Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Islensk píanótónlist TÓNLIST Myrkir musikdagar KJARVALSSTÐAIR Þorsteinn Gauti Sigurðsson leikur píanóverk eftir John Speight, Rik- harð Órn Pálsson og Lárus H. Gríms- son. Þriðjudagurinn 14. febrúar 1995 ÞVÍ hefur verið haldið fram, að erfiðleikar nútímatónskálda varð- andi gerð tónverka fyrir píanó séu vegna ósveigjanleika tónsins í hljóðfærinu. Þar verði engu breytt og ýmsar aðferðir, sem prófaðar hafa verið í mótun tónsins, hafi oftar en ekki leitt til tæknihindr- ana varðandi leikhraða. Þá hefur nútímatónskipan ekki boðið upp á þá tónstigatækni, er liggur mjög vel fyrir píanóinu og það sé ekki fyrr en á síðari tímum, er hefð- bundnar tónraðir fóru að heyrast í nýjum tón- verkum, að píanóið varð aftur verkfæri tónsmiða og sérstak- lega eftir að tölvan bætti þar úr, sem á vantaði í leiktækni höf- unda. Allar slíkar stað- hæfingar verður þó að taka með fyrirvara, því sem fyrr, eru það verk- in sjálf sem mestu skipta, en ekki hvemig til þeirra var stofnað. Tónleikar Þorsteins Gauta hófust á þremur prelúdíum eftir John Speight, skemmilegum smáverk- um er voru mjög vel leikin. Tón- mál þeirra býr yfir fallegum tilvís- unum til gullaldar píanósins, í formi tónstiga, brotinna hljóma og hamrandi samhljó- munar. Svítla, sem líklega á að merkja lítil svíta, eftir Rikharð Örn Pálsson, var annað verk tónleikanna. Rikharður hefur oft haldið fram nauðsyn þess að tónskáld semdu svo kallaða „miðju tónlist“, sem í eðli sínu væri skemmtitónlist en vel samin. í þeim anda er svítlan hans en prelúdiettan (lítill for- leikur), fyrsti kaflinn, er besti kafli verksins. Annar þátt- urinn nefnist Rondino (lítill hring- dans) var eins konar „blues“ og sá þriðji, Fughetta Azzurra (asúr- blá smáfúga), var byggð á jazz Þorsteinn Gauti Sigurðsson MÁLÞING um menningarmál í Reykjavík Dagskrá: 10:00 Skráning þátttakenda. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, boðar til síðara málþings um menningarmál í Reykjavík. Þar verður fjallað um list- og menningarmiðlun í borginni. Á fyrra málþinginu, sem haldið var 14. janúar sl., var fjallað um hagsmuni og aðstöðu listamanna í Reykjavík. Seinna málþingið verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 18. febrúar 1995 og er öllum opið. 10:15 Setning málþings: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 10:20 Árbæjarsafn: Margrét Hallgrímsdóttir. 10:30 Borgarbókasafn Reykjavíkur: Þórdís Þorvaldsdóttir. 10:40 Borgarleikhúsið: Sigurður Hróarsson. 10:50 Gerðuberg: Elísabet B. Þórisdótdr. 11:00 Kjarvalsstaðir: Gunnar Kvaran. 11:10 Kaffihlé. 11:20 Listahátíð í Reykjavík: Þórunn Sigurðardóttir. 11:30 Söfn - miðlun menningar: Ragnhildur Vigfúsdóttir. 11:40 Hlutverk fjölmiðla: Jón Ásgeir Sigurðsson. 11:50 Menningarmálanefnd Reykjavíkur: Guðrún Jónsdóttir. 12:00 Matarhlé. 13:00 Pallborðsumræður og fyrirspurnir - frummælendur sitja fyrir svörum. 15:00 MáJþinginu slitið. Fundarstjóri: Halldór Guðmundsson. Vinsamlega tilkynnið upplýsingaþjónustu Ráðhússins þátttöku í síma 632005 fyrir 17. febrúar. Þátttökugjald (hádegisverður og kaffi) er kr. 1000. Skrifstofa borgarstjóra stefi. Bæði þessi atriði verka eins og tilvitnanir og ræna tiltrún á eignarrétt höfundar á hugmynd- unum. Fjórði kaflinn, Ciaccona Piccola (lítil sjakonna), var minnst- ur í gerð en sá síðasti, Toccatina (smásnertla) var ásamt þeim fyrsta bestu kaflamir og þar var mest að gera. Verkið sem er á köflum nokkuð erfitt var sérlega vel leikið af Þorsteini Gauta. Síðasta verkið á tónleikunum nefnist Farvegir og er eftir Lárus H. Grímsson. Þetta er hörkugott verk, erfitt á köflum og var sér- lega vel leikið af Þorsteini Gauta. Svo virðist sem íslendingar séu að eignast töluverða átakstónlist fyrir píanó og er það vel, því á þeim