Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.1995, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Miklar umræður um íþróttir barna og unglinga í kjölfar norrænnar ráðstefnu og viðamikillar Ahersla á félags- skapinn hjá krökkum frekar en sigurinn Gildi íþrótta er ótvírætt og ástundun mikil en forystumenn hafa áhyggjur af gangi mála hjá börnum og unglingum. Steinþór Guðbjartsson kannaði stöðuna í kjölfar norrænnar ráðstefnu og könnunar um brottfall stúlkna úr íþróttum. Undanfarin misseri hefur um- ræða um íþróttir bama og unglinga verið áberandi og sér- staklega eftir að Rannsóknastofn- un uppeldis- og menntamála gaf út bókina Um gildi íþrótta fyrir íslensk ungmenni þar sem greint er frá niðurstöðum viðamestu rannsóknar sem um getur hér á landi á þessu sviði. Bama- og ungl- inganefnd íþróttasambands Is- lands boðaði til fundar um helgina um málefni bama og unglinga í íþróttum og tóku um 30 manns frá sérsamböndunum þátt í átakinu. Flutt vora erindi og að loknum umræðum fór fram hópvinna en sameiginlegar niðurstöður voru síðan kynntar. Breyta áherslum Láras Loftsson, formaður Bama- og unglinganefndar ÍSÍ, sagði við Morgunblaðið að norræn ráðstefna um þátttöku barna og unglinga í keppnisíþróttum, sem var haldin í Danmörku um miðjan október s.l., hefði verið kveikjan að fundi helgarinnar. „Við fómm nokkur héðan saman á þessa ráð- stefnu og hún opnaði augu okkar en niðurstaða ráðstefnunnar var að keppni yrði að vera til staðar en breyta þyrfti áherslum í keppn- isíþróttum yngri iðkenda. Hver þjálfari verður að líta í eigin barm og ég get sagt sem knattspyrnu- þjálfari til margra ára að maður hefur alltaf verið að velja suma og hafna öðmm í stað þess að gefa öllum tækifæri. Þjálfarar virðast hafa tilhneig- ingu til að líta á íþróttir bamanna út frá hugmyndum hinna fullorðnu en það gengur ekki. Við eigum ekki að hafna 10 ára krökkum vegna þess að þeir komast ekki í Iið heldur hjálpa þeim að komast áfram. Á ráðstefnunni í Danmörku kom skýrt fram að krakkamir em í íþróttum fyrst og fremst vegna félagslega þáttarins en ekki til að vera númer eitt. Þegar valið er í lið sigra þeir bestu alltaf en ákveðnir krakkar lenda alltaf í því að tapa. Það leiðir til þess að áhugi þeirra á íþróttum minnkar en koma má í veg fyrir þetta með því að koma til móts við þessa krakka, til dæmis með því að fara í leik sem þeir em bestir í svo þeir kynn- ist líka tilfinningunni að sigra. Það þarf að leiðbeina krökkum á þess- um aldri og í stað þess að einblína á eina íþróttagrein er mikilvægt að aðstoða krakkana við að finna íþrótt við hæfí með því að auka fjölbreytnina og láta þá taka þátt í sem flestum greinum.“ Allir með Á fundinum um helgina sagði Ragnheiður Karlsdóttir frá ráð- stefnunni í Danmörku, Janus Guð- laugsson ræddi um markmið og stefnu í íþróttum bama og ungl- inga, Björn M. Björgvinsson greindi frá stöðu mála innan Körfuknattleikssambandsins og Sigríður Jónsdóttir tók fyrir sam- bærilega þætti innan badminton- hreyfíngarinnar en Anton Bjama- son fór í hreyfíþörf og skipulag við þjálfun barna og unglinga. „Niðurstöðurnar vom mjög á einn veg,“ sagði Láms. „Þegar um 10 ára krakka og yngri er að ræða á ekki að velja bestu lið, ekki að keppa til sigurs og ekki að skipta keppendum í deildir. Það eiga hvorki að vera sigurvegarar né taparar heldur á markmiðið að vera að allir séu með.“ Láms sagði að fundur helgar- innar hefði verið til að láta boltann rúlla en næsta skref væri að koma hugmyndunum til grasrótarinnar í gegnum sérsamböndin í þeimi von að áherslunum yrði breytt. „í þess- um málum þurfum við að móta ákveðna stefnu til leiðbeiningar fyrir sérsamböndin sem koma henni síðan áfram til félaganna, í grasrótina. Rauði þráðurinn í þessu er að ekki má hugsa um sérhæf- ingu og séræfingar fyrir börnin heldur taka mið af þörfum krakk- anna. Félagslegi þátturinn er mik- ið atriði hjá þeim og það á að efla stoðirnar undir félagsskapinn sem þeir njóta alla ævi.“ Uppbygging á sál og líkama INNLENDAR og erlendar kann- anlr sýna að börn og unglingar í íþróttum sækjast ekkl eftlr slgrum heldur fyrst og fremst félagsskapnum, ánægjunnl sem því fylglr að vera í íþrótt- um og byggja slg upp líkamlega burtséð frá árangri í keppni. Að sögn Lárusar Loftssonar er vllji til að breyta áherslum í íþróttum barna og ungllnga. „Þegar um 10 ára krakka og yngrl er að ræða á ekki að velja bestu llð, ekkl að keppa til sig- urs og ekki að sklpta keppend- um í deildir. Það eiga hvorki að vera slgurvegarar né tapar- ar heldur á markmiðlð að vera að allir séu með.