Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 37 ________ALDARMIMIMIMG_____ EINAR SIG URÐSSON OG INGIBJÖRG BJARNADÓTTIR + Einar Sigurðs- son fæddist í Varmahlíð undir Eyjafjölluni 4. apríl 1894. Hann lést í Reykjavík 19. júlí 1981. Ingibjörg Bjarnadóttir fædd- ist á Efri-Hóli undir Eyjafjöllum 17. febrúar 1895. Hún lést í Reykjavík 25. maí 1980. VARMAHLÍÐ undir Eyjafjöllum er einn fegursti bólstaður í þjóðbraut landsins, hátt í gróðursælli hlíð undir rismikl- um, fjölbreytilegum móbergshöm- rum. Silfurtær bæjarlækur streymir út úr bergi og Holtsós og hafið gleðja augað af heimahlaði. Frá útsuðri horfa við Vestmannaeyjar „sem safírar greyptir í silfurhring" svo vitnað sé í þjóðskáldið Einar Bene- diktsson. Bærinn ber nafn með réttu. Jarðvarmi er hér raunar enginn en hvergi lifnar jörð fyrr að vori hérlend- is en í skjóli Varmahlíðarhamra og Steinafjalls. í Varmahlíð hefur sama ætt setið að búi í meira en 200 ár. Ættfað- irinn, Jón Vigfússon lögréttumaður, kom frá Fossi á Síðu í Skaftáreldum, giftur Sigurlaugu dóttur sr. Sigurðar Jónssonar prófasts í Holti undir Eyja- fjöllum. Hér settust að búi árið 1918 Einar Sigurðsson, kominn í flórða lið í karllegg frá Jóni Vigfússyni, og kona hans, Ingibjörg Bjarnadóttir frá Hlaðbæ í Vestmannaeyjum. Einar var sonur Sigurðar Tómassonar og Þóru Torfadóttur prentara í Reykja- vík, Þorgrímssonar sem lengi bjuggu við vegsemd og rausn í Varmahlíð. I dag minnast vinir Varmahlíðar- hjóna þeirra í þakklátri minningu alls þess sem þau voru öðrum á langri og giftusamri ævi. Ingibjörg var dóttir Bjarna Einars- sonar útvegsbónda og Halldóru Jóns- dóttur frá Ysta-Skála undir Eyjafjöll- um. Þau bjuggu nokkur ár á Efri- Hól undir Eyjafjöllum en fluttu til Vestmannaeyja árið 1901 og tóku þar heima á Hlaðbæ á Vilborgarstöð- um. Bjarni í Hlaðbæ var sonur Ein- ars Jónssonar hreppstjóra á Ysta- Skála og konu hans, Ingibjargar Jónsdóttur, sem komin var af ætt Þorsteins Steingrímssonar í Kerling- ardal, bróður sr. Jóns eldprests. Hall- dóra í Hlaðbæ var dóttir Jóns Einars- sonar á Ysta-Skála og konu hans, Kristínar dóttur sr. Björns Þorvalds- sonar prests í Holti (d. 1874). Þetta eru allt sterkir og góðir ættstofnar sem mikil og merk saga er af í for- tíð. Bjarni í Hlaðbæ bar með sér mikla persónu, eins og sagt var, hafði góða forsjá á öllum hlutum og kryddaði löngum lífið með orðheppni og gamansemi. Halldóra var að sama skapi mikil myndarkona í allri hús- stjórn og umhyggju fyrir öllu er til hennar kom og enginn deyfðarbrag- ur í návist hennar. Hjá þeim hjónum réð sveitamenningin undan Eyjafjöll- um heimilisháttum með fjölþættum störfum utan bæjar og innan. Á kvöldvöktum sat fjölskyldan saman, tóvinna var iðkuð af kappi og bækur voru lesnar í heyranda hljóði, rímur jafnvel kveðnar væri kvæðamanns völ. Heimilið prýddu gömlu hjónin frá Ysta-Skála, foreldrar Halldóru, minnisstæð öllum er af þeim höfðu kynni, Jón vitur maður, fróður og orðheppinn, Kristín honum samboðin í öllu og geislaði af glaðværð sagði gamla fólkið. Á vetrum bættust ver- menn á útvegi Bjarna við heimilið svo værð hentaði engum. Af börnum Bjarna og