Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM YERKFALL KENNARA OG SANDKASSINN ISEM STYSTU máli virðist sem ástæðan fyrir því að forsvars- menn kennara leituðu eftir heimild til verkfallsboðunar hvíli á tveim eftirfarandi meginrök- um. A) Kennarar búa við allt of kröpp kjör. Kennarar vilja því jafna kjör landsmanna - kennarastéttinni til hagsbóta - og stuðla um leið að réttlátara þjóðfélagi. B) Meta ber menntun kennara þeim til tekna. Því verður að teljast eðlilegt að kennar- ar fái meira í sinn hlut en ýmsir aðrir þegnar þjóðfélagsins. Kennarar vilja því auka launamismun lands- manna - kennarastéttinni til hags- bóta - og stuðla um leið að réttlát- ara þjóðfélagi. Lítum aðeins nánar á þessi rök, lítum t.d. fyrst á þau rök að jafna beri kjör landsmanna. Ljóst er að þessi rök hvíla fyrst og fremst á þeirri staðhæfingu að eitt sé það - að minnsta kosti - sem ekki skorti í landið; þ.e. peninginn. Öðru nær! Það er kappnóg af pen- ingi í landinu! Það sem á skortir er einfaldlega sönn tekjudreifing og jöfnuður; sönn jafnaðarstefna. Vandi þjóðarbúsins er því auðleystur: Við bara tökum peninginn frá þeim sem eiga hann (með góðu eða illu) og látum hina fá hann. Forsvarsmenn slíkra viðhorfa styðja síðan málstað sinn þungum, vinsælum rökum sem allir þekkja: Það er segin saga að stjómarherrarnir íslensku - sem oft • á tíðum virðast hinir mætustu menn; þ.e. fyrir kosningar - reynast þegar á hólminn er komið ekki annað en hjartalaus ómenni: klifa sýknt og heilagt á efnahagsvandanum - og sýsla það eitt á þingi að ráðast á kjör almennings í landinu. Bág kjör þjóðarinnar eiga því fyrst og fremst rætur að rekja til dug- og siðleysis hinna háu herra. Fylgjendur vinsælla viðhorfa af þessu tagi klykkja loks út með því að staðhæfa að málið snúist hvort eð er ekki um neinar efnahagsfor- sendur - heldur gott hjartalag: Það sem ísland um fram allt þarfnast er hjartalag í æðsta gæðaflokki. Við lýsum því eftir sönnum riddara rétt- lætisins, t.d. í gervi einhverrar heil- agrar Jóhönnu af Örk - eða Don Quixote - sem fara mun með báli og brandi um spilltar ekrur íslenskra stjómmála; lætur greipar sópa um pyngju burgeisans - í sönnum Hróa hattar stíl - og troðfyllir vasa hins vinnandi manns. Punktur, basta! Öll vandkvæði vor leyst og horfín eins og dögg fyrir sólu. Heimspeki sand- kassans lifi! Lýðskmmið lifí! Þá eru það hin rökin (fyrir verk- falli kennara) sem kveða upp úr um að auka beri launamismuninn í land- inu kennurum til hagsbóta. Það verður að segjast eins og er að kenn- arar em æði langt frá því að láta þennan draum rætast; þ.e. drauminn um að menntun þeirra verði metin til tekna. Þannig eru t.d. tekjur grunnskólakennara langt undir með- allaunum í landinu. Framhaldsskóla- kennarar horfa oft á eftir nemendum sínum hefja störf sem ófaglærður starfskraftur við miklu betri kjör en þeir sjálfir búa við. Þetta býður hættunni heim. Hættan er sú að skólakerfíð missi bestu starfskraft- ana úr röðum sínum. Kjarabarátta kennara snýst því ekki bara - eða aðallega - um kjör kennara. Hér er um miklu umfangsmeira mál að ræða og sem snýst fyrst og fremst um stöðu mennta- og skólamála í landinu. Við skulum hafa hugfast að