Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMKEPPNIIHUG- BÚNAÐARGERÐ HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKI á almennum markaði hafa kvartað til skattyfirvalda vegna umfangsmik- illar hugbúnaðargerðar, sem fram fer á vegum fjármála- stofnana og ríkisstofnana og ekki er virðisaukaskatt- skyld. Hugbúnaðarfyrirtækin verða hins vegar að standa skil á virðisaukaskatti og telja þau samkeppnisstöðu sína því skerta. Þetta kemur fram í fréttaskýringu í viðskipta- blaði Morgunblaðsins í gær. Þar kemur jafnframt fram að hugbúnaðarfyrirtækin líta svo á að með hugbúnaðargerð á vegum fyrrnefndra fyrirtækja og stofnana sé verið að þrengja að möguleik- um þeirra til að þróa stærri hugbúnaðarkerfi á heima- markaði til að vera betur í stakk búin til markaðssóknar erlendis. Hugbúnaðarfyrirtækin nefna sem dæmi að hugbúnað- ardeildir banka hafi vaxið mjög og stóraukin upplýs- ingamiðlun bankanna, til dæmis uppflettiaðgangur að þjóðskrá, gengistöflum o.fl., sé seld án virðisaukaskatts. Reiknistofa lífeyrissjóðanna innheimti ekki virðisauka- skatt af þeirri þjónustu, sem hún lætur lífeyrissjóðum í té og tölvudeild Ríkisspítala hafi þróað tölvukerfi, sem hún hafi boðið spítölunum án endurgjalds. Samtök hugbúnaðarfyrirtækja hafa gert athugun á aðstæðum í nágrannalöndunum og leiddi hún í ljós að stóran hluta af veltu hugbúnaðarfyrirtækja þar mætti rekja til viðskipta við banka, tryggingafélög og ríkisstofn- anir. Hér á landi eru þessi viðskipti hins vegar hverfandi. Hugbúnaðargerð er vaxandi útflutningsgrein, sem hefur komizt á legg að mestu leyti án opinberra styrkja, eins og forsvarsmenn greinarinnar benda á. Mikilvægt er að þannig sé haldið á málum að hún eigi sem bezt vaxtarskilyrði. Þess vegna hljóta bæði skatt- og sam- keppnisyfirvöld að leggja áherzlu á að kanna ýtarlega hvort hugbúnaðargerð á vegum fjármálastofnana og rík- isfyrirtækja skekki samkeppnisstöðu einkafyrirtækja og hvort þessum málum sé skipað með óeðlilegum hætti miðað við það, sem gerist í nágrannarfkjunum. Gagnrýni Samtaka hugbúnaðarfyrirtækja er enn eitt dæmi um að það er ekki liðið lengur að opinberir aðilar séu að vasast i ýmiss konar starfsemi, sem betur væri komin í höndum einkaaðila. Um slíkt er ef til vill ekki að ræða í öllum þeim tilvikum, sem samtökin gagnrýna, en það er eðlileg krafa að yfirvöld beiti sér fyrir því að samkeppnisstaða fyrirtækja sé með eðlilegum hætti. ERLENDARSKULDIR GREIDDAR NIÐUR EINHVER gleðilegustu tíðindin í jákvæðri efnahags- þróun á síðasta ári eru þau, að Islendingar greiddu niður erlendar skuldir sínar um 9 milljarða króna. Erlend- ar skuldir, að frádregnum peningalegum eignum, lækk- uðu úr 239 milljörðum króna í 230 milijarða, samkvæmt bráðabirgðayfirliti Seðlabankans. Skuldasöfnun erlendis hefur verið ótæpileg um langt árabil og eitt helzta efna- hagsvandamál landsmanna. Þetta má m.a. marka af því, að íslendingar greiddu 15,2 milljarða króna í hrein vaxtagjöld af skuldasúpunni á síðasta ári. Viðskiptajöfnuðurinn 1994 var hagstæður um 10,1 miiljarð króna, en hann er saman settur úr vöruskipta- jöfnuði, sem var hagstæður um 20,5 milljarða, og þjón- ustujöfnuði, sem var óhagstæður um 10,4 milljarða. Útflutningur á vöru og þjónustu jókst um 15,6%, en verðmæti innflutnings aðeins um 3,3%. Hallinn á þjón- ustujöfnuði stafar fyrst og fremst af vaxtagreiðslunum af erlendum skuldum. Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, sagði í viðtali við viðskiptablað Morgunblaðsins í gær, að þessi hagstæði viðskiptajöfnuður og niðurgreiðsla erlendra skulda sýndi, að staða þjóðarbúsins hefði snúizt við. Svo sannarlega er það rétt. Eitt helzta forgangsverkefni efna- hagsstjórnar á næstunni á að vera grynnkun erlendra skulda. Slíkt er mögulegt með auknum hagvexti, sem spáð er næstu árin, og stöðugleika í efnahagslífinu, sem gjörbreytt hefur starfsumhverfi atvinnufyrirtækjanna. Búister við stuttri en snarpri kosningabar FORSÆTISRÁÐHERRA, Davíð Oddsson, og frú Ástríður Thorar- ensen kjósa við síðustu alþingiskosningar. UTANRÍKISRÁÐHERRA, Jón Ba dís Schram á kjörstað við FLEST bendir til að tilraunir framkvæmdastjórar stjómmálaflokkanna til að ná samkomulagi um aug- lýsingar fyrir alþingiskosningamar í vor renni út í sandinn. Flokkamir saka Alþýðuflokkinn um að standa í vegi fyrir samkomulagi, en fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins segir það rangt. Flokkurinn vilji hins veg- ar ekki láta aðra flokka segja sér fyrir verkum varðandi skipulagn- ingu kosningabaráttunar. Framkvæmdastjórar flokkanna hafa undanfarið reynt að ná sam- komulagi um auglýsingar í fjölmiðl- um fyrir alþingiskosningamar 8. apríl, en fyrir síðustu þingkosningar gerðu flokkamir með sér slíkt sam- komulag. Drög að samkomulagi liggja fyrir, en upp úr viðræðu slitn- aði hins vegar vegna athugasemda Alþýðuflokksins. Framkvæmda- stjóramir urðu sammála um að vísa málinu til formanna flokkanna. Ekki liggur fyrir hvort þeim tekst að lenda málinu, en Egill Heiðar Gíslason, framkvæmdastjóri Fram- sóknarflokksins, sagðist telja að það ráðist af afstöðu Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðu- flokksins. Kratar segjast ekki hafa sama aðgang að fjölmiðlum og aðrir Ekkert sam- komulag um auglýs- ingar fyrir kosningar Horfur eru á að stj ómmálaflokkamir nái ekki samkomulagi um að takmarka auglýs- ingar í fjölmiðlum fyrir kosningar í vor. ——------------------------- Egill Olafsson ræddi við framkvæmdastj óra „Við gátum ekki sætt okkur við þær takmarkanir sem hinir flokk- amir settu fram og þeir ekki við okkar sjónarmið,“ sagði Sigurður Tómas Björgvinsson, framkvæmda- stjóri Alþýðuflokksins. „Við vildum ekki láta Sjálfstæðisflokkinn stjórna því hvað við auglýsum mikið eða hvaða miðla við notum. Við getum alveg séð um það sjálfir að tak- marka okkur og sjá til þess að við eyðum ekki of miklu í þessari kosn- ingabaráttu. Við viljum ekki útiloka einstaka miðla eins og sjónvarp eins og þeir vildu á ákveðnu stigi. Við vildum heldur ekki sætta okkur við örfáar síður í dagblöðum. Það er stórt atriði í okkar huga, að við teljum að flokkarnir standi ekki jafnfætis varðandi að- gang að fjölmiðlum. Nýtt dæmi um það er þessi nýi fyölmiðlarisi, Stöð tvö, Bylgjan og flokkanna um kosningastarfíð fyrír þingkosn- ingamar og baráttuna framundan. Flokkarnir telja Al- þýðuflokkinn koma í veg fyrir auglýs- ingasamkomulag áherslu á þetta í Sjálfstæðisflokkn- um og erum reiðubúnir til að undir- gangast mjög miklar takmarkanir á auglýsingum. í viðræðum flokk- anna hefur verið talað um að aug- lýsa ekki í sjónvarpi nema með skjá- auglýsingum. Sömuleiðis hefur ver- ið talað um engar leikarnar auglýs- ingar í útvarpi. Einnig var rætt um miklar takmarkanir á blaðaauglýs- ingum og í því sambandi rætt um hámarkssíðufjölda." Einar Karl Har- aldsson, fram- kvæmdastjóri Al- þýðubandalagsins, sagði að umræða um stjórnmál ætti greið- ari aðgang að fjöl- miðlum hér á landi en víða annars stað- DV, sem við teljum að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi greiðari aðgang að en aðrir,“ sagði Sigurður Tómas. Hugmyndir um bann við auglýsingum í sjónvarpi og útvarpi Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sagðist harma það mjög ef ekkert samkomulag tækist milli flokkana um þetta efni. „Við leggjum mikla ar. Umfjöllun fjölmiðla um stjórn- mál ykist um allan helming fyrir kosningar. „Að bæta síðan ofan á það óheftri auglýsingu fyllir að mínu mati mælinn. Það er því mjög eðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort ekki er hægt að takmarka þetta,“ sagði Einar Karl. Stutt en snörp barátta kvæmdastjórar flokkanna eru sam- mála um að kosningabaráttan verði líkast til stutt en snörp. Alþingi verður slitið í lok næstu viku og þá má búast við því að kjósendur verði meira varir við að kosningar eru framundan. Að vísu verður Norður- landaráðsþing í Reykjavík vikuna 27. febrúar til 3. mars og allmargir þingmenn sitja það. Sigurður Tómas Björgvinsson sagðist reikna með að kosningabar- átta Alþýðuflokksins yrði með hefðbundu sniði. Frambjóðendur flokksins og stuðnings- menn muni reyna að kynna stefnu sína á fundum, vinnustaða- heimsóknum og með útgáfum bæklinga og Alþýðuf vill ekki flokka i fyrir \ Kosningabarátta flokkanna er að fara í gang þessa dagana. Fram- blaða. Það væri t.d. ákveðið að þing- menn flokksins færu í fundaherferð um landið nú um mánaðamótin. Egill Heiðar Gíslason sagði að Framsóknarflokkurinn væri að opna kosningaskrifstofur í öllum kjör- dæmum þessa dagana. Allir fram- boðslistar flokksins væru komnir fram nema í Norðurlandskjördæmi eystra og vestra, en þeir kæmu fram um helgina. Egill sagði að frambjóð- endur flokksins hefðu komið saman

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.