Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Gísli Öm Lárusson farínn til fundar við Svíana í Skandia Samninga leitað GÍSLI Öm Lárusson, fyrrum eig- andi Vátryggingafélagsins Skan- dia, og núverandi hluthafi í félag- inu skv. niðurstöðu gerðardóms, hélt seint í gær til Svíþjóðar til viðræðna við forsvarsmenn Skan- dia í Svíþjóð. „Ég ætla að reyna að hreinsa þennan misskilning sem hefur ver- ið á milli aðila. Ég vil að við getum Hér & nú með viður- kenningu frá EPICA sest niður í rólegheitum og komið á því andrúmslofti sem ríkti fyrir 18. desember 1992,“ sagði Gísli Örn í samtali við Morgunblaðið, og vísaði þar til tímabilsins áður en samningamir tveir sem gerðar- dómur dæmdi ómerka, voru gerð- ir. „Síðan vil ég geta sagt: „Eigum við að slíta þessu samstarfí? Viljið þið kaupa mig út?““ Hlutafjáraukning flækir málið Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu ógilti gerðardómur í síðasta mánuði samninga milli Gísla Amar og Skandia í Svíþjóð frá desember 1992 þar sem m.a. er kveðið á um sölu Gísla Amar á hlut sínum í Vátryggingafélaginu Skandia til Skandia í Svíþjóð. Sam- kvæmt niðurstöðu gerðardóms er eldri hluthafasamningur milli þess- ara tveggja aðila í gildi þar sem Gísli Öm á 35,7% hlutaijár. Það flækir málið að í millitíðinni Cargolux bætir við vél ÞRJÁTÍU tonn af fiski voru flutt út til New York á vegum Cargolux í gær. Þetta er í fyrsta skipti sem farin er slík aukaferð á vegum félagsins frá því að flugfélagið hóf viku- legt fraktflug á sunnudögum til og frá íslandi í október sl. Frá því að Cargolux hóf að millilenda hér á landi á leið frá Lúxemborg til Bandaríkjanna og til loka febrúar nk. mun fraktútflutningur félagsins á fiskflökum nema 3-400 tonn- um, að sögn Þórarins Kjart- anssonar, umboðsmanns Car- golux á Islandi. Þórarinn 'sagði ennfremur að nú væri mnninn upp .helsti annatíminn í fiskútflutningi og hann stæði væntanlega fram yfír páska. Aukaflugið væri því svar Cargolux við aukinni þörf útflytjenda. Hingað til hefði Cargolux verið í sam- starfí við Emerald Worldwide Airlines um aukaflug, en hér væri um að ræða fyrstu aukaf- erðina á vegum Cargolux. Aðspurður sagði Þórarinn að útflutningurinn frá því í lok október sl. væri í samræmi við áætlanir, en enn ætti eftir að gera átak í að kynna þjónustu Cargolux fyrir innflytjendum. „Við getum boðið flutning frá öllum helstu borgum Evrópu til íslands og það þurfum við að kynna betur fyrir íslending- um.“ AUGLÝSING AHERFERÐ á veg- um auglýsingastofunnar Hér & nú komst í úrslit EPIC A keppninn- ar fyrir árið 1994 og fékk fyrir vikið verðlaunaskjal frá aðstand- endum keppninnar. Að sögn Ólaf- ar Þorvaldsdóttur hjá Hér & nú er um að ræða mjög virta sam- keppni ogþvi mikil viðurkenning að komast í úrslitin. Auglýsingaherferðin sem um ræðir var gerð fyrir áhugahóp um bætta umferðarmenningu og var kostuð af Vátryggingafélagi ís- lands. Herferðin var birt í Morgun- blaðinu og DV fyrir síðustu versl- unarmannahelgi undir yflrskrift- inni Akstur er dauðans alvara. Hugmynda- og textasmiður að auglýsingaherferðinni er Ólöf Þorvaldsdóttir og ljósmyndari Lárus Karlsson. Þau hafa bæði komið áður við sögu í verðlauna- veitingu frá EPIC A vegna auglýs- inga fyrir áhugahóp um bætta umferðarmenningu. EPICA er skammstöfun fyrir enska heitið „Europe’s Premier Creative Awards." EPICA sam- keppnin hefur nú verið haldin átta ár í röð. Árið 1993 tóku 502 fyrir- tæki frá 26 löndum þátt í keppn- inni. Þessi fyrirtæki sendu sam- tals inn 3.859 auglýsingar og aug- lýsingaherferðir. jók Skandia í Svíþjóð hlutafé í Vátryggingafélaginu Skandia úr 12 milljónum króna í 152 milljónir króna. Gerðardómur