Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 27- áttu ldvin Hannibalsson, og frú Bryn- síðustu alþingiskosningar. til fundar um síðustu helgi til að bera saman bækur sínar um stefnu- mál og baráttuaðferðir fyrir kosn- ingar. Stefnuskrárráðstefnur um helgina Ágúst Ragnarsson, kosninga- stjóri Sjálfstæðisflokksins, sagði að nk. laugardag yrði haldin flokks- og formannaráðstefna Sjálfstæðis- flokksins þar sem farið yrði yfir stefnumál. Þar yrði tónninn í kosn- ingabaráttunni sleginn. Daginn eftir yrði haldin ráðstefna með frambjóð- endum flokksins. Ágúst sagði að kosningastarf í kjördæmunum væri byrjað að krafti sumstaðar og að fara af stað annarsstaðar. Hverfís- skrifstofur í Reykjavík yrðu opnaðar á næstu dögum. Stefnuskrárfundur Alþýðubanda- lagsins og óháðra verður haldinn nk. laugardag. Daginn eftir kemur miðstjórn Alþýðubandalagsins sam- an til fundar. Um helgina standa félagar í Alþýðubandalaginu fyrir margvíslegum fundum og menning- arviðburðum í tengslum við stefnu- skrárráðstefnuna. Einar Karl Har- aldsson sagði að útgáfu Vikublaðs- ins yrði ekki breytt fyrir kosningar að öðru leyti en því að reynt yrði að dreifa því víðar. Auk þess yrðu gefín út sérstök blöð í einstökum kjördæmum. Drífa Kristjánsdóttir, starfskona Kvennalistans, sagði að Kvennalist- inn ætlaði að efna til kvennaráð- stefnu í Reykjavík 4. mars. Á fund- inum, sem verður öllum opinn, yrði stefna Kvennalistans kynnt og rætt um kvennfrelsi í sinni víðustu mynd. Drífa sagði að í undirbúningi væri útgáfa blaða af ýsmum toga, bæði í einstökum kjördæmum og eins fyrir landið allt. Þjóðvaki birtir lista um helgina Katrín Thedórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Þjóðvaka, sagði að kosninganefnd Þjóð- vaka hefði mælst til þess við flokksfélög í einstökum kjördæm- um að þau kláruðu að setja saman fram- boðslista fyrir næstu helgi. Hún sagðist eiga von á að við þessi tjlmæli yrði staðið. Katrín sagði að Þjóðvaki væri önnum kaf- inn við að skipuleggja sitt innra starf. I vikunni hefði flokksfélögum verið sent fréttabréf Þjóðvaka. Frekari blaðaútgáfa væri í undir- búningi, en stefnt væri að því að gefa út blað og dreifa því á alla vinnustaði. Katrín sagði að Þjóðvaki réði ekki yfir digrum sjóðum og yrði því að sníða sér stakk eftir vexti í kosningabaráttunni. lokkurinn láta aðra segja sér ærkum Þróunin í bílasölu getur leitt til þess að bílaeign íslendinga úreldist Bílaflotinn í hættu? Endumýjun íslenska bílaflotans er í hættu að mati forsvarsmanna í bílgreininni. Hanna Katrín Friðriksen kynnti sér hljóðið í þessum mönnum sem hafa miklar áhyggjur af afleið- ingum áframhaldandi samdráttar í bílasölu. þeim bílum sem nú eru á markaðnum horfíð þaðan. Það eina sem getur komið til móts við þetta er aukning á sölu nýrra bíla. Ef salan verður áfram jafn lítil og undanfarin ár auk- ast líkurnar á stórum sölusveiflum, en þær eru einmitt helsti óvinur bíl- greinarinnar og bíleigenda í landinu," segir Bogi. Ema segir þörfina á endurnýjun orðna mjög mikla. „Bílafloti lands- manna er orðinn mjög gamall og það er mikill kostnaður fólginn í því að halda honum við. Ég held að það hljóti að koma að því að það komi einhver sprengja, en hún verður vonandi ekki eins mikil og síðast. Það er óþægilegt fyrir fyrirtækin að stækka mjög hratt og síðan draga sig stuttu síðar mjög hratt saman aftur þegar niðursveiflan kemur.“ Spá aukningu „Ég spái því að markaðurinn sæki í sig veðrið á þessu ári. Það er þó mikið undir því komið hvernig kjara- samningamir fara, hvemig efnahags- mál þróast eftir kosningar og hvort álögum á bíla verði eitthvað breytt,“ segir Júlíus Vífíll. „Hjá Ingvari Helgasyni eigum við frekar von á aukningu. Við, ásamt Bílheimum, sem er systurfyrirtæki í eigu sömu aðila, komum vel út í fyrra, sérstak- lega með tilliti til þess að árið var eitt það allra lakasta í sögu bílasöl- unnar.