Morgunblaðið - 12.02.1995, Síða 3

Morgunblaðið - 12.02.1995, Síða 3
2 C SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 C 3 David McCammon varaforstjóri sagði að bílasala í Bandaríkjunum gæti haldizt óbreytt til 1998, ef hagvöxtur verði áfram 2.5-3.0% og verðbólga lítil. Hann gerði lítið úr áhrifum vaxtahækkana og sagði að mánaðargreiðslur af bílum vegna þeirra hefðu hækkað um aðeins 20 dollara, en þær voru 369 dollarar á fjórða ársfjórðungi. Hins vegar gæti ótímabært tal um niður- sveiflu hrætt neytendur. Endursklpulagning hjá GM Tekjurnar GM námu 1.6 millj- örðum dollara á síðasta fjórðungi ársins miðað við 1.2 milljarða fyr- ir ári. Sérfræðingar höfðu spáð allt að 1.4 milljarða dollara hagn- aði. Hjá GM stendur yfír einhver umfangsmesta endurskipulagn- ing í sögu bandarískra fyrirtækja. Markaðshlutdeild fyrirtækisins hefur minnkað, kostnaður stór- aukizt og nýjar gerðir bíla ekki fallið í kramið hjá kaupendum. GM tapaði rúmíega 17 milljörðum MAN vörubif reiö BILASYNINGIN I AMSTERDAM ársins 1995 T1 sendibílalínan fram- leidd í Rússlandi? Mercedes til Rússlands MERCEDES-Benz hefur hafið viðræður við rússneska bílafram- leiðandann UAZ um samvinnu að framleiðslu á Mercedes-Benz sendibílum í Rússlandi. Ráðgert er að byggja verksmiðju í borg- inni Uljanovsk, 600 km suðvest- ur af Moskvu. Mercedes hyggst flytja verksmiðju og tækjabúnað til framleiðslu á T1 sendibílalín- unni tii Uljanovsk en þeir bílar eru nú framleiddir í Dússeldorf. Ef af þessu verður er talið lík- legt að framleiddir verði 30-50 þúsund sendibílar á ári. T1 sendibílalínan verður leyst af hólmi innan tíðar í Vestur-Evr- ópu af Sprinter-línunni sem Mercedes frumkynnti í byijun árs en með henni hyggst fyrir- tækið auka hlut sinn á evrópska sendibílamarkaðnum. Ford til Póllands FORD hyggst hefja innreið á markaði í Austur-Evrópu með byggingu verksmiðju í Póllandi síðar á þessu ári. Ford leggur sem svarar 3.780 milljónum ISK í fjár- festinguna en verksmiðjan verður í borginni Plonsk og mun fram- leiða 30 þúsund fólk- og sendi- bíla, þar af 20 þúsund Escort og 10 þúsund Transit. Talið er að Pólland verði sá markaður fyrir nýja bíla sem mest mun vaxa á komandi árum í Austur-Evrópu. Nú þegar hafa Daewoo, Fiat, GM, Peugeot, Suzuki og VW hafíð bílaframleiðslu í Póllandi, Tékk- landi, Ungveijalandi og öðrum löndum Austur-Evrópu. Söluaukning hjó Rover ROVER Group, stærsti bíla- framleiðandi Bretlands, jók sölu á nýjum bílum á síðasta ári um 11% og seldust alls 475.513 bílar sem er mesta sala Rover frá 1990. Framleiðsla á Rover og Land Rover jókst um 16%, í alls 478.572 bíla, einkum vegna auk- innar eftirspumar á útflutnings- mörkuðum, en þvi er spáð að framleiðsluaukningin verði enn meiri á þessu ári og framleiddir verði allt að 520 þúsund bílar. Rover Group, sem er dótturfyrir- tæki BMW, seldi fleiri bíla á sið- asta ári en nokkurt annað ár i Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Banda- ríkjunum og Japan. Fiat Barchetta FIAT hefur sent frá sér fyrstu teikningar af tveggja sæta sport- bílnum Barchetta. Bíllinn er byggður á grunni Fiat Punto af hönnuðinum Andreas Zapatinas og er fyrsti tveggja sæta sport- bíllinn frá Fiat frá því fram- leiðslu á 124 Spider lauk 1985. Bíllinn verður framhjóladrifinn með fjögurra strokka, 1,8 lítra, 16 ventla vél úr nýrri Super-Fire vélarlínu Fiat. Vélin er metin til 140 hestafla og hámarkshraðinn sagður vera 200 km á klst. ■ Fiat Barchetta. VÖRUBÍLL ársins í Evrópu, MAN 2000. