Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 LAIMDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson HIÐ nýja íþróttavallarhúsnæði á Akranesi. Húsið hefur að fullu verið reist og fánar við hún af því tilefni. Miklar breytingar við íþróttamannvirki Akranesi - Nú er hið nýja íþrótta- vallarhús á Akranesi að fullu reist og framkvæmdum miðar sam- kvæmt áætlun. Áætlanir gerðu ráð fyrir að húsið yrði fokhelt og bún- ingsklefar og önnur aðstaða á fyrstu hæð hússins yrði að fullu tilbúin í lok apríl og mun það stand- ast. Með tilkomu hússins batnar mjög öll aðstaða íþróttafólks á Akranesi, einkum knattspymu- fólksins sem fær afar fullkomna aðstöðu í stað gömlu húsanna sem þarna stóðu áður. Á efri hæð þess- arar byggingar er síðan samkomu- salur. Þá kemur þama einnig nýtt anddyri sem ætlað er fyrir alla íþróttamiðstöðina. Áætlað var að öll byggingin yrði tilbúin til notkunar 1. mars 1996 en nú hef- ur verið ákveðið að flýta þeirri áætlun og verður byggingin að fullu tilbúin á miðju næsta sumri. Auk þessarar byggingar er ný- búið að standsetja tvær hæðir i enda íþróttahússbyggingarinnar en þar verður aðstaða íþrótta- bandalags Akraness, skrifstofur, gistiheimili, setustofa og líkams- ræktarsalur. Keypt hafa verið fullkomin tæki í líkamsræktarsal- inn sem væntanleg eru á næst- unni. Þessi aðstaða öll tengist rekstri íþróttamiðstöðvarinnar fljótlega og kemur þá til viðbótar íþróttahúsi sundlaug og íþrótta- völlur. ■ Ný stúka tilbúin í vor Þá er Knattspyrnufélag ÍA að byggja stúku með sætum fyrir 570 áhorfendur sem tilbúin verður í byrjun maí og einnig hefur malar- völlurinn verið endurbyggður. Þá eru bæði golfmenn og hesta- íþróttamenn að byggja upp sín íþróttasvæði. Allar þessar framkvæmdir eru gerðar í samvinnu við Akranesbæ og hafa verið gerðir- sérstakir framkvæmdasamningar um þær og hefur bæjarsjóður skuldbundið sig til að veija til þessa fjármagni með jöfnum greiðslum á næstu tíu árum. Hnausum í Meðallandi - Nú er aðeins siyór og dregur úr frosti. Jörð er mjög undir ís og mikil hálka hefur lengi verið á vegum. Mjög góð veðrátta var fram und- ir jól en versnaði heldur með hækkandi sól en siyór hefur þó lítið bagað á vegum. Mannlíf hér á svæðinu hefur nú i nokkurn tima haldist í svip- uðum skorðum og er nú tími þorrablótanna, en sunnudaginn 12. febrúar var blót haldið í Tunguseli og var þá hálfur mán- uður liðinn frá blótinu á Klaustri. Það síðasta verður svo á Hótel Eddu. Framkvæmdir á vegum bænda voru litlar á árinu 1994 enda mikið offramleiðsluhljóð í forustuliði bænda og lítil ráð þar til úrbóta. Þó er verið að ljúka við smíði á nýju íbúarhúsnæði í Botnum i Meðallandi. í Botnum er rafvætt með heimilisrafstöð, þar eru tvær Morgunblaðið/Vilhjálmur Eyjólfsson EIRÍKUR Björnsson, rafvirkjameistari í Svínadal, íætur engan bilbug á sér finna, þótt hann sé orðinn hálftiræður og endurnýj- ar nú rafstöðina í Botnum í Meðailandi. vélasamstæður og hefur önnur verið endurnýjuð þannig að hún framleiðir miklu meira. Umsjón með verkinu hafði Eiríkur Björnsson, rafvirkja- meistari í Svínadal. Hann hefur smíðað túrbínur og raflýst víða á landinu og enst vel í faginu, en hann verður 95 ára á þessu ári. Eiríkur var um nírætt þegar hann gerði upp rafstöðina á Sléttu á Brunasandi. Eríkur ekur enn um á gamla herbílnum sem hann fékk eftir stríðið, Weapon '42. Hann hentaði vel í ferðirnar þegar hann var að virkja til rafmagnsframleiðslu úti á landi. Morgunblaðið birti mynd af Eíríki og Weaponinum í bíla- skoðun í sumar. Bíllinn fékk skoð- un þótt Eiríkur verði stundum að smiða í hann það sem úr sér geng- ur, en varahlutaþjónusta við We- apon '42 mun vera í lágmarki. A góðum batavegi eftir að hafa lent undir snjóflóði Miðhúsum - UNNSTEINN Hjálmar Ólafsson er nýkomjnn heim af sjúkrahúsi eftir að hafa legið grafinn í snjóflóðinu sem féll á útihúsin á Grund 18. janúar og tók þau af og varð föður hans, Ólafi Sveinssyni, að bana, Unn- steinn lá í fönninni