Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 41 Frá Guðmundi B. Hagalínssyni: NÚ EFTIR þá hörmulegu atburði sem hafa dunið yfir Súðavík fer ekki hjá því að það vakni upp spurningar í þá veru, hvers virði það er fyrir okkur hér á Vestfjörð- um að Fagranesið eða Djúpbátur- inn eins og við hér mörg tölum um Fagranesið, verði hér rekið með reisn. Það er full ástæða fyrir okkur hér á norðanverðum Vestíjörðum að skoða það hvað hefði í raun gerst ef þetta skip hefði ekki ver- ið til taks í Ísaíjarðarhöfn þennan örlagaríka dag, það má í raun segja að það hefði verið alveg sama hvort hefði verið um að ræða Súðavík, Flateyri eða eitt- hvað af þeim sjávarþorpum þar sem snjóflóðahætta er fyrir hendi. ísafjörður er nú þegar með mjög gott læknalið, gott sjúkrahús mið- að við þann fólksfjölda sem býr á þessu svæði þannig að ef slíkir atburðir gerast sem þessir, þá er það sjúkrahúsið á ísafirði sem mun veita þá aðhlynningu sem þörf verður á. Sem áhorfandi hlýt ég að velta upp nokkrum spurningum, þeim til umhugsunar sem einna helst hafa staðið í vegi fyrir því að byggðar hafa verið feijubryggjur fyrir þetta skip. í ísafjarðarblöð- unum fyrir sveitastjórnarkosning- arnar í vor kepptust franabjóðend- ur stjórnmálaflokkanna að lýsa yfir ágæti Fagranessins og nauð- syn þess að það verði hér á þessu Toyota eða Nissan, það er spurningin Frá Kjartani Jónssyni: ÞARF maður að vera 70 ára og í kasmír-jakkafötum, til þess að vera sýnd virðing? Fyrir stuttu fór ég upp í Toyota- umboðið og spurði um fjórhjóla- drifín skutbíl (station). Hann átti að kosta 1.899.000 kr. Einnig var til tilboð á svoleiðis bíl. Hann hét Corolla Touring Xli RV special. Sá bíll var hins vegar ekki með rafmagnsrúðu, rafmagnsspegla, engan „spoiler" að aftan og heldur ekki með samlitaða stöðvara. Verð 1.699.000 kr. En það sem setti punktinn yfir i-ið var að ég ætlaði að gefa Niss- an Patrol upp í. Sá bíll er árgerð ’87, keyrður 90.000 km, fimm dyra og meira eða minna búinn að vera í Sviss alla ævi. Sölumað- ur Toyotaumboðsins sagði að það kæmi ekki til greina að borga meira en kr. 600.000 fyrir hann. Ég sagði að það væri út i hött. En til þess að fá staðfestingu á mínum orðum, fór ég í Nissan- umboðið. Hjá Ingvari Helgasyni er hægt að fá fjórhjóladrifin skutbíl, Nissan Sunny, með öllu sem dýra gerðin hjá Toyota hefur að bjóða upp á fyrir 1.625.000 kr. Að sjálfsögðu lét ég sölumenn Ingvars verðmeta bílinn minn. Þeir vildu borga sem uiinnst kr. 1.000.000 en mest kr. 1.200.000. Nú varð ég að ákveða mig. Toyota Nissan Uppítaka 600.000 1.000.000 Nýr bíll 1.899.000 1.625.000 Milligjöf 1.299.000 625.000 Munurinn á milli umboðanna er sem sagt 674.000 kr. Er málið ekki bara það að ég er 17 ára og 1 augum Toyota-umboðsins nógu heimskur til þess að trúa annarri eins vitleysu. KJARTANJÓNSSON, Selbraut 11. BRÉF TIL BLAÐSIIMS Fagranesið eða Fagranesið ekki svæði, en hvað hefur komið fram hjá þessum aðilum sem hægt er að byggja á? Rekstur flóabátanna er í höndum Vegagerðarinnar og heyrir þess vegna undir Sam- gönguráðuneytið. Munið þið Vest- firðingar eftir því, sem kom fram í fjölmiðlum í vor, ályktun þeirrar nefndar sem átti að gera tillögur um framtíð Fagranessins? Munið þið eða hafið þið hugmynd um, hveijir það voru sem sátu í þeirri nefnd? Bæjarstjórn skorar á þingmenn Bæjarstjórn ísafjarðar sendi áskorun til þingmanna Vestfjarða eða sagðist hafa gert það, þess efnis að þeir beittu sér fyrir því að fá íjárveitingu til að feiju- bryggjur yrðu gerðar. Hafið jpið hugmynd um það að þeir sömu bæjarfulltrúar sem sátu í nefnd þeirri sem ályktaði fyrir Vegagerð- ina, greiddu ekki atkvæði á sömu lund og í bæjarstjórn? Eru þessir aðilar trúverðugir fulltrúar okkar við tillögugerð og eru líkur á því að þeir komi til með að hrista fram úr ermi sinni jafn þarft