Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LAMDSMANNA JNmgtitittbifeifr 1995 KNATTSPYRNA FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR BLAÐ D Enskar knattspyrnubullur enn í sviðsljósinu Martröð í Dublin ENSKAR knattspyrnubullur urðu sér og ensku knattspyrn- unni enn einu sinni til skammar þegar írar og Englendingar léku vináttulandsleik í Dublin í gærkvöldi — leik sem stóð að- eins yfir í 27 mfn. Þá varð að f lauta hann af vegna skrílsláta enskra áhorfenda, sem rif u upp sæti og köstuðu plastsess- um niður á írska áhorfendur og inn á leikvöllinn. 46 þús. áhorfendur voru á vellinum — þar af 4.600 stuðningsmenn enska liðsins. Eftir þessa uppá- komu telja margir að Evrópu- keppni landsliða, sem á að fara fram í Englandi 1996, sé í hættu — að Knattspyrnusam- band Evrópu, UEFA, færi keppnina annað. Það yrði mikið áfall fyrir Englendinga. Olætin byijuðu stuttu eftir að David Kelly, þakvörður Úlf- anna, hafði komið írum á bragðið — 1:0 á 22. mín. Það varð til þess að uppúr sauð og ensku bullurnar, sem voru í efri pöllunum í áhorf- endastúkunni á Lansdowne Road, byrjuðu að kasta sessum og öðru lauslegu niður. Hollenski dómarinn Denis Jol kallaði leikmenn saman og sagði þeim að fara inn í búnings- klefa. David Platt, fyrirliði Eng- lands, og Jack Charlton, landsliðs- þjálfari írlands, reyndu að tala áhorfendur til, en allt kom fyrir ekki. Þá var ákveðið að hefja leikinn ekki aftur. Slagsmál brutust út þegar öflugt lögreglulið gerði tilraun til að kqma nokkrum ólátaseggjum burt. írar hafa aldrei upplifað annað eins, en það eru áraraðir síðan áhorfendur hafa meiðst á knattspyrnuleik á ír- landi. írskir áhorfendur áttu erfitt með að trúa sínum eigin augum og margir gengu grátandi út af vellin- um, eftir stutta skemmtun. Nokkrar knattspyrnubullur frá Englandi höfðu enn einu sinni náð að leika aðalhlutverkið. Lögreglulið hélt ensku áhorfendunum inni á vellinum í eina og hálfa klukkustund, eftir að írsku áhorfendurnir voru farnir. Alan Mullery, fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, sagði að Eng- lendingar ættu að hætta við að halda EM 1996. „Ef það er ekki hægt að treysta rúmlega tvö þúsund áhorfendum, sem komu til Dublin, hvað gerist þegar fjörutíu þúsund Vináttulandsleikur írlands og Englandsflaut- aðuraf eftiraðeins 27 mínúturvegna óláta Drengjalandsliðið tilPortúgals DREN G J AL AN D SLl DID í knatt spy niu tekur þá tt í alþjóða móti Í Portúgal 24. febrúar t sl 2, mars en leíkið verður við Norðmenn, Skota og heimameim. Liðið er þannig skipað: Markmeun: Guðjón Skúli J ónssou, Selfossi, og Daníel Bjarnason, B-93. Aðrir leikmenn: KR-ingar n ir Arnar Jón Sigur- geirsson, Egill Skúli Þórólfsson, Árni Ingi Pjet- ursson og Eailon IIreinssou, Framararnir Freyr Karlsson, Haukur Haukssou, Eggert Stefánsson . og Davíð Stefánsson, Bjarni Guðjónsson, í A, Haukur Ingi Guðnason, Keflavik, Þorleif ur Ánia- son, KA, Stefán Gislason, Austra, Gylfi Einars- son, Fylki, og Arnar Hrafn Jóhannsson, Ví kingi. Grínmr Garðarsson, Val, er fyrsti varamaður. Peter Gordon fær uppreisn æru BRESKI kringlukastarinn Peter Gordon, sem var dæmður í fjögurra ára keppnisbann f y rir að neita að fara í annað þ vagpróf á Breska meistaramólinu i frjálsum í júuí 1993, hefur f engið'uppreisn æru hjá Frjálsfhróttasam baudi Englands og iyfjanefnd Alþjóða f rjálsíþrótta- sambandsins hefur lagt til að keppnisbannimi verði aflétt. Þegar Gordon neitaði fðr hann sjálf- krafa í banu, en rannsókn á fyrra sýninu Ieiddí ekkert atlmgavert í ijós. Þegar lyfjanef ndin komst að því að Gordo n, sem er 43 ára, hafði greinst með krabbamein þegar hann var kallað- ur í fyrrnefnt lyfjapróf ákvað hún að leggja tíl að banninu yrði aflétt og var greint ír& fyrr- nefndri ákvörðun í gær. Lögregluþjónar handsama elna ensku knattspyrnubulluna, sem var vtgaleg. mæta á leik í Evrópukeppninni? Ég veit ekki hvar England á að leika, eftir þessa uppákomu — við sáum áhorfendur sem voru eins og villi- dýr." Jack Charlton, landsliðsþjálfari írlands og fyrrum hetja Englend- inga í HM 1966, sagði að ekkert þessu líkt hefði gerst í Dublin — og hann var vægast sagt reiður. „Ég haf séð knattspyrnu leikna víðs veg- ar um heim, en aldrei orðið vitni að öðru eins." Leikmenn Englands og írlands voru sárir þegar þeir yfirgáfu Lansdowne Road, þar sem þeir voru komnir til að leika vináttuleik og skammta áhorfendum. Þeirri skemmtun lauk með matröð. Reuter HNEFALEIKAR Guðni íkjölfar Andrésar GUÐNI Sigurjónsson kraftlyft- ingamaður hefur ákveðið að keppa í hnefaleikum í Las Vegas — á. sama tíma og Andrés Guð- mundsson kraftakappi er i hringnum. Þeir keppa því báðir í undankeppni 20. febrúar, fyrir Toughman Contest, sem er úr- slitakeppni fyrir óreynda áhuga- menn I hnefaleikum, sem fer fram i maí. Guðni hugðist reyna fyrir sér í Svíþjóð f næsta mánuði, en ákvað frekar að fara til Las Veg- as. Hann hefur æft hnefaleika af kappi í eitt ár. í uhdankeppn- inni verða 32 keppendur og berst hver keppandi við fjóra andstæð- inga, þrisvar sinnum i eina min- útu. Tveir efstu í hverjum riðli keppa síðan innbyrðis í einum bardaga nokkrum dögum siðar. Keppendum er skipt upp í riðla eftir þyngd, Guðni er um 100 kg og nýtur m.a. aðstoðar Sigurðar Matthíassonar, spjótkastara, i för sinni. Andrés er 128 kg og munu frjálsíþróttamennirnir Pétur Guðmundsson og Vésteinn Hafsteinsson vera Andrési innan handar, auk John Black, sem er umboðsmaður Andrésar og að- stoðarmanna hans. Keppnin í Vegas fer fram í MGM fþróttahöllinni, þar sem ðll stærstu hnefaleikamót Banda- rikjanna fara fram. Likurnar á að íslensku keppendurnir mætist í hnefaleikahringnum eru einn á móti fjórum, miðað við fjölda skráðra keppenda og riðlaskipt- inguna. NBA-DEILDIN: CLYDE DREXLER FARINN TIL HOUSTON ROCKETS / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.