Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 8
VEDSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 Atli Eðvaldsson fulltrúi Allianz, stærsta tryggingafélags Evrópu Kynntíst fyrir- tækinu gegnum knattspyrn una Morgunblaðið/Kristinn ÞEIR Atli Eðvaldsson og Guðjón Ó. Kristbergsson hjá Alíans hf. ætla að selja íslendingum líftryggingar og eftirlaunatrygg- ingar frá þýska tryggingarisanum Allianz. STÆRSTA og öflugasta vátrygg- ingafélag Evrópu, Allianz í Þýska- landi, hefur teygt arma sína til ís- lands og býður hér þjónustu sína á sviði líftrygginga og eftirlaunatrygg- inga. Fulltrúi Allianz er hinn kunni knattspymumaður, Atli Eðvaldsson, sem hefur komið sér fyrir í lítilli skrifstofu á Langholtsvegi 115. All- ianz hyggst síðan opna hér umboðs- skrifstofu innan skamms. „Ég bjó í Þýskalandi í tíu ár og kynntist því hvemig Þjóðveijar haga sínum tryggingamálum," segir Atli. „Líftryggingar eru þar með allt öðr- um hætti en þekkist hér á landi. Fólk kaupir svokallaða söfnunarlíf- tryggingu sem tryggir í senn örugga framfærslu fjölskyldunnar ef það fellur frá og góða ávöxtun eigna. Ég komst í kynni við Allianz í gegn- um knattspymuna fyrir um átján mánuðum. Frá þeim tíma höfum við verið að velta fyrir okkur möguleik- um á að bjóða þjónustu fyrirtækisins hér á Iandi. Með nýjum lögum um vátryggingastarfsemi opnaðist þessi möguleiki og Allianz fékk starfsleyfi hér 14. desember sl. Undirbúningur- inn hefur gengið miklu betur en við þorðum að vona og Þjóðveijamir eru mjög áhugasamir um að fylgast með árangri fyrirtækisins hér á landi.“ Líftrygging og lífeyrir í senn Atli tekur sem dæmi um líftrygg- ingaþjónustu Allianz þrítugan ein- stakling. „Ef hann greiðir 10 þúsund krónur á mánuði í 35 ár til 65 ára aldurs er hann Iíftryggður fyrir 5,9 milljónir allan tímann. A þessum tíma myndi hann leggja til hliðar 4,2 milljónir. Allianz lofar 6,2% ávöxtun þannig að viðkomandi einstaklingur getur gengið að því sem vísu að fá greiddar a.m.k. 13,4 milljónir skatt- fijálst eftir 35 ár. Reyndin hefur orðið sú að ávöxtun hefur að meðal- tali verið 10% hærri en lofað var á 20 ára líftryggingum síðustu 30 ár og upphæðin gæti því orðið mun hærri. Flest íslensku líftryggingafé- lögin bjóða hins vegar líftryggingu sem verður dýrari með árunum en iðgjaldið er óafturkræft. Vinsælasta tryggingin hjá Þjóð- veijum núna er svokölluð ein- greiðslutrygging til 12 ára þar sem tiltekin fjárhæð er greidd inn í einu lagi. Tryggingataki er líftryggður fyrir fjárhæð sem er nokkuð hærri en nemur borguninni. Að 12 árum liðnum er rúmlega tvöföld fjárhæðin greidd út í einu lagi.“ Atli bendir á að Þjóðveijar noti uppsöfnunarlíftryggingu sem lífeyr- issjóð. „Fólk byggir upp sjóð sem það getur notið á efri árum en býr engu að síður við öryggi allan tímann. Ávöxtun Allianz byggist fyrst og fremst á traustum og öruggum verð- bréfum þannig að viðskiptavinir þurfa ekki að hræðast val áhættu- samra leiða. Þá er rekstrarkostnaður Allianz með því lægsta sem þekkist sem skilar sér í hærri ávöxtun fyrir viðskiptavini." í eftirlaunatryggingum Allianz leggur viðskiptavinur á sama hátt og í líftryggingum tiltekna fjárhæð til hliðar á mánuði. Sá sem greiðir 10 þúsund krónur á mánuði í 35 ár getur valið um að fá mánaðarlegar greiðslur til æviloka eða eingreiðslu í lok samningstímans. En hvemig er brugðist við ef greiðslufall verður hjá viðskiptavin- um Allianz. ,jÞað eru þrír möguleikar fyrir hendi. I fyrsta lagi er hægt að sækja um að hætta greiðslum í allt að eitt ár. í öðru lagi er hægt að semja um að láta innstæðuna standa óhreyfða út samningstímann. I þriðja lagi getur viðskiptavinur sótt um að fá innstæðuna til baka en því getur fylgt nokkur kostnaður.