Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.1995, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 12. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Lipur Primera með M NISSAN Primera hefur verið á markaði hér í ein fjögur ár en hann hefur fengið ýmsar endur- bætur frá því að hann kom fyrst fram og eru þær síðustu loftpúði eða líknarbelgur í stýri, endurbæt- ur á fjöðrun, nýtt sætaáklæði og nýr frágangur á framenda með ggt þokuljósum; í vél hefur einn- ■% ig verið sett bein innspraut- ha un sem kom reyndar fram með síðustu árgerð. Primera er í millistærðarflokki, fram- drifinn og fimm manna ágætlega rúmgóður, með talsverðum búnaði og fáan- legur sem langbakur, hlað- SE bakur og stallbakur. Með Primera stefndi framleið- ft«J andinn mjög ákveðið inná fiC Evrópumarkað enda bíllinn hannaður og framleiddur í Evrópu og fyrir Evrópubúa. Við rifjum í dag upp kynnin af Primera og veljum gerðina SLX með tveggja lítra, 125 hestafla vél og sjálf- skiptingu en þannig búinn kostar bíllinn 1.849 þúsund krónur. Primera er ágætlega lagaður bíll, að mestu ávalur og með mjúk- ar og bogadregnar línur, nokkuð stór eða 4,4 metra langur og er framendinn ágætlega myndarleg- ur. Stuðarinn er þar fyrirferðar- mikill en aðalluktir og vatnskassa- hlíf láta fara lítið fyrir sér. Hlið- amar em bogadregnar og neðar- lega er listi sem brýtur upp hliðar- svipinn en stuðarar em samlitir. Afturendinn er nokkuð hár og þar örlar á fráviki frá ávölu línunni. Aðlaðandi að innan Að innan er Primera stílhreinn og aðlaðandi. Mælaborðið fylgir hefðbundinni uppsetningu en ágætlega skemmtileg einkenni nást með bogadreginni línu sem nær yfír mælana framan við öku- mann og til vinstri yfír miðstöðv- arstillingamar. Þarna er hver mælir á sínum stað og allt auðrat- að og vel frá gengið. Framsætin NISSAN Primera er kraftmikill og lipur alhliða fjölskyldubill sem fæst í nokkru^ útgáfum. Kraftmikill Ökumanns- sætið Rúmgóður Véiarhljóð ÖLL aðstaða ökumanns er góð, sérstaklega sætið, og hann er fljót- ur að ná öruggum tökum á bílnum. fá góða einkunn, em sérlega stíf og veita góðan stuðning á alla kanta og er óhætt að fullyrða að þessi sæti eru með því betra sem gerist í þessum efnum. Aftursætin em þokka- leg en þar strýkst höfuð meðalmanna þó up- pundir nema þeir sitji fremur afslappað í sæti sínu. Vélin í þessari gerð af Primera er tveggja lítra, fjögurra strokka, 16 ventla með fjölinnsp- FARANGURSRÝMIÐ opnast vel og rúmar 470 lítra. rautun og gefur hún 125 hestöfl. Þetta er ágætlega spræk vél, gef- ur bæði gott viðbragð úr kyrr- stöðu og ágæta vinnslu með sjálf- skiptingunni enda er hún búin spyrnustillingu. Hægt er einnig að grípa til vetrarviðbragðs sem dregur úr hættu á spóli þegar tekið er af stað á hálum ís. Það eina sem fínna má að við vélina að hún virkar heldur hávær og er ég ekki sammála því sem stend- ur í bæklingi umboðsins um að sérstök titringsdempun geri vélar- hljóðið að hvísli. Ekki heyrist að ráði í vélinni við þjóðvegaakstur en meira ber á þessu í þéttbýlis- akstri og þegar þörf er á við- bragði. Þetta er þó ekki mikill galli og kom kannski betur fram þar sem ekkert útvarp var í bíln- ISIissan Primera SLX í hnotskurn 2,0 lítrar, 4 strokkar, 16 ventlar, 125 hestöfl. Framdrifínn - fímm manna. Vökvastýri - veltistýri. Fjöðrun að framan: Sjálf- stæð með Ijölliðafestingu og jafnvægisstöng. Að aftan: Gormaljöðrun með samhliða festingum. Sjáifskipting með spyrnu- og vetrarstillingum. Samlæsingar. Rafdrifnar rúður. Rafdrifnar stiilingar á hlið- arspegluni. Lengd; 4,4 m. Breidd: 1,7 m. Hæð: 1,49 m. Hjólhaf: 2,65 m. Hæð undir lægsta punkt: 14,4 cm. Þyngd: 1.140 kg. Farangursrými: 470 I. Bensíntankur: 60 1. Bensineyðsla: 10-11 í þétt- býli, kringum 8 á jöfnum 90 km hraða. Hámarkshraði: 197 km/klst. Viðbragð í 100 km úr kyrrstöðu: 11,8 sek. Staðgreiðsiuverð kr.: 1.849.000. Umboð: Ingvar Helgason hf., Reykjavík. Lipur á allan hátt Primera er ágætlega lipur bíll í allri meðhöndlun og gott að umgangast hann að öllu leyti. Á holóttum þjóðvegi er hann rás- fastur og liggur vel með sinni ágætu og sjálfstæðu