Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Áslaug Lilja Arnadóttir fæddist á Oddsstöð- um í Lundar- reylqadal 27. jan- úar 1909. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra að Sól- vangi í Hafnarfirði 13. febrúar síðast- Iiðinn. Foreldrar hennar voru Árni Sveinbjörnsson og Arndis Jónsdóttir. Árni var áður giftur Óiöfu Jónsdóttur og átti með henni sjö börn. Þau eru: Jónína María, f. 1867, d. 1868, Sveinbjöm, f. 1869, Krislján, f. 1871, d. 1871, Jónína María, f. 1874, Herdís, f. 1876, Sóllin og Ingveldur, tvíburar, f. 1879. Áslaug var yngst fjögurra alsystkina en þau vora Hlöðver, f. 1894, (Oktavía) Guðrún, f. 1900, og Rannveig, f. 1906. Árið 1912 missir Áslaug föður sinn, þá þriggja ára að aldri. Móðir hennar verður að láta hana frá sér og frá fimm ára aldri elst Áslaug upp á Lundi í Lundar- reykjadal hjá hjónunum Sigurði Jónssyni presti og Guðrúnu Mettu Sveinsdóttur. Hinn 23. nóvember 1930 giftist Áslaug Halldóri Bjarna Benónýssyni, f. 5.4.1903, en hann lést árið 1973. Áslaug og Halldór bjuggu lengst af á Krossi í Lundar- reykjadal. Áður höfðu þau búið á Bekanstöðum í Skilmanna- hreppi, Akranesi, og í Hvammi í Skorradal. Eftir 30 ára búskap á Krossi, fluttust þau 1972 til HÚN Áslaug, mágkona mín, fékk hægt andlát á sunnudagskvöldið. Hún var búin að eiga langa og annasama starfsævi og síðasta árið hafði hún orðið fyrir ýmsum áföil- um, hún var sátt við að fara og hvíldinni fegin. Hún var alin upp hjá presthjón- unum á Lundi í Lundarreykjadal og hún talaði oft um hve lánsöm hún hafði verið að komast þangað í fóstur. En hún fann áreiðanlega oft til þess að tökubam á þessum Reykjavíkur. Börn þeirra eru níu: 1) Sigrún Guðdis, f. 1931, gift Kára Frið- rikssyni, búsett í Reykjavík og eiga þau eina dóttur. 2) Guðný Halldóra, f. 1934, gift Finnboga Kristínussyni Arad- al, búsett í Reykja- vík og eiga þau þijár dætur. 3) Aradís Sigþrúður, f. 1938, gift Reyni Björns- syni, búsett í Reykja- vík og eiga þau þijú böra. 4) Guðrún Magnea, f. 1940, gift Guðmundi Karlssyni, búsett í Reykjavík og eiga þau fjögur böra. 5) Árný Hulda, f. 1944, gift Bjarna Þorlákssyni, búsett í Hafnarfirði og á hún einn son frá fyrra lyónabandi. 6) Benóný Kári, f. 1946, giftur Elísabetu Benediktsdóttur, búsett á Eystra-Reyni og eiga þau þijú böra. 7) Oskar Bergur, f. 1947, giftur Sigrúnu Sigurðardóttur, búsett á Krossi og eiga þau þijú böra. 8) Sigurður Reynir, f. 1949, í sambúð með Kari Berg, búsett á Gullberastöðum og eiga þau þijár dætur, en Sigurður á eina dóttur frá fyrra þjóna- bandi. 9) Jón Gunnlaugur, f. 1953, giftur Jófríði Leifsdóttur búsett á Hvanneyri og eiga þau þijú böra. Áslaug átti 27 barna- böra, 17 barnabaraaböm pg 1 barnabarnabarnabara. Útför Áslaugar fer fram frá Lundar- kirkju í Lundarreykjadal í dag, 17. febrúar, og hefst athöfnin kl. 14.00. tíma stóð lægra í virðingarstigan- um en aðrir. Hún var frá fyrstu tíð næm á viðmót fólks og tók nærri sér ónærgætin orð sem féllu, sjálf- sagt í hugsunarleysi. Þegar Áslaug hóf búskap á Krossi með manni sínum, Halldóri Benónýssyni, var þar torfbær að falli