Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ L FRÉTTIR Samkomulag um breytingu á kauptryggingarsamningum í fiskvinnslu Mun auka starfsöiyggi í greininni Drög að samningi liggja iyrir í viðræðum vinnuveitenda og samninganefndar físk- vinnslufólks um sérmál þess. Atvinnurekend- ur hafa fallist á kröfu fískvinnslufólks um að óheimilt verði að segja upp kauptrygg- ingarsamningum sérstaklega. SAMNINGÁNEFNDIR fisk- vinnsludeildar Verkamanna- sambandsins, Vinnuveitenda- sambands íslands og Vinnumálasam- bandsins luku störfum í húsnæði rík- issáttasemjara í fyrrinótt og liggja fyrir drög að samningi um viðkvæm- asta deiluefnið — fastlaunasamninga fiskvinnslufólks. Samkomuiagið sem náðst hefur felur í sér gjörbreytingu á kaup- tryggingarsamningum fiskvinnslu- fólks sem mun þýða stóraukið at- vinnuöryggi í greininni að sögn samningsaðila. Amar Sigurmunds- son, formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva, segist líta svo á að niðurstað- an liggi fyrir og þokkaleg sátt hafi náðst milli samninganefndar fisk- vinnslufólks og vinnuveitenda. Kauptryggingarréttindi eftir níu mánaða starf Atvinnurekendur gengu í fyrrinótt til móts við meginkröfu fiskvinnslu- fólks um að atvinnurekendum verði óheimilt að bregðast við hráefnis- skorti með því að segja kauptrygging- arsamningum upp sérstaklega. Ekki er þó gert ráð fyrir að samningar verði undirritaðir fyrr en á lokastigi kjarasamninga en deilur fískvinnslu- fólks og atvinnurekenda um kaup- tryggingarsamninginn hafa verið erf- iðasta hindrunin í yfírstandandi samn- ingaviðræðum og hafa verið haldnir milli 30 og 40 samningafundir frá mánaðamótum nóvember/desember. Umrætt ákvæði samningsdrag- STJÓRN Hvatar skoraði, í framhaldi af fundinum, á miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins og alþingismenn að marka þá stefnu fyrir komandi kosningar að tilvísanakerfið verði ekki tekið upp, í samræmi við samþykkt síðasta landsfundar, enda hafí ekki verið sýnt fram á að kerfið hafi spamað í för með sér. Guðjón Magnússon, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneyti, tók fram að tilvísanakerfið væri aðeins einn liður af mörgum til að draga úr kostnaði hins opinbera við heilbrigðisþjónustu. í stjómartíð ríkisstjórnarinnar hefði t.a.m. kostnaður við sjúkrahús verið skorinn niður um milljarð, dregið úr bótum almannatrygginga um 1,5 milljarða og aukin kostnaðarhlutdeild almennings í stoðtækjum. Því mætti ekki gleyma að á sama tíma hefði ýmislegt verði gert til að laga þjón- ustu að þörfum almennings; m.a. anna um kauptryggingarsamninga er svohljóðandi: „Kauptryggingar- samningi starfsmanns verður ekki sagt upp sérstaklega nema starfs- manni sé sagt upp störfum með áunnum uppsagnarfresti samkvæmt kjarasamningi." Skv. tilboði atvinnurekenda er gert ráð fyrir að óheimilt verði að segja hefðu hjartaaðgerðir og glasafijóvg- anir verið fluttar til landsins. Gífurlegir hagsmunir „Sú umræða sem fer fram núna um tilvísanakerfið er í mínum huga eðlileg því verið er að takast á við gífurlega hagsmuni,“ sagði Guðjón. „Tekist er á um skiptingu þjón- ustunnar milli heimilislækna og sér- fræðinga og það er verið að takast á um hvaða fyrirkomulag við ætlum að hafa á okkar utanspítalaþjónustu á næstu árum. Hvort við ætlum að hafa hana eins og hún hefur verið, þar sem hefur verið búið til kerfíð sem ræður sér að verulegu Ieyti sjálft og tekur lítið tillit til skattgreiðenda í