Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 39 FRÉTTIR Viðfangsefni NATO í upphafi 21. aldar JOHN R. Anderson, sendiherra Kanada hjá Atlantshafsbandalaginu í Brussel, flytur laugardaginn 18. febrúar nk. erindi á sameiginlegum hádeigsverðarfundi Samtaka um vestræna samvinnu (SVS) og Varð- bergs í Átthagasal Hótels Sögu. í erindinu mun hann fjalla um mikilvæg viðfangsefni NATO á nýrri öld. Salurinn verður opnaður kl. 12.00. Nokkuð er um liðið síðan kanadískur ræðumaður hefur talað á fundi samtak- anna. Það er mjög mikil- vægt fyrir okkur Islendinga að fylgjast vel með skoðun- um og stefnu kanadfskra stjómvalda í utanríkis- og öryggismálum sem snerta málefni Norður-Atlants- hafsríkja. John R. Anderson hefur yfirgripsmikla þekkingu á þessu sviði, en hann var um árabil einn æðsti yfirmaður kanadíska sjóhers- ins. Anderson er fæddur í sept. 1941 í British Columbiu. Hann lauk BS- gráðu í herfræðum frá University of British Columbia árið 1963 og gekk sama ár í kanadíska sjóherinn og var í honum þar til hann varð sendiherra. Fyrstu árin í flotanum var hann á herskipum á N-Atlants- hafí og Kyrrahafi. Hann náði fljótt skjótum frama í sjóhernum. Arið 1978 varð hann yfirforingi á herskip- unum HMCS Restigouche og 1982 yfirmaður Fyrst Canadian Destroyer Squadron. Um tíma var hann í varnarmáiadeild hersins í Ottawa en 1986 tók hann við starfi forstöðu- manns Maritime Doctrine and Operations-stofnunar flotans með flotaforingja- tign. Árið 1991 var hann hækk- aður í tign og gerður að æðsta yfínnanni flotastöðvar sjóhersins í Halifax og var skipaður Vice Chief of the defence Staff árið 1992 og 1993 Chief of the Defence Staff. John R. Anderson var skipaður sendiherra Kanada hjá NATO í Brussel árið 1994. Þar hefur hann þegar getið sér gott orð fyrir mikla þekkingu og víðsýni í öryggis- og varnarmálum Norður-Atlantshafs- svæðisins. Eiginkona hans er Anne Elizabeth Penwarden og eiga þau einn son og tvær dætur. John R. Anderson Helgarskákmót í Taflfélagi Reykjavíkur TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst fyfir helgarskákmóti um næstu helgi, 17.-19, febrúar. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfí. Fyrstu þijár umferðirnar verða með 30 mín. umhugsunartíma, en fjórar síðari með 1 'h á 30 leiki og síðan 30 nun. til viðbótar til að ljúka skákinni, Umferðartaflan verður þannig: 1,-8, umferð föstudag 17. febrúar kl. 19-22, 4. umferð laugardag 18. febrúar kl. 10-14, 5. umferð laug- ardag 18. febrúar kl. 16.30-20.30, 6. umferð sunnudag 19. febrúar kl. 10-14,- 7. umferð sunnudag 19. febrúar kl, 18-22. Verðlaun fyrir 1, sæti er 20.000 kr., 2. sæti 12.000 kr. og 3. sæti 8.000 kr. Öllum er heimil þátttaka og fer mótið fram í félagsheimilinu í Faxa- feni 12. Aðalfundur AFS á íslandi Gestakokkur á Pasta Basta ÍTALSKUR gestakokkur verður á veitingahúsinu Pasta Basta dagana 17.-26. febniar. Gianni Formenti hefur unnið sér nafn sem matgæð- ingur og hefur verið kallaður til ráð- gjafar og uppsetningar matseðla í veitingahúsum út um allan heim. Fjöldi veitingahúsa á Ítalíu, í Suður- Afríku, Malasíu, Mexíkó, Danmörku og Englandi hefur notið ráðgjafar hans við uppsetningu matseðla. Gianni hefur sett á stofn vínklúbb í Danmörku sem hann kallar In vjno veritas. Gianni kynnir á Pasta Basta ítölsk vín og má geta þess að í för verður einn bændanna sem framleiða vínin sem boðið verður upp á. CHRYSLER Neon. Chrysler-bílasýning CHRYSLER-umboðið á ís- landi, Jöfur hf., mun gangast fyrir Chrysler-hátíð dagana 18.