samgöngu- tæki við slíkar aðstæður sem þess- ar? Undanfarin ár hefur því verið haldið fram að Fagranesið væri óþarft og stæði í vegi fyrir bættum samgöngum í ísafjarðardjúpi, upp- hrópanir eigenda samgöngutækja hér á Vestfjörðum, digurmæli af ýmsu tagi hafa dunið í fjölmiðlum árum saman, á þetta hafa þing- menn Vestijarða hlustað og tekið mark á af hræðslu við atkvæða- missi. Ríkisstjórn íslands kom saman til neyðarfundar vegna hörmung- anna sem dundu yfir íbúa Súðavík- ur, það vantaði ekki að textinn sem forsætisráðherra flutti þjóð sinni væri hjartnæmur og nauðsynlegur á slíkri stundu sem þessari. Við hljótum að spyija þennan sama forsætisráðherra og um leið um- hverfisráðherra þegar farið verður yfir það sem gerðist í Súðavík og við endurskoðun snjóflóðavarna, hvort hægt sé að horfa fram hjá þeirri nauðsyn að slíkt samgöngu- tæki sem Fagranesið er, verði hér til frambúðar? Við sem vorum nið- ur á höfn á ísafirði þegar Fagra- nesið kom úr sinni fýrstu ferð með fólkið frá Súðavík, gerðum okkur fulla grein fyrir því í þessu fár- viðri sem var, að þar fór snillingur með stjórn skipsins og hefði verið til staðar feijubryggja, þá hefði gengið greiðlegar að koma slösuð- um frá borði. Fagranesið er rúmg- ott skip og aðstæður til fólksflutn- inga góðar, og þó ég hafi ekki verið með skipinu, þá geri ég mér fýllilega grein fyrir því að aðstæð- ur um borð við slíkar aðstæður sem þessar verða vart ákjósan- legri. Jarðgöngin leysa ekki allan vanda Nú styttist í það að jarðgöngin í gegnum fjöllin milli Súganda- fjarðar og Ónundarfjarðar verði að veruleika. Þrátt fyrir það munu þau ekki leysa þann vanda sem skapast við slíkar aðstæður sem þessar, þegar Skutulsfjarðarbraut, vegurinn um Hvilftarströnd og á mörgum fleiri stöðum, sem óþarft er að telja upp fyrir þá sem til þekkja, verða lokaðir langtímum saman við svona aðstæður. Að lokum vil ég spyija þá hjá vegagerðinni sem helst hafa lagt stein í götu framgangs þessarar uppbyggingar feijubryggja, hvort þessir hörmulegu atburðir sem áttu sér stað í Súðavík komi til með að opna augu þeirra og breyta þeirri steinblindu sem hijáð hefur þá undanfarin ár til sjáanda. GUÐMUNDUR B. HAGALÍNSSON, Hrauni. Skattaframtalið mitt o g ríkið Frá Jóhanni Guðmundssyni: MEÐ síðustu skattskýrslu kom fylgi- ritið „Stöndum saman gegn skatt- svikum“. Ég las með eftirtekt þetta rit og sú lesning var mér í huga, þegar farandsali barði að dyrum og bauð góðan vestfirskan harðfisk til sölu. Minnugur fylgiritsins með skatt- skýrslunni ákvað ég að fara eftir því sem þar er bent á og spurði: „Fæ ég nótu?“ „Nei.“ „Þá kaupi ég ekki fiskinn.“ Ég var svolítið ánægður með sjálf- an mig. Þetta var kannski lítið skref en í rétta átt. Svo sneri ég mér að því að gera skattskýrsluna, skiladagur náigaðist. Að því kom að færa bifreiðina til eignar, en þá staldraði ég við og lái mér hver sem vill. Getur ríkið innheimt með lögum skatta af eigum sem sannað er að ekki eru til? Ef ríkið kemur þannig fram við þegna sína, hvemig koma þeir fram við það? Ríkinu er mikill vandi á höndum með því að sýna fordæmi, sem hvet- ur tii siðferðisvakningar, en ekki öfugt. Ég skal nú skýra málið betur, eins og það lítur út frá mínum bæjardyrum séð.Árið 1991 keypti ég bifreið á kr. 1.900.000. Síðan hef ég talið hana fram á skattframtali á því verði, eins og skylt er, en fundist óréttlátt að geta ekki af- skrifað hana, frá ári til árs, eftir því sem hún eld- ist og lækkar í verði. Ef ég nýti hana til skipta á annarri bifreið, er hún nú talin kr. 1.250.000 virði skv. upplýsingum bílasölu, haustið 1994. Við staðgreiðslu mætti ég búast við 15% lægra verði eða um kr. 1.100.000. Það gefur augaleið að eignaskattur er þar með greiddur af kr. 800.000, sem ekki eru til í eigu minni, sú upphæð gæti aftur leitt til þess að hækka allan eignaskattinn sem á mig er Jagður úr 1,2% í 1,45% eða úr 1,45% í 2,20%. Það grátbroslega er að hefði ég selt einhveijum kunningja mínum bifreiðina á kr. 1.100.000. 