Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.02.1995, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLA ÐSINS MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1995 | BRAIMPARAR \ Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík D| BLAÐ Lengsta indíánafjöðrin Indíáninn „Litla naut“ er búinn að standa sig vel. Hann má því velja sér eina fjöður enn í hárið. Hann langar í lengstu fjöðrina. Geturðu hjálpað honum að finna hana? Lausn á baksíðu. Kátar vinkonur Kæra Myndablað Moggans! Ég heiti Hildur Sunna Pálmadóttir og þetta er besta vinkona mín,^ Thelma Lind Reynisdóttir. Á þessari mynd erum við átta ára, en við erum tíu núna. Ég og Thelma kynnt- umst þegar Thelma flutti á planið í Flúðaseli. Þá vorum við sjö ára. Við höfum því verið bestu vinkonur í þrjú ár. Bestu kveðjur, Hildur Sunna Pálmadóttir. eii n 9 0X0, Söguhetjurnar í Aladdín ær eru vinsælar sögu- hetjurnar í ævintýrinu um Aladdín. Mamma og pabbi ykkar, krakkar, hafa örugglega lesið ævintýrið í sögubók, þegar þau voru lítil. Þið fáið að sjá Aladdín á kvikmynda- tjaldinu. Og nú er hægt að kaupa brúður, sem heita Aladdín og Jasmín. Þessa ágætu mynd teikn- ar Elín Magnúsdóttir, 9 ára, Skólavegi 12, 800 Selfossi. Elín sendir kæra kveðju til allra krakkanna sem lesa Barnablaðið. Hve margir sælgætis- molar? Vinirnir Vala og Villi voru að koma úr búðarferð. Þau höfðu bæði keypt sér nokkra sælgætismola, en ekki jafn- marga. Við skulum athuga hvað þau segja: Villi: „Ef þú gefur mér einn af þínum molum, þá á ég tvisv- ar sinnum fleiri en þú! Vala: „Nei, ef þú gefur mér einn af þínum, þá eigum við jafnmarga! - Hvað höfðu þau keypt marga sælgætismola hvort? Lausn á baksíðu. Hvað segja myndirnar? A" fyrstu myndinni er Óli í boltaleik við Sigga. Síð- an sjáum við Gunnu æfa sig í jafnvægisgangi á grindverk- inu. Á þriðju myndinni liggur Snati hijótandi á gólfinu inn- an um allt dótið. A þeirri síð- ustu eru krakkarnir farnir heim að borða hádegismat, leikvöllurinn yfirgefínn. - En hvaða þrír hlutir sjást á öllum myndunum? — Og hvað segja þeir okkur? Lausn á baksíðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.