Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 48
 póst gíró 1 1 APC Ármúla 6 • 150 Reykjavík AMERICAN POWER CONVERSION © 563 7472 | MEST SELDU VARAAFLGJAFARNIR | MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBKÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUSCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Sjúkraliða- frumvarp lagt fram ** á Alþingi SJÚKRALJÐAR geta starfað sem stoðstétt lækna, ljósmæðra og sjúkraþjálfara, samkvæmt stjórnar- frumvarpi sem lagt var fram á Al- þingi í vikunni. Eitt af því sem samið var um við lausn kjaradeilu sjúkraliða og ríkis- ins í lok síðasta árs var að heilbrigð- isráðherra legði fram frumvarp til laga um sjúkraliða. Frumvarp sama efnis var lagt fram á síðasta þingi, en um það urðu miklar deilur. Það frumvarp gerði ráð fyrir að starfssvið sjúkra- liða yrði lögvemdað og að sjúkralið- sr mættu vinna beint undir stjóm lækna. Hingað til hafa sjúkraliðar eingöngu mátt vinna undir stjóm hjúkmnarfræðinga. Aftur í nefnd Nefnd sem samdi frumvarpið fékk það aftur til umfjöllunar í vor. Vegna andstöðu fulltrúa hjúkrunarfræð- inga og ASÍ í nefndinni var felld út úr frumvarpinu tillagan um að starfssvið sjúkraliða yrði lögvemd- að, en ákvæði sem heimilar sjúkra- liðum að vinna utan hjúkmnarsviðs var hins vegar haldið inni í fmm- varpinu og það raunar víkkað. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tilraunaþorski slátrað UMFANGSMIKLAR rannsóknir á vaxtarhraða og fóðurnýtingu þorsks við mismunandi hitastig hafa staðið yfir í Tilraunaeldis- stöð Hafrannsóknastofnunar- innar við Grindavík síðasta árið. Tilraunir eru nú að baki og hefur slátrun farið fram síðustu daga. Tugum fiska hefur verið slátrað og komið fyrir í höndum vísindamanna. Björn Björnsson fiskifræðir.gur og umsjónar- maður rannsóknanna segir að nokkurn tima muni taka að vinna úr þeim gögnum sem liggja fyrir en bráðabirgðanið- urstöður verði þó gerðar heyr- inkunnar innan tíðar. Björn gerir sig hér líklegan til að mæla, vega og slægja hrygnu sem hann hefur slátrað. Þetta var stærsti fiskurinn í úrtakinu og mældist 84 sentí- metrar á lengd og vó rúm átta kg áður en hann var slægður. Ellert Guðmundsson fisk- eldisfræðingur fylgist með framvindu mála í bakgrunni. Ærkjöt stöðvað í Banda- ríkjunum HLUTI farms ærskrokka sem flutt- ur var til Bandaríkjanna fyrir skömmu var stöðvaður í heil- brigðisskoðun vegna þess að hár fundust á skrokkum. Jaðrar við tæknilegar viðskiptahindranir Að sögn Ara Teitssonar, for- manns útflutningsnefndar fram- leiðsluráðs landsbúnaðarins, gilda mjög strangar heilbrigðisreglur við matvælainnflutning í Bandaríkjun- um, sem jaðra við tæknilegar hindr- anir. Hann segir að hvergi megi finnast hár á skrokkunum og á heilum, óunnum skrokkum sé mjög erfitt að koma algjörlega í veg fyr- ir það. Kjötumboðið annaðist útflutning kjötsins fyrir nokkra sláturleyfis- hafa. Ari segir að þegar svona komi upp á þá sé allt kjöt viðkom- andi sláturleyfishafa stöðvað og því eytt eða reynt að selja það áfram, t.d. til S-Ameríku, þar sem aðrar reglur gildi. í þessu tilfelli fékkst kjöt hinna flutt inn og fór það á markað. Deilt á Þjónustusamband íslands Aðildarfélög greiða atkvæði um úrsögn Rætt um stofnun sérsambands eða inngöngu í Samiðn FÉLAG kjötiðnaðarmanna hefur samþykkt samhljóða í allsheijar- atkvæðagreiðslu að ganga úr Þjónustusambandi íslands. Atkvæða- greiðsla er hafín í Félagi matreiðslumanna, Félagi framreiðslu- manna og Bakarasveinafélagi íslands um úrsögn úr sambandinu. Fram kemur í Vinnunni, tímariti Alþýðusambands íslands, að flest bendi til að úrsögn verði samþykkt í öllum félögunum. Þá fækkar félögum í þjónustusambandinu um rúmlega 1.300 manns og eftir verða 5-600 félagar í Félagi starfsfólks í veitingahúsum, auk fé- laga í deildum verkalýðsfélaga úti um land og rúmlega 100 félagar í Félagi hárgreiðslu- og hárskerasveina. Þjónustusamband íslands var stofnað árið 1989 til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum aðildarfélaganna en eftir úrsögn þeirra standa þau utan ASÍ þar sem stéttarfélög geta ekki átt beina aðild að Alþýðusambandinu, heldur einungis í gegnum lands- sambönd. Ætla sér að vera áfram í Alþýðusambandinu í> V. ö\_ nám erlendis samkvæmt lánsumsóknum til LIN Norðurlönd: X/l ! Kanada v, 34 Bandaríkin 680 í W fýv \ \ \/ /. / / Fjölsóttusttf námsgréinarpan Vlðsk.og hagfræðl Verklfæði . Sálarlræði X, Arfcitekfúr j Tónlist Tungumál Tölvu- dg kerfisfr. rTiwTI \ / Lflfræði ESU3 Myndlist L\j ölmlðlun E3 " England í$9 Evrópa: Skötland N. írland Wgles írland Þýskaland 225 , , , , Frakkland 79 Finnland 19 |ta|ía 53 ' \/\} / Holland 48 / Sviss 4 V Belgía \ 13 Spánn \Á3 Austurriki 8 Tékkland '1, 4 Unnverjál. v 2 Póíland .• 2 L Grikkland 1 l'S iVa/ 1 r j JL Á fjarlægum slóðum: Ástralía 11 Suður-Afrika 3 Japan 2 Nýja-Sjáland 1 680 nemar eru í Ryskingar í miðbæ Reykjavíkur Piltur stung- inn með hnífi SEXTÁN ára piltur var stunginn með hnífi í síðuna inni á skyndi- bitastað í Hafnarstræti um klukk- -<:n fjögur í fyrrinótt. Ekki í lífshættu Pilturinn var fluttur á slysadeild Borgarspítala. Þar var gerð á hon- um aðgerð og hann síðan lagður inn á gjörgæsludeild, en að sögn læknis er hann ekki í lífshættu. í gærmorgun var 17 ára piltur Jiandtekinn, grunaður um verknaðinn, og var hann yfir- heyrður hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Fyrr um nóttina var maður sleg- inn niður í Hafnarstræti. Hann var blóðugur í andliti og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl, en áverk- ar hans eru ekki taldir vera alvar- legir. Að sögn lögreglu var að öðru leyti rólegt í miðbæ Reykjavíkur í fyrrinótt og frekar fátt eða um 700 manns. Að sögn Níelsar S. Olgeirsson- ar, formanns Félags matreiðslu- manna, hefur ekki verið afráðið hvað félögin fjögur gera ef þau samþykkja öll úrsögn úr þjónustu- sambandinu, en félögin fjögur eru landsfélög og eiga það sameigin- Iegt að starfa innan matvæla- greina. Hefur verið rætt um að þau sæki annaðhvort um aðild að Samiðn eða myndi með sér sér- samband. „Við ætlum okkur að vera í Alþýðusambandinu, þannig að við verðum að finna einhvetja lausn og þar af leiðandi höldum við áfram samstarfi okkar við Alþýðu- sambandið," sagði Níels í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að ástæðan fyrir því að félögin hefðu ákveðið að efna til atkvæðagreiðslu um úr- sögn úr þjónustusambandinu væri sú að sambandið hefði ekki náð þeim markmiðum sem menn hafi ætlað því. Bandaríkjunum NÆR 2.000 íslendingar hafa sótt um lán til Lánasjóðs íslenskra náms- manna vegna náms í útlöndum árið 1995. Af þeim eru 680 í Bandaríkjun- um, 371 í Danmörku, 225 í Þýska- landi, 159 í Englandi, 139 í Noregi og 138 í Svíþjóð. Langflestir, 187, leggja stund á viðskipta- og hag- fræði. Aðrar vinsælar greinar eru verk- fræði (149), sálarfræði (72), arki- tektúr (69), tónlist (67), tungumál (60), tölvu- og kerfisfræði (54), líf- fræði (37), myndlist (36), fjölmiðlun (35), ljósmyndun (33), dýralækning- ar (30), stjórnmálafræði (27), hótel- stjórnun (24), iðjuþjálfun (24), tæknifræði (23), hýbýlafræði (21), alþjóðaviðskipti (19), landslagsarki- tektúr (19), heimspeki (18) og kvik- myndun (17). Fáir eru í greinum eins og blaða- mennsku (1), blómaskreytingum (1), byssusmíði (2), búddískum fræðum (1), flugnámi (1), fagurfræði (2), herfræði (2), japönsku (2), norræn- um fræðum (1), túlkun/þýðingar (3), myndbandagerð (1), plastbátasmíði (1), áfengisráðgjöf (1), kökugerð (3), vísindaráðgjöf (1) og þyrlunámi (1)- Aðeins þrír í fiskifræði Tíu manns stunda nám í alþjóðleg- um samskiptum/utanríkisþjónustu, 8 stunda nám í æskulýðsleiðsögn og 6 stunda nám í golfvallarfræði. Aðeins 3 stunda nám í fiskifræði, 1 stundar nám í nýsköpun, 1 í útflutningsmark- aðsfræði, 1 í útflutningstækni og 2 í útflutningstæknifræði. Af fjarlægum námslöndum má nefna Japan, Nýja-Sjáland og Suður- Afríku. Hjá LIN liggja 5.386 um- sóknir frá íslendingum við nám hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.