langt niður og hægt er. Gert er ráð fyrir að íbúar eða vistmenn borgi fyrir þrif, þvotta og mat á sama hátt og þegar þeir bjuggu í eigin íbúð úti í bæ en þeir fengju hjúkrunarþáttinn greiddan eins og þeir dveldust á öldrunar- deild. „Á þennan hátt er hægt að búa til mjög skemmtilega einingu þar sem heimilismenn geta haft það gott. Þegar sama starfsfólkið vinn- ur hjá fólkinu verður tilveran ör- uggari, allar breytingar sjást fyrr og hægt er að grípa strax inn í með úrbætur. Þá verður þetta eins og ein væn fjölskylda," segir Sigríð- ur og bendir jafnframt á að þegar um eignaraðild sé að ræða hafi vist- menn og aðstandendur þeirra meira að segja um starfsemina og geti gert meiri kröfur. Af gjörgæslu yfir á hjúkrunardeild — Hvernig stóð á því að þið fór- uð í upphafi að velta málum aldr- aðra fyrir ykkur? „Þegar við fórum að vinna á hjúkrunardeild aldraðra á Landa- kotsspítala var það nýtt fyrir okkur sem höfðum unnið á gjörgæslu- deild. Starfsemin á þessum tveimur deildum er þó ekki ólík vegna þess að í báðum tilvikum skiptir miklu máli að passa upp á smáatriðin. Það þarf ekki annað en að nýr starfsmaður sem veit ekki um nið- urröðun í borðsal komi inn á deild- ina. Gamla fólkið veit jafnvel ekki sjálft hvar sæti þess er í 60-80 manna borðsal og lendir því á röng- um stað. Það getur kostað tveggja til þriggja daga mótþróa ef einhver hefur tekið sæti annars. Viðkom- andi hótar jafnvel að borða ekki framar, fer inn í rúm og liggur þar úrillur og vansæll," segir Sigríður. „Það er áríðandi að samfella sé í hlutunum, þvi aðlögunarmöguleik- ar aldraðra eru litlir. Miklu máli skiptir að þeir sem hjúkra öldruðum séu með það alveg á hreinu." Hagkvæmni i rekstri Með því að hafa litla einingu tel- ur Sigríður hægt að ná hagkvæmni í rekstri, því að sami starfsmaður geti séð um ýmsa hluti eins og ræstingu, þvotta og annað sem til fellur hveiju sinni. „Við sjáum fyrir okkur að með þvi að hafa 12-15 manna einingu geti hjúkrunarfræð- ingur sem er á næturvakt einnig stungið í þvottavél eða þvegið gólf,“ segir hún. Hún bendir einnig á spamað sem hljótist af því að 15 einstaklingar búi á sama stað í stað þess að búa víðs vegar um borgina og fá að- keypta þjónustu, heimilishjálp og HUGMYNDIN er að fólk kaupi sér herbergi í 12-15 manna heimili eða einingu. „Lítil eining býður upp á heimilislegt andrúmsloft,“ segir Sigríður. Myndin er fengin úr myndasafni blaðsins. Ein væn fj ölskylda Undirbúningrir fyrir stofnun nýstárlegs umönnunarheimilis hef- ur staðið yfír í nokkurn tíma. Hildur Fríðriks- dóttir ræddi við Sigríði Ólafsdóttur hjúkrunar- fræðing sem segir að meiningin sé að aldraðir sjái sér sjálfir farborða nema varðandi hjúkrun- arþáttinn. Þeir geti búið á heimilinu þar til yfir lýkur, en þurfi ekki að fara annað til að deyja. heimahjúkrun. „Það eru til dæmis ótrúlegar tölur nefndar í sambandi við bílastyrki hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða, sem þurfa að ferðast um bæinn þveran og endilangan til að sinna sjúklingum, kannski 4-5 sinn- um á sólarhring. Oft nemur bíla- styrkurinn hærri upphæð en grunn- launin eru,“ segir hún. Hún nefnir einnig að forstöðu- maður heimilisins verði að vera .. Morgunblaðið/Emilía HJÚKRUNARFRÆÐINGARNIR Sig’ríður Ólafsdóttir (t.h.) og Hjördís Jóhannsdóttir meðal góðra vinkvenna sinna á hjúkrunar- deild Landakotsspítala. hjúkrunarfræðingur, því hjúkrun verði alltaf stærsti hluti starfsem- innar. „Það er mjög nauðsynlegt að henni sé sinnt af fagfólki, því einungis með því að huga með ná- kvæmu eftirliti að smáatriðum er hægt að koma með úrlausnir sem leiða af sér aukna hagræðingu. Með því til dæmis að setja bleyju rétt á skjólstæðing er hægt að spara mikla þvotta og aðra vinnu.“ Sigíður bendir jafnframt á, að þegar einingin sé lítil geti forstöðu- maður einnig sinnt öllum þeim þátt- um sem lúta að stjórnun og rekstri. Með góðu eftirliti og skýrslugerð sé hægt að auka hagræðingu í rekstri. „Ein hugmyndin varðandi hagræðingu er að vera ekki með vaktaálag heldur reikna upp jafnað- artímakaup. Þetta gerðum við á hvíldardeildinni ,og tókst vel. Það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.