Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR1995 B 7 MANNLIFSSTRAUMAR UIVIHVERFISIVIAL/Mun loftslagsbreytingin ríba tryggingafélögunum abfulluf Oveður í aðsigi Engnm blandast hugur um að náttúruhamfarir séu með meiri ósköpum síðustu áratugi en áður þekktust. Stórviðri og fellibylj- ir eru tíðari og eyðileggingarmáttur þeirra margfaldur. Af skýrslum sem fram hafa komið á alþjóðlegum ráð- stefnum um veð- urfar á jörðinni sést að tjón af völdum veðurs og náttúruhamfara þrefaldaðist á ár- unum frá 1960-1980 og trygginga- bætur af þeirra völdum fimmfölduð- ust á sama tíma. Þessi þróun hlýtur að vera mönnum áhyggjuefni og benda til að rannsókna sé þörf á því hveijar séu orsakirnar. Menn hafa alla tíð talið að lofts- lag og veðurfar stjórnist alfarið af öflum sem eru ofar mannlegum mætti. Nú bendir ýmislegt til að menn séu ekki aðeins fórnarlömb þeirra afla heldur séu líka að ein- hverju leyti orsakavaldar. Þá er verið að vitna til „gróðurhúsaáhrif- anna“ svokölluðu sem talin eru yfir- vofandi og munu geta haft örlaga- ríkar afleiðingar fyrir mannlíf á jörðinni. Talið er að þau verði fyrir tilstilli margra samverkandi þátta sem valda breytingu í lofthjúpi jarð- ar en meginástæðuna vera vaxandi hlutfall koltvísýrings í andrúmsloft- inu. Koltvísýringur myndast eins og kunnugt er við bruna jarðorku- efna, s.s. olíu og kola. Mælanlegar breytingar á veður- fari benda til þess að frekari breyt- inga sé að vænta og það er því brýnt verkefni fyrir vísindamenn að taka höndum saman um gagn- gerar rannsóknir á fyrirbærunum. Um þessi mál er fjallað í nýjasta hefti World Watch-náttúruverndar- samtakanna sem út kom í haust. í ýtarlegri grein er þar fjallað um það gífurlega tjón sem orðið hefur vegna náttúruhamfara víða um heim, en líka um mikið tjón sem hlotist hefur af afbrigðilegu veður- fari, svo sem óvenjulega langvinn- um þurrkum, umfangsmiklum skógareldum og stórfelldri gróður- eyðingu. Hins vegar vegna úrhellis með tilheyrandi skriðuföllum og vatnsaga sem steypist yfir þéttbýl- ustu landsvæði jarðar. Þetta gerist oft í þeim heimshlutum þar sem þessa var ekki að vænta. Nær dag- íega berast fréttir af slíkum ógnum í fjölmiðlum eins og menn þekkja. Veðurkerfi jarðar, eins og við þekkjum þau, myndast fyrst og fremst yfir úthöfum og þau hafa áhrif á hafstrauma. Hafstraumar hafa átt sinn fasta farveg og ráða miklu um veðurfar og loftslag. Hækki hitastig sjávar munu þessi kerfi raskast með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Gróðursælir heims- hlutar gætu breyst í eyðimerkur, hvirfílvindar færu að venja komur sínar á aðrar slóðir, stórviðri gengju yfír á óvæntum stöðum með meira afli en þekktist fyrr. Þar við bætt- ist að með hækkandi hitastigi sjáv- ar hækkar sjávarmál að sjálfsögðu þegar ísinn á heimsskautasvæðinu bráðnar og þá er eins líklegt að borgir og mannvirki við úthafs- strendur fari í kaf. Efasemdir um þessar framtíðar- spár hafa sett sinn svip á umræður um þessi mál síðustu ár. Þó undirrit- uðu 159 þjóðir ályktun í lok um- hverfísráðstefnunnar í Ríó árið 1993 þar sem staðfest var að yfír- vofandi hætta væri á „gróðurhúsa- áhrifum". Engar áætlanir hafa þó verið gerðar um það þjóða í milli til hvaða ráðstafana skuli gripið. I þessarri fyrmefndu grein sem byggist aðallega á tölulegum upp- lýsingum um hvers kyns áföll sem jarðarbúar hafa orðið að þola af völdum veðrabrigða síðustu áratugi leiðir höfundur getum að því hvað valdi tregðunni sem ríkt hafi á því að tekið sé á málinu í