Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/HÁSKÓLABÍÓ hefur tekið til sýninga nýjustu kvikmynd Ro- berts Altmans, Short Cuts. í aðalhlutverkum eru Tim Robbins, Anne Archer^ Jennifer Jason Leigh og Robert Downey jr., auk fjölda annarra úrvalsleikara Dagur í lífi hinna og þessara A ISHORT Cuts er hlaupið úr einni sögunni í aðra, en allar gerast þær í grennd við Los Angeles. Aðalsögupersónumar eru 22 tals- ins og það eina sem sameinar þær er að þennan dag upplifa þær allar jarðskjálfta sem er næsta hvers- dagslegt fyrirbæri á þeim slóðum. Á milli sumra sagnanna er sam- band en annarra ekki og stundum er það sambandsleysi persóna einnar sögu sem kemur á sam- bandi við persónur annarrar. Short Cuts er safn bandaríska samtíma- svipmynda, sem ber sterk einkenni Robert Altmans, ekki síður en rit- höfundarins Raymond Carvers, en myndin er að mestu leyti byggð á smásögum hans. Gene Shepard (Tim Robbins) er mótorhjólalögga í Los Angeles. Hann er eins lítið heima hjá konu sinni Sherri (Madaleine Stowe), bömunum og hundinum þeirra og hann mögulega getur. Hvort sem er á vakt eða frívakt nýtir hann tíma sinn og þaulæft kúreká- göngulag af ákafa til að komast yfír konur og hann er jafnótrúr konu sinni og viðhaldinu Betty Weathers (Frances MacDormand). Sonur Howard og Ann Finnigan (Bruce Davison og Andie MacDow- ell) virðist hafa sloppið ómeiddur eftir að bíl var ekið á hann en ekki er allt sem sýnist. Læknirinn sem lítur á drenginn, dr. Ralph Wyman (Matthew Mod- ine) er annars hugar og hugsjúkur af kvöl vegna gruns um að konan hans, sem er myndlistarmaður (Julianne Moore), haldi fram hjá honum. Meðan afleiðingar bílslyssins eru að koma í ljós skýtur upp koll- inum Paul Finnigan (Jack Lemm- on) og útskýrir fyrir syni sínum hvers vegna hann hvarf úr lífí hans fyrir 30 árum án þess að hafa látið í sér heyra fyrr en þenn- an dag. Sú sem keyrði á drenginn en stakk af var Dareen Piggot (Lily Tomlin). Hún er þjónustustúlká í matsölu, en maður hennar Earl (Tom Waits) vinnur við það sem til fellur. Earl drekkur of mikið og stundum drekka þau bæði of mikið. Jerry Kaiser (Chris Penn) hreinsar sundlaugar. Konan hans Cathy (Jennifer Jason Leigh) er heimavinnandi; stundar þaðan símavændi milli þess og stundum meðan að hún skiptir á bami sínu. Þennan dag verður það Jerry of- raun að hlusta á konu sína eiga innilegri samræður við ókunna karla en nokkru sinni heyrast í herbergi þeirra hjóna. Tim Robbins leikur Gene Shephard, kvensama mótor- hjólalöggu. Claire Kane (Anne Archer) vinn- ur fyrir sér með því að leika trúð í bamaafmælum. Hún er gift Stu- art Kane (Fred Ward) en fer að efast um hjónabandið þegar Stuart lætur það ekki spilla fyrirhugaðri veiðiferð sinni að hann fínnur lík af ungri stúlku í eftirlætis hylnum sínum. Þetta em brot úr nokkmm sög- unum sem sagðar em í Short Cuts. Úr þeim og öðmm spinnur Altman ANDIE MacDowell er Ann Finnigan, móðir drengs sem verður fyrir bíl. sinn bandaríska samtímavef um ónáttúm hins náttúrlega. Aðrir leikarar sem koma við sögu em Lily Taylor (aðalleikkonan í nýj- ustu mynd Friðriks Þórs), Robert Downey jr., Zane Cassidy, Peter Gallagher, Annie Ross, Lori Sin- ger, Buck Henry og poppstjörnum- ar Lyle Lovett (eiginmaður Julie Roberts) og Huey Lewis (and The News). Short Cuts hlaut einróma lof gagnrýnenda vestanhafs og óvenjugóða aðsókn miðað við með- altal Altman-mynda. Þar, eins og við fjármögnun myndarinnar, naut Altman velgengni síðustu myndar sinnar, The Player, þeirrar sem færði honum fyrstu óskarsverð- launatilnefninguna fyrir leikstjóm á löngum ferli. Hugmyndina að Short Cuts fékk Altman um borð í flugvél á leið milli Evrópu og Los Angeles. Þá las hann smásagnasafn