Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ egar Sigríður Sunneva er spurð hvort hún noti alltaf bæði nöfnin svarar hún að stundum sé einungis Sunnevu-nafnið notað. „Sem hönnuður nota ég bæði nöfn- in, Sigríður Sunneva, eins og Giorgio Armani,“ segir hún svo og setur upp viðeigandi merkissvip. Það er stutt í léttu lundina þrátt fyrir að hún taki starf sitt sem hönnuður alvarlega. Hún ætlar sér stóra hluti ekki síður utanlands en inn- an. Sumt er komið á rekspöl eins og hönn- un fatalínu fyrir reiðmenn sem kynna á í Essen í mars, viðræður við Giovanna Ferragamo á Ítalíu og viðræður við versl- unareiganda í Stokkhólmi. Annað er í far- vatninu og styttra á veg komið. Sex systur og einn bróðir Sigríður Sunneva er ættuð frá Akureyri þar sem hún rekur Galleríið Kiðagil og framleiðir vandaðar og glæsilegar flíkur. Fyrirtækið var stofnað í september síðastl- iðnum og hefur hún þrjár saumakonur í vinnu, sem fá laun greidd að hluta frá Atvinnuleysistryggingasjóði. Faðir Sunnevu er Vigfús Bjömsson bók- bindari og móðir hennar, Elísabet Guð- mundsdóttir starfsmaður á Dvalarheimil- inu Hlíð. „Við erum sex systur og einn bróðir, öll mjög náin og samhent. Það eru eitt til þijú ár á milli hverra systkina og yngsta systirin er jafnmikil vinkona þeirrar elstu og þeirrar næstyngstu - en mamma er besta vinkonan. Hún er hvílík dreka- drottning," segir Sunneva og hlær. Hvar ert þú í röðinni? „Ég er næstyngst.“ - En bróðirinn eini? „Hann er næstelstur og hinn fullkomni eiginmaður, því hann hefur þessi mjúku gildi en er samt ekta karlmaður. Hann hefur því ekki haft slæmt af að alast upp í þessum kvennahóp," segir hún og blikkar öðm auganu sposk á svip. ítolskan eins og kristall Eins og áður segir nam Sigríður Sunneva list sína á Ítalíu, þar sem fjögur ár fóm í nám og tvö í vinnu. „Ég valdi Ítalíu vegna menningarinnar og fágunar þeirra í hönnun, Einnig vegna tungumáls- ins, sem ærði mig. Italskan er eins og kristall," segir hún. Eftir að hún sneri heim notar hún hrá- efni frá sama framleiðanda og ítalska fyrir- tækið Dibi, sem hún starfaði hvað lengst hjá, eða sútað skinn frá íslenskum skinna- iðnaði. „Þetta er besti mokki í heimi, það er alveg á hreinu, enda kaupir Dibi stóran hluta hráefnis síns héðan." Sigríður Sunneva kveðst vilja koma á fót frambærilegri framleiðslu úr íslenska hráefninu. „Þá á ég við það besta sem gerist í heiminum. Það em viss teikn á lofti um að það geti tekist. Ég hleypti heimdraganum með því að vera með tísku- sýningar fyrir sunnan og norðan. Ég hef reifað þetta mál, kynnt mig og er að mark- aðssetja framleiðsluna." Að undanförnu hefur hún átt í viðræðum við íslenskan markað í Leifsstöð og er gert ráð fyrir að um miðjan febrúar fái hún aðstöðu þar. „Ég hef hugsað mér að þetta verði herragarðshom eða nokkurs konar Ralph Lauren íslands,“ segir hún. „Þar hef ég í hyggju að bjóða þjóðlega línu með útsaumuðum herragarðsvestum, baldemð þjóðbúningavesti, bæði fyrir herra og dömur, mokkavesti og jafnvel eitthvað af óhefðbundnum mokkayfirhöfn- um. Mér til mikillar ánægju er ekki nóg með að íslenska þjóðin hafi sýnt þessu mikinn áhuga heldur hef ég fengið svömn erlend- is frá,“ segir hún og tekur fram bréf frá Thomas Martin, sem starfar á ritstjórn viðskiptatímaritsins Fortune og gefið er út af bandaríska Time/Life útgáfufyrir- tækinu. Þar óskar hann eftir ýmsum upp- lýsingum um framleiðsluna svo og Sigríði Sunnevu sjálfa. Þá kveðst hún vera á leið til Ítalíu að ræða við Giovanna Ferragamo, sem er aðallega þekkt fyrir töskur, skó og ýmsa fylgihluti. „Hún var gagnrýnandi minn á Ítalíu og við náðum svona saman,“ segir Sigríður Sunneva og smellir fíngmnum. „Hún tók eftir því hvað hráefnið var geysi- lega magnað og sagði við mig að um leið og hún fyndi fyrir mokkabylgju í tísku- heiminum færi hún að huga að fatalínu í leðri og þá hefði hún hug á samstarfi.11 Sigríður Sunneva er einnig farin að huga að Norðurlandamarkaði. „Ég