Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMPAR GREINAR Stúdentaráðskosningar Nýsköpun fyrir slikk NÝSKÖPUNAR- SJÓÐUR námsmanna var stofnaður sumarið 1992 og hefur verið starfræktur hvert sum- ar síðan. Markmið sjóðsins er að stuðla að nýjungum í atvinnu- lífi og á fræðasviði og að gefa námsmönnum á háskólastigi kost á að vinna að rannsókna- verkefnum á vegum Háskóla íslands, ann- arra háskóla- og rann- sóknarstofnana og/eða fyrirtækja. Þannig má efla tengsl háskóla og rannsóknarstofnana við atvinnulífið. Með þessu vinnst a.m.k. þrennt; nýsköpun í þágu at- vinnulífsins, nemendur geta nýtt menntun sína í sumarstörfum og fengið þjálfun fyrir framtíðarstörf og loks styrkjast tengsl atvinnulífs og skóla. Svar við samdrætti Nýsköpunarsjóður leggur aðeins til laun viðkomandi námsmanna. Misjafnt er eftir verkefnum hve margir námsmenn vinna við þau og hversu lengi, jafnan er þó um sumarvinnu að ræða. Þannig er Nýsköpunarsjóðurinn svar við sam- drætti í atvinnulífinu sem hefur fækkað atvinnutækifærum náms- manna yfir sumartímann. Eitt af aðalsmerkjum Nýsköp- unarsjóðs er að rekstrarkostnaði hefur verið haldið í lágmarki. Að- eins um 2, 5% af heildarfjármagni hans runnu til rekstrar á síðastliðnu ári. Þessi lági rekstrarkosnaður er ekki síst vegna þess að Stúdentaráð HÍ hefur tekið að sér rekstur og launagreiðslur sjóðsins. Við það hefur heilt stöðugildi sparast. Velta sjóðsins hefur tvöfaldast frá stofn- un hans og sumarið 1994 bættust fleiri sveitarfélög í hóp borgarinnar og veittu styrk til sjóðsins og ber að þakka þann stuðning. Langt er þó í land og fjármagn sjóðsins nægði aðeins til að styrkja 100 af u.þ.b. 250 umsækjendum. 250 verkefni á hverju sumri Stúdentaráð hefur staðið fyrir öflugri kynningu á sjóðnum í vetur og búast má við töluvert aukinni ásókn á komandi sumri. Stefna Röskvu er að fyrir næstu aldamót verði sjóðnum unnt að styrkja 250 verkefni á hverju sumri. Fjárþörf sjóðsins yrði þá um 50 milljónir króna. Þó að opinberir aðilar verði áfram helstu bakhjarl- ar Nýsköpunarsjóðs má reikna með að einn helsti vaxtarbroddur hans felist í auknu samstarfi við fyrirtæki og sjálfstæðar stofn- anir. Slíkt samstarf fer sívaxandi og felst oft- ar en ekki í beinum umsóknum viðkom- andi um styrkt fyrir ákveðið verk- efni. Oft fylgir með í kaupunum að námsmaður er ráðinn til að vinna að verkefninu í lengri tíma en styrk- urinn segir til um. Þannig næst enn betri nýting fjármuna sjóðsins. Með þessu móti hagnast fyrir- tækið á sama tíma og afköst Ný- sköpunarsjóðs margfaldast. Stúdentar neita að láta buga sig, segir Herdís Hallmarsdóttir, sem telur Nýsköpunarsjóð mótleik gegn vaxandi atvinnuleysi stúdenta.“ Röskva leggur þó einnig til að stefnt verði að því að Nýsköpunar- sjóðurinn verði starfræktur árið um kring. í því skyni er brýnt að afla stuðnings við að tryggja Nýsköpun- arsjóði varanlegan grundvöll. Ný- sköpunarsjóður er gott dæmi um að stúdentar eru ekki hópur sem situr með hendur í skauti. Hann er þvert á móti sterkur leikur gegn vaxandi atvinnuleysi og efnahags- þrengingum. Nýsköpunarsjóður hefur sýnt að hann hefur alla burði til að leggja dijúgt af mörkum til framþróunar í íslensku samfélagi. Það verður ávöxtur frumkvæðis og atorku stúdenta. Höfundur skipar 6. sæti á framboðslista Röskvu til Stúdentaráðs. Herdís Hallmarsdóttir „Ein fjöður verður að fimm hænum“ MÉR dettur í hug þessi saga H.C. And- ersen, er ég les um- fjöllun í fjölmiðlum um umsögn Lögmannafé- lags Islands um frum- varp til laga um breyt- ingu á mannréttindak- afla stjómarskrár Lýðveldisins íslands. Umsögn þessi hefur bæði verið rangtúlkuð og afflutt. Látið er líta út eins og öll lög- mannastéttin sé ein- huga í gagnrýni sinni á frumvarpið. Ekkert er ijarri sanni. Skoð- anir manna - ekki aðeins innan stjórnar lögmannafélagsins og laganefndarinnar - eru mjög skiptar á þessu stjórnarskrárfrum- varpi, hvað þá meðal lögmanna í heild. Og skyldi það engan undra, því að hér er pólitískt tundur á ferðinni. Það er nefnilega ekki til