“ Innstæður alfarið ávaxtaðar í Þýskalandi Atli leggur áherslu á að hann sé fyrst og fremst fulltrúi Allianz og komi hvergi nálægt tryggingastarf- seminni sjálfri eða ávöxtun fjármuna. Sérstakur sölumaður muni koma frá Þýskalandi til að ganga frá samning- um, a.m.k. fyrst í stað. Þá verði fjár- munir sem viðskiptavinir Allianz á íslandi greiði inn á söfnunarreikninga fyrirtækisins alfarið ávaxtaðir í Þýskalandi. Þannig sitji íslenskir við- skiptavinir algjörlega við sama borð og aðrir viðskiptavinir í Þýskalandi. Til marks um umfang Allianz bendir Atli einnig á að velta Allianz Lebensversicherungs A/G hafi numið 245 milljörðum þýskra marka eða sem svarar til um 11 þúsund millj- arða íslenskra króna. Þetta sé um 10% af veltu móðurfyrirtækisins. Markaðshlutdeild fyrirtækisins á þýska líftryggingamarkaðnum er 12,7%. „Ég held að það sé ekki hægt að finna traustari aðila en All- ianz,“ segir Atli Eðvaldsson. Flytur út hraun- listaverk SNORRI Guðmundsson, hraun- listamaður, hefur um skeið þreif- að fyrir sér með sölu á sérunninni gjafavöru úr hraunmolum frá rót- um Heklu. Gripirnir eru seldir í handmáluðum öskjum og fylgja þeim upplýsingar um Heklu á fimm tungumálum. Meðal við- skiptavina Snorra er Union bank of Norway sem keypti sérmerkta gripi í tilefni af undirskrift á stór- um lánssamningi í Viðey sl. haust. Þá er Halldór Blöndal, samgöngu- ráðherra, einn af föstum við- skiptavinum hans. Snorri er einn- ig stoltur af því að fyrsti steinninn fór fyrir hreina tilviljun um borð i víkingaskipið Gala, sem sigldi með hann alla leið til Ríó í Brasilíu. Snorri segist hingað til hafa farið sér hægt í markaðssetningu. Hins vegar hafi hann nú ákveðið að bjóða þjónustu sína erlendum aðilum sem láti sig umhverfismál skipta. r r r ARSHATIDINA? Hjá RV færð þú öll áhöld til veislunnar s.s. diska, diskamottur, glös, glasamottur, hnifapör, servéttur, partívörur, dúka o.m.fl. Líttu við og skoðaðu úrvalið! Meö allt á hreinu ! W REKSTRARVÖRUR Rv RÉTTARHÁLSI 2*110 REYKJAVÍK • SÍMI: 91-875554 -_ Torgið Ríkið og sæskrímslin SKÝRSLA Samkeppnisráðs um stjórnunar- og eignatengsl í ís- lensku atvinnulífi bendir á að fá- keppni sé á mörgum sviðum ís- lensks atvinnulífs, þar sem eitt til fjögur fyrirtæki séu iðulega leið- andi á mörkuðunum. Fjölmiðlar hafa síðan nýtt sér skýrsluna til að reyna að kortleggja umfang og arma viðskiptablokkanna „Kol- krabbans" og „Smokkfisksins" og Sighvatur Björgvinsson viðskipta- ráðherra vakti athygli á umfangi lífeyrissjóðanna, sem einhverjir nefndu að bragði „Krossfiskinn" til að halda í líkingamálið um marg- arma sjávardýr. En í skýrslu Samkeppnisráðs segir einnig: „Hin miklu áhrif ríkis- ins í atvinnulífinu byggjast að hluta á nær hundrað milljarða króna eign, að hluta á valdi