Halldóru komustu upp, auk Ingibjargar, tveir bræður, Björn í Bólstaðarhlíð og Sig- urður á Svanhóli, báðir dugmiklir útgerðarmenn og skipstjórar. Eina stúlku ólu þau hjón upp, Sigríði Auð- unsdóttur, síðar húsfreyju í Litla- Hlaðbæ. Heimilið í Hlaðbæ bjó Ingibjörgu vel úr garði. Ung hleypti hún heim- draga og dvaldi um skeið hjá ömmu- systur sinni, Hólmfríði Rósenkrans, og manni hennar, Ólafi Rósenkrans leikfimikennara í Reykjavík, á menn- ingarheimili þar sem áhrif frá Sig- urði málara og Jóni Guðmundssyni Þjóðólfsritstjóra og Hólmfríði Þor- valdsdóttur lifðu góðu lífi. Síðar var Ingibjörg um skeið við verslunarstörf í Vestmannaeyjum en örlögin hösl- uðu henni völl í ættbyggðinni undir Eyjafjöllum. Bæði voru þau hjónin vel undir lífsstarfið búin. Heimili Sig- urðar og Þóru í Varmahlíð var í fremstu röð undir Eyjafjöllum, mannmargt og gestkvæmt. Þóra hafði lært í Kvennaskólanum í Reykjavík og bar þess blæ alla tíð. Vart var svo veisla haldin í nágrenni að Þóra væri ekki til kvödd sem búrkona að þeirrar tíðar hætti. Einar var einbimi þeirra hjóna og fór ung- ur í Flensborgarskólann. Organleik nam hann hjá ísólfi Pálssyni í Reykjavík. Hálfsystkini hans voru Guðlaug Sigurðardóttir húsfreyja í Seljalandsseli, Sigríður Anna Einars- dóttir húsfreyja á Ysta-Skála, Torfi Einarsson útvegsbóndi í Áshól í Vest- mannaeyjum og Sigríður Einarsdótt- ir húsfreyja í Hvammi. Þau Einar og Ingibjörg tóku að fullu við búi í Varmahlíð árið 1921 og í hönd fóru annasöm ár búsýslu. Varmahlíð þótti góð túnajörð í þann tíð og engjar fylgdu jörðinni miklar og góðar en langt til að sækja, tveggja stunda lestagangur eða meir. Tún voru stórum bætt á næstu árum og girt vandlega. Rafstöð var reist við bæjarlækinn árið 1928 og um svipað leyti (1925) keypti Einar ábýlisjörð sína. Til hliðar við bónda- starfíð var sjór sóttur og um margra ára skeið var Einar formaður fyrir Fjallasandi með mikilli heppni. Allt þetta var mikils um vert en framar öllu er mér þó hugstætt hvað heimili Einars og Ingibjargar var fyrir land og lýð. Segja má að alla búskapartíð þeirra hafi aldrei verið gestalaust hús í Varmahlíð. Bærinn var í þjóðbraut og laðaði gesti. Öllum var fagnað af einskærri ástúð og í engu farið í manngreinarálit. Engum fagnaði Ingibjörg betur en þeim sem voru minni máttar og hlóð þeim og öðrum matborð sitt af höfðingsskap sem ekki gleymdist. Yndi hennar var að gefa og gleðja. Ég man að Þóra tengdamóðir hennar sagði: „Hún Ingibjörg ann því framar flestu að taka á móti gestum og veita þeim vel.“ Ekki var við það eitt látið sitja, margur fátækur gestur var leystur út með gjöfum, jafnvel gefinn eigin fatnaður húsfreyju ef ekki var annað fyrir hendi. Þess voru dæmi, ef sást til bak- pokamanns í hrakviðri niðri á þjóð- vegi að sent var til hans og honum boðið til bæjar til beina og gistingar. Ófáar voru svo þær stundir er hús- bóndinn settist við orgelið og gestir pg heimamenn sungu af hjartans list. I þann tíð var enginn asi á mannlífi, menn gáfu sér góðan tíma til heim- sókna og viðræðna og deildu gleði og sorg í góðum hug. Einar í Varma- hlíð var um mörg ár organisti í