neitt pólitískara plagg með einni þjóð en stjórnarskrá hennar. Því er hún og hlýtur að vera málamiðl- un milli hinna pólitísku afla, er takast á um innihald hennar. Eins er það vissulega um um- sögn Lögmannafélags íslands um stjómarskrárfrumvarpið - hún er málamiðlun, hún er hvorki allshetj- ar lof um frumvarpið né fordæm- ing. Umsögnin er fyrst og síðast hugvekja, sett fram í þeim tilgangi að menn velti fyrir sér ákveðnum grundvallaratriðum á sviði mann- réttinda áður en málinu er endan- lega ráðið til lykta. í frumvarpinu er flest til bóta. Þar má fyrst telja bann við afturvirkni refsilaga og skattalaga, sem er gleðileg réttar- bót. En Iengi má gott bæta. Og hvað er það þá sem eina stjórnar- skrá má prýða? Það eru fyrst og fremst hin borgaralegu og stjórn- málalegu réttindi, sem eiga að tryggja það, að ríkisvaldið láti þegnana í friði. Sé það ekki gert, geti borgararnir leitað réttar síns fyrir dómstólum. Stjórnarskrárá- kvæði eiga að vera stuttorð og gagnorð, knöpp á stílnum og algild. Það sem umfram allt ber að forðast í stjómarskrám eru langir loforðalistar á sviði atvinnu-, fé- lags- og menningarmála. Puntuorð af því tagi eru stjórnarskrárlegt eitur. Þessum hlutum á að skipa Magnús Thoroddsen hrl. með almennri löggjöf í samræmi við efni og aðstæður hvers þjóðfélags á hveijum tíma. Ég er því fyllilega ánægður með það, hvernig tekið er á þessum málum í' stjórnarskrárfrum- varpinu. Þar er allt sagt sem segja þarf og málinu að öðru leyti vísað til almenna löggjafans. Svona á að skipa þessum mál- um. í untsögn Lög- mannafélagsins er - því miður - fjallað um hina efnahagslegu, fé- lagslegu og menningarlegu þætti í allt of löngu máli. Setur það mikla slagsíðu á umsögnina og lá ég ekki á þeirri skoðun minni, er umsögnin var samin. En út yfir tekur þó, þegar verið er að vitna til hinnar gullinorðu rússnesku stjómarskrár til árétt- ingar Útópíu þessari. Hvergi er og hefir ástandið í mannréttindamál- um verið verra en austur þar, þrátt fyrir hina sykruðu lygi. Hvergi eru fegurri mannréttindaákvæði en í stjómarskrám einræðisríkjanna, þótt þau séu ekki pappírsins virði sem þau eru skrifuð á, þegar á reynir. En hveiju er þá áfátt í stjórnar- skrárfrumvarpinu? Ýmsu, t.d. skortir ákvæði um rétt borgaranna til að krefjast þjóðaratkvæða- greiðslu um ákveðin mál. Þá vant- Mannréttindaskrár eiga að fjalla um mannhelg- ina, segir Magnús Thoroddsen. Hún er sjálft sköpunarverk Guðs, sem á þessari öld hefur - illu heilli - ver- ið afneitað of lengi. ar ákvæði, er tryggi öllum kjósend- um jafnt atkvæðavægi, hvar sem þeir eru búsettir á landinu. Enn- fremur verður að betrambæta 3. mgr. 11. gr. um tjáningarfrelsið með því að bæta inní hana orðun- um, „sem nauðsynlegt er í lýðræð- islegu þjóðfélagi". Þessu til viðbótar vantar og glæsilegt, háleitt og innblásið túlk- unarmarkmið á mannréttinda- ákvæðum. Sá, sem les mannrétt- indayfirlýsingu bandarísku stjórnarskrárinnar hlýtur að hríf- ast af því hve hún er háleit, fögur og innblásin, rétt eins og trúarrit. Og þannig eiga mannréttindaskrár að vera, því að þær fjalla um helg- an dóm, mannhelgan, sjálft sköp- unarverk Guðs, sem á þessari öld hefir - illu heilli - verið afneitað allt of lengi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. m SÓLON ÍSLANDUS Á föstu- dags- og laugardagskvöld leika þeir félagar Hjötur Howser, á píanó og Jens Hanson á saxafón. Tónlistin sem þeir spila er frá öll- um tímum á ljúfum nótum. ■ STAPINN, NJARÐVÍK Hljómsveitin Spoon leikur í kvöld, föstudagskvöld 17. febrúar. ■ NAUSTKJALLARINN Hljómsveitin E.T.