Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Málefni Hins hússins, miðstöðvar fyrir ungt fólk, rædd í borgarstjórn Flutt verður í Geysishúsið Ingimund- ur afhend- ir trúnað- arbréf INGIMUNDUR Sigfússon, sendiherra, afhenti á miðviku- dag dr. Roman Herzog, forseta Sambandslýðveldisins Þýska- lands, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Bonn, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. Ingimundur var áður stjórn- arformaður Heklu hf.. Hann var skipaður sendiherra í Bonn í janúar síðastliðnum og tekur við embættinu af Hjálmari W. Hannessyni, sem verður fyrsti sendiherra Islands með aðsetur í Kína. MEIRIHLUTI borgarstjórnar hefur samþykkt að flytja menningar- og upplýsingamiðstöð ungs fólks, Hitt húsið, í Geysishús í Aðalstræti 2 og Vesturgötu 1. Tillaga sjálfstæð- ismanna um að fresta ákvörðun um flutning þar til nánara samráð og kynning á verkefninu hefði farið fram, var felld með átta atkvæðum gegn sjö. Aætlaður kostnaður 100 millj. í tillögu minnihluta Sjálfstæðis- flokks er farið fram á nánari sam- ráð og kynningu á verkefninu þar sem erindi hafi borist frá Samfok, forvamardeild lögreglu, Samtökum um stöðvun unglingadrykkju og Vímulausri æsku. I greinargerð með tillögunni kemur fram að kostnaðaráætlun vegna breytinga á Geysishúsi sé 100 millj. en það sé helmingshækkun frá upphaflegri áætlun R-listans. Ekki hafi farið fram mat á áhrifum unglingastaðar í miðbænum í nágrenni Ingólfstorgs en mikilvægt sé að tryggja að starf- semin verði ekki að nýju aðdráttar- afli fyrir næturferðir unglinga í miðbæinn. Að lokum segir, „Því er afar mikilvægt að haft verði samráð við þá aðila er fjallað hafa um kvöld- og næturferðir unglinga um miðbæ- inn og leiðir til að stöðva þær áður en ákvörðun um staðsetningu og tilhögun starfseminnar verður tek- in.“ í frávísunartillögu borgarstjóra segir að starfsmenn íþrótta- og tómstundaráðs og unglingadeildar Félagsmálastofnunar hafi áralanga reynslu af starfi með ungu fólki í Reykjavík og geti því metið áhrif af flutningi í miðborgina. Áhyggjur af aukinni unglingadrykkju sam- fara flutningi byggi á ákveðnum misskilningi á starfsemi Hins húss- ins sem sjálfsagt sé að leiðrétta. Því sé nauðsynlegt að ÍTR noti tím- ann áður en til flutnings kemur og kynni starfsemina fyrir þeim sem þetta varðar. Tillaga D-lista sé því óþörf. Brot á loforði um aukið samráð í bókun sjálfstæðismanna segir að enn einu sinni hafi R-listamenn brotið loforð um aukið samráð við borgarbúa. R-listinn neiti að taka tillit til óska, sem fram hafi komið frá forsvarsmönnum foreldrafélaga og samtaka um stöðvun unglinga- drykkju, um 'frekari kynningu á starfsemi fyrir unglinga í miðbæ Reykjavíkur með flutningi Hins hússins áður en frá flutningi er gengið. Áburðarverksmiðjan hf. í Gufunesi skrifar borgarráði bréf Kanna hvort hráefnavinnsla fyrir sinkverksmiðju leyfist í BRÉFI stjórnenda Áburðarverksmiðjunnar hf. til borgarráðs, sem ritað var nýlega, er kannaður hugur borgaryfirvalda til að breyta lóðarleigu- samningi verksmiðjunnar í Gufunesi þannig að heimilt verði að reisa og reka verksmiðju til for- vinnslu á hráefni til sinkbræðslu á Grundartanga. í gildi er lóðaleigusamningur til 30 