kominn. Á Krossi fæddust þeim níu böm og það hefur þurft mikinn dugnað og útsjónarsemi að sjá stórri fjölskyldu farborða, hýsa jörðina að nýju og rækta, þannig að Kross var orðin kostajörð þegar þau bmgðu búi og fluttust til Reykjavíkur árið 1972. I þessu uppbyggingarstarfi voru þau hjón samhent og Áslaug lagði áreiðanlega sinn skerf af mörkum, stjómaði stóra heimili af myndar- skap og ól upp bömin sín, sem öll hafa komist vel til manns, verið foreldram sínum til sóma og tekið þátt í að byggja upp og bæta jörð- ina. Halldór dó árið eftir að þau flutt- ust til Reykjavíkur og Áslaug stóð uppi ein. En hún var vön að vinna og fékk starf í þvottahúsi og sá um sig sjálf. Á þeim áram kynntist ég Laugu, eins og hún var kölluð af kunnug- um, nánar. Maðurinn minn veiktist og hún hljóp undir bagga við að annast bróður sinn á daginn meðan ég var í vinnu utan heimilis. Það var gott að vita af henni heima, hún var hæglát og traust og ákaf- lega notaleg og umhyggjusöm. Ég gat verið áhyggjulaus, því henni var hægt að treysta í hvívetna. Lauga hafði einlæga samúð með lítilmagnanum, menn og málleys- ingjar hændust að henni og hvergi hef ég séð pottablómin dafna eins og hjá henni. Hún sinnti þeim eins og öðra af alúð. Hún las töluvert eða hlustaði á hljóðsnældur eftir að sjónin fór að bregðast. Einu sinni fékk hún skáldsögu Davíðs, Sólon Islandus, en hún gafst upp við að hlusta á hana, hún fann svo til með Sölva Helgasyni. Kannski minnti eitthvað í frásögninni á hennar eigið líf og hvers hún fór á mis þegar hún hafði engin tækifæri til að læra eða rækta sína listrænu hæfileika. Hún var í eðli sínu mjög listræn og næm á fegurð hins smáa í tilveranni. Það mátti glöggt sjá á allri þeirri handavinnu af ýmsu tagi, sem hún vann eftir að skyldustörfin vora ekki lengur eins krefjandi. Oft sagði hún með gleði frá ferð sinni inn í Þórsmörk þar sem hún skynjaði allskonar kynjamyndir úr klettum og hraundröngum sem á leiðinni vora. Það var líka gaman að aka með henni um Heiðmörkina t.d. á fögram haustdegi, hún átti svo auðvelt með að gleðjast og tjá hug sinn. Það gerði hún stundum í ljóðum, en einhver hafði sett út á kveðskap hennar að ekki væri „rétt“ ort og hún tók það nærri sér og flíkaði lítt því sem hún var að setja saman. Hún var viðkvæm í lund og auð- ÁSLA UG LILJA ÁRNADÓTTIR særð en líka þakklát fyrir gott at- læti sem hún naut, núna síðast á Sólvangi. Og hún var þakklát börn- unum sínum og fjölskyldum þeirra sem hún bar fyrir bijósti og fylgd- ist með af áhuga. Á þeim vett- vangi var hún mikill veitandi, fyllti frystikistuna sína af kökum til að geta gefið gestum og gangandi og pijónaði býsn af sokkum og vettl- ingum handa öllum afkomendun- um. En núna síðasta árið höfðu orðið hlutverkaskipti, hún varð þiggjandi og bömin hennar, einkum dæturn- ar sem allar búa hér syðra, sátu hjá henni löngum stundum. Þeim öllum og fjölskyldum þeirra sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Pálína Jónsdóttir. Hún elskulega amma okkar er dáin og við kveðjum hana hinstu kveðju í dag. Með ömmu fer svo margt en við eigum minningamar