Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hljómsveitin Unun sló í gegn fyrir síð- ustu jól o g vinsældir hljómsveitarínnar jukust enn eftir ára- mót. Því miður, sögðu leiðtogar Un- unar, Þór Eldon og Gunnar Hjálmarsson, Ama Matthíassyni og hrósuðu happi yfir því að lög hljóm- KMEHNI I1IV3FMM sveitarinnar Ljósmyndir/Björg Sveinsdóttir færu nú halloka á vinsældalistum. ÞETTA er saga um fímm ung- menni úr úthverfunum, sem fluttust til Reykjavíkur og ákváðu að verða fræg — en þijú þeirra eru ekki ung- menni, eitt kemur lengra að og í raun vildu þau ekki verða fræg. Þetta er saga Ununar, sem skipuð er þeim Óla Birni Ólafssyni úr Ár- bænum, Jóhanni Jóhannsyni af Seltjarnarnesinu, Þór Eldon úr Breiðholtinu, Gunnari Hjálmars- syni úr Kópavoginum og Heiðu Eiríksdóttur úr Keflavíkinni. Þrír fimmtu Ununar eiga sér langa sögu í rokkheiminum; Þór Eldon kom fram sem liðsmaður Van Houtens kókó 1980, Gunnar Hjálmarsson átti þátt í grúa kópa- vogskra rokksveita um svipað leyti og Jóhann stofnaði og rak rokk- sveitina góðkunnu Daisy Hill Puppy Farm um 1987. Óli og Heiða eru svo ungmennin; Óli kom, sá og sigr- aði í Músíktilraunum með hljóm- sveitinni Yukatan 1993 og Heiða gekk til liðs við Unun eftir að hafa starfað sem trúbadúr 1993-94. Unun byijaði sem samvinnu- verkefni þeirra Þórs og Gunnars ekki löngu eftir að Sykurmolamir leystust upp 1992, en fyrsti ávöxt- ur samstarfsins var lagið Hann mun aldrei gleym’enni, sem Rúnar Júlíusson söng svo eftirminnilega með Unun síðastliðið sumar. Þá var hljómsveitin aðeins skipuð þeim Þór og Gunnari, en til aðstoðar höfðu þeir Jóhann Jóhannsson, sem sá um tölvuforritun og hljómborðsleik í hljóðverinu. Þegar dró að því að Unun setti saman plötu réðu þeir Þór og Gunnar Heiðu sem söng- konu og þegar búið var að taka plötuna upp kom Óli Björn, sem jafnan er kallaður Óbó, til liðs við þá á trommurnar. Þannig skipuð hefur Unun komið fyrir augu og eyru fólks í kjölfarið; leikið á tón- leikum víða og árshátíðum skóla. Fyrsta sveitaballiö Lög af plötunni fyrstu, sem heit- ir einfaldlega Æ, Lög unga fólsins og Ást í viðlögum, hafa náð hylli og komist hátt á vinsældalistum. Plötunni var og vel tekið af gagn- rýnendum, sem völdu hana plötu ársins i einu blaðanna. Þrátt fyrir það telst Unun „neðanjarðarsveit", hversu kjánalegur sem sá merkim- iði er, enda þeir Þór Eldon og Gunn- ar helst þekktir fyrir það í vitund almennings að spila tónlist sem fáir eða engir vilji hlusta á, „bann- sett pönk“. Það hefur þó ekki kom- ið í veg fyrir það að Unun hafi troðið upp hjá Hemma Gunn og í Bingólottói og það vakti líka at- hygli að Unun hélt til Akureyrar um síðustu helgi til að spila i Sjal- lanum, nokkuð sem pönkarar með sjálfsvirðingu hefðu aldrei gert. Þeir Gunnar og Þór, leiðtogar Ununar, hafa lagt gjörva hönd á margt á íslenskum tónlistarakri, en sjaldnast notið almennra vin- sælda, þó af virðingu rokkfíkinna hafi þeir nóg, en mikil virðing og litlar vinsældir er víst það sem einkennir „neðanjarðartónlist“. Þannig slógu Sykurmolarnir í gegn í útlandinu áður en hljómsveitin sló í gegn hér heima og reyndar má halda því fram að hún hafi í raun aldrei slegið í gegn hér. Gunnar Hjálmarsson hefur einnig átt velgegni að fagna í útlöndum, þó ekki sé hún viðlíka og Sykurmolanna, en hér á landi hefur hann haft það orð á sér að vera helv... pönkari. Þeir félagar hafa þó alltaf lagt áherslu á að þeir séu að spila popp, en líklega hefur það verið full saltað á köflum. Heiða er stjarna Þó Unun sé hugarfóstur þeirra Gunnars og Þórs og þeir semji lög og texta hefur hún náð vinsældum ekki síst fyrir tilstilli Heiðu, sem er stjarna Ununar og eins og Þór Eldon segir þá er ekkert varið í hljómsveit sem hefur enga stjörnu. Á Sjallaballinu fer og ekki á milli mála að það er hún sem heillar áheyrendur, dyggilega studd af lævísu poppinu, enda kemst enginn hjá því að taka eftir henni með kambinn ógurlega. Sjallaballið byijar þó ekki björgulega því ekki eru gestir nema rétt á annan tug á skömmu fyrir miðnætti, rétt áður en Unun á að byija að spila. Þegar liðsmenn birt- ast á sviðinu er aftur öllu betra ástand í salnum því að sögn dyra- varðar Sjallans láta Norðanmenn ekki sjá sig á skemmtistað fyrir miðnætti. Stígvélaslagari og Fræbbblalög Balldagskrá Ununar er eðlilega nokkuð skotin lögum eftir aðra, því hljómsveitin hefur einfaldlega ekki haft tíma til að semja lög; allt laga- safnið er á disknum utan tvö sem ekki hlutu náð þegar valið var á diskinn, en eru dubbuð upp í dans- hæft form til að fylla á dagskrána. Mesta hrifningu vekur vitanlega lagið vinsæla Lög unga fólsins, en hin lögin koma svo úr ýmsum átt- um, gamli stígvélaslagarinn hennar Nancy Sinatra er til að mynda á dagskránni, en þar eru líka Fræbb- blalög, Blondie-lag og meira að segja Beastie Boys-lumma. Ekki verður því neitað að sumt er erfitt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.