Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ RÁðSTEFNA og sýning um fjarþjónustu á íslandi var haldinn sl mánudag, 13. febrúar.. í anda þess að hér var um ráðstefnu um fjarþjón- ustu að ræða, fór hún þannig fram ‘ að ráðstefnugestir og fyrirlesarar sátu ýmist í Reykjavík eða á Akur- eyri. Ætlunin var að einn fýrirles- ari talaði frá Stokkhólmi, en vegna tæknilegra örðugleika varð ekkert úr því. Tilgangur ráðstefnunnar var að vekja áhuga á íjarþjónustu hér á landi og skapa umræðu um efnið. Á ráðstefnunni var farið yfír þróun fjarþjónustu, gefin dæmi og skoð- aðar forsendur sem þurfa að vera til staðar svo hægt sé að bjóða upp á fjarþjónustu hér á landi. Hvað er fjarþjónusta? Fjarþjónusta á Islandi Tölvur Nútíma tölvu- og samskiptatækni leyfir að vara og þjónusta sé boðin með nýjum hætti, svo kallaðri fjarþjónustu, segir Marínó G. Njálsson í grein um þetta í kynningu um ráðstefnuna seg- ir: „Fjarþjónusta felst í því að starfa fyrir verkkaupa úr fjarlægð, en vera í stöðugu sambandi við hann með aðstoð nútímatækni. Þannig er staðsetning þess sem vinnur verkið í senn óháð vinnslunni og verkkaupanum." í sjálfu sér er þetta engin nýj- ung. Undir þessa lýsingu falla nær öll milliríkjaviðskipti bæði fyrr á tímum og hér eftir. „Nútímatækni" hvers tíma hefur verið póstur, telex/símskeyti, fax, tölvupóstur og, það nýjasta, rafræn skjalaskipti og skráaflutningur. Hvað er það þá sem gerir fjar- þjónustu svo merkilega um þessar mundir? Það er fýrst og fremst hraði, tækni og aðgengileiki. Hér áður fýrr tók óratíma að bíða eftir bréfí í pósti, bera þurfti skeyti í hús, telextæki og faxtæki prentuðu upplýsingar á formi sem ekki var hægt að nota beint í upplýsinga- kerfí fyrirtækja og tölvupóstur var samskiptatækni sérvitringa. Nú- tíma tölvusamskipti gera betur á öllum sviðum. Þau taka enga stund vinnulag framtíðarinnar. STUNDUM er ekkert því til fyrirstöðu að starfsmaður búi í einu landi og vinni jafnvel á heimili sínu en fyrirtækið sem hann vinnur hjá sé staðsett í öðru landi. SÓKN TIL NÝRRA TÆKIFÆRA VOMJÞROUN 1995 órnendur ðnfyrirtækja Kynniö ykkur samstarfsverkefni löntæknistofnunar og Iðnlánasjóös til þróunar á markaöshæfum vörum Iðnfyrirtækjum er nú boðið að taka þátt í verkefninu Vöruþróun '95. Þeim verður veitt fjárhagsleg og fagleg aðstoð við vöruþróun þannig að koma megi samkeppnishæfri vöru á rnarkað innan 2ja ára frá upphafi verkefnisins. Þau iðnfyrirtæki, sem tekið hafa þátt í verk- efnunum fram til þessa, hafa náð umtals- verðum árangri í vöruþróun og markaðssókn. Við mat umsókna gilda reglur Iðnlánasjóðs. Umsóknareyðublöð fást hjá Iðntæknistofnun og atvinnuráðgjöfum á landsbyggðinni og skal skila til Iðntæknistofnunar. Frekari upplýsingar gefa Karl Friðriksson í síma 587 7000 og iðnráðgjafar víðs vegar um landið. Umsóknarfrestur er til 17. mars 1995 Iðntæknistofnun Keldnaholti, 112Reykjavík. Sími 587 7000. Telefax 587 7409. (fj) IÐNLÁNASJÓÐUR Ármúla 13 A, 155 Reykjavík. Sími 588 6400. Telefax 588 6420. hvort sem tölvupóstur er sendur milli húsa í Reykjavík eða til mót- takanda á Suðurskautslandinu, svo fremi sem báðir hafí aðgang að tölvupóstkerfí. Gögnin