Morgunblaðið - 16.02.1995, Page 5

Morgunblaðið - 16.02.1995, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 C 5 MYNDBÖIUD Sæbjörn Valdimarsson DJOFLAEYJAN I BDÚR SPENNUMYND Flóttinn frá Absolom („Escape From Absolom“) ic ic Leiksljóri Martin Campbell. Handrit Jake Eberts. Aðalleik- endur Ray Liotta, Lance Hend- riksen, Stuart Wilson, Kevin Dill- on, Ernie Hudson, Michael Lern- er. Bandarísk. Columbia 1994. Skífan 1995.114 mín. Aldurstak- mark 16 ára. Árið er 2022. John Robbins (Ray Liotta), yfirmað- ur í Bandaríkja- her, er dæmdu í ævilangt fang- elsi í hámarks- gæslu fyrir morð. Er honum komið fyrir áeyj- unni Absolom, fjarri manna- ferðum, enda yf- irvöld lítið spennt fyrir því að umheimurinn fái nasasjón af þeirri starfsemi sem þar fer fram. Á eyjunni verða menn að beijast fyrir lífi sínu samkvæmt náttúrulögmálinu. Fangarnir skipt- ast í tvo hópa, utangarðsmennina sem lifa við ofbeldi og óáran og hina friðsömu dánumenn. Robbins kýs seinni hópinn, er fæddur leið- togi, og undir hans stjórn eygja fangarnir frelsi að lokum. Sjálfsagt þykir mörgum efnið kunnuglegt enda fjarri því að vera nýtt undir sólinni. Papillion er kunn- asta smiðjan sem þeir Flótta frá Absalom-menn sóttu í sér til halds og trausts. Meira að segja eru nokkrar senur teknar beint úr þeirri frægu mynd. Flóttinn frá Absolo- mer sannkölluð B-útgáfa, svona e.k. vasabrotsútgáfa af PapiIIion, krydduð vísindaskáldsögulegu ívafi. B-leikarar skálma hinir mannboru- legustu um svið, tæknin er þokka- leg, leikstjórnin sömuleiðis og er Flóttinn frá Absolom dæmigerð fyr- ir þær myndir sem manni finnst tímasóun að elta upp í kvikmynda- húsi en plumar sig furðu vel á skján- um. Enda er þá hægðarleikur að skoða hana með hvíldum. GOTTIGRIPINIM SPENNUMYND „Getting Gotti“ * it Leikstjóri Roger Young. Hand- rit James Henerson. Tónlist LAUGARDAGUR 18/2 Patrick Williams. Aðalleikendur Lorraine Bracco, Anthony John Denison, EUen Burstyn, Áugust Schellenberg. Bandarísk kapal- mynd. Kushner Locke Int. 1994. Myndform 1995.90 mín. Aldurs- takmark 16 ára. Einn þekktasti stórglæpamaður síðari tíma í Bandaríkjunum er John Gotti, miskunnarlaus mannskepna sem lengi vel var æðsti maður mafíunnar í Vesturheimi, tók við hinni ill- ræmdiu Gamb- ino-fjölskyldu í kringum 1980. En það tókst að knésetja hann og þeir sönnu atburð- ir eru teknir fyrir hér. Saksóknararium Diane Giacalone (Lorraine Bracco) var falið það lítt fýsilega hlutverk að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi í New York í lok áttunda áratugar- ins. Fljótlega rakst hún á nafnið John Gotti og þurfti ekki að velta lengi vöngum yfir því hver væri potturinn og pannan í starfsemi mafíunnar, hann var fundinn. Upp- hófst nú stríð milli Giacalone og Gottis, en skálkurinn var studdur af frábærum lögmönnum þegar mál hans var loks tekið fyrir dómstól- ana. En Giacalone var hörð í horn að taka og með þrautseigju tókst henni ætlunarverkið; að koma mannhundinum bak við lás og slá. Hann vanmat þessa eitilhörðu konu. Gotti var í fréttum fyrir fáeinum dögum, eða öllu heldur hið ramm- gjöra og mannhelda fangelsi hans, sem er búið öllum nýjustu vörnum og vopnum útá miðri Nevada-auðn- inni. Slær sjálfsagt við villtustu ímyndunum smákarla eins og þess sem gerði myndina sem fjallað er um hér að ofan. Getting Gotti er þokkaleg afþreying, stæði reyndar vel uppúr miðjumoðinu ef ekki kæmi til afar vondur leikur Bracco, sem er