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson WAGON R frá Suzuki hefur notið gífurlegra vinsælda i Japan þar sem hann var kjörinn bíll ársins í fyrra. Wagon R er stuttur bíll en hár og hefur mik- ið innanrými. Hann er með þriggja strokka, 657 rúmsentimetra vél, 55 hestöfl. Bíllinn er eingöngu fram- leiddur fyrir Japansmarkað. SUZUKI kynnti einnig splunkunýjan Suzuki Vitara Villager með tveggja lítra V6 vél. Bíllinn er væntanlegur hing- að til lands í apríl og grunngerðin verður boðin á nálægt 2,5 milljónum kr. Vitara V6 er einstaklega glæsi- legur smájeppi með kröftugri 136 hestafla vél. Mikill hagnaður hjá Fordf GM og Chrysler dollara á aðalmarkaði sínum í Norður-Ameríku 1990-1993. Eftir 872 milljóna dollara tap í Norður-Ameríku 1993 var GM með jákvæða afkomu í fýrra: 690 milljóna dollara hagnað af megin- rekstrinum. Það var í fyrsta sinn sem GM hafði hagnazt í Norður- Ameríku síðan 1989. Margs kgnar framleiðsluvandi í nokkrum mikilvægum verk- smiðjum skyggði á ánægjuna í fyrra. Fimm verkföll ollu því að GM missti af milljóna dollara hagnaði. HagnaAur hjá Chrysler Fyrr í mánuðinum skýrði Chrysl- er frá methagnaði upp á 3.71 millj- arð dollara 1994. Vegna hagnaðar 1994 munu um 365,000 starfsmenn GM í Banda- ríkjunum fá bónus í fyrsta sinn síðan 1990. Hann mun alls nema 180 milljónum dollara og hver starfsmaður fær rúmlega 550 doll- ara. ■ Tekjur á hlutabréf allt árið juk- ust í 4.97 dollara úr 2.27. Árssalan jókst í 128.4 milljarða dollara úr 108.5. Fyrirtæklð bjartsýnt Ýmislegt bendir til að draga muni úr mikilli grósku undanfar- inna mánaða, en Ford segir að bílaframleiðslan standi vel að vígi. Alex Trotman, stjómarformaður og aðalframkvæmdastjóri, segir að eftirspurn í Bandaríkjunum sé meiri en fyrir ári, traust neytenda sé enn mikið og tekjur þeirra góð- ar. Hann býst einnig við að ástand- ið í Evrópu haldi áfram að batna. FORD kynnti 1995 árgerð af Escort. Bíll- inn er gjörbreyttur að framan, með nýjum framlugtum og stuðara, en breytingamar eru litlar að aftan. Miklar lagfæringar hafa verið gerð- ar á honum innanverðum og líkist mælaborðið nú meira því sem er í Ford Mondeo. Verulega hefur verið dregið úr vélarhljóðum. Bíllinn verður boðinn með 1,3 til 2,0 lítra bensín- og díselvélum í Evrópu, 60-220 hestafla. ÁL-AUDI A8 ómengaður af lakki, var tignarleg sjón sem minnti á stórhuga ráða- gerðir sem hrundið er í fram- kvæmd. Bíllinn er nú kominn á markað í Evrópu og er m.a. boðinn sem sérstakur happdrættisvinning- ur hérlendis. DAEWOO frá Suður-Kóreu er ört vaxandi bíla- framleiðandi og stefnir að því að starfrækja yfir 300 fyrirtæki utan landsteinanna næstu aldamót. Da- ewoo kynnti árgerð 1995 af milli- stærðarbílnum Nexia. Öllu meiri athygli vakti þó hugmynda- bíllinn Nr. 1, tveggja sæta blæju- bíll sem var frum- sýndur á bílasýn- ingunni í Birming- ham. Bíllinn er með 1,6 lítra, 120 hest- afla vél og Daewoo ) bíllinn sé •fil Kraft- arnir sparaðir BÍLASÝNINGIN í Amsterdam stát- aði ekki af mörgum nýjungum en þó voru þar a.m.k. þijár heimsfrum- kynningar, á Suzuki Baleno, Mitsubishi Carisma og Porsche 911 RS. Auðsætt var að bílaframleiðendur voru flestir að spara sín helstu tromp þar til á sýningunni í Genf í næsta mánuði. Þó voru á sýningunni nokkrir nýir bílar sem skylt er að segja lítillega frá. ■ Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson FORD Motor Co. hefur skýrt frá stórauknum tekjum á síðasta árs- fjórðungi og allt árið 1994 og skil- ar meiri hagnaði en nokkur annar bílaframleiðandi í heiminum. Af- koma General Motors batnaði einnig verulega á síðasta ári og skilaði fyrirtækið hagnaði af rekstrinum í Norður-Ameríku í síðan 