og þær munum við geyma í hjarta okkar. Fyrstu minningar okkar um ömmu era heimsóknir okkar með pabba og mömmu þegar hún bjó í Reykjavík. í hvert sinn sem við komum í heim- sókn var það besta borið á borð og allir áttu að borða eins vel og þeir gátu. Það var alltaf svo rólegt og notalegt að koma til ömmu. Þegar við fóram voram við alltaf leyst út með gjöfum. Amma fylgdist vel með okkur öll- um þar til undir það síðasta, en þá var hún líka orðin mjög veik. Hún hringdi oft til að vita hvemig gengi í skólanum og hvemig við hefðum það. Henni fannst menntunin mikil- væg, kannski af því að hún átti ekki kost á því að ganga mikið í skóla sjálf. Hún hvatti og studdi okkur systkinin í náminu og hrósaði okkur oft fyrir góðan árangur. Amma las mikið og hafði gaman af því að yrkja sjálf. Oft fylgdu Ijóð með sendibréfunum hennar til okk- ar, en við skrifuðumst á í nokkur ár. Það var gaman að skrifast á við ömmu, hún skrifaði falleg og hlý bréf og talaði við okkur sem jafn- ingja sína. Það þurfti svo lítið til að gleðja ömmu og hún lét sér nægja svo lít- ið. Það sést best á orðum hennar sjálfrar í einu bréfinu frá henni: „Mér líður vel á móts við svo marga aðra, guð er mér svo óendanlega góður. Það er svo margt sem getur komið svo óvænt og glatt mig, til dæmis bréfin frá ykkur eða að ein- hver líti inn til mín.“ Elsku amma okkar, nú ertu kom- in til afa og annarra ástvina og við vitum að þér líður vel. Guð blessi minningu þína. Halldóra og Lilja Benónýsdætur. „Við eram að fara upp á Kross.“ Þessi setning hljómaði betur en allar aðrar setningar. Frá sjö ára aldri var ég á sumrin hjá ömmu og afa á Krossi. Það vora forréttindi mín að fá að vera þar og fylgjast með hvernig allt lifnaði á vorin, lömbin fæddust, blómin uxu, kúnum var hleypt út, rúningu, smalamennsku, heyskap og fleiru. Allt var svo óend- anlega spennandi og skemmtilegt, alltaf gerðist eitthvað nýtt sem maður mátti ekki missa af. Amma kunni líka ráð við öllu, og allt var á vísum stað hjá henni í búrinu eða geymslunni, ef maður var að sendast fyrir afa eða Óskar. í gegnum Áslaugu ömmu tengd- ist ég Krossi órjúfanlegum böndum. Allt kallar á góðar minningar, spila- skúffan í eldhúsinu, Polly og Ringó, hjallarnir, bókaskápurinn í vestur- herberginu, gilið, fossinn og hlátur- inn í Krosssystranum., Það var ótrúlegt hvað hún amma mín komst yfír að gera á einum degi. Miðað við tímaleysi okkar nú á dögum. Alltaf vora margar sortir af kök- um með kaffinu og allt hrært í hönd- unum. Öll brauð bakaði hún sjálf. Ég man ekki eftir færri en tíu munn- um í mat og kaffí allt sumarið, fyr- ir utan gesti, sem vora fjölmargir, einkum um helgar. Hún fór í fjós á hveijum degi meðan hún bjó á Krossi. Amma átti einnig lítinn skrúðgarð þar sem hún ræktaði tré og blóm, það óx allt hjá ömmu. Garðurinn hennar ömmu, Kross og ótal nestis- ferðir sem famar vora í Skorradal undir Svartakletti, þar sem fallegu aspimar uxu, hafa líklega mótað líf mitt og starf. Því ekki gat ég hugs- að mér neitt annað en verða garð- yrkjukona og búa i sveit. Það var alltaf gott að koma til ömmu, líka eftir