Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.02.1995, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ Námstefna á Hótel Sögu 24. febrúar kl. 9-12: Internet B yltingin Intemetíð hefur sett allt á annan endann hér sem annars staðar. • Hvað er Intemetíð? • Hvemig má tengjast Intemetinu? • • Hvaða gagn má hafa af Intemetinu? • • Hvað þarf til? • Hvað kostar það? • Skráning í síma 568 8090 ■ Tölvu- og verkfræðiþjónustan Tölvuráðgjöf • námskeið • útgáfa Grensásvegi 16 • sími 568 8090 hk 95021 Frá 677.000,- kr. : I 169.250,- kr. útog, 17.281 ,-kr. í 36 mánuði. 677. Tökum notaða bila sem greiðslu upp í nýja og bjóðum ýmsa aðra greiðslumöguleika. Tekið hefur verið tillit til vaxta í útreikningi á mánaöargreiðslum. ÁRMÚLA 13 • SÍMI: 568 12 00 • BEINN SÍMI: 553 12 36 Aðalfundur 1995 Aðalfundur Hampiðjunnar hf. ; verður haldinn í fundarsal félagsins, Bíldshöfða 9, Reykjavík, föstudaginn 24. febrúar 1995 og hefst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við ný lög um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. í Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, i viku fyrir aðalfund. ; Atkvæðaseðíar og fundargögn verða afhent á fundarstað. HAMPIÐJAN ...blabib - kjarni málsins! Sjábu hlutina í víbara samhengi! ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Höfðaborgin - þessi eina sanna TAPAST hefur sam- band við krakkana sem ðlust upp í Höfðaborg- inni. Samtún 4 og Samt- ún 8 eru talin með. Stór áhugi er fyrir hendi að hittast öll sömul og ræða bemskubrek, t.d. indíánaleiki og Roy Ro- gers. Finnendur hringi og tilkynni þátttöku hjá Bagga og Eddu í síma 23202, Gunnu á 68 í síma 42206 og Villu á 64 í síma 21776. Hæð yfír Grænlandi ÉG VIL lýsa ánægju minni með framhalds- leikrið Hæð yfir Græn- landi sem flutt var á Rás 1 í Ríkisútvarpinu fyrir skömmu. Saman fór skemmtilegur sögu- þráður og óvanalegur, góður leikur og frábær söngur. Það var á hinn bóginn fádæmalægð yfir skrifum Halldórs Þorsteinssonar í grein hans í Morgunblaðinu fyrir stuttu þar sem hann í sjálfboðavinnu tók að sér að gagnrýna leikritið. Ég hélt að svona persónuleg og rætin skrif um menn- ingarmál væru liðin tíð. Margrét Sigurðardóttir Sammála Halldóri MÉR FINNST leikritið Hæð yfir Grænlandi sem verið er að flytja í Ríkisútvarpinu hálf þunnt og er alveg sam- mála gagnrýni Halldórs Þorsteinssonar í Morg- unblaðinu fyrir skömmu. Einnig finnst mér leikritaval Ríkisút- varpsins oft hafa verið betra en nú upp á síðk- astið. H.G. Tapað/fundið Úr tapaðist GYLLT Delma herraúr tapaðist sl. föstudag, líklega á leið frá Flúðas- eli að Kóngsbakka. Finnandi vinsamlega hringi í síma 557 2578 eða 565 6359. Sjal tapaðist MJÖG fallegt og vandað bútasaumssjal úr fiaueli og bómull í bláum, dröppuðum, brúnum og svörtum litum tapaðist í desember sl., líklega í eða við miðbæ Reykja- víkur. Hafi einhver fundið sjalið er hann vin- samlega beðinn að láta vita í síma 5875871. Fólk nr. 12 í röð við Samvinnuferðir? BLÁR svefnpoki tapað- ist í biðröðinni fyrir utan Samvinnuferðir-Land- sýn aðfaranótt mánu- dagsins 13. þ.m. Mögu- lega veit fólk sem var nr. 12 í röðinni eitthvað um málið. Viti einhver um pokann er hann vin- samlega beðinn að láta vita í síma 564 3885. Bók tapaðist DