Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUAí YSINGAR SjúkrAhúsid í Húsnvík s.f. Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingur óskast á skurðstofu í 40% starf. Viðbótarstarf á legudeild ef óskað er. Upplýsingar gefa: Aldís Friðriksdóttir, hjúkr- unarforstjóri, og Guðlaug Sigmarsdóttir, deildarstjóri, í síma 96-40500. Bifvélavirkja vantar á verkstæði í Mývatnssveit. Viðkomandi þarf að vera vanar vörubílum og vinnuvélum. Einnig að„geta unnið nokkuð sjálfstætt. Upplýsingar gefur Kristján í síma 96-44117 og heimasíma 96-44164. Heilsugæslustöðin Borgarnesi Heilsugæslulæknir Staða heilsugæslulæknis við Heilsugæslu- stöðina í Borgarnesi er laus til umsóknar nú þegar. Starfið er til a.m.k. 6 mánaða. Upplýsingar veitir yfirlæknir í síma 93-71400. Þjónar óskast Óskum eftir lærðum þjónum í aukavinnu. Upplýsingar á staðnum Hótel Borg, sími 551-1440. Verkfræðingur - tæknifræðingur - kerfisfræðingur Opinber stofnun í Reykjavík, óskar að ráða starfsmann í tölvuþjónustudeild. Umsækjandi þarf að hafa reynslu í uppsetn- ingu örtölva og þekkingu á staðarnetum. Umsóknir berist afgreiðslu Mbl. fyrirfimmtu- daginn 16. febrúar nk., merktar: „P - 18048“. ISAL Verkfræðingur - tölvunarfræðingur Óskum eftir að ráða verkfræðing/tölvunar- fræðing eða starfskraft með sambærilega menntun. Starfið felst í hönnun, verkefna- stjórnun og forritun á nýju tölvukerfi fyrir ISAL. Um er að ræða krefjandi verkefni í spennandi umhverfi. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður tölvudeildar, Guðni B. Guðnason, í síma 560 7000 alla virka daga frá kl. 10.00-12.00. Umsóknir óskast sendar til ISAL, pósthólf 244, 222 Hafnarfjörður, eigi síðar en 17. febrúar 1995. Umsóknareyðublöð fást hjá bókaverslun Eymundssonar, Austurstræti, Mjódd og Kringlunni, Reykjavík, og Bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. íslenska álfélagið hf. Aðstoðarmenn Stór prentsmiðja í borginni óskar að ráða lipra, hrausta og reglusama einstaklinga til aðstoðarstarfa í prensmiðju, m.a. við þrif á prentvélum, vinnu við pappír og skyld störf. Lágmarksaldur 25 ár. Framtíðarstörf. Vaktavinna. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar og skal umsóknum skilað fyrir kl. 16.00 föstudaginn 17. febrúar nk. Guðni Tónsson RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 KRISTA HÁR & SNYRTI • STOFA Óskum eftir að ráða hársnyrtifólk, með reynslu, til starfa á hársnyrtistofu okkar í Kringlunni. Áhugasamir hafi samband við Hönnu Krist- ínu Guðmundsdóttur í símum 568 9977 (stof- an) og 568 9979 (heima). FJÖRPUNGSSJÚKRAHÚSIP A AKUREYRI Geðlæknir Sérfræðingur í almennum geðlækningum óskast í fullt starf á Geðdeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri frá 1. apríl til 31. desember 1995. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar framkvæmda- stjóra sjúkrahússins fyrir 15. mars nk. Nánari upplýsingar um starfið gefur Sig- mundur Sigfússon, yfirlæknir Geðdeildar FSA, í síma 96-30100. HLÍÐABÆR Forstöðumaður - hjúkrunarforstjóri Staða forstöðumanns/hjúkrunarforstjóra við Hlíðabæ, dagvistfyrir minnissjúka, Flókagötu 53, Reykjavík, er laus frá 1. júní nk. í Hlíðabæ er unnið að þróun hjúkrunar- og lækningameðferðar fólks með vefræna heilasjúkdóma, s.s. Alzheimers sjúkdóm, blóðtappaheilabilun o.fl. í starfinu er fólgin fagleg jafnt sem rekstrar- leg ábyrgð og umsjón með daglegri starf- semi sem fram fer á heimilinu. Fagleg þekk- ing, einkum hvað varðar geðhjúkrun er nauð- synleg forsenda starfsins. Því er farið fram á, auk hjúkrunarfræðimenntunar, sérþekk- ingu á sviði geðhjúkrunar og/eða Öldrunar- hjúkrunar, ásamt reynslu á sviði stjórnunar. Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður Hlíðabæjar, Þóra Á. Arnfinnsdóttir, í síma 621722. Umsóknir skulu sendar formanni stjórnar Hlíðabæjar, Arinbirni Kolbeinssyni, Flóka- götu 53, 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar. Ráðskona Ráðskona óskast til að annast 5 manna fjöl- skyldu í vesturbæ Kópavogs. Vinnutími frá kl. 8-17. Þarf að hafa bíl. Upplýsingar í síma 642463 eftir kl. 19.00. ST JÓSEFSSPÍTAU Blffll HAFNARFIRÐI Læknaritari Staða læknaritara er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf en þó kemur hluta- starf til greina. Nauðsynlegt er að viðkom- andi hafi réttindi sem læknaritari. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk. Nánari upplýsingar veittar í síma 50188. Framkvæmdastjóri. Ytri-Njarðvíkurkirkja Kirkjuorganisti Starf organista við Ytri-Njarðvíkurkirkju er laust til umsóknar. Um er að ræða 60% starf. Upplýsingar um starfið veita Leifur A. ísaks- son, formaður sóknarnefndar, í síma 92-15181 og 15182 og sóknarprestur, sr. Baldur Rafn Sigurðsson, í síma 92-15013 og 15015. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar nk. Laust starf á skattstofu Vesturlands- umdæmis Laust er til umsóknar skrifstofustarf á skatt- stofu Vesturlandsumdæmis. Starfið felst í álagningu, eftirliti og annari framkvæmd við virðisaukaskatt. Um er að ræða starf vegna afleysinga í a.m.k. 4 mánuði en gæti orðið til lengri tíma. Æskilegt er að umsækjendur hafi viðskiptafræðimenntun eða a.m.k. reynslu og kunnáttu á sviði skattafram- kvæmdar. Laun samkv. launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf þurfa að hafa borist skattstjóra 20. febrúar nk. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Kirkjubraut 28, 300Akranesi. löntæknistofnun vinnur að tækniþróun og aukinni fram- leiðni i islensku atvinnulífi. Á stofnuninni eru stundaðar hagnýtar rannsóknir, þróun, ráðgjöf, gæðaeftirlit, þjónusta, fræðsla og stöðlun. Áhersla er lögð á hæft starfsfólk til að tryggja gæöi þeirrar þjónustu sem veitt er. Rannsóknarmaður Rannsóknarmaður óskast til starfa á efnistæknideild Iðntæknistofnunar. Starfið felst í aðstoð við sérfræðinga deildarinnar. Stúdentspróf eða góð almenn menntun áskilin. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Laun eru samkvæmt launakerfi BSRB. Nánari upplýsingar um starfið ve.itir Freygarður Þorsteinsson, deildarstjóri, í síma 5877000. Umsóknareyðublöð fást á Iðntæknistofnun. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar. Iðntæknistof nun II IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Keldnaholti, 112 Reykjavik Sími 587 7000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.