að hún fluttist til Reykjavíkur, og þó hún amma væri lítil kona vexti hugsaði hún stórt og var afskastamikil. Ekki verður talið upp hér það sem hún amma lét gera, enda mátti aldr- ei þakka fyrir neitt. „Þetta var svoddan lítilræði," sagði hún alltaf. En nú vil ég þakka þér þegar ég kveð þig amma mín, þú gafst mér líf og skilning á því. Bless amma, Sigrún Elfa Reynisdóttir. + Guðmunda K. Júlíusdóttir fæddist á Hólslandi í Eyjahreppi 10. maí 1907. Hún lést á öldrunardeild Heilsuvemdar- stöðvar Reykjavík- ur 12. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar vom Sól- veig Ólafsdóttir, f. 30.10. 1868, d. 23.6. 1960, ættuð af Barðaströnd, og Júlíus Jónasson, f. 1.7. 1866, d. 1.12. 1945, úr Dölum. Þau hófu bú- skap í Hörgsholti í Miklaholts- hreppi, en lengst bjuggu þau á Saurum í Staðarsveit. Guð- munda átti sjö systkin og era þau nú öll látin. Hinn 7. október 1930 giftist Guðmunda Tryggva Valdimar Kristóferssyni, f. 7.10. 1903, d. 26.8.1969, óðaisbónda á Skjald- artröð á Hellnum. Þar bjuggu þau óslitið í hálfan fjórða ára- tug, eða til ársins 1964, er þau fluttu til Reykjavíkur. Þeim varð níu bama auðið. Þijú lét- ust við fæðingu, en eftirlifandi era: 1) Kristín Erla, f. 29.4. 1931, gift Ögmundi Péturssyni. 2) Valgerður Guð- rún, f. 29.8. 1932, maki hennar var Hilmar Þórarins- son, d. 14.06. 1992. 3) Hjörtur Kristvin, f. 7.11.1933, kvænt- ur Önnu Torfadótt- ur. 4) Karólína Rut, f. 12.2. 1936, var gift Reyni N. Ás- berg. 5) Kristófer Tómas Snæfeld, f. 4.10, 1938, kvæntur Ólínu Guðmunds- dóttur, og 6) Sæ- björa, f. 23.10. 1944, kvæntur Rannveigu Ól- afsdóttur. Barnabörnin eru orðin 23, barnabaraabörain 37 og barnabaraabamaböra tvö. Útför Guðmundu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. ÞÁ ER komið að lokum lífsbaráttu sem stóð hartnær alla 20. öldina, þar sem móðir mín fæddist 1907 og lést tæpum 88 áram síðar. Henn- ar kynslóð sá mestu breytingar sem orðið hafa á lífsháttum manna frá upphafi. Ólst upp á sauðskinnsskóm við kjör sem nútímamaðurinn mundi telja harla kröpp, lifði síðan þessa ótrúlegu uppbyggingu og framfarir. Sauðskinnsskónum lagt fyrir leður og gúmmi. Amboð og önnur áhöld sem nánast vora óbreytt frá alda öðli, viku smám saman fyrir vélum og tækjum. Þýfðum túnum og úthögum breytt í rennislétt valllendi. Til sögunnar kom sími, rafmagn, útvarp, sjón- varp, ál og plast. Fyrirmyndar mennta- og heilbrigðiskerfí. Bílar, skip, flugvélar, heimsstríð. Svo eitt- hvað sé nefnt. Bættar samgöngur og lífsafkoma leiddi einnig til slíks fólksflótta úr blómlegum byggðum í fjölmennið við ströndina að líkja má við þjóðflutninga. Þangað stefndi kynslóð móður minnar, oftar en ekki sökum þess að bömin vora ekki reiðbúin að feta í fótspor feðr- anna. Þessi bylting kostaði blóð, svita og tár. Við sem í dag búum í þessu yndis- lega landi við öll hugsanleg þæg- indi, fáum forfeðram okkar seint fullþakkað að lyfta því Grettistaki að breyta aldagömlu þjóðfélagi í glæsilegt nútímasamfélag. Eitt það fremsta þegar skoðaðar era tölur sem sýna hvar við stöndum meðal þjóða. Það fólk sem bjó svo vel í