“ Hann sagði einnig að mikllvægt væri að aðstoða börnin við að finna íþrótt við hæfi og þjálfarar yrðu að gæta þess að láta krakkana fara í leiki þar sem allir gætu kynnst tilfinningunni að sigra. Ástæður fyrir hvarfi frá íþróttum Niðurstöður körmunar RUM í 8. bekk grunnskóla 50 % 40 30 20 10 Skipt eftir kynjum Piltar 17,0 16.0 8,2 6.4 n, 3 12,5 38,7 43,3 Stúlkur 7,4 5,9 15.4 16,0 01 mikil Þjálfarinn Lítil Félags- Ytri Aðrar áhersla á eða eigin skapur aðstæður ástæður æfingar einhæfar geta (Vinirnir og keppni æfingar hætta) Hvað skiptir mestu máli í íþróttum Niðurstöður könnunar RUM í 8. bekk grunnskóla 50 % 40 30 20 10 Að vera Að vera Að sigra Að bæla Að vera í góðu leikinn í eða vera sig frá því með formi íþróttinni betri síöast vinunum I íþróttum 41,6 Skipt eftir I kynjum Stúlkur 14.8 Piltar 9,3 1,2 25,0 29,7 21,5 Stúlkur fá minni hvatn- ingu og hætta frekar Stúlkur fá minni hvatningu en piltar til að taka þátt í íþrótt- um með íþróttafélagi samkvæmt niðurstöðum könnunar um brottfall stúlkna úr íþróttum sem Umbóta- nefnd ÍSÍ fékk Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála til að framkvæma. „í ljós kom að foreldr- ar, afí og amma, vinir og íþrótta- kennarar hvetja stúlkur að jafnaði minna en pilta til íþróttaþátttöku með íþróttafélögum. Hvatning allra þessara hefur sterka fylgni við íþróttaiðkun og þátttöku í iþrótt- afélögum nemenda og hefur þessi hvatning mun meiri áhrif á stúlkur en pilta,“ segir m.a. í niðurstöðun- um. „Líklega er hér að fínna veru- legan þátt í ástæðu brottfalls stúlkna úr íþróttum." Víötæk könnun Könnunin fór fram í apríl á síð- asta ári en 841 nemandi, 425 piltar og 416 stúlkur, í 8. bekk gmnn- skóla fjögurra sveitarfélaga tók þátt í rannsókninni. 77 spurningar vom lagðar fyrir krakkana og var m.a. spurt um bakgrunn þeirra, íþróttaástundun, stuðning vina og ættingja við íþróttaiðkun, íþróttaaðstöðu og um ástæður þess að þeir æfðu eða æfðu ekki með íþróttafélagi. Fram kom að stúlkur stunda síð- ur íþróttir en strákar og þær taka síður þátt í íþróttum félaga. Ástæð- an er fyrst og fremst sú að þær hafa hætt þátttöku og eins byija þær síðar að æfa með íþróttafélög- um. Nemendur sem höfðu hætt að æfa með íþróttafélögum höfðu fyrst og fremst gert það vegna þess að vinur eða vinkona hafði hætt, þ.e. félagsskapurinn skipti mestu máli. Unglingar eru líklegri til að stunda íþróttir ef foreldrarnir eða eldri systkini gera það og eru tengslin meiri hjá stúlkum. Þegar spurt var um hvað skipti mestu máli í íþróttum nefndu stúlkur frek- ar en strákar þætti sem snúa að þeim sjálfum eins og að vera í góðu formi eða bæta við sig en strákar nefndu frekar en stelpur þætti sem snúa út á við eins og að vera leikinn og vinna aðra. Helsta ástæðan fyrir þátttöku hjá strákum og stelpum var hvað skemmtilegt er í íþróttum. Snúa vörn í sókn „Niðurstöðurnar um brottfall stúlkna koma ekki á óvart en at- hygli vekur að þær fá minni hvatn- ingu en strákar," sagði Unnur Stef- ánsdóttir, formaður Umbótanefnd- ar, aðspurð um könnunina. Hún sagði að niðurstöðurnar staðfestu grun fólks en nefndin hefði áhuga á að fylgja könnuninni eftir með því að kynna niðurstöðurnar og reyna að snúa vörn í sókn í sam- vinnu við þá sem málið varðar á hverjum stað, s.s. íþróttafélög og fleiri. „Ýmsar hugmyndir um úrbætur hafa komið fram í kjölfar könn- unarinnar,“ sagði Unnur. „Stúlkur á þessum aldri eru í íþróttum til að byggja sig upp og fara frekar á líkamsræktarstöðvar. Þar er betri aðstaða fyrir þær til að snyrta sig og ein hugmyndin til að auka þátt- töku stúlkna í íþróttum hjá íþrótta- félögum er að íþróttafélög breikki svið sitt og bjóði upp á til dæmis líkamsrækt og jassballett. Könnun- in undirstrikar mikilvægi félags- lega þáttarins og ljóst er að honum þarf að sinna betur. Einnig er mikil- vægt að vekja athygli foreldranna á þátttöku unglinganna í íþróttum, sérstaklega stúlknanna með hvatn- inguna í huga. Síðast en ekki sfst þurfum við að dreifa upplýsingum um könnunina og koma á sam- starfi við íþróttafélögin um átak til batnaðar en hugmyndin er að kanna stöðu sömu unglinga á næsta ári.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.