Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ • • > Ragnar Onundarson framkvæmdastjóri Islandsbanka Lánastofnanir rík- isins fá 3.600 m í ólögmætan styrk BANKAR og aðrar lánastofnanir í eigu ríkisins fá um 3.600 milljón krónur í ólögmætan styrk á ári í formi arðgreiðsluleysis og undanþágu frá ríkisábyrgðargjaldi, að sögn Ragnars Ön- undarsonar, framkvæmdastjóra íslandsbanka. Hann sagði að einungis einn fímmti hluti lána- stofnana á íslandi væri í formi einkarekstrar, sem væri einsdæmi í Vestur-Evrópu, nema ef til vill á Ítalíu. Hann spáði því að um aldamót- in yrðu stjómmálamenn hraktir frá afskiptum sínum af lánamarkaði, ef til vill með aðstoð dómstóla. Ragnar lét þessi orð falla á fundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í gær, þar sem umræðuefnið var: „íslenskur fjármála- markaður árið 2000.“ Hann sagði að 0,25% ríkisábyrgðargjald hefði verið lagt á sumar lánastofnanir í eigu ríkisins, en stofninn til gjaldtöku væri 64 millj- arðar króna, en ætti með réttu að vera 385 milljarðar króna. Tekjur ríkissjóðs af gjaldinu ættu að vera 960 milljónir en væru einungis 160 milljónir, en mismunurinn, 800 milljónir, væri í raun ríkisstyrkur sem ekki væri skýlaus lagaheimild fyrir. 2,8 mja. í eftirgefinn arð Enn meiri styrkur væri fólginn í arð- greiðsluleysi þessara stofnana. Þær ættu 51 milljarð króna í eigin fé og ef greiddur væri af því hámarksarður, 8,5%, væri um að ræða 4,6 milljarða á ári sem ríkissjóður yrði af í tekjur. Raunhæfara væri að reikna með 5-6% arði, sem engu að síður myndi gefa af sér 2,8 milljarða. Þessi eftirgefni arður væri órétt- látur gagnvart íslandsbanka og sparisjóðun- um og ólíklegt væri að hann samrýmdist samningnum um Evrópskt efnahagssvæði, þar sem hann gerði hugsanlegum erlendum lánastofnunum á íslandi erfitt fyrir í sam- keppni. Breyting á stimpilgjöldum? Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði á fundinum að það ylli vonbrigðum að ríkisstjóm- in skyldi ekki hafa náð áfanga í því að einka- væða fjárfestingarlánasjóði ríkisins. Hann nefndi þar sérstaklega Fiskveiðasjóð, Iðnlána- sjóð, Iðnþróunarsjóð, Stofnlánadeild landbún- aðarins og Ferðamálasjóð. Það væri tímabært að þessir sjóðir lytu sömu markaðsreglum og einkaaðilar sem þeir væru í samkeppni við. Eitt af forgangsverkefnum nýrrar ríkisstjórnar ætti að vera að breyta ríkisbönkunum í hlutafé- lög og selja þá: Friðrik sagði að stimpilgjöld yllu ýmsu óhag- ræði á íslenskum fjármagnsmarkaði; þau leiddu til minni veltu á verðbréfum og gætu leitt til þess að viðskipti færðust til annarra verðbréfaforma eða annarra landa. Drög að frumvarpi um breytingar á stimpilgjöldum lægi nú fyrir hjá fjármálaráðuneytinu, en það kæmi í hlut nýrrar ríkisstjómar að koma því áfram. Reuter Viðskiptaeijur GÖTUSALI gæðir sér á nesti sínu í Pek- ing fyrir framan stafla af vindlingalengj- um þar sem mikið fer fyrir tegund sem ber heitið Sino—American. Þykir hönnunin á lengjunni svipa mjög til þeirrar sem alþekkt er frá Marlboro- vindlingunum bandarísku. Bandarískir vindlingar munu þurfa að sæta háum innflutningstollum, ef ríkisstjórnirnar í Peking og Washington ná ekki saman um hugverkavernd fyrir 26. febrúar nk. Hækkun á verði pipars spáð Djakarta. Reuter. SPÁÐ er að verð á svörtum pipar hækki í ár vegna slæmra veðurskilyrða og sjúk- dóma. Spáð hafði verið að framleiðslan yrði 172,980 tonn í ár, en sú áætlun mun ekki standast að sögn Alþjóðapiparsam- bandsins (IPC) í Djakarta. Framleiðslan í fyrra kann að hafa ver- ið minni en 1993 þegar hún var 170,814 tonn. Verð á pipar náði hámarki 1987 og var 5,200 dollarar tonnið. Búizt hafði verið við að verðið yrði 2,900 dollarar tonnið í ár miðað við 2,094 dollara 1994 og 1,388 dollara 1993. Súkkulaðis minna neytt í Svisslandi Ztirich. Reuter. NEYZLA súkkulaðis í Sviss minnkaði í 10.9 kíló á mann í fyrra, en Svisslending- ar eru mestu súkkulaðiætur heims sem fyrr að sögn sambands svissneskra súkkulaðiframleiðenda, Chocosuisse. Minnkandi útgjöld neytenda og sumar- hitar eru skýringin á minna súkkulaði- neyzlu, en ekki aukinn áhugi á bættri heilsu að sögn sambandsins. Súkkulaðineyzlan í fyrra