-Bandið leikur föstudags- og laugardagskvöld. ■ ÞJÓÐVAKI hélt kynningarfund í Vestmannaeyjum þriðjudags- kvöldið 14. febrúar sl. á Hótel Bræðraborg. Jóhanna Sigurðar- dóttir var aðalræðumaður og auk hennar kynntu stefnu Þjóð.vaka félagar Suðurlandsdeildar þau Hreiðar Hermannsson, Selfossi, fyrram útgerðarmaður, Vest- mannaeyjum, Þorsteinn Hjartar- son, skólastjóri, Brautarholti, Ragnheiður Jónasdóttir, garð- yrkjumaður, Hvolsvelli, og Þorkell Steinar Ellertsson, bóndi, Ármóti í Landeyjum. Fundarsókn var góð. Milli 50 og 60 manns sóttu fund- inn. Það er ljóst miðað við fyrir- spumir og þátttöku gesta í umræð- unum að margt brennur á Eyja- mönnum og var fundurinn líflegur og mörg mál rædd þó staða sjávar- útvegs og vinnslu hefði borið mest á góma, segir í fréttatilkynningu. Til hamingju Vaka! VAKA, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, átti 60 ára afmæli 4. febrúar síðastliðinn. Það er hár aldur í augum háskólastúdenta, en Vaka, rétt eins og aðrir sextugir unglingar, lítur á sig sem síunga í anda. Margt hefur breyst bæði í þjóðfélaginu og háskólanum á þessu æviskeiði Vöku, ýmislegt hefur áunnist og ekki er hægt að segja annað en að Vaka hafi haft áhrif og bætt umhverfi stúdenta við Háskóla íslands. Enn er ætlun- in að bæta um betur. Vaka hlakk- ar til að verða eldri enda hrörna frumur hennar ekki heldur eru í stöðugri endurnýjun. Gæðamat á kennslu Vaka átti framkvæði að því að koma á gæðakönnun á kennslu á árinu 1989 í góðu samstarfí við kennslumálanefnd. Með því að koma á gæðamati kennslu í öllum deildum var ætlunin að kennarar hefðu jákvætt aðhald frá nemend- um og skynjuðu hvað gekk vel í kennslu og hvað illa. Könnunin sem slík hefur því mið- ur dottið upp fyrir að nokkra leyti. Verið er að leita nýrra leiða til að koma könnuninni í ákveðinn farveg þann- ig að hún nýtist bæði stúdentum og kennur- um við að gera nám við HÍ markvissara og betra. Desemberpróf Það var lengi gagn- rýnt að haustmisseris- próf væra í janúar en ekki í desem- ber. Fram að þeim tíma sem fyrir- komulaginu var breytt fengu stúd- entar ekki jólafrí eins og aðrir landsmenn. Gerð var könnun á því hvort nemendur vildu færa prófin fram fyrir jól. Niðurstaðan varð jákvæð og Vaka fylgdi málinu eft- ir og gerði desember- próf að veruleika. Nú eiga stúdentar sitt jól- afrí eins og aðrir og þurfa ekki að vera jafn lengi í skólanum fram á vorið og áður. Deildarmúrarnir Eitt helsta kosn- ingaslagorð Vöku á áram áður var „Bijót- um deildarmúrana“. Þetta gamla slagorð er enn í fullu gildi og hafa Vökumenn unnið eftir þes"su slagorði síðan það var fyrst kynnt. Ýmislegt hefur áunnist í þeim efnum og stúdentar geta í auknum mæli valið á milli deilda. Oftast er það þó háð samþykki deildar að viðkomandi stúdent fái metnar einingar úr öðrum deildum og hefur ekki alltaf verið samræmi í þeim efnum. Hrönn Hrafnsdóttir. Vaka berst fyrir því að Háskóli íslands verði opnari og þverfaglegri en nú ér. Hrönn Hrafnsdóttir segir að gera þurfi stúdentum kleift að stunda greinar í öðrum deildum en sinni „heimadeild“. Steinar í vegg? Þannig hefur hver deild haft þá tilhneigingu að byggja múr í kring- um sig og steypa alla stúdenta í sama mót. Sveigjanleiki er þó að aukast. Má nefna að stefnt er að því að auka framboð þverfaglegra greina. Nú þegar er hafin kennsla í sjávarútvegsfræðum og innan háskólans eru starfandi nefndir sem era að kanna möguleika á þvi að taka upp þverfaglegt nám í umhverfisfræðum og kvennafræð- um. Þetta eru vissulega skref i rétta átt en betur má ef duga skal. Framtíðarsýn Vaka berst fyrir að Háskóli ís- lands verði opnari og þverfaglegri en nú er. Gera þarf stúdentum kleift að stunda greinar í öðram deildum en sinni „heimadeild". Þannig fá stúdentar víðari sýn á lífið og tilverana. Laganeminn get- ur þannig kynnst bókhaldi, við- skiptafræðineminn heimspekileg- um þankagangi, heimspekineminn kynnst undraveröld efnafræðinnar og svo mætti lengi telja. Stúdentar úr ýmsum greinum gætu myndað vinnuhópa til úrlausnar á einstök- um vandamálum og fengið þannig innsýn í aðrar fræðigreinar, í stað þess að líta eingöngu á vandamál- ið út frá sínu sjónarhorni. Þjóðfélagið er sífellt að breyt- ast, krafist er víðtækrar þekkingar á flestum málum og sá sem hefur víðsýni til að bera skarar fram úr. Að þessu mætti stuðla í Háskóla íslands í auknum mæli, næg er fjölbreytnin innan hans. Höfundur situr í Háskólaráði fyrir Vöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.