berast á milli á tölvutæku formi og er hægt að lesa inn í hvaða ritvinnsluforrit eða töflureikni sem er, ef svo ber und- ir. Tækni er þægileg í notkun og hún er sérhveijum tölvunotanda jafn aðgengileg og að prenta út, sé tenging við gagnanet/símkerfi á annað borð til staðar. Hvers vegna fjarþjónusta Breyttur hugsunarháttur stjórn- enda fyrirtækja og aukin krafa um hagkvæmni þrýstir á um að vara og þjónusta sé keypt hagkvæmasta verði hveiju sinni. Samruni efna- hagssvæða/markaðssvæða hafa enn frekar ýtt á þessa þróun. Að auki hafa breytingar á högum fólks líka stuðlað að breytingum. Hér áður fyrr þýddu búferlaflutn- ingar efnilegasta starfsmannsins hjá fyrirtæki að það þurfti að leita sér að nýjum starfsmanni og starfs- maðurinn þurfti að leita sér að nýju starfi. Með sífellt fullkomnari tölv- usamskiptum hefur mönnum orðið það ljósara að þetta er afdankaður hugsunar- háttur. Það er ekkert því til fyrirstöðu að starfs- maður búi í einu landi en fyrirtækið sem hann vinnur hjá sé staðsett í öðru. Á ráðstefnunni kom fram skýrt dæmi um þetta. Sverrir Ólafs- son, rafmagnsverkfræðingur, hefur í um átta ár starfað að þróun/hönn- un hugbúnaðar fyrir mótöld. Hann starfar hjá Rockwell á íslandi, sem er dótturfyrirtæki Rockwell Inter- national sem staðsett er í Kaliforn- íu. Sverrir sagði í erindi sínu að fjarlægðin væri til lítilla trafala. Hún hefði ýmsa kosti, svo sem betri vinnufrið, samskipti væru oft hreinni (afgreidd með tölvupósti) og að úr hveijum degi væri hægt að fá þijár „vaktir". Til að skýra þetta síðasta, sagði hann að sú vinna sem hann ynni af hendi á ákveðnum degi væri í dagslok send með tölvusamskiptum til Kalifomíu. Þar væri þróun haldið áfram og send til Japans í lok vinnudags í Kaliforníu. Japanarnir héldu verk- inu áfram og sendu síðan til Sverr- is. Með þessu fengjust þrír vinnu- dagar út úr hveijum degi. Sverrir tók góða líkingu til að undirstrika hve fjarþjónusta væri sjálfsögð í hans huga. Hann sagði: „Þó menn séu með skrifstofu uppi á Höfða, þá er ekkert sem hindrar menn að eiga viðskipti vestan Ell- iðaár.“ Það sama á við um við- sk'ipti. Landamæri og úthöf skipta, að hans mati, engu máli. Hvað hamlar frekari vexti? Fjarþjónusta í þeirri mynd sem var til umræðu á ráðstefnunni sner- ist eingöngu um notkun tölvusam- skipta í verkefna- og vöruútflutn- ingi. Almennt eru notuð við þetta almennur tölvupóstur, Usenet, skjalasendingar með FTP (File- Transfer Protocol) og Veraldarvef- urinn. Friðrik Skúlason hefur haft mikla reynslu af útflutningi á hugbúnaði með hjálp þessa fjögurra leiða. Fyr- irtæki hans, Frisk Software Intern- ational (sem hann segir vera „A software surprice from Iceland") hefur náð geysigóðum árangri í sölu á forriti til að leita uppi, eyða og veijast tölvuvírusum. Og reynsla hans af því að stunda fjarþjónustu frá íslandi er ekki góð. Fyrirtæki Friðriks notar mjög mikið alls konar tölvusamskipti. Eini hluti þeirra, sem viðskiptavin- ir/notendur sækja til íslands, er tölvupóstur. Aðra þjónustu sækja þeir til þjónustutölva í Finnlandi og Kaliforníu, svo dæmi séu tekin. Friðrik sagði þetta vera vegna tæknilegra erfiðleika hér á