“ Bílamarkaðurinn 1993-1994 Sala nýrra fólksbíla 1993 P. Samúelsson Toyota Hekla Volkswagen Mitsubishi Range Rover Ingvar Helgason Nissan Subaru Bifr. & landb.vélar Hyundai Lada Brimborg Volvo Daihatzu Jöfur Chrysler Skoda Peugeot Bílaumboðið Renault BMW Bflheimar Opel Isuzu GM Ræsir Mazda Merc. Bens Suzuki Suzuki Glóbus Ford Saab Citroen ítalskir bílar Fiat Honda Honda SAMTALS: 1992: 6.988 1211 1211 1078 239 834 0 972 806 166 687 423 264 393 195 198 344 117 167 60 229 197 32 81 32 29 20 157 149 8 112 112 102 72 26 4 49 49 67 67 1994 1398 1398 1012 577 412 23 848 804 44 698 480 218 320 192 128 256 117 98 41 254 226 28 165 152 9 4 124 110 14 106 106 103 87 15 1 55 55 52 52 5.482 5.391 Bílaumboðin: Staðan í febrúar 1995 P. Samúelsson Toyota Hekla Volkswagen Mitsubishi Bifr. & landb.v. Hyundai Lada Renault BMW Ingvar Helgason Nissan Subaru Brimborg Volvo Daihatzu Ford Citroen Jöfur Chrysler Skoda Peugeot Bílheimar Opel Isuzu GM Saab Ræsir Mazda Merc. Bens Suzuki Suzuki ítalskir bflar Fiat Honda Honda Heimildin Byggt á tölum frá Bifreiöaskoöun fslands Brimborg tók við Ford og Citroen frá Glóbus og Bílheimar við Saab. Bif- reiðar og landbúnaðarvélar tóku við BMW og Renault frá Bílaumboðinu auk þess að taka við umboðinu fyrir Rover sem Hekla hafði áður. „Við viljum bjóða stærri línu til þess að geta þjónað fleiri viðskipta- vinurn," segir Erna um útþennslu B&L. „Við eigum gott húsnæði og frábært starfsfólk sem við viljum Innfluttir fólksbílar 1980-1994 BÍLAFLOTI íslendinga telur um 130 þúsund bfla og þar af eru um 115 þúsund fólksbílar. Að sögn þeirra forsvarsmanna í bílgreininni sem rætt var við er talið eðlilegt að end- urnýjun bílaflotans sé í kringum 10% á ári. Margir voru þó á þeirri skoðun að 8% væri nær lagi, nú þegar bílar væru endingarbetri og vegir betri. Miðað við 8% þyrftu nýskráningar að vera um 9.200 bflar ef vel ætti að vera. Það er fjarri því að slíkt náist, en sölu fólksbíla síðustu ár má sjá_á meðfylgjandi línuriti. Á síðasta ári var 5.391 fólksbíll nýskráður hér á landi og var þar um að ræða 1,7% samdrátt frá árinu áður. Sölutölur fyrir fyrsta mánuð ársins 1995 eru ekki til þess fallnar að auka bjartsýni, en þá voru nýskráðir 275 fólksbílar sem er 22% færra en í janúar 1994. Af hveiju? Þegar leitað er svara við því hvers vegna bílasala hefur dregist jafn mik- ið saman og raun ber vitni undanfar- in ár er ýmislegt nefnt til. Bílar eru að öllu jöfnu stærsta fjárfesting heim- ila og efnahagsþrengingar undanfar- inna ára setja eðlilega mikið mark á bílaviðskipti. „Verð á bílum er einfaldlega of hátt á íslandi," segir Sigfús Sigfús- son, framkvæmdastjóri Heklu hf. „Bíll er nauðsyn á íslandi, en er flokk- aður sem einhver lúxusvara. Gjöldin eru óheyrilega há og fólk lætur ekki bjóða sér þetta lengur enda hefur það ekki efni á því. Á meðan eldist bíla- flotinn." „Fólk á vinnumarkaði hlýtur að fara að benda á þetta óréttlæti sem felst í álögum ríkisins á bílgreinina og vilja lækkun," segir Erna Gísla- dóttir, framkvæmdastjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla og aðrir viðmælend- ur blaðsins voru sammála því að þetta ætti að vera mikið baráttumál al- mennings. „Vörugjaldið sem lagt er á bíla eftir rúmtaki véla er mjög ósanngjörn neyslustýring," segir Júlíus Vífíll Ing- varsson, framkvæmdastjóri Ingvars Helgasonar hf. „Neðsti tollflokkurinn þar er 30% og er fyrir vélastærðir frá 0 og upp í 1400. Síðan fer tollurinn stighækkandi eftir því sem vélarnar stækka. Ríkið verður hins vegar af þeim tekjum því langflestir bíla hér á landi eru í ódýrasta tollflokki. Það má rekja skiptinguna til þess tíma sem olíukreppa var og tækniþekking önnur og minni en nú er. Nú eru hins vegar engin rök fyrir því að minni vélar eyði minna bensíni.