ára fyrir Áburðarverksmiðjuna frá 1. október 1989. Borgar- ráð vísaði erindinu til hafnarstjómar og skipulags- nefndar. Gert er ráð fyrir að um 117 þús. tonn af óhreinu sinkoxíði verði flutt sjóleiðis í Gufunes á ári. Óhreinindin em blý, kopar og kadmíum sem hreinsa þarf burt og yrði það gert í ofnUm líkum þeim sem er í Sementsverksmiðjunni á Akranesi. Frekari vinnsla í Gufunesi Fram kemur að þá fengjust 94 þús. tonn á ári af tiltölulega hreinu sinkoxíði en það yrði aðalhrá- efni sinkverksmiðjunnar sem áhugi er fyrir að reisa á Grundartanga. Sinkoxfðið yrði flutt sjóleiðina frá Gufunesi að Grundartanga en gert er ráð fyrir að þeir málmar sem hreinsaðir eru úr sinkoxíðinu verði unnir frek- ar í sérstakri verksmiðju sem einnig yrði í Gufu- nesi. Afurð þeirrar verksmiðju yrði um 8 þús. tonn af blýsúlfati á ári, 2.150 tonn af hreinu sinkoxíði og 100 tonn af kopar. Gert er ráð fyrir að þessi efni verði seld erlendis. Auk þess myndu falla til um 630 tonn af kadmíumsamböndum sem send yrðu til förgunar erlendis. Þá segir að í Gufunesi yrði hreinsibúnaður fyr- ir loft og vatn sem kemur frá verksmiðjunni til að tryggja skaðleysi verksmiðjunnar fyrir um- hverfinu og að hávaði frá verksmiðjunni yrði minni en frá núverandi verksmiðju. Gert er ráð fyrir að starfsmenn verði 80 til 100. í bréfínu segir að áður en til ákvörðunar kemur um sinkverksmiðju hér á landi þurfi að ná sam- komulagi um raforkukaup, samningi um hráefna- kaup, umhverfismat, umsókn um starfsleyfi, sann- reyna rekstrarkostnað, auk verkfræðivinnu o.fl. í vinnuáætlun er gert ráð fyrir að niðurstaða verði fengin fyrir 31. maí. Kvennalisti vill ókyn- bundið starfsmat Kvennalistakonur telja stjórnarskrárbreytingu og ókynbundið starfsmat einu leiðina til að leiðrétta launa- mun kynjanna á Islandi. Segja þær uppstokkun launakerfis- ins forgangsmál og vilja jafn- framt styttri vinnuviku, sveigjanlegri vinnutíma, lög- bundin lágmarkslaun og þjóð- arsátt um bætt kjör kvenna og annarra láglaunahópa. Launa- og kjaramál eru hluti af stefnuskrá Kvenna- listans og verða forgangsmál í starfi samtakanna á næst- unni, að því er fram kom á fréttamannafundi Kvennalist- ans í gær í tilefni niðurstaðna nýrrar skýrslu um launamun kynjanna. Nefndi Kristín Ástgeirs- dóttir þingkona að ókynbund- ið starfsmat hefði skilað góð- um árangri í Bandaríkjunum en kvennalistakonur telja að engar alvarlegar tilraunir hafi verið gerðar til þess að stokka upp launakerfið og koma á réttlátari tekjuskiptingu hér- lendis. Viðhorf einkennast af íhaldssemi Segja þær viðhorf vinnu- veitenda og verkalýðsforyst- unnar einkennast af íhalds- semi og að efnahagslegt sjálf- stæði kvenna sé langt undan með sama áframhaldi. Ráðstefna Sjálfstæðisflokksins Breytt viðhorf lykill að launajafnrétti FRIÐRIK Sophusson fjármáiaráð- herra sagði á ráðstefnu jafnréttis- og fjölskyldunefndar Sjálfstæðis- flokksins í Valhöll í gær að tillaga um að persónuafsláttur yrði að fullu millifæranlegur milli hjóna væri kvenfjandsamleg. Hann sagðist sömuleiðis vera þeirrar skoðunar að það gæti verið leið til að jafna laun karla og kvenna að bjóða út rekstur hins opinbera í auknum mæli. „í kjaraviðræðunum núna hefur komið fram ósk