fer inn í norrænu deildina frá þessum nafla, ís- landi, og þaðan ætla ég að reyna að valta yfir þá staði, sem ég veit að stemmning er fyrir vömnum. Ég hef nú þegar fengið I drauma um að setja á stofn saumastofu, þar sem vömmerkið Dibi væri notað en því fylgdi jafnframt „Made in Iceland“. Við uppgötvuðum að engar nýjar fatalínur höfðu verið hannaðar og framleiddar úr skinnum. Þeir ákváðu því að bíða í nokkur ár en ég fór af stað vegna þess að mér sámaði hvað þeim fannst fataframleiðslan fmmstæð. Ég ákvað að gefa mér fímm ár. Þegar forsvarsmenn Dibi komu hingað síðastliðið vor sögðu þeir augljóst að ég ætti eftir að gera góða hluti. Þeir vilja hins vegar að ég sé búin að hasla mér völl innanlands og á Skandinavíu áður en þeir svo mikið sem líta í áttina til mín. „Þessi etneski blær þinn, jú, það er ekki spuming,“ sögðu þeir og litu á mig: „Hvað tekur þig mörg ár að verða með gott fyrir- tæki sem hægt er að sækja til?“ spurðu þeir svo. Ég tel mig hins vegar vera búna að sanna að ég get komið þessu á framfæri, en ég þarf meira bolmagn," segir hún og bætir við svolítið þykkjuþung: „Ég er ein í þessu, fjandinn hafí það, og það er ekki eins og ég sé milljónafyrirtæki.“ Á krossgötum Sigríður Sunneva kveðst í raun vera komin á hinar dramatískustu krossgötur. „Annaðhvort verð ég að taka þann pól í hæðina að stofna lítið módelfyrirtæki þar sem hannaðar era persónulegar og róman- tískar vörar eða að láta stærra af mér leiða og fá hluthafa inn í fyrirtækið, sem gætu verið hvort tveggja einstaklingar eða sveit- arfélög." Sunneva keypti síðastliðið sumar hluta af þrotabúi mokkasaumastofunnar Glóðar, en vélarnar komu upphaflega frá gömlu Skinnadeild Sambandsins. Hún kveðst með góðu móti geta haft tíu manns í vinnu. „Ég sé fyrir mér massíva framleiðslu í Reykjavík, á Akureyri og fyrir austan þar sem sérhæfíng á hreindýraleðri gæti farið fram. Síðan væri ég með konur víða um land sem saumuðu flíkurnar. Ég hef fengið fjölda upphringinga frá fólki, meðal annars bændum sem hafa þungar áhyggjur vegna hins mikla niður- skurðar og atvinnuleysis í sveitum. Dauður tími myndast hjá þeim yfír háveturinn og þá vantar eitthvað arðvænlegt og upp- byggjandi. ítalir vinna á þennan hátt og kalla þetta fyrirtækja- eða framleiðslunet og það virkar einstaklega vel,“ segir hún. „Ég á ekki að þurfa að velta þessum hlutum fyrir mér,“ heldur hún áfram. „En ég geri það og hef þar af leiðandi haft svo mikið að gera. Ég er eitt í öllu eins og íslendingum hættir til og fá þess vegna ekki að njóta sín í einhveiju einu. Sjá mig með stresstöskuna út um allt. Ég er ekki bisnesskona fyrir fímm aural" segir hún og ypptir öxlum. Hún hefur aldrei lært á bíl og segir að það hafí komið sér afskaplega vel á Ítalíu því þá hafí hún haft yfirmann sinn bókstaf- lega í vasanum! „Hann þurfti alltaf að ná í mig í stað þess að ég stjanaði við hann,“ segir hún og hlær dátt. „En nú er víst svo komið að ég verð að læra á bíl.“ Vonn aö f orrannsóknum í starfí sínu hjá Dibi vann Sunneva meðal annars að forrannsóknum varð- andi strauma og stefnur tískunnar. „Því miður er það þannig í tískuheiminum að fyrirfram er búið að ákveða hvað verður í tísku. Það sjá þeir um sem hafa ógrynni af peningum. Mitt hlutverk var að kafa dýpra og finna undirstöðuatriði sem verða um- fram hjá mér eða mínu fyrirtæki. Upp frá því er fatalínan hönnuð. Þannig byggi ég einnig upp mína eigin fatalínu. Ég njörva strax niður undirstöðuatriði sem eiga sér sögulega arfleifð eins og íslenskur refílsaumur, sauðalitir, etnesk einkenni, grófar beintölur, hreindýra- homstölur og ullarflóki til þess að „harmonera“ með leðrinu og mokkanum. Þar með er ég komin með grunn sem enginn getur rænt mig vegna þess að þetta er upp- spretta okkar. Það hefur verið sagt að Jean-Paul Gaultier sé undir íslenskum áhrifum í fatalín- unni sem minnir á serbnesk- inúita-eskimóa. Þetta er ekki rétt, því það vantar alveg ís- lensk-etnesk