-19. febrúar nk. Á sýning- unni verða sýndir þrír nýir bílar frá Chrysler. Hæst ber Verslunar- skólanemar reka útvarp ÚTVARP verður rekið í Verzlunar- skóla íslands dagana 17. febrúar til 3. mars. Útvarpið er rekið af nemendum sem sjá einnig um alla dagskrárgerð. Utvarpsstjóri er Sveinn Ögmundarson. Bylgjulengd er 89,3. Útvarpið er jafnt fyrir verzlinga sem aðra, Fyrirhugað er að útvarpa allan sólarhringinn. Mikið verður um að vera í skólanum og mun útvarpið segja frá ýmsu sem á gengur. Útvarpið verður tengiliður nemendanna við skólann og félags- lífið í honum. Útsölulok - Götumarkaður í Kringlunni GÖTUMARKAÐUR í Kringlunni þefst í dag, föstudag, en hann er haldinn í tiiefni af því að útsölum er að ijúka hjá verslunum í Kringl- unni, Yfir fjörutíu verslanir slá sam- eiginlega botninn í útsölutímabilið með þessum götumarkaði. Götu- markaðurinn verður einungis í dag og á morgun, laugardag. þar nýjan fólksbíl, Chrysler Neon, sem vakið hefur at- hygli bílaáhugamanna og er talað um að hér sé um tíma- mótabíl að ræða frá banda- rískum bílaframleiðanda. Á útsölulokum í Kringlunni ríkir ósvikin götumarkaðsstemmning. Viðskiptavinir geta rótað í vöru- stöflunum þar sem margt er á ótrú- lega lágu verði, sölufólk kallandi og jafnvel á einstaka stað er mögu- legt að prútta. Verðið á vörum, sem eru á götumarkaðinum, verður lækkað niður úr öllu valdi og á út- sölulokunum er hægt að gera reif- arakaup, segir í fréttatilkynningu. Verslanir í Kringlunni eru opnar til kl. 19 í dag og frá kl. 10-16 á laugardag. Fyrsta þorra- blót Bolvíkinga- félagsins FYRSTA þorrablót Bolvíkingafé- lagsins verður haldið föstudaginn 17. febrúar í veitingahúsinu Glæsibæ og hefst það kl. 20.30. Miðar eru seldir í Ölveri en miða- verð er 2.800 kr, með mat og eftir kl, 23 1.200 kr, Stjórn félagsins ákvað að koma á þorrablótsskemmtun og gera til- raun til að vekja upp þann anda sem er alltaf í kringum blótin í Bolungarvík, segir í fréttatilkynn- ingu. Veislustjóri verður Soffía Vagns- dóttir, Danssveitin sér um tónlist- ina, Húsið verður opnað kl. 19,30. Sólarkaffi Seyðfirðinga í Reykjavík og á Seyðisfirði SEYÐFIRÐINGAR fagna komu sól- arinnar og minnast um leið 100 ára afmælis Seyðisfjarðarkaupstaðar nk. laugardag 18. febrúar. Sólarkaffi verður bæði í Reykjavík og á Seyðis- fírði þar sem mikið verður um dýrð- ir og eru Seyðfírðingar bæði austan- lands og sunnan hvattir til þátttöku. Seyðfirðingafélagið í Reykjavík heldur Sólarkaffi í Akogessalnum í Sigtúni og hefst samkoman kl. 20.30. Á dagskrá er m.a. saga Seyðisfjarðar sem Gunnar Sveinsson, magister, flytur og heiðursgestur og „frétta- maður“ frá Seyðisfirði verður Jóhann Sveinbjörnsson bæjarritari. Þá verð- ur frumflutt lag eftir Jón Þórarins- son, tónskáld við ljóð Iðunnar Steins- dóttur. Á Seyðisfirði hefst Sólarkaffíð kl. 16 í félagsheimilinu Herðubreið með ávarpi bæjarstjóra Þorvaldar