í 11-12 kist. Unnsteinn segir að stundar- fjórðungi yfír átta séu þeir feðgar komnir í mjólkurhúsið og eigi þá eftir 5-10 mínútna vinnu. Nokkru áður, eða sem svarar hálftíma, fá þeir feðgar báðir hellu fyrir eyrun og um svipað leyti sogast vatnið upp úr salerninu inni í íbúðarhús- inu. Hugsanlegt er að annað flóð SIEMENS NÝ ÞVOTTAVÉL Á NÝJU VERÐI! z • 11 kerfisinnstillingar fyrir suðuþvott, mislitan þvott, straufrítt og ull • Vinduhraði 500 - 800 sn./mín. • Tekur mest 4,5 kg • Sparnaðarhnappur (1/2) • Hagkvæmnihnappur (e) • Skolstöðvunarhnappur • Sérstakt ullarkerfi • islenskir leiðarvísar____ Og verðið er ótrúlega gott. Siemens þvottavél á aðeins kr. 59.430 stgr. SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 l/) o œ. Akranes: Rafþjónusta 5'igurdórs Borgarnes: Glitnir Borgarfjöröur: Rafstofan Hvitárskála Hellissandur: Blómsturvellir Grundarfjörður: Guðni Hallgrímsson Stykkishólmur: Skipavík Búðardalur. Ásubúö Isafjörður: Póliinn Hvammstangi: Skjanni Sauðárkrókur: Rafsjá Siglufjörður: Torgiö Akureyri: Ljósgjafinn Húsavík: Öryggi Þórshöfn: Norðurraf Neskaupstaður: Rafalda Reyðarfjörður: Rafvélaverkst. Árna E. Egilsstaðin Sveinn Guömundsson Breiðdalsvík: Stefán N. Stefánsson Höfn í Hornafirði: Kristall Vestmannaeyjar: Tréverk Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga Selfoss: Árvirkinn Garður: Raftækjav. Sig. Ingvarss. Keflavík: Ljósboginn Hafnarfjörður: Rafbúð Skúla, Álfaskeiði hafí fallið fyrr, sem olii þessum fyrirbrigð- um, segir Unusteiun. Svo heyrir Unn- steinn hávaða og eins og hendi sé veifað kom snjóflóðið og tók þá feðga. Unnsteinn segist hafa haft með- vitund á meðan hann barst með snjóflóðinu og þegar hann stans- aði krafsaði hann snjóinn frá andlitinu og svo ákvað hann að leggja sig. Eini skrekkurinn sem hann sagðist hafa orðið var við var þegar snjóflóð- ið þrýsti á hann, Næst segist Unn- steinn hafa vitað af sér þegar hann heyrði í þyrlunni. Hins vegar man hann allt greinilega eftir að hann er kominn á sjúkrahúsið, „Hins vegar var ég búinn að fá hugboð um, að eitthvað væri að á meðan ég lá grafinn í snjóflóðinu og það var bara ekki hægt annað en að bíða rólegur eftir því að verða fundinn og grafinn upp.“ Unnsteinn varð aldrei var við föð- ur sinn eftir að snjóflóðið féll. Unnsteinn segir að honum líði bærilega. Hann hafi þijú sár á fótum, sem gætu verið kal eða Unnsteinn Hjálmar Ólafsson bara að húðin hafi nuddast. Tvö eru um 3 cm á kant og 2-3 cm að dýpt og svo sé eitt sárið um 6 cm á lengd og 2-3 cm að dýpt og vilji sárin ekki gróa ennþá. Viðmælandi tekur eftir að Unnstejnn er dálítið haltur og spyr hvað valdi og segir Unnsteinn þá að tærn- ar séu dálítið dofnar, en að það lagist, Margir bílar eyðilögðust Unnsteinn hefur gaman af að gera upp gamla bíla og segir hann aðspurður að 9 Land Roverar (árg, ’55 til ’74) hafi eyði- lagst, 3 fólksbílar (árg. ’67—71) og einn Chervolet vörubíll (árg, 1954) hafi skemmst mikið, Einnig hafi gömul dráttarvél eyðilagst. Þegar móður Unnsteins fór að lengja eftir þeim feðgum sendi hún Guðmund, son sinn, út í fárviðrið og kom hann fljótt aftur og sagði að snjóflóð hefði fallið og tekið útihúsin. Rafmagn fór ekki af íbúðarhúsinu, Nágrannar brugð- ust fljótt við og hófu leit við erfið- ar aðstæður. ■'ttar Morgunblaöiö/Hallgrímur Magnússon Rennifæri í Grundarfirði Viljir þú endingu og gæði< velur þú SIEMEIIIS í GRUNDARFIRÐI er gott skíðasvæði rétt ofan við þorpið. Þar er skíðalyfta og snjótroðari þannig að brautin er alltaf rennislétt. Auk þess fer troðar- inn nokkrum sinnum á dag all- hátt upp í fjallið og er skíða- fólkinu gefinn kostur á því að hanga aftan í troðaranum á leiðinni upp. Áfangastaðurinn er við svonefnda Eldhamra en þaðan er rnjög gott útsýni yfir nágrennið. Eftir að hafa notið útsýnisins liggur beint við að renna sér niður snævi þaktar brekkurnar niður á jafnsléttu, 95 ára og enn að raf- væða bæi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.