gormafjöðr- un og í þéttbýlinu er hann auð- veldur viðfangs í alla staði, gott útsýni, sætin góð og búnaður all- ríkulegur, rafdrifnar rúður og speglar, samlæsing og líknarbelg- ur í stýri svo eitthvað sé nefnt. Verðið á þessari gerð af Pri- mera er 1.849.000 kr. og er nokk- uð sanngjarnt fyrir fjölhæfan bíl og góðan aðbúnað hans. Hægt er að lækka það niður í 1.723 þúsund krónur með því að taka fímm gíra handskiptingu í stað sjálfskiptingar. Primera keppir í dag við Ford Mondeo, Citroen Zantia, Mitsubishi Galant og fleiri og stendur þar ágætlega að vígi. - ■ Jóhannes Tómasson Fjölhæfur Hyundai A«ent sem leynir á sér 14VTTMFIAT Appont minncti Kíllir>r» HYUNDAI Accent, minnsti bíllinn frá Hyundai verksmiðjunum í Suð- ur-Kóreu fór í fyrstunni hægt af stað í sölu hérlendis en hefur nú tekið allmikinn kipp en innflutn- inginn annast Bifreiðar og land- búnaðarvélar. Accent er nú fáan- legur þriggja hurða og bæði með 1,3 og 1,5 lítra vél og kostar ódýr- astur þannig 949 þúsund krónur. Eins og aðrir bflar frá Hyundai er Accent framdrifinn, er fimm manna og vélin er ágætlega spræk en búnaður er með minnsta móti; vökvastýri og útvarp sem hvort tveggja er nauðsynlegt en er laus við samlæsingar og rafknúnar rúðuvindur sem er kannski ekki stórskaði. Við rifjum stuttlega upp kynnin af Accent. Taka má undir það sem segir í upplýsingabæklingi umboðsins að Accent sé nokkuð frísklegur í út- liti. Hann hefur fallegar og boga- dregnar línur, framendinn er niður- sveigður og hallandi fram og aftur- rúður gera bílinn ágætlega straum- línulagaðan. Hliðarlínan fer rísandi aftur með bflnum og er öriítið brot á hliðum án hliðarlista sem er stfl- hreint. Stuðarar eru samlitir. MJÖG vel fer um ökumann sem farþega. Morgunblaðið/jt ACCENT er frísklegur og rennilegur í útliti og kostar þriggja hurða gerðin 949 þúsund krónur. Traustvekjandl Vel fer um ökumann og farþega í Accent. Sætin styðja vel á alla kanta og ökumannssætið er búið stillingu á halla á setu og stuðn- ingsstillingu við mjóbak. Frágang- ur á mælaborði og öllu innanstokks er með ágætum og allt yfirbragðið er traustvekjandi. Þegar sest er inn í Accent fá menn ekki á tilfinning- una að hér sé um smábíl að ræða, olnbogarýmið er ágætt og engin þrengslistilfinning í aftursæti þriggja hurða bflsins. Útsýni er ágætt nema hvað baksýnisspegill- inn er of klossaður og truflar að vissu leyti útsýni ökumanns. Vélin er 1341 rúmsentimetri, íjögurra strokka, með 12 ventlum og búin fjölinnsprautun. Þessi nýja vél, sem kölluð er Alpha, er létt og ný hönnun á brunahólfum, nýtt kveikjukerfi og endurbætur á sveifluörmum gera hana spar- neytna og hljóðláta. Eyðslan er milli 7 og 8 lítrar á hundraðið í þéttbýli en getur farið niður í um 5 lítra við bestu aðstæður á jöfnum 90 km hraða á þjóðvegi. Það sem er skemmtilegast við Hyundai Accent eru rösk vélin og lipurðin við alla meðhöndlun bíls- ins. Hér fær ökumaður heldur ekki á tilfinninguna að Accent sé smá- bíll. Accent er búinn sjálfstæðri fjöðrun á öllum hjólum, að aftan er tvíliða fjöðrun og að framan endurbætt MacPherson gorma- fjöðrun með nokkuð hliðstæðum gormum. Accent er furðu fjölhæfur bæði á malarþjóðvegi sem og í þéttbýlinu. Á þjóðvegi skilar vélin góðri vinnslu og fjöðrunin tekur ágætlega á móti grófum vegi og bfllinn er líka vel rásfastur. í þétt- býli er það einkum léttleiki og lip- urð sem einkennir alla meðhöndl- un. Þokkalegt verð Eins og getið var í upphafi er staðalbúnaður Hyundai Accent með minnsta móti. Hann er þó búinn vökva- og veltistýri sem er kannski aðalatriðið en einnig fylg- ir útvarp með í kaupunum. Ekki er um að ræða samlæsingar eða rafknúnar rúðuvindur en bíllinn er búinn klukku, þurrku og sprautu á afturrúðu og afturrúðu- hitara með tímarofa. Verðið á Hyundai Accent með 1,3 lítra vél og þriggja hurða er 949.000 kr. Það er þokkalegt verð fyrir þetta verklegan og fjölhæfan bíl. Hann leynir á sér í eiginleikum og stærð og kemur því til greina sem fjölskyldubíll, aðalbíll eða aukabíll og til notkunar í þéttbýli sem ferða um landið. ■ Jóhannes Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.