Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ STEFNUÞINB Um næstu helgi, 18. -19. febrúar, koma saman í Reykjavík fulltrúar G-lista um land allt til þess að stilla saman strengi sína, afgreiða kosningastefnuskrá og leggja síðustu hönd á undirbúning kosningabaráttu. Málefnaáherslur Alþýðubandalagsins og óháðra verða samþykktar og rætt um framkvæmdaatriði í sambandi við kosningarnar. Alls verða sjö samkomur í Reykjavík og Kópavogi í tengslum við stefnuþingshelgi G-listanna. Stefnuþing G-listanna Laugardagur kl 9:00 til 18:00 Stefnuþing G-listanna, Alþýðubandalagsins og óháðra hefst í Borgartúni 6, Reykjavík, kl. 09:00, laugardaginn 18. febrúar og lýkur kl. 18:00. Þingið hefst með setningarfundi þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, Ögmundur Jónasson formaður BSRB og Árni Steinar Jóhannsson umhverfisstjóri, halda ræður. Fundarstjóri er Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræðingur ASÍ. Að loknum setningarfundi hefjast vinnufundir. Stefnuþingið er sameiginlegur vettvangur Alþýðubandalagsins og óháðra og verkefni þess er að ganga frá samkomulagi um kosninga- stefnuskrá og taka ákvarðanir um kosningastarf Þingið er opið öllum sem eru á G-listum og stuðningsfólki G-listanna. Ólafur Ragnar Grímsson Bryndís Hlöðversdóttir Árni Steinar Jóhannsson VINSTRI KJOLFESTA VINSTRI LIFSKJOR VINSTRA VOR Skáldafundur á Café Reykjavík Laugardagur kl. 12:00 Á Café Reykjavík verður hádegissamkoma laugardaginn 18. febrúar þar sem skáldin Einar Már Guðmundsson ogVigdís Grímsdóttir verða heiðursgestir. Einar Már Guðmundsson, sem hlotið hefur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1995 fyrir Engla alheimsins, ogVigdís Grímsdóttir, sem hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Grandaveg 7, lesa upp. Samkomugestir eiga þess kost að kaupa léttan hádegisverð á Café Reykjavík. Skáldafundurinn er öllum opinn. Vigdfs Grlmsdóttir Góugleði G-listans í Reykjavík________ Laugardagur kl: 20:00 ABR, Birting, Framsýn og aðrir aðstandendur fram- boðs Alþýðubandalagsins og óháðra í Reykjavík hafa sameiginlega undirbúið Góugleði sem haldin verður á Þorraþræl og stendur fram á Konudag, fyrsta dag í Góu. Góugleðin hefst kl. 20:00 í Mána- bergi, sal á 3. hæð að Lágmúla 4 í Reykja- vík (nýja Úrvals/Útsýnar-húsið). Léttar veitingar. Aðgangseyrir kr. 1200. Veislustjóri er Svanhildur Kaaber sem skipar 6. sæti G-listans í Reykjavík. Þátttökutilkynningar í G-listamið- stöðinni Kirkjuhvoli, sími 2 28 14. Svanhildur Kaaber Iþróttastefna í Smáranum Sunnudagur kl. 12:30 Alþýðubandalagið efnir til málþings um íþróttastefnu í Smáranum, íþróttahúsi Breiðabliks í Kópavogi. íþróttaþingið hefst kl. 12:30 á sunnudaginn með hádegisverði í Smáranum. Logi Kristjánsson, formaður Breiðabliks, ávarpar samkomuna. Lúðvík Geirsson, formaður Hauka í Hafnarfirði, og Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri HM '95, flytja stutt erindi. Guðmundur Bragason, fyrirliði bikarmeistara í körfuknattleik, ræðir málin út frá sjónarmiði keppnismannsins. Síðan verða almennar umræður. Málþinginu lýkur með samantekt Steingríms J. Sigfússonar, varaformanns Alþýðubandalagsins. Lúflvík Geirsson Guðmundur Bragason Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.