Jó- hannssonar. Frumflutt verður lag Jóns Þórarinssonar, tónskálds, við ljóð sr. Erlendar Sigmundssonar en höfundar gefa Seyðfirðingum lag og ljóð í tilefni 100 ára afmælisins. Fram koma: Kirkjukór, bamakór sönghóp- urinn Út úr þokunni, sönghópurinn Rúmlega/Tvöfaldur, Guðný Pála, Einar Bragi, María o.fl. Það er Vi(j- inn, íþróttafélag fatlaðra á Seyðis- firði, sem stendur fyrir samkomunni. Úrslit í frístæl ÚRSLIT islandsmeistarakeppni unglinga í fijálsum dönsum (free- style) verður í kvöld, föstudaginn 17, febrúar, kl. 20 í Tónabæ. Keppendur er á aldrinum 13-17 ára alls staðar af landinu og munu beijast um ís- landsmeistaratitilinn. Mikill áhugi er fyrir keppninni eins og undanfarin ár og em um 90 kepp- endur sem munu keppa í hóp og ein- staklingsdansi. Kynnir og skemmtikraftur er íþróttamaður ársins Magnús Schev- ing sem mun frumsýna nýtt þolfimi- atriði. Margt annað verður til skemmtunar, t.d, mun unglinga- landsliðið í þolfími sýna og íslands- meistarinn í Frístæl í fyrra, Margrét Takyar, sýna, ■ MÁLFUNDAFÉLAG alþjóða- sinna stendur að málfundi á Klapp- arstíg 26, 2. hæð, laugardaginn 18. febrúar kl, 16 um landbúnað, frjálsa verslun og verndartolla, Frummælandi er Gylfi Þ, Hersir, félagi í Dagsbrún, Reykjavík. SKIPTINEMASAMTÖK AFS á ís- landi halda árlegan aðalfund félags- ins laugardaginn 18. febrúar kl. 14 í húsnæði Fulbright-stofnunarinnar, Laugavegi 26 (gengið inn Grettis- götu megin). Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf en gestur fundarins er Tachi Cazal, yfirmaður ráðgjafardeildar alþjóðasamtaka AFS. Tachi mun m.a. fræða fundargesti um þróunina innan AFS landa í Asíu og Afríku. Léttar veitingar verða í boði að fundi loknum. Útifundur for- eldra á Ingólfstorgi LANDSSAMTÖKIN Heimili og skóli gangast fyrir útifundi á Ingólfstorgi í Reykjavík föstudaginn 17. febrúat’ nk. kl. 16. Tilefni fundarins er að á þessum tíma verður að öllum líkindum skoll- ið á verkfall kennara hafi samningar ekki tekist. Foreldrar hafa þungar áhyggjur af stöðu mála enda er skólagöngu þúsunda nemenda í grunn- og framhaldsskólum stefnt í voða, segir í fréttatilkynningu frá samtökunum, Á fundinum verða flutt stutt ávarp og fulltrúum ríkisvalds og kennara afhent áskorun um að flýta samn- ingsgerð svo að sem minnst röskun verði á skólastarfi. 12 R 22,5 16PR kr.33.700 kr 25.275 stgr 315/80 R22.5 kr.38.980 kr.29.235 stgr D> A\ EMlilllMíftll lillE1 tfcr* SKUTUVOGI2 SÍMI 68 30 80 145R12 '4.990' 2.990 stgr 155R12 -5:236” 3.130 stgr 135R13 '4;78Ú 2.860 stgr 145R13 -5-1-00- 2.980 stgr 155R13 5:360 3.215 stgr 165R13 5t570- 3.340 stgr 175/70R13 6:856 3.480 stgr 185/70R13 ~0743ö- 3.850 stgr 175R14 •6.-480 3.850 stgr 185R14 7^20fy 4.280 stgr 185/60R14 7.4Ue 4.490 stgr 195/60R14 -8^66 4.880 stgr 175/70R14 3.990 stgr 185/70R14 '6-.-94Ö' 4.160 stgr 195/70R14 -7Æ3Ö 4.690 stgr 205/75R14 9.080 5.460 stgr 165R15 ^30ÚT 3.780 stgr 185/65R15 7r9e& 4.470 stgr 195/65R15 8.840 5.300 stgr 205/60R15 8.620 5.770 stgr Jeppadekk 25% afsl. 235 / 75 R 15 kr.10.200 kr 7.650 stgr 30-9.50 R 15 kr.10.550 kr.7.912 stgr 31-10,50 R 15 kr11.950 k, 8.960 stgr 33-12.50 R 15 kr T4440 kr10.830 Vörubíladekk 25% afsl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.