Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ GUÐBJÖRG G UÐMUNDSDÓTTIR + Guðbjörg Guð- mundsdóttir fæddist á Minni- Vogum, Vatns- leysuströnd, 8. sept- ember 1894. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 10. febrúar 1995, á hundraðasta og fyrsta aldursári. Foreldrar henarn voru Elín Þorláks- dóttir, f. 26. nóvem- ber 1869, d. 23. des- ember 1954, og Guðmundur Bjarnason útvegsbóndi, Bræðraparti, Vogum, f. 1. des- ember 1849, d. 3. janúar 1928. Systkini Guðbjargar voru: 1) Þuríður, hennar maður var Ól- afur Pétursson í Stóra-Knarra- nesi, bæði látin. 2) Bjarni, hans kona var Guðrún Benedikts- dóttir, bæði látin. 3) Björg, hennar maður var Hjörtur Fjeldsteð, bæði látin. Þær voru sammæðra. Guðbjörg giftist 27. október 1921 Guðmundi Korts- syni f. 25. júlí 1895, d. 20. maí 1951. Þau eignuðust einn son, Guðmund húsasmíðameistara, f. 1. nóvember 1924, kvæntur Sólveigu Jóhönnu Guðbjarts- dóttur, f. 22. mars 1929. Synir þeirra eru: 1) Guðmundur Kort, f. 26. júlí 1950, kvæntur Sigr- únu Júlíusdóttur, f. 5. ágúst 1953. Dætur þeirra eru: la) Guðbjörg, f. 25. júni 1971, sam- býlismaður Erling Sigurðsson, f. 5. maí 1964, dóttir þeirra er Sigrún, f. 17; desember 1992. lb) Margrét Ágústa, f. 15. febr- úar 1974, sambýlismaður Nik- ulás Sigurður Óskarsson, f. 31. Kállið er koraið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) janúar 1971. Börn þeirra eru Oddný Stella, f. 5. ágúst 1992, og Guðmund- ur Kort, f. 4. sept- ember 1994. lc) Sól- veig Júlíana, f. 18. september 1982. ld) Valgerður, f. 1. janúar 1984. 2) Bragi Kort, f. 22. ágúst 1963, sambýl- iskona Sólveig Ár- dís Ólafsdóttir, f. 25. september 1962, dóttir þeirra er Ár- dís Eva, f. 25. jan- úar 1991. Guðbjörg og Guð- mundur ólu einnig upp systur- son Guðbjargar, Guðmund Ól- afsson frá Stóra-Knarranesi, f. 6. október 1914, kvæntur Guð- rúnu Eyjólfsdóttur, f. 28. apríl 1917, d. 20. september 1978. Synir þeirra eru: 1) Eyjólfur, f. 13. júní 1954, sambýliskona hans er Guðbjörg Ólafsdóttir, f. 25. júní 1944. Þau eiga einn son. 2) Guðbjörn EIís, f. 3. maí 1956, kvæntur Kristínu Einars- dóttur, f. 20. október 1956. Þau eiga þrjú börn. Guð- björg og Guðmundur hófu bú- skap í Hafnarfirði 1921, en fluttu að Bræðraparti í Vogum 1928 og bjuggu þar þar til Guð- mundur dó 1951.1953 flutti hún til sonar síns og tengdadóttur í Hafnarfirði og bjó hjá þeim þar til hún fór á Sólvang 1984 og dvaldist þar til dauðadags. Útför hennar fer fram frá Kálfatjarnarkirkju, Vatns- leysuströnd, föstudaginn 17. febrúar og hefst athöfnin kl. 13.30. Okkur Sigrúnu langar að leiðar- lokum að kveðja ástkæra ömmu mína. Margar minningar sækja á þegar við hugsum um ömmu. Hún var falleg og góð kona. Líf hennar einkenndist af góðverkum og kær- leika. Henni fannst mikilvægast að t STEFÁN VALDIMARSSON vélstjóri frá Vallanesi, til heimilis í Löngufit 13, Garðabæ, lést á heimili sínu laugardaginn 11. febrúar. Aðstandendur. t Eiginmaður minn, ÁRNI HALLGRÍMSSON, Suðurengi 11, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju.á morgun, laugardaginn 18. febrúar, kl. 10.30. Guðbjörg Finnbogadóttir. t Útför ástkærrar vinkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU HJARTARDÓTTUR, Aðalstræti 19, ísafirði, verður gerð frá ísafjarðarkapellu laugar- daginn 18. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á (safirði. Gunnar J. Guðbjörnsson, Hjörtur A. Sigurðsson, PéturS. Sigurðsson, Kristin Böðvarsdóttir, Gunnar Þ. Sigurðsson, Sigurður og Sveinbjörn Péturssynir. MINNINGAR allir væru ánægðir, en oftast gleymdi hún sjálfri sér. Margir nutu fórnfýsi hennar, ekki síst fjölskylda okkar. Á milli okkar ömmu var sér- stakt samband og veganestið sem hún gaf okkur er dýrmætara en gull. Nú á kveðjustund er söknuður sækir að. er gott að minnast með þakklæti allra þeirra stunda er við fengum að eiga með ömmu. Amma mun alltaf eiga stað í hjörtum okk- ar og við vitum að hún heldur áfram verndarhendi yfir okkur. Megi góð- ur Guð styrkja og styðja alla þá er henni unnu. Amma naut frábærrar umönnunar starfsfólks 2. hæðar Sólvangs, sem vert er að þakka af alhug. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðmundur Kort Guðmundsson, Sigrún Júlíusdóttir. Elsku amma Guðbjörg er farin frá okkur. Við berum harm í hjarta yfir að þessi góða kona skuli vera horfin á braut. Við getum þó huggað okkur við að nú líður henni betur og að hinni langþráðu bið hennar eftir að hitta sinn heittelskaða eiginmann hinum megin er nú lokið. Það má með sanni segja að biðin hafi orðið lengri en hún bjóst við, því fyrir um það bil 40 árum byij- aði hún að tala um að hún myndi nú sennilega ekki lifa þann dag er Guðmundur bróðir ætti að fermast. Hún var síðan alveg viss um að hún myndi ekki lifa þann dag sem ég ætti að fermast, 13 árum síðar. Nú rúmlega 31 ári síðar er hún öll. Allt þangað til síðustu vikuna áður en hún lést spurði hún alltaf hvernig við hefðum það, hvort allir væru ekki frískir og alltaf bað hún að heilsa okkur. í síðasta skiptið sem ég sá hana, nokkrum dögum fyrir andlátið, var hún greinilega búin að fínna friðinn sem hún svo lengi hafði þráð. Elsku amma og langamma, við kveðjum þig með söknuði í hjarta, en um leið gleðjumst við fyrir þína hönd. Megi Guð geyma þig um alla eilífð. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð S. Egilsson.) Bragi Kort, Sólveig og Árdís Eva. Okkur langar til að kveðja elsku- lega Guðbjörgu eða Böggu eins og hún gjarnan var kölluð. Bagga frænka var í raun eins og amma okkar. Hún var lífsglöð, ljúf og ung í anda. Hún var félagslynd og naut þess að vera innan um annað fólk. Hún var mjög minnug og lét sér annt um hag sinna nánustu. í henn- ar huga var allt svo einfalt og lítið mál. Gott var að ræða við Böggu um hin ýmsu mál, bæði stór og smá, það var eins og við værum að ræða við jafnaldra okkar og ávallt var hún tilbúin að ráðleggja og hjálpa öllum sem leituðu til henn- ar. Hún hafði sínar skoðanir og lét þær óspart í ljós. Við eigum margar góðar minn- ingar tengdar heimsóknum Böggu í Safamýrina, þar sem hún dvaldist oft í nokkra daga. Þá var líf og fjör á heimilinu. Á haustin nutum við matreiðslukunnáttu hennar. Hún var húsmóðir af guðs náð og bjó til heimsins bestu kæfu, rúllupylsu og slátur. Gjarnan var haft á orði á vetrarmánuðum hvort við ættum ekki að fá okkur slátrið hennar Böggu. Hún var ekki bara húsmóð- ir hin besta heldur jafnframt mikil hagleikskona. Ófáa handpijónaða vettlinga og sokka fengum við frá henni, jafnframt því sem hún hekl- aði á meðan sjónin leyfði. Þegar systurnar, Þuríður amma og Bagga, hittust í Safamýrinni voru spilin ekki langt undan og þá fékk yngsta fólkið ekki síður að spila með. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Síðastliðið haust átti Bagga stór- afmæli, hún náði þeim merka áfanga að verða 100 ára gömul. í tilefni dagsins bauð hún gestum til sín á Sólvang. Þrátt fyrir þennan háa aldur var hún mjög ern og hafði gaman að fá gesti í heimsókn. Að leiðarlokum er margs að minnast. Við fjölskyldan í Safamýr- inni viljum þakka Böggu fyrir allar þær gleðistundir sem við höfum átt með henni. Langri ævi er lokið. Við sendum Guðmundi, Veigu og fjöl- skyldu hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Böggu vinkonu okkar og frænku. Fjölskyldan í Safamýrinni, Bjarney, Guðmundur og börn. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Það er komið að kveðjustund því hún elskuleg langamma okkar Guð- björg Guðmundsdóttir er farin til Guðs. Okkur langar til að minnast hennar því hún var svo ljúf og gef- andi kona. Langamma var fórnfús og vildi allt fyrir okkur gera. Henn- ar lífshlaup var að gefa og gleðja. Umhyggja langömmu var mikil, alltaf passaði hún uppá að við ætt- um sokka og vettlinga, því hún var alltaf að pijóna á meðan heilsan leyfði. Langamma gaf sér góðan tíma í að kenna okkur að spila á spil og spila við okkur. AUtaf var langamma tilbúin að koma heim til okkar og passa okkur hvort sem var að nóttu sem degi. Sambandinu á milli okkar ömmu er erfitt að lýsa með orðum, hún tengdist okkur óijúfanlegum böndum og erum við þakklátar fyrir að hafa átt hana fyrir langömmu. Og þegar heilsan var farin og hún komst ekki til okkar, sendi hún okkur alltaf af- mælis- og jólagjafir, og aldrei bilaði minnið þó að hún væri á hundrað- asta og fyrsta árinu. Kærleikur og hvatning hennar eiga eftir að fylgja okkur það sem eftir er. Með þessum orðum kveðjum við langömmu og biðjum Guð að geyma hana og minningu hennar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sv. Egilsson.) Guðbjörg, Margrét Ágústa, Sólveig Júlíana og Valgerður Guðmundsdætur. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengamóðir, amma og langamma, ANNA JÓSEFSDÓTTIR frá Hvolsstöðum, verður jarðsungin frá Kvennabrekkukirkju, Dalabyggð, laugardag- inn 18. febrúar kl. 14.00. Guðmundur Guðmundsson, dætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær móðir okkar, ELÍSABET KRISTINSDÓTTIR frá Skúmsstöðum, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Orgelsjóð Eyrarbakka- kirkju. Börnin. + Faðir minn, tengdafaðir og afi, HALLMANN LÁRUSSON sjómaður frá Kálfshamarsvík, sem lést í Garðvangi 1 2. febrúar, verð- ur jarðsettur frá Hvalsneskirkju laugar- daginn 18. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd systkina hins látna, annarra ættingja og vina, Petrea Lára Hallmannsdóttir, Egill Þórólfsson, Sigurður Hallmann, Ásta Laufey, Þórólfur Jón. Því hamingja þín mælist við það, sem þér er tapað, og þá er lífið fagurt og eftirsóknarvert, ef aldrei hafa fegurri himinstjörnur hrapað en himinstjömur þær, er þú sjálfur hefur gert. (Tómas Guðmundsson) Nú er langri ævigöngu Guðbjarg- ar lokið, það eru sannarlega forrétt- indi að hafa fengið að fylgja Guð- björgu að nokkrum hluta hennar löngu ævi, þar sem ég og fjölskylda mín urðum aðnjótandi einlægrar væntumþykju hennar. Það var ákaflega fróðlegt að heyra hana tala urti löngu liðna tíð, atburði er hún sjálf hafði upplifað, einnig að heyra um daglegt líf fólks hér áður fyrr. Slíkan fróðleik er yfirleitt ekki að finna í bókum. En það var líka gaman að ræða við hana um fjöl- skyldu hennar og hversu vel hún fylgdist með öllum ættingjum sín- um. Við vorum þeirrar gæfu aðnjót- andi að fara nokkrum sínnum með hana á árlegan kirkjudag Kálfa- tjarnarkirkju en það var ávallt kirkj- an hennar og eftir messu var alltaf farið í kaffi í Glaðheima í Vogum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.