Carvers og sá að persónur hans yrði að festa á filmu. Ásamt Frank Barhydt vann hann sjálfur handrit og skrifaði tvær persónur sjálfur inn í verkið í því sem hann taldi í anda Carv- ers. Fjármögnun lét á sér standa og þótt tökur hæfust 1992 var þeim fljótlega hætt vegna íjárskorts. En þá gerðist undrið, The Player fékk ótrúlegar viðtökur og kvikmynda- verin, sem verið höfðu skotspónn þeirrar myndar, kepptust um að bera fé á karlinn. Þess vegna, og vegna þess að flestir leikaranna gáfu vemlegan afslátt frá venjuleg- um taxta, var Short Cuts gerð, og þess vegna hafa síðustu ár verið seinni gullöldin á stormasömum ferli Robert Altmans og vona marg- ir að fremur dræmar viðtökur í vetur við nýjustu afurðinni, Prét á Porter, séu ekki til marks um að þeirri gullöld sé strax að ljúka. Ogalltaf snýr hann aftur ROBERT Altman Skáldið ROBERT Altman er á sjö- tugasta aldursári. Hann byijaði seint að leik- stýra kvikmyndum og ferill- inn fór hægt að stað. Fyrstu 10 árin gerði hann tvær myndir en eftir að hann náði að sanna sig hefur hann ver- ið allra manna iðnastur og eftir þijátíu og sjö ára feril hefur hann af þijátíu og sjö kvikmyndum að státa (mörgum þeirra a.m.k.). í þeim hópi em margar af eftirminnilegustu kvik- myndum síðasta aldarfjórð- ungs, svo sem MASH, Nas- hville, og tvær þær nýjustu, The Player og Short Cuts, en einnig fjölmargar myndir sem vom fljótar að gleym- ast. Lengi vel vissu menn ekki vel hvar þeir höfðu Alt- man, hann skemmti, ögraði og kom hvað eftir annað á óvart með myndum sem reyndu á þanþol kvikmynda- formsins og sýndu hvers- dagsleikann í óvenjulegu ljósi. Með tíð og tíma varð það kannski einmitt þetta sem varð einkenni mynda hans, ásamt því að hann leggur einatt meira upp úr persónunum og samskiptum þeirra heldur en söguþræði og það sem ekki gerist og ekki er sagt skiptir á stund- um ekki síður máli en það sem fram fer. Altman var orðinn „rútín- eraður" í auglýsinga- og heimildamyndagerð áður en honum gafst fyrst færi á að leikstýra kvikmynd í fullri lengd en árið 1957 gerði hann myndina The Delinqu- ents, um gengi afbrotaungl- inga. Næstu árum varði hann í sjónvarpi sem Ieik- stjóri við framhaldsþætti á borð við Combat og Bonanza og sjö ár liðu áður en honum gafst næst færi á að spreyta sig á hvíta tjaldinu. Nig- htmare -in Chicago hét myndin og íjallaði um þijá daga í lífi afkastamikils fjöldamorðingja. Þessar myndir fóru ekki hátt fremur en hinar næstu, Countdown (1968) og That Cold Day in The Park (1969), en þær vöktu þó á honum verulega athygli sem varð að aðdáun og virðingu eftir að hann sendi frá sér MASH árið 1970. Sú mynd varð ein vin- sælasta mynd þess árs, vann gullpálmann í Cannes, fæddi af sér sjónvarpsþætti sem lifðu í hátt á annan áratug og komu Altman í fremstu röð bandarískra kvikmynda- höfunda. Sama ár varð Brewster McCloud síður en svo til að draga úr vinsældum hins upprennandi leikstjóra og með' McCabe and Mrs. Miller (1971) og Images (1972) hélt hann athyglinni og enn vakti hann hrifningu í Can- nes. Aðdáendur feðganna Raymond Chandlers og Philips Marlowe vissu hins vegar ekki í hvom fótinn þeir áttu að stíga þegar þeir komu út af sýningum á The Long Goodbye árið 1973 en þá hafði Altman falið vini sínum, Elliot Gould, hlutverk Marlowes, sem þá var orðið æði samgróið Humphrey Bogart í huga flestra. Thie- ves Like Us (1974) og Cali- fomia Split (1974) fylgdu á eftir og stendur sú síðari enn fyrir sínu en náði ekki nærri því sama umtali og vinsæld- um og Nashville, sú mynd sem landar Altmans nefna jafnan fyrst þegar nafn hans ber á góma. Nashville er að því leyti lík Short Cuts að þar úir allt og grúir í aðalper- sónum og sennilega eru þessar tvær