vettvangi hefur ríkt kyrrð og fátt stórt verið til að glíma við fyrir konsertpíanóleikara okkar. Áð því leyti má segja, að þessir tónleikar marki nokkur tímamót og að nú megi vænta þess að píanóleikara fái að spreyta sig á einhveiju stóru fyrir píanóið í framtíðinni. Jón Ásgeirsson. Skart- gripa- uppboð í skíðabæ SKARTGRIPIR verða boðnir upp á vegum Sothe- by’s í skíðabænum St. Mo- ritz í Sviss dagana 17. og 18. febrúar eða nánar til- tekið á Kulm Hotel. Fyrir slíku uppboði er tuttuga ára gömul hefð. Meðal skartgripa sem seldir verða er demanta- og perlugullkóróna, verk Frakkans Chaumont sem vann við frönsku hirðina. Söluverð kórónunnar er 140-180.000 sterlingspund. Fleiri verðmætir skart- gripir verða í boði. PEDER Severin Kröyer: Hjá Jóakim á Skaganum, 1885. Merkilegri sýn- ingu að ljúka MYNDLIST Listasafn íslands STOFNGJÖFIN EINS og fram hefur komið er hinni stórmerku sýningu á stofngjöf Listasafns íslands að ljúka, en það gerist nú um helgina og verður sýningin ekki framlengd. Hér er um að ræða eitt lofsverð- asta framtak í langri sögu lista- safnsins, þvi það skiptir svo miklu máli að beina sjónum aftur til upp- hafsins er kryfja skal þróun ís- lenzkrar myndlistar. Það hefur þannig ýmislegt komið á óvart, svo sem greinileg tengsl brautryðjend- anna við sumar myndanna. Teljast áhrifin þó mjög heilbrigð og meira en eðlileg, því þetta voru fyrstu alvarlegu kynni þeirra af lærðri list útlandsins, utan þess sem þeir kunna að hafa séð á póstkortum, á dagatölum, í bókum og tímaritum en þar var ekki um auðugan garð að gresja á þeim árum. Sýningin gaf tilefni til ítarlegrar almennrar úttektar svo og á list- ferli nafnkenndustu málaranna og satt að segja langaði mig til að skrifa aðra grein um hana, en ann- ir á öðrum vígstöðvum hindruðu það, en væri þó tilefni til athafna síðar því stofngjöfin er fyrir hendi. Nú þegar búið er að hreinsa og gera við myndirnar er möguleg að sýna þær oftar, eða hluta gjafarinn- ar sem stofn í þemasýningu. Mikil- vægt er að halda hér vöku sinni og láta ekki tímabundið andvara- leysi um arfleifð fyrri kynslóða glepja sér sýn. Það er spá mín og vissa, að gjöfin muni þykja æ merki- legri eftir því sem frá líður. Auðvitað er ergilegt til þess að vita, að ekki skuli vera mögulegt að sýna skilvirkt samhengi íslenzkr- ar myndlistar í sölum safnsins, en til þess er það margfalt of lítið, en sýningin ætti í og með að opna augu manna fýrir mikilvægi þess. Það telst vera meginhlutverk þjóð- listasafns um leið og það eykur við stofn sinn af því ferskasta sem gert er í samtímanum, því hann er fyrr en varir orðinn að fortíð. Sýningin segir okkur einnig margt fleira en við blasir og bak- grunnur hennar er mjög merkilegur og markar nokkur tímamót. Á ég hér við sjálfan undirbúning hennar, en myndirnar voru bæði hreinsaðar og gert var við þær hér heima, auk- þess sem rammarnir voru yfirfarnir en þeir voru ekki allir í góðu ástandi. Er þetta meiri framför en margur gerir sér grein fyrir og gott er til þess að vita hve for- vörslu listaverka hefur fleygt fram hin síðari ár, en hér var næstum um eyðimörk að ræða lengi vel og voru ýmis lykilverk brautryðjend- anna í slæmu ástandi. Þurfti lengi vel að senda slík listaverk utan til Kaupmannahafnar og var sú við- gerð mjög kostnaðarsöm. Málverk eru viðkvæm, enda um lífræn efni að ræða, þau þarf helst að hreinsa á nokkurra áratuga fresti og þurfa að geta andað og að auki vera í réttu raka- og hitastigi. Ber forvörsludeild safnsins mikið lof fyrir frammistöðuna og safnið sjálft fyrir framtakið og er von mín að sem flestir leggi leið sína þangað um helgina og kynni sér stofngjöf Björns Bjarnarsonar, sem telst eitt merkasta framtak einstaklings á sviði íslenzkrar menningar. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.