Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR1995 B 17 ATVINNUAUGÍ YSINGAR Prófarkalestur Útgáfufyrirtæki í borginni óskar að ráða prófarkalesara í fullt starf. Vaktavinna. Mjög góð íslenskukunnátta er skilyrði ásamt góðri tölvuþekkingu. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar. Umsóknarfrestur er til 18. febrúar nk. Guðni Tónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22 Græna deildin Þekkt innflutnings- og verslunarfyrirtæki óskar að ráða deildarstjóra til starfa í garð- yrkjudeild. Fyrirtækið verslar með allar vörur til garðyrkju jafnt áhöld sem gróðurvörur. Starfssvið: Dagleg stjórnun, innkaup og sala, ráðgjöf og þjónustu við viðskiptavini. Við leitum að manni með menntun á garð- yrkjusviði. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi starfað sem garðyrkjufræðingur (meist- araréttindi æskileg) og hafi víðtæka þekkingu ífaginu. Tungumálakunnátta er nauðsynleg. í boði er nýtt og ögrandi framtíðarstarf fyrir metnaðargjarnan garðyrkjufræðing. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir ásamt mynd til Ráðningarþjónustu Hag- vangs hf. á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar merktar „52“ fyrir 21. febr- úar nk. Tölvumaður DHL Hraðflutningar er hluti af stærstu hraðflutningakeðju milli landa í heiminum, en þjónustan nær tii 221 lands. Að tryggja skjóta og örugga þjónustu er sameiginlegt markmið þeirra 33.000 starfsmanna er starfa á þess vegum víðs vegar í heiminum. Til að ná settu takmarki er notaður öflugur tölvubúnaður til að tryggja góðan árangur. Við leitum að ungum, þjónustulunduðum tölvumanni til að leysa vandamál í og við- halda kerfum fyrirtækisins, sem: - getur tekið þátt í uppbyggingu tölvudeildar, - er sjálfstæður, öruggur, kraftmikill og skipulagður, - hefur staðfesta þekkingu á IBM S/36 tölv- um og umhverfi, - hefur einhverja þekkingu á UNIX stýrikerfi, - er vanur bókhaldskerfum, - er með góða reynslu af PC tölvum, - hefur góða enskukunnáttu, - getur byrjað sem fyrst. DHL býður þér starf við uppbyggingu nýrrar tölvudeildar undir UNIX stýrikerfi, hjá kraft- miklu fyrirtæki, þar sem þú færð möguleika á að starfa með mest vaxandi aðflutninga- keðju heimsins. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Umsóknin skal send til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., Skeifunni 19, 108 Reykjavík, merkt: „Tölvustjóri", fyrir 18. febrúar nk. WORLDW/DE EXPRESS ® VIÐ STÖNDUM VIÐ SKULDBINDINGAR ÞÍNAR Lyfjatækni eða starfskraft vanan apóteksvinnu vantar til starfa hálfan eða allan daginn í apóteki á Reykjavíkursvæðinu. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Lyf - 15768“ fyrir 20. þ.m. Apótek Lyfjatæknir eða manneskja vön vinnu í apó- teki óskasttil starfa hálfan eða allan daginn. Upplýsingar um menntun og fyrri störf ósk- ast sendar til afgreiðslu Mbl., merktar: Apótek - 15019“. Er þjónusta þitt fag? Óskum eftir að ráða starfskraft í verslun okkar við Óðinstorg. Um er að ræða hluta- starf frá kl. 10-15 á reyklausum vinnustað. Umsækjandinn þarf að vera: • Smekklegur. • Eldri en 30 ára. • Með góða þjónustulund. • Áþyrgur og traustur starfsmaður. • Með áhuga á vönduðum og glæsilegum kvenfatnaði. • Með fágaða framkomu og lipurð í mann- legum samskiptum. • Tilbúinn að veita viðskiptavinum okkar umfram allt góða þjónustu. BOGNER verslunin er sérverslun, sem þýður upp á fjölþættan klæðnað í mjög háum gæðaflokki. BOGNER leggur ríka áherslu á vandaða hönnun, vörugæði og endingu efna. BOGNER sérverslanir eru starfræktar í yfir 40 löndum. Skriflegar umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „Hlutastarf - 18049“, fyrir 22. febrúar nk. B O G N E R sérverslun v/Óðinstorg. tækniskóli HJ íslands Höfðabakka 9, 112 Reykjavík, sími 874933, bréfsími 673260, auglýsir eftir umsóknum um eina lektors- stöðu við véladeild. Ætlunin er að ráða í stöð- una frá 1. ágúst 1995. Við leitum að véltæknifræðingi eða vélaverk- fræðingi með umtalsverða starfsreynslu. Nokkur kennslureynsla er æskileg. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af notkun hermilíkana. Góð tungumálakunnátta er áskilin og hæfileiki til að geta unnið sjálf- stætt og með öðrum. Aðalkennslugreinar verða á sviði orkutækni, með aðaláherslu á notendakerfi, og er gert ráð fyrir aukinni notkun herma fyrir orkukerfi í kennslunni. Einnig mun lektorinn hafa með höndum faglega stjórnun og taka þátt í að þyggja upp nýja námsþraut til lokaprófs í vél- og orkutæknifræði. Starfinu fylgja sam- skipti við aðila utan skólans, bæði innan- lands og utan. Laun og önnur kjör eru samkvæmt samningi Félgs Tækniskólakennara við fjármálaráð- herra f.h. ríkissjóðs. Umsóknir, studdar ítarlegum gögnum um menntun og fyrri störf, þurfa að þerast undir- rituðum eigi síðar en föstudaginn 17. mars 1995. Sérstök dómnefnd mun fjalla um og meta hæfi umsækjenda. Öllum umsækjendum verður tilkynnt um niðurstöður fyrir 1. júní. Rektor. Framkvæmdastjóri Stjórn Sjúkrahúss og Heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja óska að ráða framkvæmda- stjóra frá og með 1. apríl nk. eða síðar. Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur stofnananna o.fl. skv. 29. gr. 5. lið í lögum nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu. Skriflegum umsóknum, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skilað til skrifstofu Sjúkrahúss og Heilsugæslustöðvar Vestmannaeyja, Sólhlíð 10, 900 Vestmanna- eyjum, fyrir 13. mars nk. Með allar umsóknir verður farið samkvæmt 30. gr. 6. lið í lögum nr. 97/1990 um „ heilbrigðisþjónustu. Nánari upplýsingar veita Sólveig Adólfsdótt- ir, formaður stjórnar, í síma 98-11816 og Bjarni Arthursson, framkvæmdastjóri, í síma 98-11955. Verksmiðjuvinna Framleiðsludeild Ofnasmiðjunnar óskar eftir mönnum í ryðfría sérsmíði. Æskilegt er að viðkomandi sé blikksmiður eða hafi reynslu af ryðfrírri smíði. Við leitum eftir áhugasömu, duglegu og rösku fólki er hefur driftina sem til þarf. Vinsamlegast sendið inn skriflegar umsóknir um aldur, menntun og fyrri störf inn á auglýs- ingadeild Mbl. merktar: „Hörku duglegur - 999“ fyrir 21. febrúar. MF.OFNASMIBJAN xlx HÁTEIGSVEGI 7 Ferðaskrifstofa Ein af stærri ferðaskrifstofum landsins leitar að þjónustu- og upplýsingafulltrúa, með aðlaðandi framkomu og mikla þjónustulund, tii framtíðarstarfa í ört vaxandi innanlandsdeild. Viðkomandi þarf að takast á við mikla vinnu og óreglulegan vinnutíma. Stúdentspróf eða sambærileg menntun, ásamt staðgóðri þekkingu á landi og þjóð, er skilyrði. Einnig góð tungumálakunnátta, þ.e. enska, þýska og eitt Norðurlandamál. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til skrifstofu minnar á Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) fyrir 16. febrúar nk. á um- sóknareyðublöðum er fást á sama stað. Viðtalstímar kl. 9-12. rTJIEGILL GUÐNI lONSSON I >> iJráðningarþjónusta og rádgjöf Suðurlandsbraut 50 2. hæð • 108 R. • Sími 588 6866 Rafvirki - vélvirki Óskum að ráða rafvirkja til starfa við smíði á kælitækjum, hitatækjum og við raflagnir í innréttingar. Viðkomandi þarf helst að vera vanur kælitækjum en þarf einnig að geta unnið tilfallandi vinnu. Einnig viljum við ráða vélvirkja vanan ryð- frírri plötusmíði. Við óskum eftir starfsmanni sem vill vinna að þrifalegri málmsmíði þar sem fjölbreytni og vandvirkni er í fyrirrúmi. Okkar vinna felst aðallega í smíði á innrétt- ingum og tækjum í mötuneyti og stór eld- hús, ásamt heildarlausnum fyrir söluturna og ísbúðir. Mikil aukning er á þessu sviði og því um gott framtíðarstarf að ræða fyrir rétta menn. '----------------------V Sfraslverfo <______________________< Skeiðarási 8,210 Garðabæ. Sími 565-7799. Hagvai ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.