ásamt MASH og The Player þær myndir Altmans sem bestar viðtökur hafa almennt fengið. Eftir velgengnisárin fímm í upphafi áttunda áratugar- ins má segja að hallæri hafi tekið við hjá Altman. Ekki svo að skilja að hann hafí ekki verið að gera kvikmynd- ir, þvert á móti voru margar býsna góðar svo sem 3 Wom- en (1977) og A Wedding (1978) en í kvikmyndaiðnað- inum þar sem peningar og aðsóknartölur eru upphaf og endir alls varð honum hvað eftir annað fótaskortur á svellinu og eftir því sem árin liðu vildu hvorir sem minnst af hinum vita, Altman og kvikmyndaverin í Holly- woqd. Á níunda áratugnum hvarf Altman að miklu leyti úr hringiðu kvikmynda- heimsins en gerði þó t.a.m. myndina Come Back to The Five and Dime, Jimmy Dean, Jimmy Dean (1982, fyrsta kvikmyndahlutverk Cher) og nokkrar aðrar sem ekki fóru ýkja hátt. Hann vann þess meira í leikhúsi og sjónvarpi við góðan orðstír. Upphaf þess tímabils í ferli Altmans sem kvikmyndagerðar- manns sem enn stendur var hins vegar myndin Theo and Vincent (1990). RAYMOND Carver, sem lést fimmtugur að aldri árið 1988, hefur stund- um verið eignað það að endurvekja smásöguna sem bókmenntaform í Banda- ríkjunum. Carver skrifar um venjulegt fólk, skógar- höggsmenn, sjómenn og bakara, sem einatt lifa jað- artilveru og hafa komið sér i aðstæður sem kalla á þýð- ingarmiklar og örlagaríkar ákvarðanir. Eins og fólkið sem hann skrifaði oftast um var Car- ver sjálfur af lágum stigum. Hann fæddist árið 1938 í Clatskanie í Oregon-fylki en fluttist ungur með foreldr- um sínum til Yakima í Was- hington-fylki. Faðir Reys hafði verið landshornaflakk- ari á kreppuárunum en vann nú fyrir fjölskyldunni með skógarhöggi en móðir hans vann sem þjónn eða af- greiðslustúlka. Kjörin voru kröpp og báru áfengissýki fjölskylduföðurins merki. 19 ára gamall var Ray Carver giftur og tveggja barna faðir, hafði í sig og á með erfiðisvinnu en var miðlungi húsbóndahollur og sífellt að hafa vistaskipti. Strax á þessum árum fór hann að skrifa ljóð og smá- sögur í frístundum. Fyrstu verk hans fengust birt í smærri bókmennta- tímaritum en erfíðar heimil- isaðstæður og þrúgandi störfín urðu smám saman til að draga úr Carver mátt til skrifta. Um þrítugt var hann orðinn vínhneigður í meira lagi. Hann fékk hvergi frið til að skrifa nema hann drægi sig í hlé og sett- ist undir stýri á bílnum sín- um til að hripa niður hugs- anir sínar. Síðar sagði hann að ástæða þess að hann hafi einskorðað sig við smá- sögur og ljóð væri m.a. sú að hann hafi hvorki haft tíma né aðstæður til að ein- beita sér að skáldsagna- gerð. Rithöfundurinn hélt áfram að vinna við bensínaf- greiðslu og uppskerustörf á túlípanaakri, ef svo bar und- ir, en fór jafnframt að sækja námskeið í skapandi skrift- um við háskóla í Kaliforníu. Árið 1976 fékk hann í fyrsta skipti verk sín gefín út á bók og sagnasafnið „Will you please be quiet, please," sem hann hafði skrifað á sjöunda áratugnum, hlaut strax afbragðsviðtökur gagnrýnenda og tilnefningu til virtra bókmenntaverð- launa. Áfengismisnotkun fylgdi Carver þó enn um sinn og tvisvar var hann fluttur nær dauða en lífi á sjúkrahús af völdum áfengiseitrunar áður en hann sneri baki við fyrra líferni og gerðist AA- maður og var það æ síðan. Um svipað leyti kynntist Carver seinni konu sinni, ljóðskáldinu Tess Gallagher, en með henni bjó hann til dauðadags. Síðasta áratug- inn skildi Carver mest eftir sig, þijú smásagnasöfn og fjórar ljóðabækur. Hann naut sífellt vaxandi álits í bandarískum bókmennta- heimi og áður en hann lést úr krabbameini 2. ágúst 1988 hafði hann hlotið flest- ar viðurkenningar sem bandarískur rithöfundur getur vonast eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.