Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR VALDIMAR VALDIMARSSON + Valdimar Valdi- marsson, Strandseljum, fæddist á Blámýr- um í Ögurhreppi 22. febrúar 1918. Hann lést á sjúkra- húsinu á ísafirði 22. desember sl. For- eldrar hans voru Valdimar Sigvalda- son og Ingibjörg Felixdóttir, sem bjuggu á Blámýr- um um hálfrar ald- ar skeið. Sambýlis- kona Valdimars var Sigríður Aðalsteinsdóttir frá Laugabóli í Laugardal, f. 1927. Eignuðust þau tvö börn, Aðal- stein, f. 1960, og Ingibjörgu, f. 1966. Ingibjörg er gift Jóni Halldórssyni frá Hrófbergi í Strandasýslu og eiga þau tvö börn. Þau eru búsett á Hólma- vík. Valdimar var jarðsettur í Ögurkirkjugarði 3. janúar sl. VALDIMAR ólst upp hjá foreldrum sínum á Blámýrum, ásamt fimm systkinum sínum, við hin ýmsu störf, sem tíðkuðust í sveitum á þeim tímum, en voru að ýmsu leyti með öðrum hætti en síðar gerðist. Árið 1944 keypti Valdimar jörð- SMARI GUÐ- MUNDS- SON ina Strandsel í Laug- ardal, sem er næsti bær við Blámýrar, en nokkru neðar í daln- um. Strandsel hefur ekki verið talin mikil jörð, túnið var lítið og harðlent, og gaf ekki mikið af sér. Bygging- ar voru úr sér gengn- ar, nema íbúðarhúsið sem var nýlegt. Það voru því ærin verkefni fyrir hendi að byggja upp á jörðinni, og end- urnýja húsakostinn. Þá var ekki enn runn- inn upp sá tími að byggja úr varan- legum efnum, en að miklu leyti notuð þau efni sem tiltæk voru frá náttúrunnar hendi, svo sem torf og gijót, og sem forfeðurnir urðu að notast við um aldimar, menn urðu þá líka fyrst og fremst að treysta á mátt sinn og megin. Valdimar tókst líka að koma undir sig fótunum á Strandseljum. Hann var maður sjálfstæður í hugsun, og taldi að menn yrðu að sníða sér stakk eftir vexti, og vildi einskis manns handbendi vera. Eins og fyrr segir voru Strands- el á þessum árum ekki talin mikil kostajörð, sérstaklega með tilliti til ræktunarmöguleika. Með auk- inni véltækni síðari ára hafa þó aðstæður gjörbreyst til batncðar. Fyrir innan Strandsel voru tiltölu- lega sléttir melar sem teknir hafa verið til ræktunar á síðari árum, og er þar nú hið blómlegasta tún og er túnið á Strandseljum nú orð- ið með stærri túnum í hreppnum. Á síðari árum hefur sauðfjárbú- skapur bænda á íslandi sífellt ver- ið að dragast saman vegna söluerf- iðleika á landbúnaðarafurðum. Af þeim, ástæðum fóru margir bænd- ur út í mjólkurframleiðslu, og var Valdimar einn í þeirra hópi. En einnig á því sviði hefur verið kom- ið á „kvótakerfi“, sem sífellt er verið að þrengja, og þar með að rýra afkomumöguleika bænda. Þrátt fyrir allar þessar takmarkan- ir, var Valdimar alltaf sæmilega bjargálna. Sambýliskona Valdimars var Sigríður Aðalsteinsdóttir, frá Laugabóli í Laugardal, mikil greindar- og dugnaðarkona. Eign- uðust þau tvö börn saman, Aðal- stein, og Ingibjörgu, hin mannvæn- legustu böm. Aðalsteinn stundaði nám í Flensborgarskóla, og lauk þaðan prófi, einu því hæsta sem tekið hafði verið í þeim skóla. Síð- an hefur Aðalsteinn verið heima á Strandseljum, og raunar verið uppistaðan í búskapnum þar, enda var Valdimar búinn að vera heilsu- laus að kalla mörg síðustu árin sem hann lifði. Ingibjörg stundaði nám í Húsmæðraskólanum á ísafirði um tíma. Valdimar var traustur maður og sjálfstæður í skoðunum, fastur á sinni meiningu, greindur vel og glöggur. Sveitungar hans fólu hon- um ýmis trúnaðarstörf. 'Hann var í hreppsnefnd Ögurhrepps um 25 ára skeið, í stjóm Búnaðarféiags Ögurhrepps í 12 ár, í kjörstjórn fjöldamörg ár og í stjóm Veiðifé- lags Laugdælinga til margra ára. Valdimar var enginn yfirborðs- maður, en hafði gaman af að gleðj- ast með glöðum á góðum stundum. Sambúð þeirra Sigríðar var alltaf góð, bæði höfðu sínar ákveðnu skoðanir á hlutunum, og fóm sínar eigin leiðir í búskaparháttum sín- um og athöfnum, en virtu alltaf hvors annars vilja og sjónarmið. Við samsveitungar Valdimars þökkum honum samfylgdina í gegnum árin, tryggð og ræktar- semi til sinnar heimabyggðar og æskustöðva. Eftirlifandi sambýliskonu hans, Sigríði, og systkinunum, vottum við samúð okkar, og óskum þeim velfarnaðar á ókomnum árum. Baldur Bjarnason. ■4- Smári Guðmundsson fædd- * ist í Hafnarfirði 4. nóvem- ber 1928. Hann lést á Landspít- alanum 13. