Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ HVAD EF FÉFLIÐ VÆRI KÓNGURINN? ÓLARSIRKUSINN, sem á tíu ára afmæli sínu fér sigurför um heiminn, er enginn venjulegur sirkus. Minnir á leikhús en er ekkert venjulegt leikhús heldur. Sólarsirkusinn gefur öllum leiðindum langt nef. Það er kvöld og inní risastórt sirkus- tjaldið flykkjast áhorfendur og koma sér fyrir í hálfhring í kringum stórt svið. Undir seiðandi tónlist birtist gest- gjafi kvöldsins, skrautklæddur kroppin- bakur sem er eins og sambland af hirð- fífli og Ríkharði þriðja. Hann gengur um sviðið og virðir íbygginn fyrir sér áhorfendur og stígur í vænginn við giftar konur. Fjaðraðar kynjaverur skjótast um sviðið með brellur og hrekki. Hljóm- sveitin kemur marserandi í gegn- um áhorfendaskar- ann. Búningar hljóðfæraleikar- anna minna á hirð Loðvíks fjórtánda en hárið á þeim stendur beint upp í loftið eins og þeir hafi hrapað hingað frá tunglinu og meðal hljóðfæra er rafmagnsgítar. Áður en langt um líður er maður hrif- inn með í ferðalag í gegnum undra- heim þar sem snjó- stormur skellur á og allskyns verur birtast og hverfa, detta á rassinn, svífa um loftin, spúa eldi og ganga á línu. Þetta er engu líkt og að lokinni sýn- ingu er klappað lengi, lengi og áhorf- endur, sem að kvöldi til eru svo til ein- göngu fullorðið fólk, brosa út að eyrum af barnslegri gleði. Öskur lifs og gleöi Sólarsirkusinn byggir á þeirri grunn- hugmynd að í stað hins hefðbunda forms, þar sem óskyld atriði koma hvert á eftir öðru, eru trúðamir og fjöllista- fólkið klætt í viðamikla búninga og sýningin unnin í kringum . ákveðið þema, með leikstjórn, búningum, ljós- um, dansi og tónlist. Þessi sýning ber heitið „Alegría" sem þýðir gleði á spænsku. Og þema sýning- arinnar er: Fíflin hafa tapað konungi sínum. „Allir hafa áhyggjur af heimsmálunum og lifa í ákveðinni óvissu og kvarta mikið yfír því. Alegría er eins og öskur lífs og gleði á móti allri fýl- unni. Við segjum: Konungurinn er dauður. Alegría! Af því að það er líf eftir dauðann í þeirri merkingu að eitt- hvað nýtt er að fæðast," segir sirkus- stjórinn Ste-Croix um sýninguna. Fjaðrabúningarnir túlkast sem gamla stjórnartíðin á Sólarsirkusmáli, sá tími sem við lifum nú og er að hverfa. Tákn þess sem koma skal er aftur á móti falið í öllu unga fólkinu sem tekur þátt í sýningunni. Hjá þeim liggur framtíðin. Það er táknrænt að í sýning- unni eru rússneskir listamenn í meiri- eftir Maríu Ellingsen hluta en þeir hafa streymt úr landi sínu eftir að frelsi fékkst. Byrjaói sem götuleikhús Sólarsirkusinn var stofnaður í Qu- ebec í Kanada árið 1984 upp úr götu- leikhóp sem gekk á stultum og gleypti eld. Leikhús og sirkus rann saman í eitt og úr varð eitthvað alveg nýtt. Fyrsta árið voru haldnar fimmtíu sýn- ingar í átta hundruð manna topptjaldi. En fljótlega spurðist þetta nýja leikhús- fyrirbæri út og áhorfendur fóru streyma að og festa þurfti kaup á nýju fímmtán hundruð sæta topptjaldi. Þremur árum síðar var svo farið í fyrstu sýningarferð til Bandaríkjanna þar sem aðsóknin sló öll met. Þar sem áður störfuðu sextíu manns við Sólarsirkusinn starfa nú sex hundr- uð manns. Þijár mismunandi sýningar eru á ferðalögum um allan heim og sýningartjaldið tekur nú tvö þúsund og fímm hundruð manns í sæti og alltaf uppselt. Sérstakt leikhús hefur verið byggt fyrir hópinn í glænýju hóteli í Las Vegas og þar er nú föst sýning. Hver sýning kostar um 200 milljónir íslenskra króna í uppfærslu og er reikn- að með að ein og hálf milljón manns sjái Alegría á sýningarárinu. Álta ára trúóur Sólarsirkusinn hefur unnið til ótal verðlauna fyrir listafólk sitt og aðstand- endur. Listafólkið kemur allstaðar að, en þeir yngstu eru Ivan, átta ára trúður og Nomin og Ulzibayar, tíu ára, liða- mjúku stelpumar frá Mongólíu. Að- standendur hafa mikið til verið þeir sömu frá upphafí. Gilles Ste-Croix, sir- kusstjóri, byijaði á að samræma stultu- atriði hópsins 1984 en sér nú um að samræma sýningar um allan heim og leita að nýju listafólki. Franco Drag- one, leikstjóri, er sál hópsins. Hans bakgrunnur liggur í leikhúsinu og ber hann ábyrgð á þessari nýju sýn. Debra Brown sem stjórnar hreyfingum í þess- ari sýningu er með bakgrunn í fimleik- um og dansi. Hún hefur til dæmis hann- að hreyfingar fyrir fímleikastjömur eins og Lori Fung sem vann gullverð- laun á Ólympíuleikunum 1984. René fimleika frá fimm ára aldri. Mér var líka sagt að rússneski trúðurinn Seguei sem fékk mig til að gráta og hlæja með túlkun sinni á baráttu mannsins við örvæntingu og einmanaleik er í raunveruleikanum bæði heyrnarlaus og mállaus. Það fylgdi sögunni að helsta áhugamál hans fyrir utan seglbretti er að læra tungumál en hann er nú að læra táknmál á frönsku og ensku. Höfundur er leikkona, búsett íLos Angcles, og hefur skrifað greinar fyrir Morgunblaðið. Dupéré á heiðurinn af tónhstmm. Luc Lafortune að ævintýralegri lýsingu og Michel Créte að sviðsmynd- innni. Fyrir þá sem dreymdi ein- hverntíma um að hlaupast að heiman og gerast sirkuslista- menn fékk ég þær upplýsingar að flestir em fæddir inn í þetta starf og feta hér í fótspor for- feðra sinna eða hafa þjálfað ÖLLUM LEIDINDUM GEFIÐ LANGT NEF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.