Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 B 7 VIÐSKIPTI Olíufélagið Skeljungur Umsvif efnavörudeild- araukast um 30% Á árinu 1994 fóru rúmlega 7.000 tonn af plastvörum og öðrum iðnað- arvörum, unnum úr olíuhráefnum, í gegnum efnavörudeild Skeljungs hf. Jókst umsýslan um rúm 30% miðað við árið 1993 skv. því sem fram kemur í fréttatilkynningu frá Skelj- ungi. Efnavörudeild Skeljungs er innan markaðssviðs félagsins. Deildin flyt- ur inn og selur efnavöru til iðnfyrir- tækja, sem framleiða m.a. málningu, fiskikör, gosflöskur, plastpoka og plaströr. Auk þess selur efnavöru- deildin polyurethan sem er m.a. notað sem einangrunarefni fyrir hitaveitu- rör og einingahús. Einnig má nefna frauðplast, sem annars vegar er not- að við framleiðslu á einangrunarplöt- um í hús og hins vegar í frauðplast- kassa fyrir fisk og ávexti. Efnavörudeild Skeljungs flytur ennfremur inn íjölmargar vöruteg- undir í stórum einingum sem pakkað er í neytendapakkningar og seldar hjá söludeild Skeljungs. Þar má m.a. nefna rúðuvökva, frostlög, tjöru- hreinsi, ísvara og fleira. Auk þess annast efnavörudeildin innflutning á um 20 þúsund tonnum af asfalti á ári. ÞORSTEINN Guðnason, til vinstri, og Hulda Pétursdóttir hjá efnávörudeild Skeljungs ásamt Eysteini Helgasyni, hjá Plast- prents hf., sem er eitt þeirra fyrirtækja sem framleiðir iðnaðar- vöru úr hráefni sem unnið er úr olíu frá Skeljungi. SG einingahús hf. og bygginga- vörudeild KÁ sameinast Markmiðið að skapa öflugt byggingavöru- fynrtæki REKSTUR SG einingahúsa og byggingavörudeildar Kaupfélags Arnesinga hefur verið sameinaður. KÁ leggur byggingavörudeildina inn í rekstur SG einingahúsa hf. og eignast 25% hlut í fyrirtækinu. Um er að ræða aukningu á hlutafé í SG einingahúsum hf. og munu fyrri hluthafar eiga áfram allt sitt hlutafé í fyrirtækinu. Fram- kvæmdastjóri SG einingahúsa verð- ur áfram Sigurður Þór Sigurðsson en stjómarformaður verður Þor- steinn Pálsson framkvæmdastjóri KÁ. Engum starfsmanni var sagt upp við sameininguna Markmiðið með sameiningunni er það að sögn forsvarsmanna SG einingahúsa og KÁ að til verði mjög öflugt fjárhagslega sterkt bygg- ingavömfyritæki sem verður vel í stakk búið að þjóna íbúum og fyrir- a Selfossi tækjum á Suðurlandi á sem breið- ustum grundvelli með því að bjóða sem best úrval byggingavöru og annarrar vöm sem fengist hefur í þessum verslunum og á því verði sem best gerist á landinu. Öll sala á grófari byggingavörum verður færð úr kjallara Vömhúss KÁ og athafnasvæði KÁ og flutt á athafnasvæði SG einingahúsa hf. við Engjaveg. Sala á smávömm í Vöruhúsi KÁ verður áfram rekin með óbreyttu sniði fyrst um sinn. „Meginmarkmiðið er að geta boð- ið viðskiptavinum okkar betri og ódýrari þjónustu. Við ætlum okkur að standa okkur í samkeppni við höfuðborgarsvæðið og minnka með því innkaupaferðir fólks á það svæði,“ sagði Sigurður Þór Sigurðs- son framkvæmdastjóri SG eininga- húsa hf. Ráðstefna um fjár- magns- markaðinn MFÉLAG viðskiptafræðinga og hagfræðinga stendur fyrir ráðstefnu í dag, 16. febrúar kl. 13.30-17.00 á Hótel Loftleið- um. Umræðuefni verður verður horfur og þróun á íslenskum fjármagnsmarkaði. Á ráðstefn- unni munu flytja erindi þau Friðrik Sophusson, úármála- ráðherra, Birgitta Kantola, framkvæmdastjóri Norræna fjárfestingarbankans, Ragnar Ondunarson, framkvæmda- syóri íslandsbanka, Guðmund- ur Hauksson, forstjóri Kaup- þings og Óli Björn Kárason, ritstjóri Viðskiptablaðsins. Aðalfundir MAÐALFUNDUR Hf. Eim- skipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 9. mars og hefst kl. 14.00 Námskeið ■ GÆÐASTJÓRNUN í fyrir- tæki þínu: II Gæðakerfi ISO 9000 er nafn á námskeiði sem haldið verður á vegum End- urmenntunarstofnunar Há- skóla íslands 21. og 22. febr- úar og 2. mars nk. kl. 13.00- 16.00. Leiðbeinendur verða Pétur K. Maack prófessor við HÍ og Kjartan Kárason, for- stjóri hjá Vottun. AÐALFUIMDUR Tollvörugeymslunnar hf. verður haldinn í Gylltasal Hótels Borgar Pósthússtræti 11 # Reykjavík, fimmtudaginn 9. mars 1995 og hefst kl. 17:00. DAGSKRÁ Q Aðalfundarstörf samkvæmt 3.4.1- 3.4.6 gr. samþykkta félagsins. Q Breytingar á samþykktum félags- ins til samræmis við breytingar á lögum nr. 32/1978 um hlutafélög. Q Önnur mál löglega upp borin. Dagskrá fundarins, endanlegar til- lögur, svo og ársreikningur ásamt skýrslu endurskoðanda mun liggja frammi, hluthöfum til sýnis, á skrifstofu félagsins, Héðinsgötu 1, 105 Reykjavík, frá og með 2. mars 1995. Fundargögn verða afhent á fundarstað. ^TVG Stgórn Tollvörugeymslunnar Hf. ...blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! lamaM Gæðastjórnun - gæðastaðlar Eins dags kynningarnámskeið, haldið 28. febrúar, kl. 09:00 - 17:00, í húsakynnum Iðntæknistofnunar að Keldnaholti. - Farið er yfir helstu hugtök og aðferðir. - ISO 9000-staðlaflokkurinn kynntur. Þátttökugjald kr. 12.500,- Innifalið í því er staðallinn ISO 9000-1, matur, kaffi og námsgögn. Innritun og upplýsingar í síma 587 7000 hjá Guðlaugu Richter. Iðntæknistofnun YKKAR MAÐUR HJA SAMSKIP Hafóu samband við Kristján Pálsson næst þegar þú þarft að flytja vörur frá Bandaríkjunum Kristján Pálsson hefur um nokkurra ára skeið starfað að innflutningsmálum frá Bandaríkjunum. Samskip býður ferðir hálfs mánaðarlega frá Gloucester, New York og Norfolk og öflugt flutninganet með traustum samstarfs- aðilum. Ef þú hyggst flytja vörur frá Bandaríkjunum er Kristján rétti maðurinn til að liðsinna þér. SAMSKIP Holtabakka við Holtaveg, 104 Reykjavík Sími 569 8300 - Fax 569 8327

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.