Morgunblaðið - 15.02.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.02.1995, Qupperneq 1
+ SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG B PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐ VIKUDA GUR 15. FEBRUAR 1995 BLAÐ EFNI Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál 0 Útflutningur á óunnum ísuðum botnfiski dregst stöðugt saman Greinar 7 Jón Heiðar Ríkharðsson og Sveinbjörn Jónsson MJÖLVINNSLAN HAFIN WM h P' ‘ífe-í Morgunblaðlð/Muggur Óheimilt að veita Ammassat undanþágu frá veiðibanni Sjávarútvegsráðherra segist ekki bijóta lög ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra segir að óheimilt sé samkvæmt lögum að veita East-Greenland Codfish, sem gerir út loðnuskipið Ammassat, undanþágu frá loðnuveiðibanni sunnan 64°30’N og eftir 15 febrúar. Græn- lenska heimastjórnin hefur sent formlega beiðni til sjávarútvegsráðuneytisins um þessa undanþágu og styður sjávarútvegsnefnd Alþingis, auk nokkurra fiski- mjölsframleiðenda hér á landi, þá umleitan á þeii’ri forsendu að það þjóni hags- munum íslands. „Það er verið að mæla með því að ráðuneytið bijóti lög og jafn- vel þótt sjávarútvegsnefnd Alþingis leggi það til er mér að sjálfsögðu með öllu óheimilt að bijóta lög og alþjóðasamninga sem ísland er aðili að,“ segir Þorsteinn. + í tilefni af því að grænlenska heima- stjórnin hefur óskað eftir breytingum á þríhliða samningi íslands, Grænlands og Noregs um loðnuveiðar úr sam- eiginlegum stofni landanna segir Þor- steinn hins vegar að næsta skref í málinu verði að leita eftir afstöðu sjó- mannasamtakanna og útvegsmanna sem hafí jafnan fylgst grannt með umræddum samningum. Aflanum landað á íslandi Einar Hallsson framkvæmdastjóri East-Greenland Codfish er vonsvikinn yfir afstöðu sjávarútvegsráðherra og vonar að málið verði tekið til endur- skoðunar hið fyrsta. „í raun er verið að beina þeim tillögum til ráðherra að hann endurskoði þessi lög í heild og við gerðum okkur grein fyrir því að málið þyrfti að fara fyrir Alþingi. Það sem við vonuðum var að Alþingi veitti ráðherra heimild til að gefa undanþágu frá_ þessum lögum.“ í greinargerð sem Einar sendi ráðu- neytinu vegna umleitunarinnar kemur fram að sakir tímatakmarkana hafi félaginu ekki tekist að veiða nema brot af aflaheimildum. Vertíðina 1993-94 hafi Ammassat einungis náð að veiða 13 þúsund tonn af loðnu fyr- ir 15. febrúar en hafði heimildir til að veiða 25 þúsund tonn. Á sömu vertíð var mismunurinn á því sem íslensk loðnuskip veiddu og kvótanum 69 þús- und tonn. Öllum afla grænlensku útgerðarinn- ar hefur verið landað á íslandi og seg- ir Einar að sú staðreynd sé íslending- um mjög í hag. Á yfirstandandi vertíð hefur félagið aflaheimildir upp á 45 þús. tonn og verði þeim afla öllum landað á íslandi geti það aukið útflutn- ingsverðmæti íslands um meira en einn milljarð króna. íslendlngar í áhöfn Matthías Bjarnason formaður sjáv- arútvegsnefndar Alþingis segir að nefndin mæli einróma með því að sjáv- arútvegsráðuneytið veiti East-Green- land Codfish undanþáguna sakir þess að aflanum sé skipað á land og hann unnin hér á landi sem stuðli að auknum útflutningi þjóðarinnar. Bæjarráð Eskifjarðar er einnig með- al þeirra aðila sem lýst