Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Dýraglens Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 i Tommi og Jenni TJtsendingar út- varpsins í óveðr- inu á Yestfjörðum Frá Tæknideild Ríkisútvarpsins vegna útvarpssendinga á Vestfjörð- um eftir snjóflóðið í Súðavík: SNJÓFLÓÐIÐ í Súðavík féll um klukkan 06.30, 16. janúar 1995. Mjög slæmt veður geisaði á Vest- fjörðum um þetta leyti og voru raf- magnstruflanir tíðar, sem leiddi til mismunandi langra útfalla útvarps- og sjónvarpssenda, háð aðstæðum á hveijum stað. Slæmt veður og færð ásamt miklu álagi á viðgerðar- menn gerði útföll lengrj. en verið hefði' undlr venjuíegum kringum- stæðum. Hér verður ástandi FM- sendinga Útvarps á Vestíjörðum eftir snjóflóðið gerð nokkur skil. Sendar Rásar 1 og Rásar 2 á Bæjum á Snæfjallaströnd við norð- anvert Isafjarðardjúp voru inni all- an tímann sem hamfarimar gengu yfír, knúnir rafmagni frá varavél. Þeir sendar þjóna strandlengju og flörðum sunnanverðs ísafjarðar- djúps, þ.á m. Súðavík og að nokkru leyti inn til ísafjarðar og Bolungar- víkur. Raflínan, sem fæðir sendistöð Ríkisútvarpsins í Amamesi við Skutulsflörð, datt ítrekað út um kvöldið 16. janúar og fór vararaf- stöð stöðvarinnar í gang og sló síð- an út þegar rafmagn kom aftur á raflínuna. Eftir síendurteknar trufl- anir á raflínunni og eftir endurtekn- ar gangsetningar á rafstöðinni, sem er knúin dieselvél, bilaði startari vélarinnar. Þar með fór vélin ekki í gang og sendistöðin varð því raf- magnslaus. Þetta átti sér stað um klukkan 21.00. Starfsmenn Pósts og síma hófust handa við viðgerð að morgni 17. janúar og lauk henni um klukkan 13.00 og var vararaf- stöðin þá látin ganga óháð rafveit- unni. Varavélin bilaði aftur 22. jan- úar og var biluð í um 11 klukku- stundir. Á meðan sendar í Amar- nesi vom úti náðust FM-útsending- ar Útvarpsins ekki í Súgandafirði, Önundarfirði og Dýrafirði. Á þessu svæði var einungis hægt að hlusta á Útvarpið frá langbylgjusendi á Vatnsenda í Reykjavík. Þær send- ingar nást þó illa, nema á góð við- tæki, eftir að upphaflegu loft- netsmöstur stöðvarinnar féllu og lægri bráðabirgðamöstur vom reist. Á Isafirði var einnig möguleiki að ná sendingum frá FM-sendum að Bæjum. I Önundarfirði fór rafmagn af Holti en þar em endurvarpar Rásar 1 og Rásar 2 fyrir fjörðinn. Óvíst er hve Iengi útsendingar þar lágu niðri eftir að Amarnes komst í lag. Fljótlega var þar þó tengd varavél á vegum hreppsins því folki var stefnt þangað af bæjum í nágrenn- inu vegna snjóflóðahættu. í Bolungarvík em endurvarpar Útvarpsins í vitanum fyrir utan bæinn. Útsendingar féllu niður þeg- ar snjóflóð féll á raflínuna sem ligg- ur út í vitann. Þetta mun hafa gerst 18. janúar og lágu sendingamar niðri í um sólarhring. Bolvíkingar hafa þurft að hlusta á Útvarpið frá Bæjum eða á langbylgju frá Vatns- enda. Á suðurfjörðum Vestíjarða, þ.e. Patreksfírði, Amarfirði og Tálkna- firði, vom útsendingar Rásar 1 og Rásar 2 að mestu með eðlilegum hætti en endurvarpar þar taka á móti útsendingum frá aðalsendi í Stykkishólmi. Útsendingar svæðis- útvarps lágu þó niðri á meðan bilað var í Arnarnesi. Rafmagnstmflanir vom á svæðinu en endurvarpar nutu góðs af varavélum fyrir bæjar- félögin. Er talið að' útsendingar hafi fallið niður 2-3 sinnum í um Vi tíma í senn. Ákveðið hefur verið að byggja langbylgjustöð að Gufuskálum og nota þar m.a. loranmastur sem hætt var að nota til loransendinga 1. janúar 1995. Með öflugri lang- bylgjustöð að Gufuskálum munu útvarpssendingar þaðan vera óháð varaleið í dreifíngu Útvarpsins ef FM-kerfið bilar eins og gerðist í hamfömnum á Vestljörðum í jan- úar. Sendingar frá Gufuskálum munu nást á vestanverðu landinu öllu og á fiskimiðum undan norð- vesturlandi, vesturlandi og suð- vesturlandi. EYJÓLFUR VALDIMARSSON, framkvæmdastjóri. Um snjóflóðaleitarhundana fyrir vestan og hundahald ÍT‘5 TIME TO 0UAKE UP m BI6 BROTHER... 'Tf HE TOLP ME NOT TO LET H/M 0VER5LEEP. ITSHARPTO KNOU/ JUST UOW TO WAKE I NEVER KN0W GtUITE HOW TO SM IT... Kominn tími tii að vekja stóra bróður. Hann sagði mér að láta sig ekki sofa yfir sig. Það er erfitt að vita hvernig maður á að vekja einhvern. Ég veit aldrei alveg hvernig ég á að segja það. VELKOMINN TIL RAUNVERU- LEIKANS! Frá Axeli Haugen: VEGNA GREINAR sem birtist í þessum dálki Morgunblaðsins 4. feb. sl. þar sem greinarhöfundur finnur að málflutningi mínum varð- andi greinina „Sérþjálfaðir hundar og hundahald í þéttbýli" vill undir- ritaður biðja viðkomandi greinar- höfund og aðra sem grein mína kann að hafa sært velvirðingar. Það var ekki ætlun mín að koma illa við eða særa nokkurn mann. Heldur einungis að benda á þá stað- reynd að sérþjálfaðir hundar þrífast ekki nema hundahald sé heimilt í þéttbýli og á sú röksemdarfærsla ekki aðeins við um Reykjavík heldur landið allt. í því samhengi er rétt að benda á að ósanngjarnt er að leyfa hunda- hald í ákveðnum þéttbýliskjörnum landsins en banna það annarstaðar en með því er verið að mismuna fólki eftir búsetu, AXEL HAUGEN, Austurbrún 2, Reykjavík. Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt I Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.