við lifum í heimi sívaxandi sam- keppni þar sem menntunin (ekki síst í formi starfsmenntunar) - og ekki náttúran - er hin raunsanna auðlind þjóðanna. Það er því hér - í þessum punkti - sem raunverulega á reynir í deilum kennara við yfirvaldið: Höf- um við íslendingar ráð á því að gera menntun- ina að hornreka öl- musubarni? Svari hver fyrir sig. Verkfall kennara skellur á 17. þ.m. ef ekki hefur samist fyrir þann tíma. Það er ekki hægt að álasa kennur- um fyrir að veita for- svarsmönnum sínum heimild til verkfallsboð- unar. Kennarar höfðu einu sinni áður synjað þessum aðilum um verkfallsheimild. Slíkt gerist ekki í tvígang. Hins vegar voru þau vinnubrögð sem forsvarsmenn kenn- arasamtakanna viðhöfðu fyrir at- kvæðagreiðsluna um verkfallsboð- unina vægast sagt ámæli'sverð; a.m.k. að mati þess sem hér stýrir penna. Skilaboð þessara aðila til okkar kennara voru eftirfarandi: Ykkur bjóðast kostir tveir - og ekki nema tveir. Annaðhvort farið þið í verkfall og styðjið kröfur okkar um 25% launahækkun kennurum til handa eða sitjið ellegar samnings- lausir uppi a.m.k. næstu tólf mánuði (eins og síðast gerðist þegar kennar- ar synjuðu þessum aðilum um heim- ild). Hér er verið að stilla okkur kennurum upp við vegg - að mínum dómi af dæmafárri óbilgirni. Aug- ljóst er að hvorugur kosturinn er góður. Ég vil ekki sitja uppi samn- ingslaus til næstu tólf mánaða. Á hinn bóginn hef ég hreinlega ekki ráð á því að þiggja 25% kauphækk- un - sem veltur beint út í verðlagið; þrýstir vöxtunum upp og hleypir verðbólgunni af stað. (Auk þess sem kippt er undan stoðum atvinnuveg- anna; atvinnuleysi eykst o.s.frv.) Eg hef ekki ráð á því að þiggja „kjara- bót“ af þessu tagi. Það hvarflar heldur ekki að neinum heilvita manni - ekki heldur forsvarsmönnum kennara - að 25% launahækkun skili sér nokkurn tíma í formi kaup- máttaraukningar. Hvað eigum við þá að kalla vinnubrögð af þessu tagi? Sandkassapólitík? Ég kalla það spell- virki. Förum nánar í saumana á þessum röksemdum (bæði rök A og B). Fyrst er það eftirfarandi spuming: Geta kennarar gert kröfur um 25% launa- hækkun í nafni jafnréttis og launa- dreifíngar? Svarið er - augljóslega - hreint og klárt nei. Þjóðarbúið stendur hreinlega ekki undir al- mennum launahækkunum af slíku tagi. Fyrst verður að auka verð- mætasköpunina í landinu áður en að því kemur. að útdeila þeim auði sem ekki er fyrir hendi. Staðreyndin er sú að jafnaðarstefna þeirra kump- ána - Hróa hattar og kó - drepur í rauninni umræðunni á dreif og verkar því fyrst og fremst lamandi: Það er ekkert hægt að gera, vegna þess að það þarf ekkert að gera - nema bara að taka peninginn af þeim sem eiga hann o.s.frv. Það sem þeim kumpánum skýst yfír í þessu sambandi er sú staðreynd að óvíða í heiminum er jafn mikill kjarajöfn- uður og hér á landi. Þá er það hin spumingin, sem svara þarf: Geta kennarar krafíst 25% launahækkunar á þeirri for- sendu að auka beri launamismuninn í landinu. Svarið er - augljóslega - já; í prinsippinu a.m.k. Meta ber menntun til tekna; líka menntun kennara. í þeim skilningi er ekkert óeðlilegt við launakröfur kennara- samtakanna. Tímasetningin, hins vegar, er aldeilis fáránleg. Hér er í reynd