Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 35 til að hitta ættingja og vini þar sem kvenfélagið Pjóla sá um veitingar, en með þeim hafði Guðbjörg starf- að. Síðustu ár er heilsan fór að versna dvaldi Guðbjörg á Sólvangi þar sem hún fyrst um sinn gat set- ið við að pijóna og sauma, einnig las hún mjög mikið þangað til sjón- in versnaði. Nutu börn mín góðs af og fengu vettlinga og sokka að gjöf um árabil, einnig á ég púða saumaðan af henni eftir að hún komst á tíræðisaldur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ágústa Högnadóttir. Þegar ég kynntist Guðbjörgu var hún orðin ekkja og bjó með syni sínum og tengdadóttur, Guðmundi og Sólveigu, að Hörðarvöllum 2 í Hafnarfirði. Síðar fluttu þau að Álfaskeiði 60 þar sem þau hjón byggðu sér einbýlishús. Bjó Guð- björg ávallt hjá þeim þar til er hún fór á Sólvang. Guðbjörg hafði á árum áður unn- ið í mörg ár í mötuneyti Sólvangs, var hún mjög vel liðin af sínu sam- starfsfólki þar. Systir Guðbjargar, Þuríður, og maður hennar, Olafur Pétursson, bjuggu í Stóra-Knarrarnesi. Mikil vinátta var með þeim systrum og átti Guðbjörg ávallt hlutdeild í hinni stóru fjölskyldu Þuríðar en börn hennar urðu 14. Frændgarðurinn stækkaði þegar þau börn stofnuðu heimili. Þannig varð okkur Guð- björgu til vina, hún móðursystir mannsins míns Ellerts. Guðbjörg varð aufúsugestur á heimili okkar við öll hátíðleg tækfæri og sómdi sér vel hress og glöð í góðra vina hópi. Oft kom hún á heimili okkar, stundum í rólegheitum og var í 2-3 daga og gisti. Eitt sinn er hún var væntanleg og var það þegar dreng- irnir mínir voru litlir, varð þá öðrum þeirra að orði: „Það er svo gaman þegar Bagga frænka kemur, þá er eins og það séu jólin.“ En Bagga frænka var hún kölluð af fjölskyld- unni. Á slíkum stundum var oft tekið í spil ef nógu margir fengust til. Svo var mjög gaman að ræða við Guðbjörgu. Margt hafði hún lesið og verið dugleg að verða sér úti um lesefni allskonar, var hún stálminnug á það allt. Sérstaklega hafði hún gaman af ljóðum og kunni mörg. Eitt sinn hafði hún yfir fyrir mig kvæðið um Stjána bláa eftir Örn Arnarson, og mörg fleiri kunni hún. Hélt hún mikið upp á Davíð Stefánsson og kunni mörg kvæði hans. „Svo kunni ég nú einu sinni Spunakonuna eftir Kamban,“ sagði hún. Kom ég þá með kvæðið sem er tíu erindi og þegar ég í réttri röð kom með upphaf hvers erindis, kom það rétt hjá henni hvert af öðru. Ég segi frá þessu vegna þess að ég var oft undrandi á því hve minni Guðbjargar var gott og þó að aldur- inn færðist yfir brást það ekki. Svo var varðandi fólkið hennar; nöfn yngstu barnanna í fjölskyldunum mundi hún og sagði okkur oft frétt- ir þar um þegar maður heimsótti hana, eftir að hún var komin á Sólvang. Vinátta hennar við mig, börnin mín og barnabörn hélst ævina alla, og spurðist hún ávallt um framgang þeirra og líðan. Hún var okkar góða og trausta Bagga frænka. 100 ár er hár aldur. Á afmælis- daginn 8. september síðastliðinn sat hún uppábúin í hjólastól og ættingj- ar og vinir komu til hennar. Heyrn og sjón voru að mestu búin, en þegar við komum að eyra hennar þekkti hún hvem og einn. Sjálfri fannst henni ævin orðin löng og þráði ieiðarlok. Hún trúði því að hinum megin biðu vinir í varpa er von væri á gesti. Fjölskylda mín þakkar henni hjartanlega samfylgdina. Við biðj- um aðstandendum hennar allrar blessunar. Ingibjörg Júlíusdóttir. __________MIMWIMGAR SVEINÍNA JÓRUNN LOFTSDÓTTIR + Sveinína Jór- unn Loftsdóttir fæddist á Keldum i Sléttuhlíð í Skaga- firði 7. október 1903. Hún lést í Reykjavík 10. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Loftur Jónsson og Ingi- björg Þóroddsdótt- ir. Hinn 14. júní 1928 giftist Jórunn Sveini Vigfússyni frá Oddakoti á Álftanesi, f. 2. apríl 1894, d. 24. janúar 1966. Þau misstu einkason sinn fimm ára gamlan 1938. Fósturdætur þeirra voru Sjöfn og Drífa Helgadætur og lifa þær fóstur foreldra sína. Útför Jórunnar fer fram i dag frá Fossvogskap- ellu og hefst athöfnin kl. 13.30. OKKUR langar með nokkrurn fá- tæklegum orðum að minnast elsku- legrar fósturmóður okkar, Sveinínu Jórunnar Loftsdóttur, eða frænku eins og við systurnar kölluðum hana. Okkur var komið í fóstur til þeirra hjóna Jórunnar og Sveins, sem þá voru búsett á Arnarstapa á Snæfellsnesi árið 1952, fimm og sex ára gömlum. Við vissum að þau voru ekki foreldrar okkar en gáfum okkur að þau hlytu þá að vera frændfólk okkar úr því þau voru okkur svo góð sem raun bar vitni. Þess vegna kölluðum við þau ávallt frænku og frænda, þrátt fyrir að enginn skyldleiki hafi verið með okkur. Börn okkar systra og barnabörn hafa hins vegar ávallt kallað Jór- unni ömmu og langömmu. Frá Arnarstapa fluttum við síðan út á. Seltjarnarnes árið 1955, en þar bjuggum við