Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 28
MORGUNBLAÐIÐ 28 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 ANNA HJALTADÓTTIR + Anna Hjaltadóttir húsmóð- ir á Akureyri fæddist þar í bæ hinn 19. maí 1932. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13. janúar síðastlið- inn. Foreldrar Önnu voru Hjalti Sigurðsson frá Merkigili í Eyjafirði, húsgagnasmíða- meistari á Akureyri, og Anna Jónatansdóttir frá Litla-Hamri í Eyjafirði. Systkini Önnu í ald- ursröð voru Karl, Rósa, Sig- urður Reynir (látinn ), Hjalti --.og Guðrún (hálfsystir, sam- feðra). Seinni kona Hjalta var Ingileif Á. Jóhannesdóttir. Anna giftist eftirlifandi eigin- manni sínum, Sverri Valdi- marssyni skipstjóra, 22. októ- ber 1955. Sverrir er fæddur 20. jan. 1929. Foreldrar hans voru Valdimar Jónasson frá Villingadal í Eyjafirði og Þór- munda Guðmundsdóttir frá Akureyri. Dætur Sverris og Önnu eru Inga Þóra, f. 5. mars 1956, og Ellen, f. 16. apríl 1958. Synir Ingu Þóru og Rúnars Gylfasonar frá Akureyri eru Sverrir, f. ð.júlí 1975, og Hörð- ur, f. 9. maí 1980. Eiginmaður Ingu Þóru er Gauti Friðbjörns- son frá Gautsstöðum á Sval- barðsströnd. Maður Ellenar er Antonio Mendes frá Portúgal og sonur þeirra er Sævar Mikael f. 28. júní 1989. Utför Önnu var gerð frá Akureyrarkirkju 24. janúar síðastliðinn. MEÐ nokkrum fátæklegum orðum langar mig til að minnast frænku minnar Önnu Hjaltadóttur, hús- móður á Akureyri. Ég á margar góðar minningar tengdar Önnu frænku eins og ég kallaði hana ætíð, en ég var í nán- ara sambandi við hana mín upp- vaxtarár en flest annað skyldfólk mitt. Bæði var það vegna þess að þær systumar Rósa, móðir mín, og Anna höfðu mikið saman að sælda og eins hitt að Anna var einkar elskuleg manneskja. Anna fæddist inn í ört stækk- andi systkinahóp þar sem lífið lék í lyndi en faðir hennar rak traust húsgagnaverkstæði þá og allt fram á elliár. Þau bjuggu í Hafnarstræti rétt sunnan miðbæjarins á Akur- eyri sem þá var nýtt og reisulegt bæjarhverfi. Anna móðir þeirra bjó "£eim þar fallegt og gott heimili þar sem lífsgleði hennar ríkti. En systk- inin nutu ekki lengi ástríkrar móð- ur sinnar, hún féll frá þegar Anna var aðeins fimm ára. Systkinahóp- urinn hélst þó saman og tók Rósa systir Önnu þá barnung á sig mikla ábyrgð. Síðar kvæntist faðir henn- ar úrvalskonu, Ingileif Á. Jó- hannesdóttur sem gekk Önnu í móðurstað. Við þessa sviptivinda í fjöl- skyldulífinu en við efnalegt öryggi ólst Anna upp. Hún gekk hinn hefð- bundna menntaveg ungra stúlkna á þeim tíma og lauk meðal annars prófí frá húsmæðraskóla með góð- um vitnisburði. Um tvítugt varð Anna þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast eftirlif- andi eiginmanni sínum, Sverri Vaidimarssyni skipstjóra, miklum mannkostamanni og var sambúð þeirra öll hin farsælasta. Langt fram eftir hjónabandsárum þeirra Sverris og Önnu var Sverrir á sjón- um, lengst af sem skipstjóri á togurum Utgerðarfélags Akur- eyringa. Anna hafði hins vegar það hlutverk eins og aðrar sjómanns- konur að sjá um allt í landi. Fljótlega komu þau hjónin sér upp fallegu heimili á Ásvegi 16. Þó þau hafí búið vel á Ásveginum, Okkar bestu þakkir til þeirra allra, sem hafa sýnt okkur samúð, hlýhug og einlægan styrk vegna litlu ástkæru barna okkar, KRISTJÁNS NÚMA, HREFNU BJARGAR og AÐALSTEINS RAFNS. Hlýhugur ykkar allra og stuðningur hefur verið okkur ómetanleg- ur á þessum erfiðu stundum. Guð blessi ykkur öll. Hafsteinn NOmason, Berglind María Kristjánsdóttir. Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU ÞÓRUNNAR JÓNSDÓTTUR fyrrum húsfreyju, Vorsabæ, A-Landeyjum. Jón Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Bóel Guðmundsdóttir, Sjöfn Guðmundsdóttir, Erlendur Guðmundsson, Jarþrúður Guðmundsdóttir, Björgvin Guðmundsson, Erna Árfells, Ólafur Guðmundsson, Ólafur T rygg vason, Ásta Guðmundsdóttir, Helgi B. Gunnarsson, Kristjana Óskarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR með góða nágranna og þó gatan sé enn þann dag í dag ein af glæsi- legustu götum bæjarins leitaði hug- urinn á nýjar slóðir. Þar hefur eflaust ráðið þrá Önnu eftir að eignast eigin garð og keyptu þau eignina í Hamragerði 27 og létu innrétta eftir eigin höfði. Þó húsið sé fallegt og prýðilega búið hús- munum öllum er höfuðprýðin garð- urinn umhverfís húsið. Til að nema þá dýrð að fullu þarf fólk þó að ganga inn í garðinn því svo háttar til að bakgarðurinn gefur mesta möguleika. Enda er óviðjafnanlegt að koma þar á heitum akureyrskúm sumardegi. Garðyrkja var að heita má lífs- köllun Önnu. Auðvitað lagði hún sig fram við allt það sem tilheyrði því að vera eiginkona, móðir og síðar amma. En bærist talið hins vegar að garðyrkju sá maður glampa á augað af áhuga og krafti. Við þá vinnu voru þau hjón sam- hent sem fyrr og þá kannski sér- staklega eftir að Sverrir kom í land fyrir allnokkrum árum. Garðinn skóp hún enda, að því er segja má, með eigin höndum, hún lagði sig alla í verkið og hlaut tvívegis verð- laun Garðyrkjufélags Akureyrar. Það er einstakur árangur því yfír- leitt eru verðlaun þessi aðeins veitt einu sinni út á sama garðinn. Rækt- unaráhuginn hefur verið Önnu meðfæddur því að í báðar ættir er hún af farsælu bændafólki komin. Þess vil ég og geta hve víða annars staðar glöggt auga Önnu fyrir hinu fagra í lífínu kom fram. í því sambandi langar mig til að nefna dæmi af sviði sem Önnu var í sjálfu sér víðs fjarri. Á seinni árum tók hún mig stundum tali í sambandi við það þegar sést hafði til hrossa svo sem í sjónvarpi, hafði Anna þá iðulega orð á því sem best var út frá fagurfræðilegum viðmiðunum án þess að frétta- mennirnir bentu á það. Anna var enda myndarleg og vel klædd smekkmanneskj a. Anna var gæfumanneskja og miðlaði þeirri tilfinningu er því fylgir til annarra. Hún átti eflaust sínar andvökunætur þegar norðan brjálviðri geisuðu að vetrinum og hún vissi af lífsförunaut sínum, klettinum Sverri Valdimarssyni, Qarri höfn en Sverrir sigldi fleyinu alltaf heilu heim. Stundum fékk ég sem barn að fara með Önnu og dætrum hennar að taka á móti Sverri þegar hann kom að landi. Maður skynjaði þá tilfínningarnar sem lágu í loftinu, stundum spenn- ingur að vita hvort vel hafði fiskast, stundum eftirvænting því hann var að lfoma úr siglingu og stundum fór um mann hrollur þegar maður sá togarann koma siglandi albrynj- aðan ís. Anna kunni að njóta þess sem lífíð hefur að bjóða og hún hafði tækifæri til þess. Þau hjón ferðuð- ust víða en Anna var mikill sóldýrk- andi og lá leiðin því oft á sólar- strendur. Á vetrum stunduðu þau skíðaíþróttina og nutu þar gjarnan bæði sólar og útiveru. Hún bjó við öryggi og prýðisheilsu þar til fyrir örfáum mánuðum að fótunum var skyndilega kippt undan henni. Hún var komin með ólæknandi sjúkdóm. Þessum örlögum tók Anna af ótrú- legu æðruleysi og kjarki. Þegar fólk kom að sjúkrabeði hennar ræddi hún frekar um hvernig því liði eða þess nánustu heldur en hvemig henni sjálfri liði. Við öll sem þekktum Önnu Hjaltadóttur erum slegin miklum harmi en þeirra er harmurinn sár- astur sem næstir henni stóðu. Þeim öllum bið ég guðs blessunar; Sverri, dætrum, tengdasonum og dóttur- sonum. Blessuð sé minning Önnu Hjalta- dóttur. Kristinn Hugason. HULDA KRISTJÁNSDÓTTIR + Hulda Kristjánsdóttir fædd- ist í Skálavík í Reykjar- fjarðarhreppi 26. mars 1938. Hún andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík 18. janúar 1995. Bál- för Huldu fór fram frá Foss- vogskirkju 26. janúar. HÉR skal minnast með nokkrum fátæklegum orðum, konu sem lést langt um aldur