Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D ffrgunMiifrife STOFNAÐ 1913 40. TBL. 83. ARG. FOSTUDAGUR17. FEBRUAR1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rabin og Arafat ná samkomulagi á fundi á Gaza Ferðabanni a araba aflétt að hluta tíl Reuter Losað um hnútinn YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísraels, og Yasser Arafat, leiðtogi PLO, takast í hendur í lok viðræðna á Gaza í gær. Þær tókust mun betur en fundur sem þeir áttu í síðustu viku og sagði aðstoðarmaður Arafats að tekist hefði að losa um hnútinn sem friðarviðræður ísraela og PLO voru komnar í. Gaza. Reuter. YITZHAK Rabin, forsætisráð- herra ísraels, sagðist í gær hafa komist að samkomulagi við Yass- er Arafat, leiðtoga Frelsissam- taka Palestínu, um að aflétta að hluta til banni við ferðum araba til ísraels sem verið hefur í gildi í þrjú ár. Leiðtogarnir áttu fund á Gaza í gærmorgun þar sem þeir reyndu að leysa ágreiningsmál sín. Fyrir fundinn hafði Arafat fyrirskipað "handtöku tíu palestínskra öfga- manna og skipað herdómstól til að sannfæra Rabin að hann vildi stuðla að friði. Rabin sagði að samkomulagið við Arafat hljóðaði upp á að í byrj- un næstu viku fengju 10.000 verkamenn frá Gaza að fara til vinnu í ísrael og 5.000 manns frá Vesturbakkanum. Sagði hann ákvörðunina hafa verið tekna í kjölfar aðgerða Arafats og í von um að þeim yrði fram haldið og þær auknar. Rabin gaf fyrirskipun um ferða- bannið í kjölfar sjálfsmorðsárásar tveggja múslimskra öfgamanna, sem myrtu 21 ísraela á strætis- vagnastöð í janúar. Um 60.000 Palestínumenn starfa í ísrael. Fundað eftir 4 vikur Að sögn Rabins verður víðræð- um haldið áfram eftir fjórar vikur en þá á að ræða næsta stig friðar- samningsins, kosningar Palestínu- manna og brottflutnings ísraelsks herliðs frá Vesturbakkanum. í síðustu viku mistókst Rabin og Arafat að ná samkomulagi um að ferðabanni yrði aflétt, svo og um kosningar og brottflutning ísraela. Ahmed Korei, sem sæti á í stjórn sjálfsstjórnar Palestínu- manna, sagði að fundurinn í gær hefði tekist mun betur. Losnað hefði um þann hnút sem ekki tókst að leysa þá, þótt ísraelar hefðu ekki mætt kröfum Palestínu- manna um hvenær brottflutningur ísraelsku hermannanna ætti að hefjast. Tsjetsjníja Nýr yfir- maður skipaður Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, skipaði í gær Oleg Soskovets, aðstoð- arforsætisráðherra og harðan stuðn- ingsmann hernaðaraðgerðanna í Tsjetsjníju, sérlegan sendimann sinn í uppreisnarhéraðinu. Þykir skipun hans til marks um að Jeltsín vilji láta Tsjetsjníju-málið meira til sín taka en áður. Bardagarnir í Tsjetsjníju hófust fyrir tíu vikum og síðan hafa veikir hershöfðingjar og embættismenn, sem hafa stjórnað aðgerðunum, streymt á sjúkrahús í Moskvu. Sjö hershöfðingjum hefur verið vikið frá fyrir að neita að hlýða skipunum yfirboðara sinna í Tsjetsjníju. Neita sendinefnd um áritun Evrópuþingið mótmælti í gær þeirri ákvörðun Rússa að veita sendi- nefnd á vegum Evrópusambandsins ekki áritun til Tsjetsjníju. Þangað hugðist nefndin halda í næstu viku til að kynna sér ástand mála. ¦ Uppstokkun í hernum/18 ---------? ? ?