einfaldlega ein versta leik- kona Hollywood-borgar og er þó samkeppnin hörð þar um slóðir á þeim vettvangi. Denison er hins vegar skínandi góður sem ómennið Gotti og er nánast óskiljanlegt hvers vegna þessi frambærilegi leikari, sem búinn er að vera viðloð- andi sjónvarpsþætti og -myndir um langt árabil, hefur ekki náð með láði inná hvíta tjaldið. ÞÁ RIÐU PILSVARGAR UM VESTRIÐ VESTRI Slæmar stelpur („Bad Girls") +Vi Leikstjóri Jonathan Kaplan. Aðalleikarar Madeleihe Stowe, Mary Stuart Masterson, Andie McDowell, Drew Barrymore, James Russo. Bandarísk. 20th Century Fox 1994. SAM mynd- bönd 1995.100 mín. Aldurstak- mark 16 ára. Á öndverðri öldinni sem leið fengu fjórar gleðikonur nóg af subbulegum kúnnum sínum í vestrinu villta. Hysjuðu upp um sig í eitt skipti fyrir öll, söðluðu hross sín og hleyptu á skeið. Lentu í mann- raunum þungum áður en náð var áfangastaðnum í Washingtonfylki. Hugmyndin lofar fjári góðu en úrvinnslan, hjá hinum annars ágæta leikstjóra, Jonathan Kaplan, er lítið spennandi. Enda handritið ósköp slappt og klisjukennt. Leikur kvennanna er heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir og umtalað ósam- komulag þeirra meðan á tökum stóð skín í gegn. Sómir sér þó betur á skjánum en á tjaldinu. BÍÓMYNDBÖND Sæbjöm Valdimarsson Löggan íBeverly Hills 3 („Bev- erly Hills Cop 3“) +Vi Leikstjórinn John Landis var ekki sá ákjósanlegasti til að stýra þess- ari þriðju mynd Eddie Murphys um lögguna Alex Foley og nýjustu til- raun hans til að endurheimta forna frægð á hvíta tjaldinu. Nú fæst Foley við undarlegt morðmál í heimaborg sinni, Detroit, og berst leikurinn að sjálfsögðu uppí Bev- erly-hæðir, Los Angeles. Leigið frekar fyrstu myndina, þó hún sé orðin slitin. Þetta eru eintómar end- urtekningar. t»w«iwMi Hin mörgu gervi SUMARTÍSKAN hefur litið dagsins ljós og kennir margra framandlegra grasa í karl- mannatiskunni í ár. Því er ekki úr vegi að máta það allra nýj- asta á breska þingmanninum, ráðherranum fyrverandi og erkiglaumgosanum David Mellor. UTVARP Rás I kl. 13.00. Fráttaauki á laugardegi í umsján starfsmanna frátta- stofu. Á myndinni aru talii frá vinstri Jóhanna, Atli, Valger&ur, Broddi, Hjördís, Jáhann, Sigrún, Hildur og Margrét. Sitjandi frá vinstri aru Ján, Kári Sigriiur, Guirún, Gissur, Ásgair ag Kristinn. RÁS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn: Bjarni Þór Bjarnason flytur. Snemma á laugardags- morgni. Þulur velur og kynnir tónlist. 7.30 Veðurfregnir. 8.07 Snemma á laugardags- morgni heldur áfram. 9.03 Þingmál. Umsjón: Atli Rúnar Halldórsson og Valgerður Jó- hannsdóttir. 9.25 Með morgunkaffinu. Létt lög á laugardagsmorgni. 10.03 Söngvaþing. 10.45 Veðurfregnir. 11.00 í vikuiokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Hringiðan. Menningarmál á liðandi stund. Umsjón: Halldóra Friðjónsdóttir. 16.05 Islenskt mál. Umsjón: Jón Aðalsteinn Jónsson. 16.15 íslensk sönglög. Árni Jóns- son syngur, Fritz Weisshappel leikur á píanó. 16.30 Veðurfregnir. 16.35 Ný tónlistarhljóðrit Rikisút- varpsins John Speight: Sinfónía nr. 2 Julie Kennard sópran syng- ur með Sinfóniuhljómsveit Is- lands undir stjórn Petri Sakari. Umsjón: Dr. Guðmundur Emils- son. 17.10 Krónika. Þáttur úr sögu mannkyns. Umsjón: Þorgeir Kjartansson og Þórunn Hjartar- dóttir. 