Ásólfsskálakirkju og æfði raddaðan söng. Ingibjörg var þá einn besti liðs- maður í kirkjusöngnum og hafði for- kunnar fagra sópranrödd. Heimilið í Varmahlíð var sveitarsómi hvað varðaði risnu, skemmtun og alla heimilishætti, þangað gat hver sem var komið án þess að eiga erindi. Umhyggja Ingibjargar náði jafnt til manna sem málleysingja. Vináttu- samband hennar við kýrnar í fjósinu er mér ógleymanlegt. Mýs og smá- fuglar fengu sitt fóður er að kreppti í vetrarhörkum og ekki var bæjar- hröfnunum gleymt í góðum útlátum. Þeir launuðu svo með því að gera alltaf viðvart ef eitthvað amaði að búfé úti í Varmahlíðarbrekkum. Jafnræði var með þeim hjónum. Einar var fríður sýnum, í öllu vel viti borinn, ákveðinn í skoðunum og vildi hvers manns vanda leysa. Ingi- björg var fögur kona og glæsileg á alla grein, allra manna glöðust á að hitta og kunni vel að haga orðum við hvern sem var að skipta, hrein- skiptin og í öllu hugar síns ráðandi. Hýrubros hennar brá birtu á hveija samverustund. Öll framganga henn- ar, heima og heiman, var með þeim hætti að athygli og aðdáun vakti. Til hennar fannst mér ætíð mega heimfæra ljóðlínur sr. Matthíasar Jochumssonar: „Mörg í vorum djúpu dölum drottning hefur bónda fæðst.“ Heimilið í Varmahlíð var anna- samt. Gestaönnin var kröfuhörð. Símstöð var þarna um mörg ár og aldrei eftir talið að sinna kvabbi fólks utan símatíma. í viðlögum var vef- stóll settur upp í baðstofu, raunar árvist framan af árum, og Ingibjörg óf heimili sínu fagrar salúnsábreiður. Á lýðveldisári 1944 hóf hún að rækta skrúðgarð framan við gamla burstabæinn og beinvaxin tré settu brátt svip á staðinn. Þarna átti Ingi- björg margar yndisstundir við að hlú að gróðri og sjá hann dafna. Faðir minn og Einar í Varmahlíð voru systkinasynir og uppeldisbræð- ur. Móðir mín ólst upp hjá afa og ömmu Ingibjargar, Jóni og Kristínu, í suðurbænum á Ysta-Skála og nefndi þau pabba og mömmu. Síðar átti hún langdvalir hjá Bjarna og Halldóru í Hlaðbæ. Hún og Ingibjörg voru alltaf eins og systur. í Varma- hlíð átti Guðrún amma mín gott elli- skjól. Ég minnist þess að hafa 5 ára gamall staðið hjá rúmstokknum hennar í baðstofunni í Varmahlíð og fengið blessun hennar. Fyrir okkur systkinin í Vallnatúni var það alltaf líkt og að koma í foreldrahús að koma að Varmahlíð. Hjá Einari frænda fékk ég undirstöðu þess að leika á orgel og honum á ég að þakka þá blessun að hafa fengið að leiða kirkjusöng í byggð minni um nær hálfrar aldar skeið. Þakkarskuld mín og systkina minna við heimilið í Varmahlíð verður aldrei goldin. Þau Varmahlíðarhjón héldu reisn sinni til efstu ára og alltaf var söm velvildin sem mætti manni þegar til þeirra var komið. Skilnaðarkveðjan síðustu árin var ævinlega sú sama: „Blessaður láttu nú ekki líða langt þangað til þú kemur aftur.