haginn fyrir okkur fékk takmarkað að njóta verka sinna. Þegar foreldrar mínir bragðu búi vora kraftar föður míns að þrotum komnir en móðir mín átti eftir röska tvo yndislega ára- tugi. Þó hún hafí unnað sveitinni og verið fyrirmyndarhúsmóðir á stóra, mannmörgu heimili, blómstr- aði hún í þéttbýlinu, var borgarbarn í hjarta sínu. Hefði viljað búa á Torginu miðju. Naut þess að hafa mikið af fólki í kringum sig, halda veislur, heimsækja ættingja og vini, sem hún ávann sér í hópum, fyrir- hafnarlaust, því að hún hafði til að bera persónutöfra sem stöfuðu ekki síst af einstaklega léttri lund, á hveiju sem gekk. Jafnan æðralaust prúðmenni. Maður minnist hennar fyrst og fremst hlæjandi, kátrar og glaðrar, geislandi af einlægri, smit- andi lífsgleði sem breytti hvers- dagsgrámanum í ánægjustundir og fleytti henni og okkur öllum áfram þegar stóð í fangið. Þessari fínlegu konu féll aldrei verk úr hendi, með eindæmum orðvör og hallaði aldrei á nokkum mann. Svo gat hún líka ljómað af ánægju ef henni vora slegnir gullhamrar, það er góður og nauðsynlegur kostur. Lífsspeki hennar var einföld en skörp. Lífið átti sínar jákvæðu og neikvæðu hliðar. Maður átti að leitast við að lifa samkvæmt þeim jákvæðu, þá gengi allt á betri veginn. Á kveðjustundinni eru tilfinning- arnar blendnar, maður í senn sorg- bitinn og þakklátur. Eitt fegursta blómið hefur fellt blöðin sín, en óteljandi, yndislegar minningar lifa til að gleðjast yfír. Móðir mín hefur líka verið hvfldinni fegin þar sem hún var um árabil rúmföst eftir beinbrot og sjónin farin. Dvaldist þá á sjúkrahúsum, síðustu árin átti hún á öldranardeild Borgarspítal- ans á Heilsuvemdarstöð Reykjavík- ur. Þar sem annars staðar naut hún einstakrar aðhlynningar starfsliðs- ins og viljum við systkinin þakka öllu því góða fólki fyrir umhyggju þess og hlýju í hennar garð. Vinum móður minnar og fjölskyldu minni allri vil ég færa samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Guðmundu frá Skjaldartröð. Sæbjöra Valdimarsson. Elsku amma er dáin. Mig langar með nokkram orðum að kveðja þig, amma mín, og þakka þér árin sem við áttum saman. Allt- af var jafn gaman að koma til þín og fá að gista hjá þér á Þórsgöt- unni og alltaf varstu tilbúin að taka á móti mér. Seinna var sjálfsagt mál að koma við hjá þér á Baldurs- götu 36 og fá kaffí og pönnukökur í hvert sinn sem farið var niður í bæ. Það var alltaf gestkvæmt hjá þér enda varst þú, elsku amma, með eindæmum hress og skemmti- leg kona. Þú varst manna hressust á mannamótum og lést þig hvergi vanta meðan heilsan leyfði. Það var mikið áfall fyrir jafn andlega hressa konu og þig að missa sjónina og búa í myrkri síð- ustu árin en þú tókst því sem að höndum bar með jafnaðargeði. Aldrei kvartaðir þú þótt rúmliggj- andi værir og þakkaðir það sem fyrir þig var gert. Elsku amma, nú ertu komin á betri stað til ástvina þinna og kunningja sem famir voru á undan. Ég trúi því að þar verðir þú hrókur alls fagnaðar eins og þú varst hér hjá okkur. Með þökk fyr- ir allt. Ragna. GUÐMUNDA K. JÚLÍUSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.