Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 23 LISTIR KÓSÝ; Markús Þór Einarsson, Úlfur Eldjárn, Magnús Ragnarsson og Ragnar Kjartansson. Kaffileikhúsið í Hlaðvarpanum Tónlistarkvöld á sunnudögum KAFFILEIKHÚSIÐ í Hlaðvarpan- um hefur frá því í október staðið fyrir leiksýningum á fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöldum og hafa þegar verið frumsýnt 8 verk. Nú hefur verið ákveðið að bæta við dagskrá Kaffileikhússins og bjóða upp á tónlist á sunnudags- kvöldum. Fyrsta tónlistarkvöldið verður sunnudaginn 19. febrúar og er það hljómsveitin Kósý sem mun leika sína ljúfu tónlist fyrir gesti Kaffileikhússins kl. 21. Kósý er gestum Kaffileikhúss- ins að góðu kunn en hún hefur alloft komið fram þar að loknum leiksýningum en nú mun Kósý standa fyrir eigin tónleikum. í kynningu segir; „Kósý strák- arnir eru fjórir, 18-19 ára gaml- ir, og allir nemendur í Mennta- skólanum í Reykjavík. Þeir koma víða við í lagavali og túlkun. Má þar finna íslenskar dægurflugur innan um suðræna slagara og franska kaffihúsatónlist í bland við skandinavísk einsemdarljóð, fjöruga hópsöngva, poppsmelli frá Bretlandseyjum og jafnvel smá klassísk a la Beethoven og Mozart. Inn á milli bregða piltarnir á leik, sýna galdrabrögð, fara með gam- anmál, rabba við áhorfendur og fleira.“ Frábær sellóleikur TÓNLIST Kjarvalsstödum MYRKIR MÚSÍKDAGAR Bryndís Halla Gylfadóttir. Mið- vikudagur 15. febrúar. DANS, eftir Snorra Sigfús Birgisson er Ijóðræn smíð, hægur, tregafullur dans, sem vel gæti verið tónlist við eindans ballett- dansmeyjar, hugmyndirnar vel brúaðar, en kom þó fyrir að virk- aði sem skrifborðsvinna. Bryndís Halla bjargaði þó öllu til lífsins með frábærum leik. Bryndís er reyndar einn af þeim listamönnum sem gæðir alla hluti lífi og getur því gert manni erfitt fyrir að átta sig á hvort höfundinum tókst að skapa ágætt verk eða hvort flytj- andinn er töframaður. „Mild und (meistens) leise“, frá 1973, eftir Þorkel Sigurbjörnsson, er frábær tónsmíð. Verkið minnir á þjóðsögu í mörgum myndum. Hér reynir mjög á hljóðfæraleikarann, svo að stundum sýndust margir bogar á lofti samtímis og hveija nótu fyllti Bryndís lífi, jafnvel pizz. var aldrei tilgangslaust. Þótt Þorkell brygði upp mörgum myndum var í lokin sem allar hefðu fæðst út frá fyrstu hugmyndinni. Hér gat að heyra eitt af bestu verkum Þorkels, að mati undirritaðs. „Sellósólófyrirsólóselló", f einu orði, eftir John Speight, var næst á efnisskrá. Að sjá svona mis- heppnuð frumlegheit á prenti set- ur mann fyrirfram gegn því sem á eftir kemur. Að beija saman einhver sniðuglegheit gengur aldrei, slíkt er fyrirfram dæmt til að lötra niðurávið og minnir um of á skáld, sem endilega þurfa að segja eitthvað, án þess að hafa nokkuð að segja. Þrátt fyrir mik- ið álag á sellóleikarann, mikinn hamagang og miklar tækniþraut- ir, komst undirritaður aldrei í samband við Sellósólófyrirsólós- elló. Solitaire (frá 1970) eftir Haf- liða Hallgrímsson er frá þeim tíma þegar Hafliði kom fyrst fram sem tónskáld og þá í Norræna húsinu 1971, en þá frumflutti Hafliði þetta einleiksverk sitt fyrir selló. I efnisskrá segist Hafliði hafa gengið með þetta verk gegnum árin og verkið sífellt að taka breytingum. Tuttugu árum eftir frumflutninginn hafí hann svo ákveðið að endursemja Solitaire og í þeirri útgáfu mun verkið hafa verið flutt í kvöld. Þetta eru fimm þættir, allir mjög vel skrif- aðir og væri reyndar gaman að hafa um hvern þeirra langt mál. Frá stuttum pizzicato-serenöðu- þætti til margslungins næturljóðs- þáttar eru víddir, sem Hafliði kann svo sannarlega að brúa og spái ég þessu verki langlífi. Þama gæddi Bryndís einnig hvert boga- strok lífi og sannfæringu, sem aðeins sönnum listamanni er gefíð. Ragnar Björnsson. X NOATUN Helgartilboð: Uncle Bens dagar Súrsæt sósa + instant grjón 500gr. 199.- Spaghetti 500gr. + U.B. pastasósa 199.- 5009»- 269 \ ■IfllSk paVfc'nn iotPaKKaÖ 3009** 459^ !iaotas«' 999 itse' Uncle Bens sósur Pasta sósa 139.- Indian Curry 139.- Thai Curry 139.- p».W‘ pauta9_ 199 0* ,t>9- Orbylgjupopp 99.- U.B. Broccoli /gratin grjón + Chicken wild 99.- J'OSi,, YsUflÖk 299;; Joi'agoiti *Þli 69- NÓATÚN 17 - S. 561 7000, ROFABÆ 39 - S. 567 1200, LAUGAVEGI 166 - S. 552 3456, HAMRABORG 14, KÓP. - 554 3888, FURUGRUND 3, KÓP. - S. 552 2062, ÞVERHOLTI 6, MOS. - S. 566 6656, JL-HÚSINU VESTUR í BÆ - S. 552 8511, KLEIFARSELI 18 - S. 567 0900. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.