ekki verið að biðja um kaup- hækkun; ekki við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu. Það er verið að biðja um upplausn og óðaverðbólgu. Þessi íslenska óbilgirni í vinnudeilum ætti í rauninni að vera löngu liðin tíð. Hugarfar kalda stríðsins - þegar stálin stinn mættust (á vinnumarkaðinum sem annars staðar) - er ekki lengur í takt við tímann. Múrarnir eru fallnir. Ákall tímans er því ekki einstrengisleg heiftin sem aldrei sér nema aðra hliðina á málunum. Ákall tímans er miklu frekar það við- horf sem sætta vill and- stæðumar; stuðla að gagnkvæmri virðingu þeirra og samvinnu - öllum aðilum til framdráttar. Að lokum þetta: í orrahríð um- ræðunnar vill gjaman gleymast hvað við íslendingar erum í rauninni skammt á veg komnir í efnahagslegu tilliti. Sannleikurinn er sá að hér á landi var risaskrefið frá miðalda- sjálfsþurftarbúskap til nútímasam- félagshátta stigið á svo örskömmum Þ6r Rögnvaldsson, sem er kennari, hvetur til þjóðarsáttar og álítur að verkfall kennara séu spellvirki. tíma að það gat aldrei gengið full- komlega áfallalaust fyrir sig. í efna- hagslegu tilliti - eða hvað félags- gerð varðar - emm við því í raun- inni enn þann dag í dag 19. aldar þjóð sem lifir af auðlindum náttúr- unnar. Þetta er þversögn sem skýr- ist ekki nema í ljósi þeirrar stað- reyndar að risaskrefíð var nánast einvörðungu stigið í krafti einnar atvinnugreinar; þ.e. sjávarútvegs - og því aldrei stigið til fulls. Það hreinlega vantar flest alla þá milli- liði sem neyslusamfélag nútímans hvílir á - sérstaklega á sviði iðnað- ar: smáiðnaðinn, útflutningsiðnað- inn; hátækniiðnaðinn. Yfírbygging þessa samfélags - þar sem velferð- arkerfið tijónir á toppnum - er að mörgu leyti glæst og hefur á sér þróað yfirbragð. Innviðirnir, hins vegar, em feysknir. Lítum rétt sem snöggvast um öxl og minnumst áranna um og eftir miðbik aldarinnar. íslenskum sam- félagsháttum þessa tíma varð einna helst líkt við risastóra hringekju sem snerist án afláts með sívaxandi hraða; drifkrafurinn - eða mótorinn - af þrenns konar toga: gegndarlaus ágangur á auðlindir náttúmnnar; gífurleg útþensla og uppbygging á öllum sviðum sem og stjórnlaus óða- verðbólgan. Brotlendingin var því aldeilis óhjákvæmileg. Hún var óhjá- kvæmileg í fyrsta lagi vegna ein- hæfni atvinnuveganna; í öðm lagi í ljósi þeirrar staðreyndar að hafíð er, þrátt fyrir allt, ekki óþijótandi auð- lind. Og nú er komið að skuldadög- unum. Kreppan mikla hófst í raun- inni 1988 og varð sýnileg með at- vinnuleysinu 1992. Sameiginlega bemm við öll ábyrgð á því sem gerst hefur; að ekki var gripið í taumana í tæka tíð: stjórnvöld; atvinnurekendur og launþegar (eða samtök þessara að- ila); þjóðin öll. Öll stigum við jafn taktfast í dansinum tryllta á hring- ekjunni miklu. Sameiginlega - og aðeins sameiginlega - getum við nú unnið okkur upp úr því kreppu- ástandi sem skapast hefur. Framundan em verkföll og kosn- ingar. Framundan bíður líka það risavaxna verkefni að umbylta sam- félagsgerðinni og stíga skrefíð til nútímasamfélagshátta til fulls. Það verður ekki mikið lengur undan því vikist að horfast í augu við veruleik- ann - af fullri einurð og alvöru. Veruleikinn - blákaldur