Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 B 3 ___________VIÐSKIPTI_________ Vöruþróunarverkefni hleypt af stokkunum ífjórða sinn IÐNLÁNASJÓÐUR og Iðntækni- stofnun hafa ákveðið að hleypa af stokkunum sínu fjórða vöruþróun- arverkefni, Vöruþróun ’95. Nýja verkefnið er sambærilegt við þijú hin fyrri þar sem um 50 fyrirtæki hafa tekið þátt. Vöruþróunarverkefnið verður unn- ið samhliða verkefninu Vöruþróun ’94 en innan þess vinna 15 fyrirtæki að þróun á nýjum vörum fyrir sína mark- aði. I Vöruþróun ’95 er gert ráð fyrir að unnið verði að 10 verkefnum sem uppfylii í senn gæðakröfur viðkom- andi markaðar og kröfur fyrirtælq'- anna um arðsemi. Við val verkefna verður stuðst við nýtt kerfi sem Iðn- tæknistofnun hefur yfir að ráða til að meta hugsanlega veikleika og styrkleika einstakra verkefna og ávinning við vöruþróunina almennt. Hér er um að ræða forritin Danprod og Select en vonir standa til að með hjálp þeirra verði hægt að gera vöru- þróunina árangursríkari og stytta vöruþróunartímann. Samkvæmt upplýsingum frá Iðn- tæknistofnun er þátttökufyrirtækj- um veitt bæði fjárhagsleg og fagleg aðstoð við vöruþróun þannig að koma megi samkeppnishæfri vöru á mark- að sem fyrst eða í síðasta lagi tveim- ur árum frá upphafi verkefnis. Fyrir- tækin fá styrk frá Iðntæknistofnun sem nemur 25% af viðurkenndum kostnaði en þó að hámarki 1 milljón króna. Jafnframt fá fyrirtækin áhættulán frá Iðnlánasjóði sem nem- ur um 50% af áætluðum kostnaði. í verkefninu verður lögð áhersla á að nýta viðurkenndar aðferðir gæðastjómunar. Gerð er greining á þörfum væntanlegra viðskiptavina og varan hönnuð og framleidd í sam- ræmi við þær niðurstöður. FUNDUR framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. SCANDIC lOFTlEIÐIR Sími: 690 160 • Fax: 25320 Aðalskoðun býður fyrir- tækjum lækkun AÐALSKOÐUN hf. hefur ákveðið að bjóða fyrirtækjum og stofnunum sérstök viðskiptakjör í formi lægri skoðunargjalda og forgangsþjónustu vegna skoðunar á ökutækjum sínum, að því að segir í frétt frá fyrirtækinu. Samningar af þessu tagi hafa þeg- ar verið gerðir við íslenska álfélagið, Bílaleiguna ALP, Slökkvilið Reykja- víkur, Hagkaup, Hagvagna og verk- takafyrirtækið Uppfyllingu. Fyrir- tækin verða í reikningsviðskiptum og njóta allt að 25% afsláttar á skoð- unargjöldum með því að beina við- skiptum sinum til Aðalskoðunar. Þau ' hafa einnig aðgang að upplýsingum um skoðun ökutækja sinna hvenær sem er. Starfsmannafélög fyrirtækjanna geta einriig notið þjónustusamnings- ins og þannig ná starfsmenn fram lækkun á skoðunargjöldum einkabif- reiða sinna. Aðalskoðun hóf skoðun ökutækja um miðjan janúar og hefur nú rúm- lega 30% markaðshlutdeild á höfuð- borgarsvæðinu. Stjórnendur sem hlusta á rödd skynseminnar hafa þessa fimm punkta á bak við eyrað þegar þeir velja tölvukerfi! Nútímalegur hugbúnaður er í lang- flestum tilfellum hannaður fyrir OPIN KERFl eins og HP 9000 / RISC / UNIX tölvukerfi. Fjölmargir aðilar hérlendis hafa valið slíkar lausnir í hugbúnaðar- málum og síðan vélbúnað frá Hewlett Packard. Mjög góð reynsla er því komin af þessum lausnum bæði hvað varðar afköst og þjónustu. Við hjá HP á íslandi hf. leggjum höfuðáherslu á að veita góða þjónustu og höfum víðtæka reynslu af að þjóna kröfuhörðum viðskiptavinum. Hafðu samband við sölumenn okkar í síma 567-1000, eða komdu við að Höfðabakka 9 (bogahúsið). Viðskiptahugbúnaöurinn FJÖLNIR frá Streng hf. er nú í notkun hjá meira en 700 fyrirtækjum hér á landi. Fjölmargir aöilar keyra FJÖLNI á HP 9000 / RISC / UNIX tölvur frá Hewlett Packard. Þeirra á meðal eru Bílanaust, Pharrnaco og Héðinn. Viðskiptahugbúnaðurinn CONCORD/XALfrá Hug hf. er í notkun hjá fjölda íslenskra fyrirtækja, meðal þeirra eru Samskip og íslenskir aðalverktakar. Informix gagnagrunnsmiðlari er nú þegar í notkun hjá á fjórða tug fyrirtækja og stofnana á íslandi sem keyra HP 9000 / RISC / UNIX tölvur frá Hewlett Packard. Öracle gagnagrunnsmiðlari fyrir OPIN KERFI hefur mestu útbreiðsluna f heiminum á HP 9000 / RISC / UNIX tölvum frá Hewlett Packard. HP á íslandi er traust fyrirtæki sem hefur starfað á fslenska markaðnum í 10 ár. Eiginfjárhlutfall er nú rúmlega 60% og fyrirtækið hefur skilað góðri afkomu á hverju ári. Við sérhæfum okkur í að þjóna stærri fyrirtækjum - fjöldi ánægðra viðskiptavina hefur skipt við fyrirtækiö árum saman, og sífellt bætast nýir í hópinn. m HEWLETT PACKARD •UMBOÐIÐ H P A ISLANDl H F Höfðabakka 9, Rekjauik, sími 567-1000 Frá möguleika til veruleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.