“ Börn þeirra hjóna hafa tekið dyggðir þeirra í arf. Þau voru Þóra Dóra, lengi starfsmaður Pósts og síma; Bjarni bifreiðastjóri á BSR, dáinn 1990, öllum harmdauði; Hólm- fríður hjúkrunarkona í Hveragerði; Sigríður Bjarney kennari við Lang- holtsskóla í Reykjavik; Einar Ingi bóndi í Varmahlíð og Guðný Svana sjúkraþjálfari í Hveragerði. Guð- mundur Óskar Sigurðsson kom korn- ungur að Varmahlíð og ólst upp hjá Einari og Ingibjörgu. Dætrasynir þeirra tveir ólust og upp hjá þeim, þeir Einar Eysteinn Jónsson læknir í Vestmannaeyjum og Sigurður Jak- ob Jónsson vélvirki, sem nú rekur búskap í Varmahlíð með Inga frænda sínum, sjötti ættliður frá forföðurn- um, Jóni Vigfússyni. Margt hefur breyst frá fyrstu búskaparárum Ein- ars og Ingibjargar. Öll hús eru fyrir löngu endurbyggð fyrir fólk og fénað og gamli burstabærinn frá 1906 með öllum sínum Ijúfu minningum jafnað- ur við jörðu. Engjavegurinn langi heyrir til horfínni tíð, víðir túnvellir hafa verið ræktaðir upp úr svörtum söndum Holtsár en andi sögunnar svífur yfír landi. Gott er til þess að vita að ættin haldi áfram velli í hlíð- inni fögru. Betra fólki en Ingibjörgu Bjarna- dóttur og Einari Sigurðssyni hef ég ekki kynnst á lífsleið. Blessuð sé minning þeirra. Þórður Tómasson. Kamsky er kominn í HM einvígi SKAK Undanúrslit FIDE 11 M SANGHI NAGAR, IND- LAND 5.-24. FEBRÚAR GATA Kamsky, tvítugur Banda- ríkjamaður, gersigraði Rússann Valery Salov í undanúrslitum FIDE-heimsmeistarakeppninnar. Lokatölurnar urðu 5'/2—IV2 Kam- sky í vil. í hinu einvíginu hefur Anatóií Karpov, FIDE-heimsmeist- ari hlotið 3V2 v. en Boris Gelfand 2'/2 KAMSKY átti allskostar við Salov og gaf aldrei neinn höggstað á sér. Hann vann fyrstu, þriðju og fimmtu skákirnar með hvítu mönn- unum. í þeirri sjöttu hirti hann ekki um að taka jafntefli, heldur þæfði endataflið til vinnings. í sjö- undu skákinni féllst hann þó á skiptan hlut til að tryggja sér sigur. Sigurganga Gata Kamsky á síð- ustu mánuðum hefur verið með ólíkindum. Hann teflir senn við Indveijann Anand um áskorunar- réttinn á Gary Kasparov, PCA- heimsmeistara, og nú er hann kom- inn í sjálft heimsmeistaraeinvígi FIDE. Hann er því þegar orðinn einn af þremur bestu í PCA-keppn- inni og annartveggja bestu í FIDE- keppninni. Kamsky virðist luma á óþijótandi orkuforðabúri. Salov fékk sömu útreiðina og Nigel Short í undanúrslitum PCA- áskorendakeppninnar. Gegn þeim tveimur hefur Kamsky hlotið 11 vinninga, en þeir aðeins þtjá. Það þarf að fara aftur til daga Bobby Fischers til að finna aðra eins yfir- burði. PCA-einvígi Kamsky og Anands hefst í Las Palmas á Kan- aríeyjum 8. mars næstkomandi. Það var lán fyrir Kamsky að vera svo fljótur að afgreiða Salov. Það þýddi meiri tíma til undirbúnings og þótt Anand sé snjall og slípaðri skákmaður en Kamsky, þá virðist ekki við mann að eiga. Kamsky verður að teljast sigurstranglegri í þeirri viðureign. Boris Gelfand veitir Anatólí Karpov meiri keppni en búast mátti við fyrirfram. I sjöundu skákinni stóð hann lengst af ívið betur en sprengdi sig og biðstaðan er ívið betri á Karpov: Svart: Anatólí Karpov Hvítt: Boris Gelfand Gelfand lék biðleik. Það eiga örugglega margir eftir að gagnrýna Gelfand fyrir byij- anaval hans í sjöttu skákinni. Hann tefldi Benkö-bragðið svonefnda og fórnaði peði strax í þriðja leik. I fræðunum stendur það alls ekki illa, en Karpov er ekki neinn venju- legur andstæðingur. Hann er snill- ingur í að halda mótspili andstæð- ingsins í skefjum. Þegar Gelfand virtist svo loksins vera að komast eitthvað áleiðis, brá Karpov sér í óvænta kóngssókn og mátaði hann: Hvítt: Anatólí Karpov. Svart: Boris Gelfand. Benkö-bragð 1. d4 — Rf6 2. c4 — c5 3. d5 - b5 4. cxb5 — a6 5. bxa6 Karpov þiggur peðsfórnina uppá gamla mátann. 