um að ónýttur per- sónuafsláttur verði að fuliu millifær- anlegur milli hjóna. Það er mín per- sónulega skoðun að þetta sé kven- fjandsamleg tillaga. Ég tel að það sé betra að við leggjum skatta á einstaklinga en ekki á fjölskylduna sem heild,“ sagði Friðrik og bætti við að ef skattar væru lagðir á hjón sameiginlega yki það líkur á að kon- ur drægju sig út af vinnumarkaðin- um með vísan til þess að þær fengju lægri laun en karlar og því væri betra að karlarnir öfluðu teknanna. Nauðsynlegt að breyta hugarfarinu Ein af megin niðurstöðum nýrrar skýrslu Jafnréttisráðs um launamis- rétti er að launamunur milli karla og kvenna sé meiri hjá ríkinu en hjá einkafyrirtækjum. Friðrik sagði að út frá þessu mætti álykta að það væri leið til að draga úr launamun að auka útboð á opinberri þjónustu. Hann sagðist ennfremur vera þeirrar skoðunar að konur gætu hugsanlega nálgast karla í launum með því að fyrirtækin gerðu sjálf samninga við sitt starfsfólk. Það væri líklegra að fyrirtækin sjálf mætu verðleika kvenna sem starfsmanna, en að það gerðist með miðstýrðum samning- um. Friðrik og fleiri framsögumenn á fundinum lögðu áherslu á að við- horfsbreyting þyrfti að koma til ef takast ætti að jafna mun á tekjum karla og kvenna. Friðrik sagði að launajafnrétti mundi aldrei nást með lagasetningu af hálfu ríkisins. Ríkið væri sem betur fer ekki í aðstöðu til að hafa svo mikil áhrif á daglegt líf fólks að það gæti knúðið fram launajafnrétti. Aðeins með viðhorfs- breytingu karla og kvenna tækist að jafna launin. Hrund Hafsteinsdóttir lögfræð- ingur sagði að þó að skýrslan stað- festi að enn væri langt í land með að ná fullu jafnrétti karla og kvenna kæmi fram í henni viss viðhorfs- breyting hjá yngri konum. Ungar konur hefðu t.d. meiri áhuga á stöðu- hækkun en jafnaldrar þeirra í hópi karla. Hún sagði mikilvægt að reka áróður til þess að breyta viðhorfum fólks varðandi verkaskiptingu og launamál. Hún benti á að í sumum löndum Evrópu væri þetta gert með beinum auglýsingum. Hin gömlu gildi sterk Bryndís Hlöðversdóttir lögfræð- ingur ASÍ sagði að skýrsia Jafnrétt- isráðs endurspeglaði að hin gömlu gildi um þefðbundna verkaskiptingu karla og kvenna væru enn mjög sterk. Þrátt fyrir að konur hefðu náð jafnrétti á við karla á mörgum svið- um væri launamisréttið óbreytt. Bryndís sagði ljóst að konur fengju mun minna af alls kyns aukasporsl- um en karlar. Karlar fengju mun Morgunblaðið/Þorkell KONUR voru í miklum meirihluta á fundi jafnrétt- is- og fjölskyldunefndar Sjálfstæðisflokksins um launajafnrétti kynjanna í Valhöll í gær. meira af óunni yfirvinnu og bíla- styrkjum en konur. Þetta skýrði að hluta til að menntaðar konur væru á mun lægri launum en menntaðir karlar. Hrafnhildur Stefánsdóttir lög- fræðingur VSÍ sagði að skýrsla Jafn- réttisráðs sýndi að konur væru ekki eins duglegar og karlar við að sækja á um launahækkun. Konur ynnu meira í kyrrþey en karlar og fengju því síður umbun. Þá benti ýmislegt til þess að konur væru óöruggari með sig í starfi en karlar. Hrafnhild- ur sagði hugsanlegt að vinnuveitend- ur gætu að einhveiju leyti haft áhrif á þessi atriði með námskeiðum eða á annan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.