1989. Fords 1994 námu 5.3 milljörðum dollara miðað við 2.5 milljarða 1993. Aðalkeppinautur- inn, General Motors Corp., skýrði frá 4.9 milljarða dollara methagn- aði fyrr í vikunni. Sérfræðingar höfðu spáð Ford 1.3 milljarða dollara hagnaði. En þótt tekjur Ford væru meiri en annarra bifreiðaverksmiðja í Detroit 1994 var hagnaður á bíl ekki nema 667 dollarar — meiri en 125 dollara hagnaður GM, en klu minni en 1,230 dollara hagn- aður Chrysler Corp. Sérfræðingar segja að þrátt fyrir góða heildarútkomu Fords á fjórða. ársfjórðungi hafi hagnaðurinn í Norður- Ameríku verið minni en búizt hafí verið við, en hann jókst um aðeins 7.6% í 720 milljónir dollara .,úr 669 milljónum ári áður. TILBOD ÓSKAST AUDIA6 2,0. Audi A6 býður upp á þrjár díselvélar DÍSEL-bílar eiga æ meiri vinsældum að fagna í Evrópu og það eru ekki síst stjómendur fyrirtækja í spaam- aðarhugleiðingum sem hafa sýnt dís- el-bílum áhuga. Til að mæta aukinni eftirspum hyggst Audi bjóða upp á þrjá nýja valkosti af af spameytinni og kraft- mikilli díselvél í A6-línunni. Vélarnar eru með beinni innspýtingu og búist er við að 2,5 lítra, 115 hestafla vélin verði einna vinsælust en einnig verð- ur boðið upp á 140 hestafla útfærslu af sömu vél sem verður aðeins boðin með sex gíra gírkassa. Minnsta vélin er 1,9 lítra, 90 hest- afla. Staðalbúnaður í A6 víðast hvar í Evrópu verður líknarbelgur fyrir ökumann, ABS-hemlalæsivörn, raf- stýrð sóllúga og rúður, stillanlegt stýri, vélarlæsing og hljómtæki með átta hátölurum. Forvitnilegt verður að sjá hvaða staðalbúnaður fylgir með bílunum hingað til lands en skattlagning á öryggisbúnað hefur hamlað því að hægt sé að bjóða bíla með nýtískuleg- um öryggisbúnaði hérlendis. ■ í Ford Explorer Sport 4x4, árgerð '93 (ekinn 15 þús. míl- ur), Ford F-250 P/U, 2 W/D, 5,71. vél, árgerð '89 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensásvegi 9 þriðjudaginn 14.febrúarkl. 12-15. Túboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARN ARLIÐSEIGNA NY F2000 lína frá MAN sem kynnt var á alþjóðlegu bílasýningunni í Hannover í september sl., var valin vörubifreið ársins 1995 af blaðamönn- um fagtímarita í 14 Evrópulöndum. Titillinn var ekki veittur til einnar ákveðinnar gerðar, heldur til heillar línu MAN vörubifreiða, sem býður upp á fjölmargar nýjungar og uppfyll- ir ströngustu kröfur vörubílstjóra. Helstu þættir sem litið var til við hönnun MAN vörubifreiðar ársins voru frekari umbætur hvað umhverf- isvemd varðar, aukin hagkvæmni í rekstri sem og bætt fjöðrun og að- búnaður bílstjóra. Þá skipuðu örygg- isþættir veigamikinn þátt í hönnun bifreiðanna. Nýjungar eru meðal annars vélastærðimar 349, 400 og 460 hestöfl sem hafa rafeindastýrt olíuverk, sem gerir þeim kleift að uppfylla mengunarreglugerðir svo- kallaðra Euro-2 véla, sem taka gildi í lok árs 1996. Fjögurra punkta loft- fjöðrun var þróuð fyrir háþekjuhúsið, Innflutningur vörubifreiða, 1994 Scania 9 Renault M-Benz 7 Aðrargerðir sem sameinar hámarks þægindi með lágmarks hliðarveltingi. Það sem réð úrslitum meðal dóm- aranna við val á vörubifreið ársins 1995, var fjöldinn allur af endurbót- um, sem eykur heildargildi vörubif- reiðarinnar. Eftir að hafa verið valin vömbif- reið ársins árin 1978, 1980 og 1987 hlaut MAN hinn eftirsótta titil nú í fjórða sinn, og hefur engin tegund hlotið titilinn oftar og er það skemmtiieg viðbót við valið á hóp- ferðabifreið ársins 1994, en þann tit- il hlaut MAN „Lion’s Star“ línan. MAN mest selda vörubifreiðln á íslandi „Líklega hefur ekkert bifreiðaum- boð á Islandi nokkurn tíma haft jafnmikla yfírburði