fram. Góðrar og dugmikillar konu sem ég og fjöl- skylda mín mun minnast um ókomna tíð. Ég kynntist Huldu þegar ég var 12 ára gamall. Þá fór ég í sveit sem kúasmali að Látrum í Mjóafjörð. Hulda og maður hennar, Sigmund- ur Sigmundsson, höfðu keypt og tekið við búskap á Látrum á fardög- um 1955 af Þórarni Helgasyni. Veturinn áður höfðu þau verið í vinnu hjá Þórami á Látrum. Mér er enn í dag minnisstæður dugnað- ur þeirra hjóna. Þar bætti óbilandi kjarkur og elja upp lítil efni. Bömin komu hvert af öðru, alls sjö á átta árum. Auk þess ólu þau upp sonar- dóttur sína, Huldu Lind Stefáns- dóttur. Að þeirri litlu stúlku er nú kveðinn mikill harmur að missa ömmu sína svo ung sem hún er. Amma hennar reyndist henni vel Við þökkum af alhug veitta aðstoð, hlý- hug og samúð í veikindum, við andlát og útför SJAFNAR MAGNÚSDÓTTUR, Scottsdale, Arizona. Sigurði Björnssyni, lækni og hjúkrunar- fólki á deild 3-B, Landakotsspítala fær- um við sérstakar þakkir. Guð blessi ykkur öll. og kenndi henni margt. Á hinu stóra heimili á Látrum þurfti oft að taka til hendi og þá kom sér vel hversu góð hannyrða- kona Hulda var, en hún saumaði allt sem þurfti á börnin. Hún var húsmóðir svo af bar og skipti þá ekki máli hvenær gesti bar að garði. Þegar börnin stækkuðu og fóm að heiman gafst frekar tími til að lesa góðar bækur og virtist mér af samtölum okkar að dæma að hún læsi nokkuð mikið og þá sérstak- lega ættfræðibækur. Ég var í tvö sumur á Látram og er það mér minnisstætt þegar hún var að skrúbba á handbretti og skola þvott í köldum bæjarlæknum. Það fóra ekki margir í fötin hennar Huldu hvað dugnað og kjark snerti. Það var þeim hjónum mikið áfall er íbúðarhúsið á Látram brann ofan af þeim haustið 1958. Hulda var þá ein heima með öll bömin en Sig- mundur var við smölun inná fjalli. Sú hugsun læðist inn, við andlát Huldu, hvers vegna örlögin era svona grimm að hún skuli nú vera kölluð burt þegar þau hjón sáu fram á rólegri daga eftir að hafa komið sínum stóra bamahópi á legg. Þrátt fyrir að langt sé um liðið frá því að ég var í sveit á Látram hefur haldist vinskapur milli heim- ila okkar og hefur þar aldrei fallið skuggi á. Það var skrýtið að koma á hlaðið á dögunum og hitta þar ekki fyrir húsmóðurina Huldu, brosandi á tröppunum, bjóðandi fólki í. kaffi og heimabakað brauð og kökur. Það var okkur því huggun er í dyrnar kom lítil stúlka og bauð fólki í bæinn. Þar var komin nafna henn- ar. Það er gott til þess að vita að unga fólkið á bænum hefur erft eiginleika Huldu og því verður áfam gott að koma að Látrum. En sárt munum við samt sakna Huldu okk- ar. Sigurður V. Kristjánsson, Svandis Unnur Sigurðardóttir, Lilja Sighvatsdóttir, Unnur Sigurðardóttir, Björn Magnússon, Sigrún Kaaber, Unnar Magnússon, Bergrún Jóhannsdóttir, Stefanía Magnúsdóttir, Guðjón Torfi Guðmundsson og fjölskyldur. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móð- ur okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍSABETAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR fyrrverandi Ijósmóður, dvalarheimilinu Höfða, áðurtil heimilis á Heiðarbraut 55, Akranesi. Sesseija Einarsdóttir, Steingri'mur Bragason, ' Gisli S. Einarsson, Edda Guðmundsdóttir, Rögnvaldur Einarsson, Ragnheiður Hjálmarsdóttir, Elísabet H. Einarsdóttir, Reynir Elíesersson, Droplaug Einarsdóttir, Gústav A. Karlsson, Rósa Einarsdóttir, barnabörn, makar þeirra og barnabarnabörn. Við Anna og böm okkar biðjum góðan Guð að styrkja Sigmund og fjölskyldu í þeirra miklu sorg. Haf- ið þökk fyrir allt sem liðið er. Konráð Eggertsson. Blómastofa Fnðfinm 1 Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opiö öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytlngar viö öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.