31. des. 1994 hefði ég getað keypt hana aft- ur af honum strax á fyrsta degi árs- ins 1995 á kr. 1.100.000 eða jafnvel enn lægra verði og ekkert fæ ég séð ólöglegt við það. Þar eð ég gerði þetta ekki, er ég neyddur til þess að telja bifreiðina fram á kolröngu verði, kr. 1.900.000, og greiða þar með eignaskatt, sem nemur þúsundum króna. Við erum áreiðanlega margir bif- reiðaeigendurnir í sömu sporum, hvað þetta varðar. Málið þarf að taka fyrir sem allra fyrst og breyta því óréttlæti, sem nú ríkir. Framkvæmdanefnd gegn skatt- svikum hlýtur að láta þetta til sín taka og er skýringa hennar beðið með eftirvæntingu. Með lögum skal land byggja og ólögum eyða. Þegar skýringar koma fram eða leiðrétting hefur verið gerð, munum við, sem illa þolum þennan órétt, virða enn betur tilmæli fram- kvæmdanefndar gegn skattsvikum og biðja alla um nótur, sem þær eiga að gefa, jafnvel þótt góður vestfirsk- ur harðfiskur verði ekki á borðum um sinn. JÓHANN GUÐMUNDSSON, starfar við Háskólann. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 671800 Verið velkomin! Við vinnum fyrir þig. Opið laugard. kl. 10-17, sunnudag kl. 13-18 Daihatsu Feroza EL II '90, grásans. og svartur, 5 g., ek. 60 þ. km., sóllúga, drátt- arkúla, álfelgur o.fl. V. 990 þús. Toyota Corolla GL Sedan Sp. Series ?91, steingrár, 5 g., ek. 48 þ. km., rafm. í rúðurm o.fl. V. 830 þús. (sk. möguleg á nýrri Corollu). Nissan Sunny SLX Sedan '91, steingrár, 5 g., ek. 60 þ. km., rafm. í rúðum, saml. o.fl. V. 840 þús. Daihatsu Applause Zi 4x4 '91, 5 g., ek. aðeins 13 þ. km. Einn eigandi, toppein- tak. V. 1.050 þús. Mazda 323 1,5 Sedan '87, sjálfsk., ek. 122 þ. km. V. 350 þús. (Góð lán). Toyota Douple Cap diesel m/húsi ’94, steingrár, 5 g., ek. 35 þ. km. V. 2,2 millj. Daihatsu Rocky EL 4x4 '89, langur, ek. 95 þ. km., álfelgur, sóllúga o.fl. Góður jeppi. V. 1.050 þús. MMC Colt GLX '90, blár, sjálfsk., ek. 45 þ. km. V. 780 þús. Toyota Hi Ace 4x4 bensín '91, hvítur, 5 g., ek. 75 þ. km, vsk bíll. V. 1.450 þús. Subaru Legacy 2,0 station '92, sjálfsk., ek. aðeins 33 þ. km, álfelgur, rafm. í rúð- um o.fl. V. 1.750 þús. Toyota Corolla DX '87, 5 dyra, sjálfsk., ek. aðeins 83 þ. km., gott eintak. V. 420 þús. MMC Colt 1,5 EXE '91, hvítur, 5 g., ek. 76 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler o.fl. V. 850 þús. Sk. ód. Ford Escort station '93, steingrár, 5 g., ek. 25 þ. km., vökvast., rafm. í rúðum, tveir dekkjag. o.fl. V. 1.050 þús. Sk. ód. Subaru Legacy 1.8 Sedan '90, sjálfs., ek. 90 þ. km. V. 1.150 þús. Sk. ód. Skoda Forman LXi '93, 5 g., ek. 7 þ. km., sem nýr. Tilboðsverð 580 þús. Toyota Hilux EX Cap '87, 8 cyl. (350), sjálfsk., 38“ dekk, mikið breyttur. Góöur fjallabíll. V. 1.050 þús. Fjöidi bifreiða á skrá og á staðnum. Verð og greiðsluskil- málar við allra hæfi. Honda Civic LSi '92, 3ja dyra, hvítur, 5 g., ek. 58 þ. km. V. 1.090 þús. Honda Accord 2,0 EXi '88, 5 g., ek. 96 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu. Fallegur bíll. V. 740 þús. MMC Pajero Mondeo V-6 (U.S.A. týpa) '89, svartur, sjálfsk., óvenju gott eintak. V. 1.490 þús. Suzuki Vitara JLXi '92, 5 dyra, hvítur, 5 g., ek. 53 þ. km. Toppeintak. V. 1.750 þús. Sk. ód. Sjaldgæfur bíll: Audi 1,8 Coupé '91, grás- ans., 5 g., ek. 80 þ. km., sóllúga, rafm. í rúðum, álfelgur, geislaspilari o.fl. V. 1.480 þús. Sk. ód. Höfum kaupendur að: '92-’94 árg. af MMC Paj- ero, Toyota D.Cap, Landcruiser og 4Runner. STORUTSALA! Gluggatjaldaefni frá kr. 200 • Tilbúnir kappar frá kr. 400 10% staðgreiðsluafsláttur af öðrum vörum GÁRDÍNUBUÐES Skipholti 35, sími 35677. Opið kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.