minnkaði ann- að árið í röð úr 11.3 kílóum 1993. Aðalkeppinautar Svisslendinga í súkkulaðiáti eru Norðmenn, Belgar og Englendingar, sem keyptu 7.5-8 kíló á mann 1993. BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Skuldabréfaútboð 1. flokkur 1995 Útgáfudagur, útboðstími og nafnverð skuldabréfa Útgáfudagur og fyrsti söludagur skuldabréfanna er 15. febrúar 1995. Sölutímabili lýkur 15. ágúst 1995. Heildarverðmæti útboðsins er 300 milljónir króna að nafhvirði. Lánstími og einingar Gjalddagi skuldabréfanna er 1. október 1998 og lánstími því rúmlega þrjú og hálft ár. Bréfín verða seld gegn staðgreiðslu í minnst 100.000 króna einingum. Gjalddagar, ávöxtunarkrafa og splugengi Skuldabréfín eru vaxtalaus. Þau eru bundin lánskjaravísitölu og verða endurgreidd með verðbótahækkunum frá gildi hennar í febrúar, sem er 3396 stig. Ávöxtunarkrafa á útgáfudegi er 5,75% og sölugengi bréfanna er 0,8164248. Skuldabréfin eru ekki innkallanleg. Fjárhagslegur styrkleiki Við milliuppgjör í lok júní 1994 var eigið fé Búnaðarbankans u.þ.b. 3,6 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall skv. BlS-reglum 10%. Útboðsgögn, söluaðili, umsjón með útboði og skráning Útboðslýsing og önnur gögn um útboðið og Búnaðarbankann liggja frammi hjá Kaupþingi hf. sem hefur umsjón með útboðinu og annast sölu bréfanna. Sótt hefur verið um skráningu skuldabréfanna á Verðbréfaþingi íslands. Kaupþing hf. löggilt verðbréfqfyrirtœki Kringlunni 5 Sími: 568-9080 Heilbrigðisþjónusta Einkaspítalamir gefast ekki vel Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DÖNSK einkasjúkrahús hafa ekki reynst jafn góð fjárfesting og stofn- endur þeirra höfðu vonast til. Af pólitískum ástæðum hefur ekki náðst samstarf við hið opinbera sjúkrahúskerfí svo þar með hefur rekstrargrund- völlur húsanna ekki orðið sá sem vonast var eftir. Aðeins rúmlega 130 sjúkrarúm eru á þeim sjúkrahúsum sem eftir eru og þau halda sér flest gangandi með því að taka á móti þýskum sjúklingum. Annað af tveimur stórum einka- sjúkrahúsum í Danmörku, Mermaid, var í Æbeltoft á Norður-Jótlandi. Eftir eigendaskipti oftar en einu sinni og endurtekna innspýtingu fjár gáfust eigendurnir upp í fyrra og hin glæsilegu húsakynni eru nú not- uð af bæjarfélaginu. Hitt sjúkrahús- ið er einnig hætt rekstri. Aðeins nokkur mjög lítil einkasjúkrahús eru eftir í rekstri og samanlagt ráða þau yfir um 130 sjúkrarúmum. Eigendur einkasjúkrahúsanna höfðu vonast eftir að samvinna næðist við hið opinbera sjúkrahús- kerfi, þannig að sjúklingum af bið- listum gæfíst til dæmis kostur á sjúkrasamlagsframlagi til að gangast undir aðgerðir á einkasjúkrahúsunum. Fæst húsanna hafa þó náð samvinnu við kerfið og dæmi um að þegar sjúklingar af biðlistum ákváðu sjálf- ir að greiða fyrir aðgerðir sínar á einkasjúkrahúsum komust þeir skyndilega að hjá hinu opinbera. Svo virðist sem samvinnan hafi fyrst og fremst strandað á póli- tískri andstöðu innan hins opinbera kerfis. Flest þeirra einkasjúkrahúsa sem enn eru rekin eru rekin með tapi og því má búast við að þeim fækki enn. Flest húsin lifa af því að lækna þýska sjúklinga, sem eiga auðvelt með að fá sjúkratryggingu sína til að greiða fyrir aðgerðirnar. Tvö stærstu húsin hætt rekstri Selja búnað til kjúklingaiðnaðar FYRIRTÆKIÐ Póls-rafeindavörur á ísafirði hefur náð samningum við hollenska fyrirtækið Meyn bv. um sölu og dreifingu á vörum Póls um allan heim. Meyn er eitt af stærstu fyrirtækjum heims í sölu á tækjum til kjúklingasláturhúsa og hefur einnig mikil umsvif í sölu á vinnslu- línum og tækjum til almennra slát- urhúsa, að því er segir í nýju frétta- bréfi Útflutningsráðs. Þar kemur fram að Póls telur mikla möguleika fólgna í þessum samningi því þarna sé fyrirtækið komið inn fyrir þröskuldinn á kjúkl- ingamarkaðnum. Áætlað er að samningurinn skili um 16-20 millj- óna sölu á fyrsta ári og að sala fyrirtækisins muni jafnvel tvöfald- ast síðar. Þá hefur Póls náð samningum við Utgerðarfyrirtækið Odra um sölu á vogum í togara fyrirtækisins en það gerir út marga úthafsveiði- togara. Fyrstu vogirnar fara til Odra í apríl nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.