veruleikinn - er sú staðreynd að við íslendingar framfleytum okkur ekki lengur á hráefnisframleiðslu. Tómt mál um það að tala. Á hinn bóginn verður því ekki neitað að íslenskir atvinnurekendur hafa staðið sig hreint með eindæm- um illa við hægstæð efnahagsskil- yrði undangenginna ára; þ.e. lág laun, stöðugt verðlag, gengi krón- unnar í lágmarki, álög á atvinnuveg- ina í lágmarki, menntaður starfs- kraftur, friður í anda þjóðarsáttar á vinnumarkaðinum o.s.frv. Hvað meira? Hvað meira er hægt að gera fyrir þessa menn? Einhvers staðar á byggðu bóli hefði þótt fengur að slík- um efnahagsaðstæðum. Við lýsum því eftir skeleggum athafnamönnum (því ekki skortir heimspekingana og hugsjónamennina!); athafnamönn- um sem hugvit hafa og þrótt til að bijóta af sér hlekki hugarfarsins (sem hugsar bara þorsk og rollu!) og ryðja nýjar brautir í íslensku at- vinnulífí. Það er einfaldlega ekki sannleikanum samkvæmt að ekkert sé hægt að gera. Það er mikil reiði í þjóðfélaginu; ekki að ófyrirsynju. Líka kennarar eru reiðir. Ég vil þó leyfa mér að biðja kennara að flýta sér ekki um of í kaupkröfum sínum. Þrátt fyrir allt búum við kennarar við ýmis þau fríðindi sem hiklaust má telja til tekna; t.d. mikinn frítíma á fullum launum. Sannleikurinn er sá að mér hreinlega óar við löngu, harðvítugu verkfalli. Slíkar aðgerðir bitna jú fyrst og fremst á þeim sem alsak- lausir eru og síst skyldi - þ.e. nem- endum - og eru því varla líklegar til að afla stéttinni vinsælda með þjóðinni. Loks er okkur kennurum hollt að minnast þess að til eru þeir þjóðfélagshópar í landinu sem fulla ástæðu hafa til að öfundast af kjör- um okkar; þótt ótrúlegt megi virð- ast. Hér á landi eru ýmsir þeir kaup- taxtar í gildi sem hvergi ættu að sjást á prenti, hvað þá heldur meira. Fólk bókstaflega hangir á horrim- minni. Þetta er þjóðarskömm; ófyrir- gefanlegur flekkur á þjóðarsálinni. Samtök launþegasamtakanna verða að stilla saman strengi sína fyrir komandi kjaraviðræður. Kraft- amir eru allt of dreifðir. Það verður aldrei nema í samstilltu átaki þjóð- arinnar allrar að okkur tekst að leysa þau verkefni sem framundan eru. Að öðrum kosti þarf vart að spyija að leikslokum: Hringekjan, áður en varir, komin á fulla ferð á ný; hruna- dansinn trylltari, skelfílegri, en nokkm sinni fyrr. í þetta sinn eigum við ekki einu sinni fyrir eldsneyti á mótorinn: auðlindin að verða uppurin. Það er því ekki nema ein lausn á vanda þjóðarbúsins: samningar í anda þjóðarsáttar og launauppbót á lægstu laun. (Kannski eitthvað í takt við útspil verslunarmanna. Þær til- lögur virtust bæði vandaðar og með menningarbrag.) Seinna, þegar bet- ur árar, kemur svo að sérkröfum kennara. Þetta er hægt, góðir lands- menn - ef viljinn er fyrir hendi! Og svo alveg í blálokin þetta um þá kumpána Hróa hött og kó: Það er minnstur vandinn að flíka fögru hjarta - og fírra sig ábyrgð á gerð- inni; minnstur vandinn að axla sjálf- ur ábyrgð sandkassans - og saka stjórnvöld um dug- og siðleysi. Höfundur kennir tungumál og Ustir við Iðnskólann íReykjavík. Þór Rögnvaldsson __________Hri<ls_____________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag kvenna Sl. mánudag stóð til að hefja