áhrif í strauma og stefnur stóru tískuhúsanna í heiminum,“ segir þessi bjart- sýna kona sem hefur uppi stór áform um að breyta því. vilyrði fyrir að selja þær í verslun í mið- borg Stokkhólms. Þessi vinna er rétt að fara af stað, því í sjálfu sér hef ég ekki þorað að lofa einu eða neinu vegna þess hversu stutt er síðan ég hóf reksturinn. — Og segðu svo að ég hafí ekki látið hendur standa fram úr ermurn," segir hún og slær sér brosandi á lærið. Hönnun reiðfatalínu Annað spennandi verkefni sem komið er heldur lengra á veg er samvinnuverk- efni Sigríðar Sunnevu, Katrínar Dóru Þor- steinsdóttur framkvæmdastjóra Tera á Grenivík og Sigubjörns Bárðarsonar hesta- manns. „Við höfum í sameiningu hannað þjóðlega, rómantíska fatalínu fyrir hesta- menn,“ segir hún og tekur fram fjölda teikninga. „Hugmyndin kemur frá Tómasi Inga Olrich alþingismanni sem telur að íslendingar eigi að nýta sér vinsældir íslenska hestsins erlendis á ýmsan hátt, meðal annars þannig að hestur fari ekki úr landi nema reiðföt fyrir knapann fylgi.“ Bjó í klaustri - Ef við víkjum aðeins til Ítalíu- áranna. Segðu mér svolítið frá því þeg- ar þú varst í klaustrinu. „Ég bjó í gesta- álmu, sem ungum stúlkum stóð til boða ef þær hefðu hug á að kynna sér kaþólska trú. Ég vaknaði eldsnemma á morgnana og söng tíðasöng með nunnunum kl. 6, borðaði með þeim, fór í vinnu og kom til baka að kvöldi. Við fórum saman í kirkju á milli þess sem við flissuðum og hlógum saman. Þær vora mjög skemmtilegar og við urðum miklar vinkon- ur,“ segir Sunneva og brosir við minning- una. „Þetta vora óneitanlega tveir mjög ólíkir heimar. Annars vegar tískufatnaður og á vissan hátt hégómi og svo meinlæta- lífíð. Ég vildi kanna hvort það ætti betur við mig að verða nunna en fatahönnuður og komst að því að ég hef ekki karakter til þess að afneita þessu lífí sem ég lifi. Ég þrái of mikið að sitja á kaffihúsi og sötra cappucchino eða klæða mig í áberandi fatn- að, því nunnur mega ekki gera neitt í eigin- hagsmunaskyni. Eg var aftur á móti með fleig í bijóstinu allt fyrsta árið og spurði guð í bænum mínum af hveiju ég gæti ekki valið mér göfugri eða sannari list en tískuhönnun. Eg er hins vegar mjög sátt núna vegna þess að ég er að vinna með svo göfugt hráefni,“ segir hún og tekur fram tvö vesti, annað í þjóðlegum stíl með balderingu eins og á upphlut en hitt grófara. „Svona vesti eiga að ganga í erfðir. Það er með þau eins og koníak eða rauðvín að eftir því sem þau era eldri því fallegri verða þau,“ segir hún og tekur hitt upp. „Þetta er herragarðsvesti með hrein- dýraleðri og bróderað í rómantískum sauðalitum, náttúralegt og örlítið meira en bara venjulegt leðurvesti. Öll vestin eru þó sígild og sama er hvort skærir litir, náttúraleg efni eða málmlitir komast í tísku, vestin passa alltaf við.“ Henni er tíðrætt um gæði hráefnisins og segir að ítalir hafí meðal annars kennt sér smekkvísi og óendanlega virðingu fyr- ir hefðum og rótum.„Þeir krefjast fullkom- inna vinnubragða, öll vinnsla og hráefni eru af því besta. Málið snýst ekki einung- is um að vera með góða hluti heldur mjög góða. Þeir vinna vöruna þar til hún er orðin spennandi og fólk langar til að kaupa hana. Italir hafa rosalegan fjársjóð í smek- kvísi," segir hún og dreypir á kaffinu, sem er löngu orðið kalt. Galleríió KiÓagil - Hver var aðdragandi þess að þú stofn- aðir Galleríið Kiðagil? „Já,“ svarar hún snöggt, eins og henni er einni lagið, hugsar sig um smástund áður en hún heldur áfram: „Veturinn 1991 stakk Alessandro Novi forstjóri Dibi upp á að við færam til íslands að kanna mark- að fyrir mokkaflíkur. Hann var með „Ég var afftur á móti með fleig í brjóstinu allt fyrsta árið og spurði guð í bænum mínum af hverju ég gæti ekki valið mér göfugri eða sannari list en tískuhönn- un. Ég er hins vegar mjög sátt núna vegna þess að ég er að vinna með svo göf ugt hráefni." 0* ''

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.