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sel- fosskirkju 23. janúar. VIÐ erum þtjár systur sem búum hér í Noregi, Gréta Draget sem býr í Nesbyen, Perla Draget býr í Molde og Ollý Stanleysdóttir sem býr i Þrándheimi og okkur langar hér með nokkrum orðum að kveðja elskulegan mág okkar, sem alltaf var reiðubúinn að ná í okkur út á flugvöll og keyra okkur hingað og þangað til að gleðja okkur, þegar við komum heim til landsins okkar. Núna síðast þegar við vorum heima var Smári orðinn veikur en hann talaði aldrei um lasleika sinn. Það hefur ætíð verið gott og hlý- legt að koma í heimsókn til þeirra Idu systur okkar og Smára. Elsku systir okkar ída er orðin ein eftir en hún á dásamleg börn nálægt sér sem betur fer og barnabörnin eru orðin mörg. Hugur okkar systranna var hjá Smára þegar við vissum að hann lá veikur á sjúkrahúsinu og við gátum ekki kvatt hann elskulegan. Að lokum viljum við systurnar hér biðja Guð að styrkja þig og styðja, elsku ída okkar, öll börnin ykkar, tengdabörnin, barnabömin og litla barnabarnabarnið á þess- um erfíða tíma og biðjum Guð einn- ig um að blessa minningu Smára. Mætumst vér á Ijóssins landi, ljúf þar báran hlær við strönd. Þar um helga himingeima hrelling nein ei þjáir önd? Mætumst vér, mætumst vér, :,:Mætumst vér hins vegar fljótsins:,: Ljúf þar báran brosir hver. (H.L. Hastings, þýðandi ókunnur.) Gréta Draget, Perla Draget, Ollý Stanleysdóttir Svendsen. Krakkar Reiðnámskeiðin hjá Fáki eru að hefjast. Hvert námskeið er 20 tímar og kostar aðeins 5.000 kr. Skráning nk. sunnudag kl. 17:00—18:00 í félagsheimilinu. Barna- og unglingadeild Fáks. Uni-Stvr) FJARSTÝRÐ UPPHITUN Norsk hönnun og framleiösla Nemko-samþykkt SUMARHÚSA-/HJÓLHÝSAEIGENDUR Martröð allra bústaðaeigenda Þú þekkir stöðuna. Veðurspáin er góð fyrir næstu helgi og þú ákveður að fara í bústaðinn en veigrar þér við því að koma í hann kaidan og þú veist að hann verður ekki orðinn heitur fyrr en seinni part laugardags. Uni-Styr - einfalt og öruggt Lausnin er Uni-Styr! Þú hringir í símboða í bústaðnum úr hægindastólnum heima og lætur Uni-Styr kveikja á hitanum. Bústaðurinn er þá orðinn hlýr og góður við komuna þangað. Nýjung sem hlýjar - hagstætt verð INGÞÓR HARALDSSON HF., HAMRABORG 7 (NORÐANMEGIN) KÓPAVOGt. SlMI 91-44844 Langar þig að rEIKNA EN TREYSTIR ÞER EKKI TIL AÐ HEFJAST HANDA? Námskeið fyrir alla, líka þá sem telja sig ekki geta teiknað, Aðgengileg og skemmtileg verkefni sem virkja: O Listræna hæfileika O Hægra heilahvel O Innsæi. Unnur Guðrún Óttarsdóttir er kennari B.Ed. og „art therapisti" MA A.T.R. Upplýsingar og innritun í síma 55 22072. SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 29 SJALFSTYRKING Námskeið í Kripalujóga_ Kripalujóga stuðlar að m.a.: • Vekja andlegan og líkamlegan styrk. • Koma á jafnvægi í mataræði og líkamsþyngd. • Losna undan spennu og áhyggjum. Ásmundur Gunnlaugsson Áslaug Höskuldsdóttir SWó) Næsta námskeið: Byrjendanámskeið - dagnámskeið 21. feb.-16. mars, þriðjud. og fimmtud. (8 skipti) frá kl. 13.30-15.00. Leiðbeinandi: Áslaug Höskuldsdóttir, jógakennari. Jóga gegn kvíða 21. feb. -16. mars. Kenndar verða leiðir Kripalujóga til að stiga út úr takmarkunum ótta og óöryggis. Til aukins frelsis og lífsgleði. Leiðb. Ásmundur Gunnlaugsson. Námskeiðin henta fólki á öllum aldri, engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Uppl. og skráning hjá jógastöðinni YOGA STUDIO, Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði, sími 651441, milli kl. 10-12 og 18-20 alla virka daga, einnig simsvari. Bæjarhrauni 22, Hafnarfirði, simi 651441 1 Græna torgíð Hríngíð í síma 689070 og tílkynníð þátttöku. Takmarkaður sætafjöldí. Allír velkomnír * ókeypís aðgangur. Kvöldnámskeíð Míðvíkud. 15. febrúar míðvíkud. 22. febrúar kl. 20-22 Elín Garðarsdóttír á Græna togínu kennír réttu handtökín í austurlenskrí matargerð. Uppskríftir fylgja. TELEFUNKEN ÞÝSK HÁGÆÐASJÓNVARPSTÆKI MEÐ SURROUND STEREO Telefunken F-540 C STEREO NIC er 29" sjónvarpstæki: Black D.I.V.A.-flatur glampalaus skjár • Cine Zoom-myndstækkun • Surround-umhverfishljómur • PSI (Picture Signal Improvement) • ICE (Intelligent Contrast Elec- tronic) • Pal, Secam og NTSC- video • 59 stöðva minni • Sjálfvirk stöðvaleit og -innsetning • Mögu- leiki á 16:9 móttöku • Islenskt textavarp • 40W magnari • A2- Stereo Nicam • 4 hátalarar • Tímarofi • Tengi fyrir heyrnartól og sjónvarpsmyndcrvél • Aðskilinn styrkstillir fyrir heymarlól • 2 Scart- tengi o.m.fl. Verð 119.900,- kr. eða 107.900,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.