5. e3 og 5. f3I? eru hvöss tískuafbrigði. 5. — g6 6. Rc3 — Bxa6 7. e4 — Bxfl 8. Kxfl - d6 9. g3 - Bg7 10. Kg2 - Rbd7 11. Rf3 - 0-0 12. h3 - Ha6 13. Bg5!? Hér er næstum ávallt leikið strax 13. Hel, en með þessum leik tekst Karpov strax að koma upp stöðu sem byijanasérfræðingurinn Gelf- and hefur ekki getað undirbúið. 13. - h6 14. Bd2 - Da8 15. Hel - Hb8 16. b3 - Re8 17. He2 - Rc7 Hér kom til greina að leika 17. - c4I? 18. bxc4 — Hxc4 og svartur nær öðru peðinu til baka og hefur opnað línur fyrir menn sína. 18. Hcl - Ha7 19. Dc2 - Ra6 20. Ra4 - Rb4 21. Bxb4 - Hxb4 22. Dd3 - Ila5 23. Hec2 Gelfand hefur engar áþreifan- legar bætur fyrir peðið, en það er afar erfítt fyrir hvít að færa sér það í nyt. Karpov hefur hins vegar aldrei látið tæknilega erfiðleika vaxa sér í augum. Nú upphefst mikið þóf. 23. - h5 24. Hc4 - Hb8 25. Dd2 - Hab5 26. Hlc2 - H5b7 27. De2 - Ha7 28. Hd2 - Ha5 29. Hdl - Da6 30. Hd2 - Bh6 31. Hdc2 - Bg7 32. De3 - Da8 33. Hd2 - Ha7 34. Hdl - Hb5 35. De2 - Hb8 36. Rd2 Loksins breytir Karpov stöð- unni. Gelfand missir nú þolinmæð- ina og leggur út í alranga áætlun: 36. - Rb6?! 37. Rxb6 - Hxb6 38. a4 - Bh6 39. f4 - h4? 40. Dg4 - hxg3 41. h4 - Kh7 42. h5 - Dg8 43. Hc3! - f5 44. hxg6+ - Dxg6 45. Dh4 - Df6 46. Hhl - fxe4 47. Hxg3 - Hb4 48. Dg4 — Ha8 49. Hgh3 og Gelfand gafst ' upp. Benkö- bragðið virðist ekki ýkja merkilegt þegar þessi skák er skoðuð. En þess er þó ekki að vænta að marg- ir geti fylgt í fótspor Karpovs og gert það óskaðlegt á svo sannfær- andi máta. Sameining FIDE og PCA Óvænt kosningabandalag Kasparovs, PCA-heimsmeistara, og Campomanesar, FIDE-forseta, gekk út á það að sameina heims- meistarakeppnir þessara tveggja samtaka þannig að einungis verði einn heimsmeistari í skák. Efni samkomulags þeirra mun vera á þá lund að sigurvegarinn í FIDE— keppninni verði ekki „14. heims- meistarinn", það verði hins vegar sigurvegarinn í svonefndu „sam- einingareinvígi" sem fram á að fara 1996 á milli heimsmeistara beggja samtakanna. Ef Karpov ver FIDE-titilinn ætti að vera mögulegt að fá hann til að taka þátt í þessum leik. Hann er jú þegar orðinn „12. heimsmeist- ari“ skáksögunnar og getur því ekki orðið sá fjórtándi. Þátttaka í sameiningareinvíginu myndi líka færa honum geysilega hátt verð- launafé. Það eru meiri líkur á að Gata Kamsky muni setja strik í reikning- inn. Verði hann FIDE-heimsmeist- ari, væri út í hött fyrir hann, hversu miklir fjártnunir sem í boði væru, að afsala sér því að nafn hans verði skráð gullnu letri í skáksöguna. Kamsky er reyndar eini maður- inn sem gæti leyst málið á eðlileg- an hátt með því að verða heims- meistari beggja samtakanna. Hann gæti auðvitað ekki teflt samein- ingareinvígi við sjálfan sig! Ka- sparov hefur örugglega ekki reikn- að með þeirri lausn mála. Margeir Pétursson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.