heild, hvaða þjóðfélagsöfl eigi hagsmuna að gæta og hveijir verði verst úti ef ekkert er að gert. Hann nefnir tvo risa sem standa nokkurn veginn jafnfætis á hinum alþjóðlega fjár- magnsmarkaði, olíufélögin annars vegar og tryggingafélögin hins veg- ar. Ársvelta olíufélaganna á al- þjóðamarkaðinum er 1,5 trilljónir Bandaríkjadala (trilljón er milljón sinnum milljón sinnum milljón) en ársvelta tryggingafélaganna er samanlagt 1,4 trilljónir. Gera megi ráð fyrir að þessir fjármagnsrisar sitji sitt hvorum megin á vegasalt- inu í umræðunum um „gróðurhúsa- áhrifin". Greinarhöfundur furðar sig á því að tryggingafélögin skuli ekki taka höndum saman um gagngerar rannsóknir á því hvað þessum veð- urfarsbreytingum valdi, þar sem tjón af þeirra völdum komi fyrst og fremst niður á þeim. Þess sé skemmst að minnast að stærsti ris- inn á þeim vettvangi, Lloyds of London, rjðaði til falls árin 1990 og 1991 þegar fyrirtækinu var gert að greiða 4,4 billjónir Bandaríkja- dala í bætur vegna tjóna af þessum toga. Hann undrast ennfremur tregðu tryggingafélaga til að gera raunhæfar áætlanir til framtíðar með hliðsjón af þeim tölulegu stað- reyndum sem þegar hafa komið fram um breytingar á veðurfari. Tölfræði og líkindareikningur séu þó þær vísindagreinar sem trygg- ingafélög byggi sína tilveru á og þau séu jafnframt hæfust til að draga réttar ályktanir. En til slíkra rannsókna þarf að sjálfsögðu mikið fé. Þeir sem halda uppi efasemdun- um um hættuna vegna „gróður- húsaáhrifanna“ eru fyrst og fremst talsmenn olíufélaganna og þeir hafa beitt sér mjög á ráðstefnum sem haldnar hafa vérið um loftslags og veðurfarsbreytingar, að áliti grein- arhöfundar. Hann segir að þeirra sjónarmið megi ekki verða einráð á alþjóðlegri ráðstefnu um veðurfar sem haldin verður í Berlín í næsta mánuði. í greinarlok skorar hann á for- ráðamenn tryggingafélaga að taka upp samstarf sin á milli á alþjóðleg- um vettvangi um þessi mál og eiga þar með frumkvæðið að víðtækum, samræmdum aðgerðum til að hefta frekari koltvísýrings-mengun and- rúmsloftsins. Ef ekki verður að gert, segir hann, sé framtíð trygg- ingafélaga á brauðfótum og það öryggi sem tilvera þeirra veitir jarð- arbúum úr sögunni. eftir Huldu Valtýsdóttur SAGNFRÆÐI///vaba stríbf Fimmtíu ársukm Hitlerféll Á ÞESSU ári verða liðin 50 ár síðan seinni heimsstyijöldinni lauk og ég get lofað ykkur því að ég mun á næstu mánuðum hrella ykkur með ýmsu efni tengdu stríðinu. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvað ís- lenska þjóðin ætli að gera í tilefni þessara tímamóta — og í virðingar- skyni við hermennina er börðust gegn helstefnu Hitlers-Þýskalands. tlum við kannski að láta sem okkur komi þetta ekkert við, að baráttan við heri Hitlers hafí verið okkur óviðkomandi? Erum við búin að gleyma þeim hörmungum er stríðið kallaði yfír frændur okkar í Evrópu? Ég þyk- ist alveg vita að þær fórnir sem sjómenn okkar færðu á Atlants- hafínu séu ekki gleymdar og það er óneitanlega skref í rétta átt. En við verðum að horfa svolítið lengra, við verðum að átta okkur á samhengi hlutanna og horfast í augu við staðreyndir. Nú er loks að renna upp sú stund er gefur íslensku þjóðinni tækifæri til að sættast við fortíðina og þakka þeim sem eiga þakkir skyldar. Sannleikurinn er nefnilega sá að mikill tvískinnungur hefur alla tíð sett mark á afstöðu íslendinga til hernáms Breta árið 1940. í verki var allur þorri þjóðarinnar fljótur að sætta sig við komu Bretanna, töldu þá í versta falli illskárri kost- inn, en undir niðri ólgaði þjóðernis- kenndin og stoltið var sært. Fyrir vikið var gert grín að hermönnunum og sagðar miklar sögur um hversu óhermannslegir þeir væru í fram- göngu og útliti. Það verður ekki mikil fyrirstaða í þessum piltum, sagði fólk og glotti í flimtingum, gert gys að fátæklegum tækjabún- aði þeirra og hlegið opinskátt að tréfallbyssunum sem hermennirnir settu upp hér og þar frekar en ekki neitt. Fáir leiddu hugann að þeirri stað- reynd að Bretar voru frá því í júlí 1940 og allar götur þangað til Þjóð- veijar gerðu innrás í Sovétríkin í júní 1941 nánast einir um að veita heijum Hitlers einhveija mót- spyrnu. Og baráttan tók sinn toll, jafnt í mannslífum sem efnislegum gæðum. Jafnvel hér heima á klak- anum urðu mannskæð slys og breskir hermenn létu lífið. Þetta voru ungir piltar í blóma lífsins, enginn þeirra hafði beðið um stríð og vafasamt að nokkur þeirra hafí fagnað því. Það hljómar kannski undarlega í eyrum tölvualdarmannsins að tala svona; eins og einhveijir með fullum sönsum gleðjist yfir stríði, spyr hann forviða. Þá er nauðsynlegt að rifja upp að í fyrra stríði fóru her- menn beggja fagnandi á vígstöðv- arnar, rétt eins og þeir væru á leið- inni í sumarfrí. Þetta átti þó eftir að breytast þegar rann upp fyrir mönnum að stríðinu yrði ekki lokð á fáeinum vikum og að það var ekki verið að bjóða upp í riddaraleg- an dans eða léttan polka. Þegar seinni heimsstyijöldin braust út voru ekki liðnir nema liðlega tveir áratugir síðan fallbyssurnar hljóðn- uðu á vesturvígstöðvunum. Allar hörmungarnar voru mönnum enn í fersku minni, hið hræðilega skot- grafalíf var ekki gleymt eða til- gangslaus hlaupin á milli skurðanna með tilheyrandi mannfalli og lim- lestingum. Það voru engin húrrahróp eða gleðisöngvar viðhafðir á brautar- pöllum árið 1939 þegar hermenn á leið til vígstöðvanna voru kvaddir, ekki heldur þar sem kveðjurnar fóru fram á þýsku. Stríðið 1939 til 1945 var dæmi- gert pólitískt klúður, almenningur beggja vegna stríðslínunnar var á móti því. Bresku piltarnir sem komu til íslands á vordögum 1940 voru engin undantekning frá þessari reglu. Þeir voru skelkaðir, höfðu margir aldrei fyrr farið út fyrir mörk fæðingarhéraðs síns, þeir höfðu heimþrá og ekki batnaði hug- arástand þeirra þegar loftárásir Þjóðveija á Bretlandseyjar hófust. Þetta voru piltar sem rétt eins og íslenskir jafnaldrar þeirra höfðu viðbjóð á stríðinu og óskuðu einskis frekar en að mega fara heim aftur. Þeim var hins vegar gert að axla ábyrgðina af vömum vestrænnar siðmenningar, ábyrgð sem íslend- ingar höfðu ekki og skildu ekki. Nú er rétta stundin að renna upp fyrir okkur íslendinga að sýna í verki að við höfum loks öðlast skiln- inginn sem okkur var neitað um árið 1940. eftir Jón Hjoltason EIMSKIP — AÐALFUNDUR HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 9. mars 1995 og hefst kl. 14.00. --------- DAGSKRÁ ---------- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagssins. 2. Tillaga félagsstjórnar um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við breytingar á lögum nr. 32/1978 um hlutafélög. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá 'nluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjómarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum, ásamt tillögum um breytingar á samþykktum félagsins, verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 2. mars til hádegis 9. mars. Reykjavík, 6. febrúar 1995. STJÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.