18.00 Tónlist. — Serenaða fyrir strengi í C-dúr. ópus 48, eftir Pjotr Tsjaíkofskíj. Ftlharmóníusveitin i Beriín leik- ur; Herbert von Karajan stjórn- ar. — Hátfðarforleikur ópus 92 eftir Antonin Dvorák. Filharmónu- sveitin ( Vfn leikur; Lorin Maaz- el stjórnar. — Þættir úr Rómeó og Júliu; svítu nr. 2 ópus 64c eftir Sergei Pro- koíiev. Fílharmóníusveitin i Ósló leikur; Mariss Jansons stjórnar. 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.35 Óperukvöld Útvarpsins. Frá sýningu Metropolitanóperunnar í New York 14. janúar sí. Leður- blakan eftir Johann Strauss yngri Flytjendur: Rosalinda: Anne Evans Adele: Harolyn Blackwell Orlofski prins: Hanna Schwarz Alfreð: Stanford Olsen Gabriel von Eisenstein: Her- mann Prey D. Falke: Wolfgang Brendel Frank Gottfried Hornik Kór og hljómsveit Metrópólit- anóperunnar; Hermann Michael stjórnar. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir Lestur Passíusálma hefst að óperu lokinni Þorieifur Hauksson les 6. sálm. 22.35 íslenskar smásögur: Fyrnist yfir allt eftir Svövu Jakobsdótt- ur. Höfundur les. 23.15 Dustað af dansskónum. 0.10 RúRek. Djass Frá RúRek 1994. Lokaþáttur: Aukalög og fleira góðgæti. Umsjón: Vern- harður Linnet. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns Frétlir ú RÁS I og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.05 Endurtekið barnaefni Rásar 1. 9.03 Laugardagslif. Umsjón: Hrafnhildur Halldórsdóttir. 12.45 Helgarútgáfan. Umsjón: Lísa Páls. 16.05 Heimsendir. Margrét Kristin Blöndal og Sigurjón Kjartansson. 17.00 Með grátt í vöngum. Gestur Einar Jónasson. 19.30 Veðurfrétt- ir. 19.32 Vinsældalisti götunnar. Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. 20.30 Úr hljóðstofu. Umsjón: Andrea Jónsdóttir. 22.10 Nætur- vakt Rásar 2. Umsjón: Guðni Már Henningsson. NÆTURÚTVARPIÐ 1.30 Veðurfregnir. Næturvakt rás- ar 2. 2.00Fréttir. 2.05 Rokkþáttur Andreu Jónsdóttur. 3.00 Næturlög. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Næturlög halda áfram. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Trúbrotum. 6.00 Frétt- ir, veður færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30). Morguntónar. AÐALSTÖÐIN 90,9/ 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Á mjúku nótunum með Völu Matt. 16.00 íþróttafélögin. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðal- stöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 7.00 Morguntónar. 9.00 Morgunút- varp með Eiríki Jónssyni og Sig- urði L. Hall. 12.10 Ljómandi laug- ardagur. Halldór Backman og Sig- urður Hlöðversson. 16.00 íslenski iistinn. Umsjón: Jón Axel Ólafsson. 19.00 Gullmolar. 20.00 Laugar- dagskvöld á Bylgjunni. Umsjón: Halldór Backman. 23.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. 3.00 Nætur- vaktin. Fréttir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRDI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Síminn í hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BROSIÐ FM 96,7 10.00 Ellert Grétarsson. 13.00 Léttur laugardagur. 17.00 Helgar- tónar. 23.00 Næturvaktin. 3.00 Næturtónlist. FM 957 FM 95,7 9.00 Helga Sigrún. 11.00 Sport- pakkinn. Hafþór Sveinjónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Sigvaldi Kaldalóns og Haraldur Daði. 16.00 Axel Axelsson. 19.00 FM957 kynndir upp fyrir kvöldið. 23.00 Á lífinu. TOP-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunnar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Ragnar Blöndal. 14.00 X- Dóminósiistinn. 17.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.03.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.