para- keppnina, en henni var frestað vegna dræmrar þátttöku. Þess í stað var spilaður eins kvölds tvímenningur og urðu úrslit hans þannig: Sigrún Pétursdóttir — Sveinn Sigurgeirsson 219 Gunnþórunn Erlingsdóttir - Jón Stefánsson 189 Björg Pétursdóttir—Ester Valdemarsdóttir 171 Mánudaginn 20. jan. er parakeppn- in á dagskrá og verður hún með'baro- metersniði ef næg þátttaka fæst, pör geta skráð sig í sínum 32968 (Ólína), 10730 (Sigrún) og 879360 BSÍ. Félagsstarf verkalýðs- félaganna Fimmtudaginn 9. febrúar sl. lauk keppninni um Jámiðnaðarmannabik- arinn og urðu úrslit eftirfarandi: Úrslit í járniðnaðarmannabikar- keppni 1995: Skúli ísleifsson - Sigurður Skúlason 409 Hjalti Bergmann - Stefán Ólafsson 376 Hreinn Hjartarson - Cyrus Hjartarson 373 ÁmiValsson-GuðniPálmiÓddsson 368 Gunnar Traustason - Guðjón Sigurðsson 366 Næsta keppni fagfélaganna á Suður- landsbraut 30 verður Mazda-mótið, sem er hraðsveitakeppnismót, og hefst það fimmtudaginn 23. febrúar kl. 19.30. Bridsfélag Breiðholts Að loknum 6 umferðum í sveita- keppni er staða efstu sveita þessi: Guðrún Óskarsdóttir 118 JónAndrésson 108 Jón Ingólfsson 101 ValdimarSveinsson 97 Baldur Bjartmarsson 96 Keppnin heldur áfram næsta þriðju- dag. Bridsfélag Kópavogs Eftir átta umferðir er staðan í aðal- sveitakeppni Bridsfélags eftirfarandi: Kópavogs Landssveitin 151 Ármann J. Lámsson 146 Helgi Viborg 144 JASK 144 ÞórðurJörandsson 138 Bridsfélag Reykjavíkur Sl. miðvikudag 8. febrúar vom spil- aðar tvær umferðir í Aðalsveitakeppn- in og er staðan eftir 4. umferð þannig: S. Ármann Magnússon 94 Kátirpiltar 78 VÍB 77 Símon Símonarson 77 Landsbréf 76 Kj artan Ásmundsson 7 3 ólafur Lámsson 71 Nk. miðvikudag verða spilaðar tvær umferðir og eigast þá m.a. við S. Ár- mann og Kátu piltarnir, VÍB og Sím- on, Kjartan og Landsbréf. Spilað er í húsi BSÍ á Þönglabakka 1, 3. hæð og hefst spilamennskan kl. 19.30. Bridskvöld byrjenda Sl. þriðjudag 7. febrúar var bridskvöld byijenda og var spilaður eins kvölds tvímenningur að vanda. Úrslit kvölds- ins urðu þannig: N/S riðill: Unnar Jóhannesson - Finnbogi Gunnarsson 89 HallgrimurMarkússon-AriJónsson 83 Kristín Sigurbjömsdóttir - Magnús Einarsson 78 JafetÓlafsson-AriSæmundsen 75 A/V riðill: Eyjólfur Eyjólfsson - Einar Hafsteinsson 105 Björk Lind Oskarsdóttir - Amar Eyþórsson 96 Markús Úlfsson - Agnar Guðjónsson 82 Soffia Guðmundsdóttir - Hjördís Jónsdóttir 80 Á hveijum þriðjudegi kl. 19.30 gengst Bridssamband Islands fyrir spilakvöldi sem ætluð em byijendum og bridsspilumm sem ekki hafa neina keppnisreynslu að ráði. Spilaður er ávallt eins kvölds tvímenningur og spilað er í húsnæði BSÍ í Þönglabakka 1, 3. hæð í Mjóddinni. Bridsfélag Hafnarfjarðar Sl. mánudag 6. febrúar lauk sveita- keppninni og urðu úrslit eftirfarandi: Dröfn Guðmundsdóttir 206 Sævar Magnússon 176 VinirKonna 169 Erla Siguijónsdóttir 169 Ólafur Ingimundarson 131 í sigursveitinni spiluðu auk fyrirlið- ans, Drafnar Guðmundsdóttir, Ásgeir Ásbjömsson, Friðþjófur Einarsson og Guðbrandur Sigurbergsson. Nk. mánudag verður gefið frí frá spilamennsku vegna Bridshátíðar en mánudaginn þar á eftir hefst Butler- tvímenningur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.