landinu, eða ná einhverri stjórn, eins og reynt hefur verið að ná ein- hverri stjórn á ríkisfjármálum." Guðjón sýndi fram á að sparnaður Tryggingastofnunar gæti orðið um upp kauptryggingarsamningi starfs- manna eftir níu mánaða starf. Fisk- vinnslufólk mun eftir það njóta sömu réttinda og aðrir hvað snertir upp- sagnarrétt. Meðal samningamanna fiskvinnslufólks heyrðust í gær raddir um að stytta bæri þennan tíma sem starfsmenn hafa til að ávinna sér réttindin skv. samningnum en ósenni- 122 milljónir. Meðalkostnaður stofn- unarinnar vegna komu á heilsu- gæslustöð næmi 700 krónum en 1.700 vegna komu til sérfræðings og ef 100.000 komur færðust frá sérfræðingum til heimilislækna væru komnar yfír 100 milljónir í sparnað. Hann sagði að sparnaður sjúklinga myndi nema um 40 milljónum enda fengi hluti þeirra úrlausn sinna mála í heilsugæslunni. Leitaði sjúklingur til sérfræðings sem ekki væri á samning við Tryggingastofnun þyrfti hann að greiða allan kostnað við komuna en Tryggingastofnun greiddi kostnað vegna rannsókna. Færi sjúklingur til sérfræðings án tilvísunar þyrfti hann að bera allan kostnað af viðtali og rannsóknum. Vísað í vald Lára Margrét Ragnarsdóttir, þing- maður Sjálfstæðisflokks, sagði að heilbrigðisráðherra hefði vísað til þess að hann hefði valdið þegar þing- menn Sjálfstæðisflokks hefðu andæft hugmyndum um tilvísanakerfið við framlagningu fjárlagafrumvarps fyr- ir árið 1995. Hann hefði í skjóli óljósra spamaðarhugmynda skert frelsi neytenda og lögbundið starfs- leyfi nær heillar starfsstéttar. Lára Margrét nefndi að með tilvísanakerf- inu yrði erfitt fyrir sjúkiinga að koma í veg fyrir að öllum upplýsingum um þá yrði safnað saman á einn stað hjá heimilislækni. Margir hefðu kom- legt er talið að það verði gert að úr- slitaatriði þegar gengið verður form- lega frá samkomulaginu, skv. upplýs- ingum blaðsins. Yfir 90% fiskvinnslufólks fastráðið eftir breytinguna Fyrstu kauptryggingarsamningar voru gerðir í fískvinnslu fyrir 20 árum en núgildandi fyrirkomulagi var komið á árið 1986. Samningurinn sem nú er í burðarliðnum er þriðja stóra breytingin sem gerð er á þessu kerfi og mun að sögn Arnars Sigur- mundssonar leiða til fækkunar laus- ráðins starfsfólks í fískvinnslu og að fastráðið starfsfólk verður um eða yfír 90% í fískvinnslunni eftir að breytingunum hefur verið komið í framkvæmd. Arnar sagði ljóst að breytingarnar myndu íþyngja mörgum fískvinnslu- fyrirtækjum þar sem vinnsla hefur stöðvast vegna hráefnisskorts en ekki liggi þó fyrir mat á því hver sá kostnaðarauki verður. Þá kalla þess- ar breytingar á að gerðar verði ákveðnar breytingar á lögum og reglugerðum um atvinnuleysis- greiðsiur vegna fiskvinnslufólks, sem Alþingi þarf að afgreiða. Aðalsteinn Baldursson, í samn- inganefnd fiskvinnslufólks, sagði að atvinnurekendur hefðu gengið til móts við kröfur fískvinnslufólks að mestu leyti „Við höfum verið að beij- ast fyrir þessari breytingu og loksins fáum við viðurkenningu á þessu,“ segir Aðalsteinn. ið að máli við sig og lýst því yfír að þeir kærðu sig ekki um að tilteknar upplýsingar, t.d. um komur til geð- læknis eða lýtalæknis, færu til heim- ilislæknis. Valfrelsi sjúklinga væri skert á þeim forsendum að þeir bæru ekki skynbragð á til hvaða læknis þeir skyldu leita. Lára Margrét sagði að sjúklingum væri ekki gefíð val innan sjúkra- trygginganna en væri um leið skylt að vera aðilar að þeim. Henni var í framhaldi