tekur ekki á því hvaða hlut Gísli Öm á í núver- andi hlutafé, og það mun fyrst og fremst vera það mál sem Gísli Öm og hinir sænsku eigendur Skandia þurfa að ná samkomulagi um. Frestur til 20. febrúar Gísli Öm hefur farið þess á leit við Vátryggingafélagaskrá að þar verði skráður 35,7 %eignarhlutur hans í Vátryggingafélaginu Skan- dia. Að sögn Erlends Lárassonar hjá Vátryggingaeftirlitinu var leit- að eftir áliti viðkomandi aðila og hefur Skandia í Svíþjóð verið veitt- ur frestur til mánudagsins 20. febrúar til þess að skila inn grein- argerð um málið. Fyrr verður því ekki tekin ákvörðun af hálfu Vá- tryggingaeftirlitsins. Dr. Bruce R. Scott prófessor við Harvardháskóla á viðskiptaþingi í gær Auðlindir til bölvunar NÁTTÚRUAUÐLINDIR geta verið bölvun en ekki blessun fyrir þjóðir í efnahagskerfi nútímans, að mati Dr. Brace R. Scott, prófessors við Harvardháskóla í Bandaríkjunum. Þau ríki sem náð hefðu bestum ár- angri í hagvexti væra snauð af hrá- efnum, fjárfestu í menntun, byggju útflutningsgreinum góð skilyrði meðal annars með lágu raungengi og byggju við takmarkað velferð- arkerfl. Scott, sem er prófessor við Gradu- ate School of Business við Harvard og hefur meðal annars gert úttekt á samkeppnishæfni Danmerkur, hélt ræðu á Viðskiptaþingi Verslun- arráðs íslands í gær með yfirskrift- inni „Efnahagsstefna þjóða - ísland í alþjóða- samhengi". Scott sagði að fyrir 100 áram hefðu hráefni verið 80% af heimsversluninni, en nú væri það hiutfall 20% og færi minnkandi. Það hefði lengst af verið blessun að búa yfír náttúrauðlindum, en nú væri svo komið að þær gætu beinlínis verið dragbítur á framfarir á þeim sviðum þar sem vaxtarbroddur efnahagslífs heimsins lægi. Gerði olían Norðmenn lata? Scott sagði að ekki þyrfti að leita til olíuríkja eins og Nígeríu og Venesúela til að fínna dæmi um það sem hann kallaði „auðlindabölvun", held- ur væri Noregur ágætt dæmi. Olían hefði híft upp raungengi norsku krónunnar með þeim af- leiðingum að fjölmargar atvinnugreinar hefðu orðið ósamkeppnisfærar á alþjóðavettvangi og þyrftu á niðurgreiðslum frá ríkinu að halda. „Norðmenn kunnu að vinna, nú era þeir að gleyma því. Olían hefur tryggt þeim auðvelt líf og hún og ríkið eru einu vaxtarbroddarnir.“ Á hinn bóginn hefðu nokkur hrá- efnasnauð ríki í Austur-Asíu vaxið ótrúlega á skömmum tíma, að hluta til vegna þess að innflutningur hrá- efna og aðgerðir stjómvalda hefðu dregið raungengi niður og aukið samkeppnishæfni útflutnings- greina. Auðlindaskortur væri auð- vitað í sjálfu sér ekki uppskrift að efnahagsundri; stjórnvöld þyrftu að búa yfir hæfu fólki og óspilltu, en það skilyrði dæmdi stóran hluta ríkja heims úr leik. Scott sagði að ríki ættu að horfa frekar á framtíðartækifæri en kosti sína í dag; honum sýndist þannig að útflutningur á þekk- ingu í sjávarútvegi væri greinilegt framtíðar- tækifæri fyrir íslendinga frekar en fískurinn sjálfur. Vaxandi ójöfnuður Scott sagði velferðarkerfi Vestur- ianda vera í vaxandi mótsögn við þró- un efnahagslífs heimsins. Ófaglærðir verkamenn á Vesturlöndum hefðu getað komist í miðstétt fyrr á öldinni, en nú færðust störf þeirra í vax- andi mæli til ríkja þriðja heimsins. Þessi þróun hefði leitttil mikilla launalækkana í Bandaríkjun- um hjá þessum hóp, en í Evrópu hefði laununum verið haldið uppi og atvinnuleysi þess í stað stór- aukist og í raun miklu meira en tölur segðu til um, því mikið dulið atvinnuleysi væri falið í auknum umsvifum hins opinbera. Vaxandi stéttskipting væri nú í heiminum, sem gæti leitt til meiri launamunar en við hefð- um áður þekkt. Þessi stéttskipting væri á grund- velli þekkingar og menntunar og