--------- Stjórnin komi Malmö til bjargar Stokkhólmi. Reuter. BORGARYFIRVÖLD í Malmö, þriðju stærstu borg Svíþjóðar, segja fjárhag hennar svo slæman að sænska ríkis- stjórnin verði að koma til hjálpar. Ella geti skapast skelfilegt ástand. í bréfi frá formanni og varafor- manni borgarráðs líkja þeir ástand- ínu við „efnahagslegt hrun". Fjár- lagahalli borgarinnar í fyrra nam um 1,3 milljörðum sænskra króna. Nð TO ONE MCISr $. EDUCATION % Svartir og hvítir deila um skóla Reuter Stækkun NATO Rússum tryggð sérstaða? Bonn. Reuter. VOLKER Röhe, varnarmálaráð- herra Þýskalands, hefur lagt til að Atlantshafsbandalagið (NATO) hefji samningaviðræður um sér- stakan samning við Rússa til að tryggja aukið samráð í öryggismál- um Evrópu. Viðhorfsbreyting hjá NATO Hugmyndin gæti endurspeglað viðhorfsbreytingu innan NATO, sem hefur hingað til sagt að ekki komi til greina að tryggja Rússum sérstöðu nú þegar bandalagið leit- ast við að stækka áhrifasvæði sitt í austur eftir endalok kalda stríðs- íns. YFIRSTJÓRN skólamála í Höfðaborg í Suður-Afríku ákvað í gær að loka barna- skóla í hverfi hvítra vegna þess hversu illa svartir nem- endur hafa gengið um hann á undanförnum dögum. Mikil heift ríkir á meðal hvítra og svartra vegna málsins en á þriðjudag hófu skólayfirvöld að flytja um 3.000 börn úr hverfum svartra í Ruyter- wacht-skólann, sem er í hverfi hvítra og hefur staðið tómur. Reyndi á f immta tug hvítra manna, vopnaður kylfum og með hunda sér við hlið, að koma í veg fyrir að börnin f æru í skólann en vopnaðir lögreglumenn gættu barn- anna. Menntamálaráðherra Vestur-Höfðalands, Martha Olckers, sem er úr Þjóðar- flokki de Klerks, fyrrum for- seta, sagði í gær að svörtu ungmennin hefðu unnið geysi- legar skemmdir á skólanum, brotið klósett, vaska og vatns- leiðslur og því yrði að Ioka skólanum. Olli þessi ákvörðun gíf urlegri reiði og f óru hópar svartra um götur til að mót- mæla henni. Er myndin tekin af nokkrum mótmælendum sem I el.ja málið allt einkennast af kynþáttahatri. Rússneskir kjaruakljúfar á Kolaskaga Leynigeymsla rétt við Noreg UM 200 kjarnakljúfum úr skipum, sem hefur verið lagt, verður kóm- ið fyrir í leynilegum berggöngum undir sjó í Araflóa á Kolaskaga, aðeins 16 km frá norsku landa- mærunum. Er það haft eftir An- atolíj Protsjorov, sem vinnur við kjarnorkueftirlit í Múrmansk, en yfirvöld í Rússlandi hafa ekki sjálf skýrt Norðmönnum frá þessum fyrirætlunum. Að sögn norska blaðsins Aften- posten hafa sjórnvöld í Moskvu leyft, að kjarnakljúfarnir verði geymdir á þessum stað í 80 ár en eldsneytið úr þeim verður fyrst geymt í skipasmíðastöðvum og víð- ar á Kolaskaga en síðar sent til Síberíu. Kemur á óvart Sigve Brekke, ráðuneytisstjóri í norska varnarmálaráðuneytinu, segir, að þessar upplýsingar komi Norðmönnum í opna skjöldu og eftir öðrum heimildum er haft, að málið sé á fárra vitorði í Múrmansk og annars staðar á Kolaskaga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.