Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 1
II 4 áidiimafluai SUNNUDAGUR SUNNUDAGUR 12. FEBRUAR 1995 jMfrggMttfMtoftlft BLAÐ B Leitað i arfleifðina eftir Hildi Friðriksdóttur ÞAÐ BÝR svipaður kraftur í fatahönnuöinum Sigríöi Sunnevu og í íslenskri náttúru. Hún er bjartsýn hugsjóna- manneskja, sem elur meö sér ríka þjóöerniskennd, enda hefur hún kosiö að vinna með náttúruleg hráefni eins og leður og mokka. Hún hefur frá svo mörgu að segja að fái hún lausan tauminn sveigist tal hennar oftar en ekki að náttúr- unni, aríleifðinni og menning- unni hvort sem er á íslandi eða ítalíu, þar sem hún var við nám. Hugurinn þeysir áfram, en hún talar hægt og yfirvegað. Þegar hún er stoppuð af og henni bent á að nú sé hún komin langt frá svarinu þagnar hún snarlega og svarar stutt og laggott: „Já." Á fyrsta námsári sínu í Flórens dvaldi hún í klaustri hjá Fransiskusnunnum. „Ég er mikill fagurkeri og vil njóta lífsins en ég er einnig sambland af vinnufíkli og meinlætakonu og þráði sem bam að verða nunna," segir hún. „Ég er sambland af kapítalista og listamanni, enda er ég í nautsmerkinu og því tvískipt." Sigríður Sunneva fatahönnuður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.