eitt helsta vandamál Vesturlanda nú væri að finna verðug verkefni fyrir fólk með takmarkaða menntun sem annars yrði útundan í hinni nýju heims- mynd. Svört skýrsla um danska velferð Hið hefðbundna velferðarkerfi væri ekki í stakk búið til að takast á við það verkefni. Scott sagði að í Bandaríkjunum hefði fjárfest- ing ríkisins á sviðum eins og menntun, rann- sóknum og samgöngum dregist mikið saman á meðan velferðarútgjöld hefðu tífaldast að raun- gildi síðan 1960. Slík útgjöld hefðu vaxið enn meira í Evrópulöndum og afleiðingarnar væru ekki síður slæmar. í Danmörku væri von á svartri skýrslu um velferðarkerfið þar, þar sem segði að í stærri borgum Danmerkur væri að verða til undirstétt, þar sem ástandið væri að líkjast því sem væri í fátækra- hverfum bandarískra borga með við- varandi atvinnuleysi, sundruðum fjöl- skyldum í félagslegum blokkaríbúðum og vaxandi glæpum. Vandi velferðarkerfísins væri sá að það hefði fírrt einstaklinga ábyrgð af gerðum sínum og væri orðið að tryggingu fyrir alla en ekki bara þá sem minna mega sín. Afleiðingin væri svipuð og ef gjaldþrotum væri útrýmt í viðskiptalífínu, þannig að óarðbær rekstur gæti gengið áfram endalaust. í Japan væri velferðarkerfi, en það gerði miklar kröfur til einstaklingsins þannig að menn gætu til dæmis ekki „drukkið á kostn- að ríkisins". Dr. Bruce R. Scott Velferðar- kerfin hafa brugðist Ekki sam- staða hjá Cargolux EKKI náðist samkomulag um ráðningu nýs framkvæmda- stjóra á stjómarfundi Cargo- lux í gær, en eins og Morgun- blaðið hefur sagt frá er Þórar- inn Kjartansson einn þriggja sem valið stendur um. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var á stjóm- arfundi Cargolux í gær ákveð- ið að fresta því ekki lengur en í sex vikur að taka ákvörðun um nýjan framkvæmdastjóra. Sten Grotenfelt, forstjóri Cargolux til tólf ára, sagði starfi sínu lausu síðastliðið sumar, og síðan hefur stjórn- arformaðurinn Roger Sietzen tekið að sér formennsku fram- kvæmdanefndar, eins og það er orðað. Ríkisvíxlar með 6,66% ávöxtun RÍKISSJÓÐUR tók tilboðum frá 10 aðilum að upphæð 751 milljón króna í útboði á þriggja mánaða ríkisvíxlum sem lauk með opnun tilboða hjá Lána- sýslu ríkisins í gær. Með útboðinu skuldbatt rík- issjóður sig til að taka tilboð- um á bilinu 500-2.000 milljón- ir króna. Alls bárast 13 gild tilboð að fjárhæð 1.856 millj- ónir. Meðalávöxtun sam- þykktra tilboða var 6,66%, en var 6,27% í árbyijun og 6,60% í síðasta útboði 3 mánaða rík- isvíxla 2. febrúar sl. Næsta útboð ríkisvíxla fer fram 1. mars nk. Borgarplast með nýstár- legt mælitæki BORGARPLAST hf. hefur ijárfest í nýjum búnaði til nota til framleiðslu á fiskikeram og öðram vöram fyrirtækisins í verksmiðju sinni á Seltjamar- nesi. Þetta er svokallaður „ro- tolog" sem er nýtt mælitæki og gefur m.a. upplýsingar um hitastig og feril vörannar á meðan á mótun hennar stend- ur við 300° C ofnhita, segir í frétt frá fyrirtækinu. Tækið gefur Borgarplasti möguleika á að fullnýta eigin- leika hráefnisins jafnframt því að auka framleiðsluna um 5-20%. Auk þess er tækið lyk- illinn að allri vöruþróun. Heimir til HP á Islandi HEIMIR Sigurðsson, fyrrum framkvæmdastjóri Örtölvu- tækni hf., hefur verið ráðinn til starfa hjá HP á íslandi hf. Heimir hefur verið fram- kvæmdastjóri íslandsmarkað- ar. Heimir mun sinna málum sem tengjast tölvusamskipta- búnaði hjá HP á íslandi ásamt því að vinna að í undirbúningi að stofnun fyrirtækis sem muni starfa á sviði tölvusam- skiptabúnaðar. HP á íslandi mun eiga meirihluta í fyrir- tækinu en ráðgert er að það taki til starfa á seinni hluta ársins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.