hafa yfir stuðn- ingi við beiðni Grænlendinganna en nokkrir Eskfirðingar eru í áhöfn Anun- assat og munu þeir missa vinnuná frá og með deginum í dag. Fréttir Þau þjónusta gúmmíbátana • HJÓNIN Svana Anita Högnadóttir og Ingi Páll Karlsson eiga og reka Gúmmíbátaþjónustuna í Vestmannaeyjum. Þau sjá um skoðanir og viðgerðir á gúmmíbátum og björgun- argöllum Eyjaflotans og annarra þeirra báta og skipa sem eftir þjónustu þeirra leita. Bæði hafa þau réttindi til að annast slíkar skoðanir og er Svana eina konan á íslandi sem hefur réttindi til slíks og ein af fjórum eða fimm konum í heiminum sem hefur náð sér í þau réttindi./3 Venus fer til Póllands • ÁKVEÐIÐ hefur verið að frystitogarinn Venus fari í viðgerð og breytingar hjá Nauta skipasmíðastöðinni í Gdansk í Póllandi. Skipið verður Iengt og innréttað upp á nýtt, íbúðir og vinnsludekk og fleira. Kostnaður er áætlaður með öllu allt að 430 miiyónir króna. Venus fer í marz og verður vinnu við skipið lok- ið að áliðnum ágúst, stand- ist áætlanir. Tilboð í endur- bætur á Venusi bárust frá Póllandi, Danmörku, Fær- eyjum og Islandi, en það lægsta frá Nauta-stöðinni í Gdansk./4 Nýr lás fyrir fléttað tóg • FYRIRTÆKIÐ Grip sf. í Keflavík hefur nú hannað og sett á markað lás fyrir fléttað tóg, sem mikið er notað í stóru Gloríutrollun- um og víðar í útveginum. Með lásnum, sem kallast Grip og er steyptur úr áli, er á einfaldan hátt hægt að skeyta saman endum án þess að hnýta þá./8 Fiskur úr dós vinsælastur • VIÐ FYRSTU sýn virðist ný skoðanakönnun um fisk- neysluvenjur Bandaríkja- manna gefa íslenskum út- gerðarmönnum tilefni til bjartsýni; 94 af hundraði aðspurðra kváðust borða fisk. En ekki er allt sem sýnist: Vinsælast er að borða fisk úr dós og fæstir leggja sér fisk reglulega til munns./8 Markaðir Lítið flutt utan óunnið • BOTNFISKAFLI okkar íslendinga þetta fiskveiðiár- ið hefur að stærstum hluta komið til vinnslu hér heima, það er til vinnslu í landi eða úti á sjó. Botnfiskaflinn þetta tímabil varð, frá fyrsta september til loka janúar, varð alls 164.164 tonn sam- kvæmt aflatölum Fiskistofu. Uppistaða afglans er þorsk- ur og karfi. Tæplega 50.000 tonn af þorskinum komu til vinnslu í landi, 13.300 voru fryst eða söltuð um borð í vinnsluskipum, 1.200 tonn fóru utan í gámum og siglt var með 318 tonn, sem er minna en nokkru sinni í mörg ár. Ráðstöfun botnfiskafla Sept. 1994-jan. 1995 0 20 40 60 80 100 Þús. lonn Gámar | | Þorskur Kartl [ [Aðrarleg SAMTALS 64.587 jn qoo c.q cqa 1 164.1641. tonn tonn tonn \ Karfinn mikið frystur um borð Ráðstöfun botnfiskafla Sept. 1993- jan. 1994 Alm. löndun Vinnslu- skip Gámar Slgling 0 20 40 60 80 100 Þús. tonn H..........1' SAMTALS 80.461 37.481 8383? I 171.7741. tonn tonn tonn | % | 1 Þorskur [Jkarfl [~]Aðrarleg • RAÐSTOFUN botn- fiskaflans var með svipuð- um hætti á saina tímabili síðasta fiskveiðiár. Heldur lægra hlutfall þorsksins fór þá til vinnslu í landi, en hlutfall vinnsluskipa var svipað. Þá fór líka mun meira utan í gámum og með fiskiskipum, þó ekki teljist það mikið á mælikvarða áranna í kringum 1990. Karfinn fer eins og nú meira í frystingu um borð í vinnsluskipunum en í Iandi./6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.