systurnar hjá frænku og frænda á Melabraut 51. Jórunn fluttist síð- an að Kaplaskjólsvegi 31 skömmu eftir að Sveinn lést 1966 og bjó þar allt þar til hún fluttist í Seljahlíð, nánar tiltekið Hjallasel 55, í sept- ember á sl. ári. Þau frænka og frændi gengu okkur systrum í for- eldrastað í hvívetna og bjuggu okk- ur það heimili er okkur vantaði. Jórunn frænka reyndist okkur og börnum okkar afskaplega vel og stóð heimili hennar okkur opið alla tíð, fyllt ástríki og hlýju í okkar garð. Jórunn frænka var þeirrar gerðar að hún krafðist einskis af öðrum. Hún var alla tíð mikill náttúruunn- andi og hafði alveg sérstakt lag á blómum og öllu því er viðkom rækt- un. Það var á vissan hátt dæmigert t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móðursystur okkar, INGUNNAR SIGMUNDSDÓTTUR. Guðrún Freysteinsdóttir, Sigmundur Freysteinsson, Ólöf Magnúsdóttir Robson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BIRNA BJÖRNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Borghildur Kristbjörnsdóttir, Magnús Óiason, Gígja Kristbjörnsdóttir, Arngrímur Jónsson, Rakel Kristbjörnsdóttir, Hreinn Bernharðsson og ömmubörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR JÓNSDÓTTIR frá Vatnsholti, Álftarima 5, Selfossi, er lést 9. febrúar, verður jarðsungin frá Villingaholtskirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNASG. RAFNAR fyrrverandi alþingismaður og bankastjóri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 21. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Aðalheiður B. Rafnar Halldóra J. Rafnar, Baldvin Tryggvason, Ingibjörg Þ. Rafnar, Þorsteinn Pálsson, Ásdís J. Rafnar, Pétur Guðmundarson, barnabörn og barnabarnabarn. og lýsandi fyrir frænku og hennar heimili að blóm döfnuðu betur hjá henni en annars staðar. Jórunn hefði ekki kært sig um að mikið yrði gert úr mannkostum hennar og góðverkum á lífsleiðinni á þess- um vettvangi. Við viljum því að lokum þakka frænku allt sem hún gerði fyrir okkur og bömin okkar og biðjum guð að gæta hennar og frænda. Við minnumst þeirra með hlýhug og söknuði. Sjöfn Helgadóttir, Drífa Helgadóttir. Til ömmu Þig sem í fjarlægð fpjjn bak við dvelur og fagrar vonir tengdir líf mitt við minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá. Heyrirðu ei hvem hjartað kallar á? Heyrirðu storminn kveðju mína ber? Þú fagra minning eftir skildir eina sem aldrei gleymi meðan lífs ég er. (Cæsar) Hinsta kveðja, Þín Jórunn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR FINNBOGASON, Sólvallagötu 10, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 16.00. Erna Sigurðardóttir, Sævar Sigurðsson, Díana Eiriksdóttir, Þorleifur Gestsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR GUÐJÓNSSON starfsmaður Strætisvagna Reykjavíkur, Ásgarði 40, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 20. febrúar kl. 13.30. Sólveig Sigurðardóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ásgeir Kaaber, Jóhanna Gunnarsdóttir, Hjörtur Jónsson, Erla Gunnarsdóttir, Ástþór G/slason, Sigurður Gunnarsson, Magnea ísleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR GUNNARSSON, Eyjaseli 5, Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 18. febrúar kl. 14.00. Sætaferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.30. Sigurlaug Siggeirsdóttir, Elín Ingólfsdóttir, Ingibjörg Kristin Ingólfsdóttir, Siggeir Ingólfsson, Sigriður ísafold, Ingólfur Vigfússon, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg dóttir okkar, systir, dótturdóttir og frænka, ÍRIS DÖGG ÓLADÓTTIR, Keilusíðu 12H, Akureyri, sem lést að kvöldi 8. febrúar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 20. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á barnadeild FSA. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún P. Eiríksdóttir, Sveinn Sigurðsson, Bjarney Inga Óladóttir, Óli Tryggvason, Ingibjörg Torfadóttir, Jóhann Torfi Hafsteinsson, Tryggvi Dalman Ólason, Guðbjörg Anna Óladóttir, Eirikur Ragnarsson, Bjarney Sveinbjörnsdóttir, Ragnheiður H. Eiriksdóttir, Auðunn Eiríksson, Auður l'ris Eiríksdóttir. JON STEINSEN + Jón Steinsen fæddist í Reykjavík 10. febrúar 1967. Hann lést á Landspítalanum 9. febrúar síðastliðinn og fór út- för hans fram frá Kópavogs- kirkju 16. fébrúar. Af hverju? er spurt, og litlir fuglar fljúga yfir stór höf með greinar í neíjum. Einnig þar er líf og barátta. Af hveiju? spyr hann, en í stað þess að svara grætur hann sig í svefn, rennandi þó grun í að draumar og vonir eru engu veru- legri en stríðið, sem allir töpuðu. (Vilmundur Gylfason) Við viljum votta aðstandendum dýpstu samúð. Guð styrki ykkur öll á þessari sorgarstundu. Birgitta og Jóhannes, Kolbrún og Ómar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.