Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Tommi og Jenni sjáSu þessat Sioru. batcLyrf HEL10, CHARLIE BR0U1N7 I ‘M 5CAREP.. OF WHAT? IT'5 TU)0 0‘CLOCK IN THE M0RNIN6 I WA5 500NO A5LEEP..ANP THEN I HEARP 50ME C0V0TE5 HOLOLINE. THE'l' 50UNPED 50 LONELV.. I 5TARTEP TO THINK A50UT EV6RVTHIN5 IN THE WORLpAND I 60T 5CAREP I 6UE55 I UIOKE VOU UP, HUH?U)ERE YOU A5LEEP? wm. NO, I WA5 JU5T 5ITTIN6 HERE WAITIN& FOR 5ANTA CLAU5.. Halló, _ Kalli Við hvað? Ég var steinsof- Þeir virtust svo Ég býst við að Nei, ég sat bara Bjarna? Ég er Klukkan er tvö andi... en þá einmana... ég ég hafð vakið hérna og beið eft- hræddur... um nótt. heyrði ég gól í fór að hugsa þig, ha? ir jólasveininum... sléttuúlfum... um allt mögu- Varstu sof- legt og varð andi? hræddur... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Égákæri Frá Benedikt Gunnarssyni: ÉG ákæri lækna á bæklunardeild Landspítalans fyrir ómanneskju- legt viðmót við sjúkling. Lærbrotinn sjúklingur var lagð- ur inn á deildina og fékk þar strax meðferð, deyfður með mæn- ustungu og brotið spengt eða skrúfað saman. Að því loknu var hann settur í gjörgæslu og þar fylgst grannt með honum meðan hann var að ná fullri rænu. Eftir það var hann fluttur á bæklunar- deild og þar svaf hann til morg- uns. Þá var mánudagur. Á þriðjudagsmorgun eftir snyrt- ingu og morgunverð kom prósess- ía á stofugang og fyrir henni fór maður í hvítum slopp. Skoðaði hann sjúklinginn og þuklaði um legginn og ýtti m.a. á staðinn þar sem brotið var. Sjúklingnum þótti eins og hnífi væri stungið í lærið og sýndi augljós merki um mikinn sársauka. Sá á hvíta sloppnum kippti að sér hendinni, horfði með undrun á sjúklinginn og spurði: „Af hveiju finnst þér þetta svona sárt?“ Sjúklingurinn vissi ekki al- veg hveiju skyldi svara því honum fannst eins og sá væri spurður sem ekki vissi, svo honum varð að orði: „Ja, ég held að við verðum að fletta upp í bókunum okkar um það.“ Fékk engar upplýsingar Sá á hvíta slopnnum leit köldum augum á sjúklinginn og gekk þegj- andi á braut. Þennan dag var sjúklingurinn sóttur og farið með hann í röntgenmyndatöku. Hann fékk engar upplýsingar um það hvað út úr myndatökunni kom. Næstu morgna kom sama pró- sessían á stofugang og hafði sá á hvíta sloppnum orð fyrir henni eins og áður. Hann yrti ekki á sjúkling- inn þennan morgun né aðra morgna vikunnar en á mánudag í nýrri viku leit hann snöggt á sjúkl- inginn og sagði: „Þú ferð heim í dag!“ Einn daginn í þeirri viku sem sjúklingurinn lá þarna kom sá í hvíta sloppnum í fylgd með nokkr- um ungum mönnum sem líklega voru annaðhvort læknanema eða kandidatar. Hann fletti sæng af brotna lærinu og hélt tölu yfir fylgdarliðinu um hvað hér hefði gerst og hvað gert hefði verið til lagfæringar og hvernig. Hann leit aldrei til sjúklingsins, honum kom þetta ekkert við við frekar en vél í bílskrjóði sem kennari í bifvéla- virkun í iðnskóla væri að sýna nemendum sínum hvernig gera mætti við laskaða vél; þá er ekk- ert talað við bílinn. Síðan fór hann á braut með fylgdarliðið og hafði ekki fyrir því að breiða aftur oná lærið. Enginn tími til viðræðna Sjúklingurinn óskaði eftir við- tali við lækni þennan mánudag sem hann átti að fara af spítalan- um. Hann vildi forvitnast um hveijar horfurnar væru og hvernig hann skyldi haga sér í nánustu framtíð, hvað hann ætti að gera til að flýta bata. Læknar létu skila því til sjúklingsins að menn væru uppteknir og enginn tími til við- ræðna. Nú vill sjúklingurinn að það komi ótvírætt fram að starfsfólkið á deildinni, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og annað aðstoðarlið var alltaf tilbúið að sinna honum og sýndi honum ekkert nema hlýtt og notalegt viðmót og sinntu hon- um af einskærri alúð. Ég ákæri lækni á göngudeild Borgarspítalans, sem sjúklingur- inn fékk viðtal við tveimur og hálfum mánuði eftir aðgerðina. Sjúklingnum þótti miður að vita ekkert um ástand sitt að þessum tíma liðnum, svo hann pantaði við- tal við lækni á göngudeild vegna málsins. Viðtalið fékk hann umyrðalaust og mætti á tilsettum tíma. Nú tók á móti sjúklingnum nýr læknir, einnig á hvítum slopp, ósköp viðmótsþýður, en hafði ekk- ert að segja. Allt virtist í góðu lagi og ekkert að sjá athugavert. „Þetta tekur 6 mánuði að gróa til fulls.“ Sjúklingurinn er gleymdur Þessi nýi á hvíta sloppnum ákvað að sjúklingurinn skyldi koma aftur seinna, á tilteknum tíma, og þá yrðu teknar röntgen- myndir og með þær skyldi hann koma til sama læknis til viðræðna. Á tilsettum tíma mætti sjúklingur- inn til myndatöku og í beinu fram- haldi til viðtals við lækninn. Skoð- aði hann myndirnar og þreifaði lærið. Enn virtist allt í góðu lagi. En: „Ég er ekki röntgenlæknir og get því ekki lesið nákvæmlega úr myndunum." Hins vegar myndu röntgenlæknar koma daginn eftir og skoða myndirnar og skyldi hann, læknirinn, hringja í sjúkling- inn strax eftir helgi og láta hann vita um niðurstöður rannsóknar- innar. Þetta var á fimmtudegi 12. janúar 1995, þremur og hálfum mánuði eftir aðgerðina. Þegar þetta er skrifað hafa liðið þijár helgar og ekkert heyrst frá lækn- inum. Sjúklingnum er það ljóst að hann er gleymdur. Hann höktir við staf og er nýbú- inn að skila hækjunum sem hann hafði á leigu og hefur notið fram undir þetta. Honum er einnig Ijóst að eftir birtingu þessarar greinar á hann ekki upp á pallborðið hjá læknaliði bæklunardeildar Landspítalans og kvíðir því að fá ekki þaðan ráð og leiðbeiningar, ekki síst þar sem hann telur sig finna einstaka sinn- um fyrir verkjum þar sem skrúf- urnar eru í lærinu. Ég ákæri læknadeild Háskóla íslands, ef þeir trassa að kenna og innprenta læknanemum mann- legar samskiptareglur og að þeir ofmetnist ekki af eigin ímynduðu agæti. BENEDIKT GUNNARSSON, Vallarási 5, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunbiaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa éfninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.