“ Þörf á endurnýjun „Þróunin er ískyggileg," segir Bogi Pálsson, fram- kvæmdastjóri P. Samúels- sonar hf., umboðsaðila Toyota á ís- landi. Hann segir að sahidrátturinn undanfarin ár hafí ieitt til þess að fáir bílar af árgerðum ’92, ’93 og ’94 séu í umferð og það raski eðlilegri aldursdreifingu og endurnýjunar- möguleikum. „Það fer að líða mjög hratt að því að bílum úr síðustu sölusprengju, 1986-1988, fækki á markaðnum. Með miklum líkum má geta sér til að á næstu fjórum árum hafi um 25% af Sigfús Sigfússon hjá Heklu sagðist tiltölulega sáttur við hlut Heklu á síðasta ári miðað við mjög lélega sölu almennt. Þá sagði hann árið 1995 leggjast vel í sig, enda væri hann bjartsýnismaður. „Ég held þó að salan á nýjum fólksbílum verði ekki meiri en um 5.500 sem er pínulítil aukning frá síðasta ári.“ „Það er erfitt að spá fyrir um söl- una á þessu ári,“ segir Bogi. „Flestir í bílgreininni eru varkárir í að spá aukinni sölu á þessu ári. Skynsemin segir okkur að opinberar aðgerðir til að draga úr neyslustýringu kæmu bílamarkaði og bí- leigendum best til framtíðar." Bogi sagði ennfremur að hjá Toyota gætu menn vel við unað þó kakan hefði minnkað á síðasta ári. „Okkar sneið stækkaði og við jukum bæði markaðs- hlutdeild og sölu.“ Hræringar Miklar hræringar hafa verið á bíla- markaðnum það sem af er þessu ári. Þannig hefur Bílaumboðið hætt starf- semi og Glóbus hætt að selja bíla. nýta betur auk þess sem það er gott að dreifa áhættunni.“ Pétur Oli Pétursson, framkvæmda- stjóri Bílaumboðsins hf., sagði í Morg- unblaðinu um ástæðu sölunnar að hann hefði fengið ásættanlegt tilboð sem hefði verið freistandi að taka enda ætti hann ekki von á uppsveiflu í bílainnflutningi næstu eitt til tvö árin. Aðspurð um síðasta ár, sagði Erna að staða B&L væri svipuð og annars staðar. „Bí- laumboðin eru búin að vera í allt of mikilli samkeppni þar sem varan er seld með lágmarksálagningu og alls konar tilboðum. Þá eru bflar teknir upp í á allt of háu verði og síðan seldir á útsölu. í hnotskurn er það svona sem bílaviðskiptin ganga fyrir sig í dag.“ Egill Jóhannsson, markaðsstjóri Brimborgar, tekur undir spá Sigfúsar og Júlíusar Vífíls um að salan á þessu ári verði nálægt 5.500 bílum. Hann segist hins vegar ósammála mörgum kollegum sínum um að salan þurfí að aukast verulega nú vegna mikillar sölu 1986-1988. „Þá voru forsendum- ar allt aðrar vegna niðurfellingar á tollum," sagði Egill og ennfremur að hann teldi eðlilega sölu vera nálægt 7.500 á ári. í sveiflum geti hún farið frá 5.500 til 9.500 en ekki hærra. „Hjá Brimborg þykir okkur sem samdrátturinn sé á enda. Fólk fer sér að vísu hægt á meðan þjóðfélags- ástandið er eins og það er en um leið og ró kemst á býst ég við að salan aukist. Janúar gefur að vísu ekki vís- bendingu um aukningu, en þar er verið að bera saman við janúar á síð- asta ári. Þann mánuð átti sér stað mikil aukning frá janúar 1993 og ég - held að við fáum raunhæfari saman- burð um leið og tölurnar fyrir febrúar em komnar." Ekki eins viðkvæmir Brimborg hefur aukið umsvif sín vemlega með því að taka við umboði fyrir Ford og Citroen. „Með þessu emm við komnir með mjög breiða línu fólksbíla og atvinnutækja. Önnur ástæða, sem er ekki síður mikilvæg, er að þjónustudeild okkar er nú orðin sú stærsta í greininni. Við vomm áður með 10-11 þúsund viðskiptavini á bak við okkur, en emm nú með um 20 þúsund. Þetta gerir að verkum að við emm ekki eins viðkvæmir fyr- ir sveiflum í bílasölu," segir Egill. * Honda á íslandi er eitt af minnstu bílaumboðunum, en á síðasta ári vom seldir 52 Honda bílar samanborið við 67 árið 1993. „Auðvitað er þetta erf- itt,“ segir Geir Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins. „Maður heflir allan kostnað niður eins og hægt er með von um betri tíma. Miðað við horfur það sem af er bendir allt til áframhaldandi sam- dráttar, en við reiknuðum með söluaukningu á þessu ári. Héld- um hreinlega að síðasta ár hlyti að- vera botninn.“ Aðspurður segir Geir að sameining við aðra sé ekki uppi á borðinu. „Við emm hins vegar að horfa í kringum okkur þar sem við viljum auka úrval- ið. Það er verið að skoða hins og þessi mál, en við viljum láta fyrirtæk- ið standa sjálfstætt, annað hvort með því að bæta við umboði, eða yfírtaka annað fyrirtæki." Bílverð einfaldlega of hátt Þróunin í bílasölu ískyggileg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.