af því spurn hvernig 9.000 heimilislæknalausir gætu nýtt sér rétt sinn til sjúkratrygginga. Hún sagði að auk þess sem kerfið væri slæmt teldi hún að af því hlytist ekki spamaður þegar til lengri tíma væri litið og hún vitnaði sér til stuðn- ings í gagnrýni Högna Óskarssonar, fyrrum formanns Læknafélags Reykjavíkur, og Jóhanns Rúnars Björgvinssonar, hagfræðings, á út- reikninga verkfræðistofu fyrir heil- brigðisráðuneytið. Hún tók fram að heimilislæknar vísuðu ekki síður í rannsóknir en sérfræðingar og taxti sérfræðinga væri lágur miðað við í öðrum löndum. Fram kom í máli Láru Margrétar að aðrir þingmenn í þing- flokknum hefðu lagt blessun sína yfír heimild til ráðherra til að gefa út reglugerð um tilvísanakerfíð við fjár- Iagagerð 1995. Hún sagðist þeirrar skoðunar að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að gera það að kosningaloforði að leggja niður tilvísanakerfíð. Uppbygging skíða- svæðisins á ísafirði Ríkið gaf vilyrði um stuðning RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í byrj- un september síðastliðnum að beita sér fyrir breytingu á lögum um bótaskyldu Viðlagatrygginga ís- lands á þann veg að tjón á skíðalyft- um ísfírðinga af völdum snjóflóðs- ins í vor yrði talið bótaskylt. í áliti stjómar Viðlagatrygginga sem sent hefur verið heilbrigðis- og trygg- inganefnd Alþingis, kemur fram að stjómin muni ekki nýta sér ákvæði um afturvirkni Viðlagatryggingar eins og gert sé ráð fyrir í frumvarp- inu og muni því ekki bæta tjónið á skíðalyftunum. Fljótlega eftir að snjóflóðið féll á útivistarsvæðið í Seljalandsdal í byijun apríl á síðasta ári gaf ríkis- stjórnin fyrirheit um að styðja ís- firðinga í endurreisnar- og upp- byggingarstarfi á útivistarsvæðinu. Samþykkti ríkisstjórnin í samráði við staðaryfirvöld að beita sér fyrir lagabreytingunni og jafnframt að skíðamannvirki yrðu framvegis tal- in meðal verðmæta sem Viðlaga- tryggingu yrði skylt að vátryggja fyrir endurbyggingarverði. Samkvæmt áætlun er kostnaður við fulla endurbyggingu skíða- svæðisins um 300 milljónir króna. Formlega hófst endurbygging skíðasvæðisins 17. september og tók Davíð Oddsson forsætisráð- herra fyrstu skóflustunguna. Andlát ERLINGUR A. JÓNSSON ERLINGUR Andrés Jónsson, rit- stjóri Eiðfaxa, er látinn. Erlingur fæddist 15. október 1950 á Isafirði, sonur hjónanna Jóns H. Guðmundssonar, skóla- stjóra þar og síðar í Kópavogi, og Sigríðar Jóhannesdóttur. Að loknu námi starfaði Erlingur í Landsbankanum og Alþýðubank- anum, en sneri sér svo að söðla- smíði og ritstörfum. Hann varð rjt- stjóri tímaritsins Eiðfaxa 1988. Erlingur var lögmaður Ásatrúar- félagsins. Eftirlifandi eiginkona hans er Sigrún Sigurðardóttir. Börn þeirra eru Sigrún og Jóhannes Örn. Morgunblaðið/Kristinn GUÐMUNDUR I. Eyjólfsson, Jóhann Jónasson, Benedikt Sveinsson, Sigurður Björns- son, Ásgeir Jónsson og Sigrún Bjamadóttir fengu ekki svör við því hvað ráðherra hygðist gera þegar samningar 250 sérfræðinga við Tryggingastofnun rynnu út 1. maí. KATRÍN Gunnarsdóttir, ritari fundarins, Guðjón Magnússon, og Lára Margrét Ragnarsdóttir. Hvöt ályktar að tilvísana- kerfi skuli ekki tekið upp Tekist var á um tilvísanakerfíð á opnum fundi Hvatar í fyrrakvöld. Guðjón Magnússon sagði tilvísanakerfíð lið í því að draga úr kostnaði við heilbrígðisþjónustu en Lára M. Ragnarsdóttir sagðið það skerða frelsi neytenda. * > \ i \ i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.