til að úthluta takmarkaðri aðstöðu til atvinnu- rekstrar og að hluta á því valdi að setja atvinnulífinu reglur og líta eftir framkvæmd þeirra." Ríkið með þriðjung Umfang ríkisins í atvinnulífinu var líka eitt af þeim málum sem til umræðu voru á Viðskiptaþingi Verslunarráðs 1995 sem haldið var í gær. Þar var lögð fram skýrsla um Samkeppnisþjóðfélagið, þar sem segir meðal annars: „Af skýrslu Samkeppnisráðs má sjá að tæplega 30% af veltu fyrirtækja á íslandi kemur frá fyrirtækjum sem eru opinber eða hálfopinber. Þá eru ekki meðtalin fyrirtæki sem ríkið á verulegan hlut í og eru rekin í formi hlutafélaga. Má ætla að við það fari velta hins opinbera í atvinnulíf- inu yfir þriðjung eða meira." [ skýrslunni segir að afskipti hins opinbera geti komið fyrirtækjum á markaði vel eða illa og meðal þess sem ríkisvaldið geti gert til góðs er að stuðla að stöðugleika í efna- hagsumhverfinu, skynsamlegri viðskiptalöggjöf og vel uppbyggðu menntakerfi. Hins vegar er deilt á umsvif - og í sumum tilvikum ein- okun - ríkisins, þar sem þau dragi úr samkeppnishæfi atvinnulífsins og komi í veg fyrir frumkvæði. Rök skýrsluhöfunda gegn ríkis- rekstri eru ekki ný af nálinni, en einföld: „reynslan sýnir að einka- rekstur er yfirleitt hagkvæmari og fljótari að bregðast við nýjungum." Þessi rök eru svipuð og til dæmis sjónarmið Félags íslenskra hug- búnaðarframleiðenda, sem rakin eru á öðrum stað hér í blaðinu. Talsmenn þess halda því ekki endi- lega fram að starfsmenn tölvu- deilda i opinbera geiranum eða bankakerfinu vinni verra starf en starfsmenn einkarekinna hugbún- aðarhúsa, en hins vegar sé líklegra að hinir síðarnefndu reyni meira að markaðssetja og selja afurðir sínar, til dæmis til útflutnings. Einkavæðing og útboð í skýrslu Verslunarráðs segir að Ijóst sé að ekki verði öll starfsemi hins opinbera einkavædd og leggja eigi áherslu á þau fyrirtæki sem séu í samkeppnisrekstri. Meðal til- lagna skýrsluhöfunda til breytinga í þessa vegu eru að einkaréttur ríkisins verði afnuminn á sem flest- um sviðum og að útboð verði fram- kvæmd í auknum mæli og stofnan- ir verði að rökstyðja undantekning- ar frá útboðsreglunni. Dæmi um starfsemi sem ætti að að færast frá hinu opinbera til einkaaðila, samkvæmt tillögum í skýrslunni, er rekstur mötuneyta, þvottahúsa fyrir hjúkrunarstofnan- ir, Fríhafnarinnar, ÁTVR og sala símtækja og fjarskiptabúnaðar. Einnig er lagt til að eignaraðild rík- issjóðs í bankastarfsemi, fjölmiðl- un, bifreiðaskoði og ýmsum verk- smiðjurekstri verði seld. Hvað sem þessum tillögum við- víkur er Ijóst að Verslunarráð hefur mikið til síns máls þegar fullyrt er að ríkið sé ráðandi afl víða á mark- aðnum. Ríkisbankarnir tveir, Landsbankinn og Búnaðarbank- inn, ráða til dæmis yfir 56% af veltu banka og sparisjóða og ef litið er á fjármagnsmarkaðinn í heild, með 488 fyrirtækjum, kemur í Ijós að 8 bankar, sjóðir og stofn- anir í opinberri eigu ráða 58% af markaðnum, enda segir Sam- keppnisráð að fjármagnsmarkað- urinn einkennist af fákeppni þar sem hið opinbera hafi ráðandi stöðu. Þeir sem telja að íslensku atvinnulífi sé stjórnað af viðskipta- blokkum ættuðum úr dýraríkinu ættu að bæta ríkinu við þá fánu. HÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.