Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 19 LISTIR Málverk og einingar MYNPUST Listhús Sævars Karls MÁLVERK ERLINGUR PÁLL INGVARSSON Opið á verslunartíma. Til 23 febr- úar. Aðgangur ókeypis. FYRIR nokkrum árum sýndi Erl- ingur Páll Ingvarsson akríl- og olíur myndir í efri sölum Nýlistasafnsins og minntu þau sterklega á Cobra- listhópinn, en með þeim formerkjum þó, að eðlilega ber að kalla slíkar þreifíngar Post-Cobra. Erlingur Páll lauk námi úr Ný- listadeild MHÍ árið 1978, og hélt svo utan til framhaldsnáms við listaskóla í Hollandi og Þýskalandi og mun þetta sjötta einkasýning hans. Það hafa margir fetað í fótspor Cobra og óformlega málverksins, og þá einkum í Danmörku. Hér á landi eiga hin opnu og fijálsu vinnubrögð einnig sína áhangend- ur, og á tímabili fyrir margt löngu mátti t.d. greina sterk áhrif í málverkum Þorvaldar Skúlasonar og fleiri Septembermanna, og alla tíð síðan hafa ýms- ir málarar leitað í smiðju þeirra. Nær óheft og skyn- rænt litaflæði einkenn- ir vinnubrögðin, en þau skila um leið persónu- einkennum listamann- ana mjög vel. á dúkana, líkt og gerist um list bama og geðsjúkra. Fari maður svo að lesa í málverk Erljngs Páls eftir þeirri forskrift, virðftt hann búa yfír heitri og tilfinn- ingaríkri skaphöfn, en vera nokkuð kviklynd- ur í eðli sínu. Litirnir sem dúkana prýða eru heitir og efnisríkir, en þó ekki bomir á af til- takanlega mikilli sann- færingu á miðlinum og svo er akríláferðin dá- lítið þurr og tómleg. En þrátt fyrir það eru þetta málverk sem eiga meira erindi á listavett- vang en margt það sem maður sér í listhúsum borgarinnar. Sýningunni er nokk- uð ábótavant í upp- setningu og verður fyrir það tóm- legri en ella. Einungis þijú málverk (An titils) prýða veggina ásamt nokkrum snifsum á víð og dreif sem eiga að vera hlutar sama myndferl- is, en sá gjörningur missir marks og einkum fyrir þá sök að eining- amir lafa niður vegna lélegs frá- gangs, þ.e. upplímingar. Slíkt á ekki að geta skeð og er síður í sam- ræmi við þær kröfur sem menn gera um frágang sýninga. Bragi Ásgeirsson - kjarni málsins! Erlingur Páll Ingvarsson , SÞ heldur upp á hálfrar aldar afmæli Helgi Tóm- asson býður til „ballett- toppfundar“ Afmælisins minnst í San Francisco þar sem stofnskráin var undirrituð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. í SUMAR verða liðin fímmtíu ár frá því að. stofnskrá Sameinuðu þjóðanna var undirrituð í San Francisco. Afmælisins verður minnst á ýmsan hátt, en einn af hápunktunum er að ellefu ballett- flokkum er boðið til borgarinnar. Gestgjafinn er ballettflokkur borg- arinnar, sem Helgi Tómasson stjómar eins og kunnugt er. Frá þessu er greint í frétt danska blaðs- ins Politiken. í boðsbréfi flokksins er sagt að þó stofnun Sameinuðu þjóðanna hafí ekki bundið enda á ófrið í heiminum hafi náðst árangur, sem vert sé að halda upp á. Af þessu tilefni hefur ballettflokkurinn, sem er elsti starfandi flokkur Banda- ríkjanna, boðið heim ellefu flokkum víðs vegar úr heiminum. Þeim er boðið að koma með tvo til tólf dansara og sýna verk frá heima- landinu, auk þess sem hópur frá San Francisco ballettinum tekur þátt í hátíðinni. Hún stendur dag- ana 9.-14. maí. Hópamir sem dansa eru Ástralíu- ballettinn, Sjanghæ-ballettinn, Þjóðarballett Kúbu, Konunglegi danski ballettinn, Ballett Parísar- ópemnnar, Leipzig-ballettinn, Há- tíðarballett Tókýó, Hollenski þjóð- arballettinn, rússneski Bolshoj-ball- ettinn, Rambert Dance Company frá Bretlandi, Caracas-ballettinn frá Venezúela, auk heimamanna. Þetta verður vísast helsti ballettvið- burður Bandaríkjanna þetta árið og þó víðar væri leitað. --------------- Harmoniku- meistarinn Toll- efsen látinn NORSKI harmonikuleikarinn Tor- alf Tollefsen lést í Ósló 27. nóvem- ber sl. Hann var áttræður að aldri, fæddur 26. ágúst 1914. Tollefsen var heimskunnur harm- onikuleikari og starfaði lengi er- lendis, lengst í London. Hann flutt- ist heim til Noregs 1961 og naut þar viðurkenningar sem tónlistar- maður. Jafnframt harmonikuleikn- um samdi hann lög sem þykja bera frumleika hans og sérkennum vitni. Fjölmargar hljómplötur eru til með leik hans. „ Tekjubréfer góður kostur Jyrir þá sem vilja fá tekjur reglulega. “ Hrcfna Sigfinnsdóttir, ráðgjafi „Það kostar ekkert að innleysa spariskirteinin hjá okkur. “ Ami Oddur Þóröarson, ráðgjafi „Með leið 1 og 2 gœtir þú átt von á gengishagnaði “ Guðmundur Þórhallsson, ráögjafi ,Er þessi myndataka ekki jjjfl Elvar Guðjónsson, markaðsstjóri i „Láttu sjá þig og við finnum góða leið sem hentar þér. “ Klín Kristjánsdóttir, ráðgjafi GOD LAU5IM A INNLAUSN Ráðgjafar Skandia benda á þrjár góðar lausnir við innlausn spariskírteina ríkissjóðs ávöxtun 8% 80% Ecu 20% Dollar Miðad við nqfhávöxtun nú í viðkomandi myntwn Leið ávöxtun82>% 50% Innl. 50% Erl. M.v. nqfhávöxtun nú í viðkomandi myntwn og 3,5%verðhólgu. ávöxtun 7j5% Tekjubréf Rawuhöxtwi síðustu þriggja mánaða Ef þú átt spariskírteini ríkissjóðs sem komin eru á innlausnartíma getur þú innleyst þau hjá Skandia án kostnaðar. Ráðgjafar Skandia benda á þrjár góðar lausnir til áframhaldandi ávöxtunar við innlausn. Að auki býður Skandia spariskírteini á skiptikjörum með 5,30% ávöxtun ogjjölda annarra kosta. Hafðu samband við ráðgjafa Skandia og þeir finna góða lausn fyrir þig. L Skandia LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI LAUGAVEGI 170 * SÍMI 56 19 700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.