landi. Gekk hann svo langt að segja, að hann þyrfti að leyna því fyrir við- skiptavinum sínum, að fyrirtæki hans væri staðsett á íslandi. Og hver eru svo þessi tæknilegu vandamál? Jú, það er bandvídd þeirrar línu, sem ber gagnaflutning til og frá landinu. Flutningsgeta gagnalína er mæld í bitum á sek- úndu. Algeng innanbæ- jarlína er þetta frá 64.000 bitum á sekúndu (64 kílóbitum) upp í 2.000.000 bita á sekúndu (2 megabita). Línan frá Islandi til Svíþjóðar, sem mest er notuð, er 128 kílóbitar. Þetta telur Friðrik vera ófullnægj- andi og eru flestir honum sammála. (Enda gerir hún álíka mikið gagn á álagstíma og Þingvallavegur 17. júní sl.) Fljótlega verður bandvíddin aukin í 256 kílóbita, en að flestra mati er það skammgóður vermir. Friðrik telur að 2 megabitalína sé algjört lágmark og undir þetta tek- ur Pétur Þorsteinsson, skólastjóri á Kópaskeri. Spurningin er bara hver á að borga. Ég náði í fundarhléi tali af Ólafí Tómassyni, Póst- og símamála- stjóra. Ólafur taldi ekkert því til fyrirstöðu að auka bandvíddina. Raunar hefði hann 40 megabita- bandvídd til reiðu, ef þörf væri á. Hann sá bara ekki hver ætti að greiða fyrir línuna og hve mikla bandvídd væri þörf fyrir. (Það kom fram í máli Péturs Þorsteinssonar að 512 kílóbitalína kostaði um 23 milljónir á ári.) Ef við íslendingar ætlum að bjóða upp á fjarþjónustu og taka þátt í sameiginlegum markaði sem tengist henni, taka þátt í upplýs- ingahraðbrautinni og notfæra okk- ur það mikla magn upplýsinga sem liggur í gagnabönkum um allan heim, verðum við að auka stórlega þá bandvídd sem er úr landinu. Að öðrum kosti getum við gleymt þessu. Hver á að borga? Iðnaðar- og viðskiptaráðherra var að lofa fjármunum til uppbyggingar á tölvuiðnaðinum. Notum hluta af þeim til að byija með. Síðar munu notendur þjónustunnar borga brús- ann. Höfundur er tölvunarfræðingur. Auka þarf stórlega bandvídd úr landinu Telja Apple vilja tefja Windows 95 Palo Alto. Reuter. BANDARÍSKA tölvufyrirtækið Apple Computer hefur höfðað mál á hendur hugbúnaðarfyrirtækjunum Microsoft og Intel og er því haldið fram, að þau hafi nýtt sér með ólög- mætum hætti hugbúnað frá Apple. Ýmsir telja þó, að það sem vaki fyr- ir Apple fyrst og fremst sé að tefja markaðssetningu á Windows 95 frá Microsoft. í desember sl. kærði Apple hug- búnaðarfyrirtækið Canyon í San Francisco fyrir þessar sakir en nú hefur það bætt Intel og Microsoft við. Segir í kærunni, að fyrirtækin hafi notað hugbúnaðartækni frá Apple til að bæta myndgæðin í margmiðlunarkerfum og verði þessi tækni meðal annars hluti af Windows 95. Fer Apple fram á, að lögbann verði sett við notkun tækn- innar. Nái þessi krafa fram að ganga mun það hafa mikil áhrif á Windows 95 en undirrótin er kannski sú, að Apple bindur miklar vonir við, að það geti sótt fram á margmiðlunar- markaðinum. Hlutur fyrirtækisins á heimsmarkaðinum fyrir einkatölvur er nú aðeins 8,6% og tilkoma Windows 95 yrði veruleg ógnun við Macintosh-stýrikerfíð. Talið er, að Windows 95 muni líkjast Macintosh að mörgu leyti en því hefur lengi verið hrósað fyrir það hve auðvelt það er í notkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.