Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 1
branpararI Li BIK i if IÞRAUTIRÉ Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1995 Lengsta indíánafjöðrin Indíáninn „Litla naut" er búinn að standa sig vel. Hann má því velja sér ejna fjöður enn í hárið. Hann langar í lengstu fjöðrina. Geturðu hjálpað honum að fínna hana? Lausn á baksíðu. Kátar vinkonur eiíV 9 áxa, AtvMn Söguhetjurnar í Aladdín Kæra Myndablað Moggans! Ég heiti Hildur Sunna Pálmadóttir og þetta er besta vinkona mín,, Thelma Lind Reynisdóttir. Á þessari mynd erum við átta ára, en við erum tíu ^am^. ára núna. Ég og Thelma kynnt- umst þegar Thelma flutti á planið í Flúðaseli. Þá vorum við sjö ára. Við höfum því verið bestu vinkonur í þrjú ár. Bestu kveðjur, Hildur Sunna Pálmadóttir. Þær eru vinsælar sögu- hetjurnar í ævintýrinu um Aladdín. Mamma og pabbi ykkar, krakkar, hafa örugglega lesið ævintýrið í sögubók, þegar þau voru lítil. Þið fáið að sjá Aladdín á kvikmynda- tjaldinu. Og nú er hægt að kaupa brúður, sem heita Aladdín og Jasmín. Þessa ágætu mynd teikn- ar Elín Magnúsdóttir, 9 ára, Skólavegi 12, 800 Selfossi. Elín sendir kæra kveðju til allra krakkanna sem lesa Barnablaðið. Hve margir molar? Vinirnir Vala og Villi voru að koma úr búðarferð. Þau höfðu bæði keypt sér nokkra sælgætismola, en ekki jafn- marga. Við skulum athuga hvað þau segja: Villi: „Ef þú gefur mér einn af þínum molum, þá á ég tvisv- ar sinnum fleiri en þú! Vala: „Nei, ef þú gefur mér einn af þínum, þá eigum við jafnmarga! - Hvað höfðu þau keypt marga sælgætismola hvort? Lausn á baksíðu. Hvað segja myndirnar? A" fyrstu myndinni er Óli í boltaleik við Sigga. Síð- an sjáum við Gunnu æfa sig í jafnyægisgangi á grindverk- inu. Á þriðju myndinni liggur Snati hrjótandi á gólfínu inn- an um allt dótið. A þeirri síð- ustu eru krakkarnir farnir heim að borða hádegismat, leikvöllurinn yfirgefinn. - En hvaða þrír hlutir sjást á öllum myndunum? — Og hvað segja þeir okkur? Lausn á baksíðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.