yfir keppinauta sína og Kraftur hf. á nýliðnu ári. MAn vörubifreiðarnar náðu 35,9% markaðshlutdeild í innflutningi á vömbifreiðum stærri en 7,5 tonn, sem þýðir að meira en þriðja hver nýskráð vömbifreið var af MAN gerð. Þetta þakkar fyrirtækið að sjálfsögðu frábæmm gæðum, mjög hagstæðu verði, ásamt því að geta veitt bestu mögulegu þjónustu með úrvals starfsliði," segir í frétt frá Krafti hf. MAN L-2000 vöru- og sendibif- reiðinni, sem var kynnt fyrst á síð- astliðnu ári, hefur verið mjög vel tekið og hafa ýmis fyrirtæki og ein- staklingar nú þegar tekið slíkar bif- reiðar í notkun hjá sér og stöðugt bætast fleiri í hópinn enda er um sérlega hagstætt verð að ræða. _ MILLJÓNASTI bíllinn rann af færibandinu i Sunderland 12. janúar sl. Chrysler jeppi „f ramhjá" umboði er án ábyrgðar Ein milljón Nissan í Sunderland VERKSMIÐJA Nissan í Sunderland á Englandi fram- leiddi milljónasta bílinn 12. jan- úar síðastliðinn. Billinn var af gerðinni Primera en fyrsti bíll- inn sem smíðaður var í Sunder- land var Nissan Bluebird 8. júlí 1986. Milljónasti bíllinn sem er femra dyra Primera 2.0 SE, er nýjasta Íínan frá Nissan og var fyrst kynnt á bílasýning- unni í Birmingham síðastliðið haust. Alls hafa selst 28.976 Primera á Bretlandi sl. þijú ár. Primera hefur verið smíðuð í Sunderland síðan 1990 og var það ár í öðm sæti yfir val blaða- manna á bíl ársins í Evrópu. Alls hafa verið smíðaðar 490 þúsund Primera, þar af 74 þús- und í fyrra. Primera og Micra sem framleiddir eru í Sunder- land em seldir til 36 landa víðs vegar um heiminn og fimm dyra Primera er meira að segja flutt út til Japans. Verksmiðjan í Sunderland framleiddi á síð- asta ári 205 þúsund bíla. ■ SAMKVÆMT ábyrgðarskilmálum Chrysler-verksmiðjanna er ekki tekin ábyrgð á jeppum og pallbílum sem fluttir eru til Evrópu af ein- staklingum eða fyrirtækjum, séu þeir ekki fluttir í gegnum Chrysler Intemational eða af löggiltum Chrysler dreifingaraðilum. Þessir ábyrgðaskilmálar gilda frá og með 1994 árgerð bíla. Sigurður Kr. Björnsson markaðsstjóri hjá Jöfri hf. segir að þeir íslensku aðilar sem hafa flutt inn Chrysler bíla fram- hjá umboði séu að sjálfsögðu ábyrgir gagnvart íslenskum kaupalögum ogtelur hann fullvíst að verð á bílum þeirra hækkaði ef þeir tækju á sig venjubundnar ábyrgðir. Sigurður segir að ábyrgð á bíl- um frá Jöfri gildi í eitt ár, óháð akstri. Ábyrgð á gegnryðgun á öllum hlutum yfirbyggingar bif- reiðarinnar gildi í þijú ár, óháð akstri, en sjö ár eða 160.000 km á ytri hlutum yfirbyggingarinnar frá skráningardegi. Undir þá ábyrgð fellur hvarfakútur, púst- kerfí fyrir hvarfakút, kveikja, innsprautunarkerfi, hitaskynjar- ar, tölva fyrir vél, soggrein, há- spennukefli, kerti fram að fyrsta eftirliti og kertaþræðir. Ekki skiptir máli þótt bifreiðin hafi skipt um eiganda á ábyrgðartíma- bilinu. Blaðið veit um dæmi þess að- eigandi bfls sem fluttur var til landsins framhjá umboði þurfti sjálfur að bera kostnað af fram- leiðslugalla í bíl sem hafði verið ekið innan við 8 þúsund km. þeg- ar gallinn kom fram. Kostnaður- inn nam 322 þúsund krónum. Bíll- inn kom á verkstæði Jöfurs vegna þess að yfirgír virkaði ekki. Olí- upannan var tekin undan skipting- unni og þá kom í ljós mikið járn- svarf og að ventlaboxið planaði ekki við húsið á skiptingunni þannig að olían komst þar fram hjá síunni. Pöntuð var ný skipting og sett í bílinn. Við prófun kom í ljós að ekki var hægt að kúpla. yfirgímum út vegna þess að leiðslumar sem lágu frá rofanum og niður í stýribox voru ótengdar. i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.