Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 25 AÐSENDAR GREINAR Framtíð Islands í herkví afturhaldsafla? STEFNUR og markmið stjórnmála- flokka hafa yfirleitt verið skýrð út frá hin- um hefðbundna hægri/vinstri ás. Þessar stefnur hafa síðan fengið ýmis nöfn, svo sem félags- hyggja og fijáls- hyggja. Sú greining á hinu pólitíska litrófi á íslandi átti vel við þar til utanríkismál fóru að setja mark sitt á stjórnmálakerfið. Þá má segja að hægri/ vinstri skiptingin hafi orðið úrelt þótt menn reyni enn með vægast sagt mi- sjöfnum árangri að notast við hana. Fram eða aftur Þegar spurningin, hvort ísland ætti að gerast aðili að NATO, komst á flug má segja að hið hefð- bundna stjómmálakerfi hafi riðl- ast. Til varð nýr viðmiðunarás. Stjórnmálaflokkar röðuðust á þennan ás eftir því hvort þeir voru fylgjandi alþjóðlegri samvinnu eða einangrunarstefnu, alþjóðahyggju eða einangrunarhyggju. Ég kalla þessa skiptingu fram og aftur. Þeir sem eru fremst vilja ganga lengst í alþjóðlegri samvinnu. Þessi skipt- ing sést greinilega í íslenskum stjórnmál- um í dag, þar sem Al- þýðuflokkurinn er fremst og hinir flokk- arnir raðast þar fyrir aftan. Hokur er dyggð! Alþýðuflokkurinn hefur alla tíð verið í fararbroddi þéirra afla sem telja alþjóðlega samvinnu vera bestu leiðina til að auka lífs- kjör alþýðunnar í land- inu. Sjálfstæðisflokk- urinn fylgdi stefnu Alþýðuflokks- ins fyrst um sinn en hefur síðan heykst á þeirri stefnu og hallað sér frekar að einangmriaröflunum í seinni tíð. Alþýðubandalag og Framsóknarflokkur telja hins veg- ar að íslandi sé best borgið fyrir utan alþjóðastofnanir. Þeir vildu halda í gamla sjálfsþurftarbúskap- inn þar sem hokur er dyggð. Skammstafanir og lífskjörin Arið 1970 gerðust Islendingar aðilar að EFTA. í því máli skýrð- ust hinar pólitísku línur enn bet- ur. Viðreisnarstjórnin með Al- þýðuflokkinn í fararbroddi barðist íhaldsmenn og þjóðernissósíalistar, segir Eiríkur Berg- mann Einarsson, hafa sameinast í utan- ríkismálum. fyrir málinu. Framsókn og Alþýðu- bandalag voru á móti. Nú eru flest- ir skyni bornir menn sammála um að EFTA-aðildin hafi skilað hinu vanþróaða efnahagskerfí á íslandi miklum ávexti og þannig bættum lífskjör um til allra landsmanna. Alþjóðlegt samstarf snýst því ekki um skammstafanir heldur um vel- ferð fólks. Hentistefnuflokkarnir aflijúpast Þegar hugmyndin um hið evr- ópska efnahagssvæði (EES) skaut rótum gerðist Alþýðuflokkurinn talsmaður þess að Island gerðist aðili að samningnum. Einn flokka fylgdi hann svo málinu eftir allt til enda. Þar skildu leiðir Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var í upphafi á móti aðild að EES, líkt og hann er nú á móti aðild að ESB. Að hætti stefnulausra flokka Eiríkur Bergmann Einarsson skipti Sjálfstæðisflokkurinn þó um skoðun í EES-málinu þegar hann komst í ríkisstjórn. Framsókn og Alþýðubandalag vissu ekki í hvorn fótinn átti að stíga þegar málið kom upp en þá voru báðir flokkar í ríkisstjórn. Þeir töluðu ýmist með EES eða gegn. Þar afhjúpuðu þeir hentistefnu sína. Báðir flokkarnir lögðust hins vegar gegn málinu þegar þeir lentu í stjórnarand- stöðu. Vöruverð á íslandi það hæsta í heimi Umræður um hvort ísland eigi nú að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu eru nú efst á dagskrá íslenskra stjórnmála. Alþýðuflokk- urinn er í fararbroddi þeirrar um- ræðu en einangrunaröflin reyna eftir megni að þagga hana niður. Þeir sömu og börðust hvað hat- rammast gegn EES hafa nú gert þann samning að haldreipi í mál- flutningi sínum og eru því komnir í hring. Það merkilegá í þessu máli öllu er sú staðreynd að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur nú, eins og áður sagði, heykst af braut alþjóð- legrar samvinnu í utanríkismálum. Eftir stendur að Alþýðuflokkurinn er nú eini flokkurinn sem berst fyrir bættum lífskjörum lands- manna með alþjóðlegri samvinnu. Allir hinir flokkarnir eru nú mál- svarar tolla, vörugjalda og annarra viðskiptahindrana sem eru þess valdandi að vöruverð á íslandi er það hæsta í heimi. Afturhaldið vill eyðileggja GATT GATT-samningurinn sem Al- þingi hefur nýlega samþykkt hefur verið baráttumál Alþýðuflokksins lengi. Skammstöfunin GATT snýst með beinum hætti um fjárhags- lega afkomu heimilanna í landinu. Matarkarfa vísitölufjölskyldu er kostar 1.000 kr. og í eru eingöngu landbúnaðarvörur myndi kosta aðeins 433 kr. ef leyfður væri toll- frjáls innflutningur landbúnaðar- vara. Hagfræðistofnun Háskóla íslands hefur reiknað út að ef far- ið yrði að ítrustu tillögum landbún- aðarráðuneytisins myndi sama matarkarfa kosta 2.689 krónur. Með afnámi tolla og annarra viðskiptahindrana átti vöruverð að lækka. Skuldsettu heimilin í land- inu sáu þar loks fram á að hinn himinhái matarkostnaður lækkaði. Þetta gátu einangrunar- og aftur- haldsöflin í landinu ekki sætt sig við og reyna nú að eyðileggja allan ávinning af samkomulaginu með því að veita landbúnaðarráðherra Sjálfstæðisflokksins af framsókn- arætt umboð til að setja á ofur- tolla svo almenningur fengi örugg- lega ekki nokkurn skapaðan hlut á lægra verði en áður. Höfundur er stjórnmálafræði- nemi, forseti utanríkismálanefnd- ar SUJ og formaður Félags ungra Evrópusinna. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af ailskonar buxum Opið á laugardögum kl. 11 - 16 Itsöluvörurnara aötumarkað uppSLANIR Iringlunnar s LÁ B oT NIN N j ÚTSÖLURNAR Rýmum tsTir EJEIIE' GÖTUB\*ÐUR ÍIKRINGLUNNI m nm rtUjJ. UÖRURNAR ÚT R GÖTU ■ UíRÐlÐ HIÐUR UR OllU URLUI ICRIMG ylN - gatan mín - I O P I Ð FÖSTUDAG FRÁ K L . 10-19, LAUGARDAG FRÁ K L . 10-16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.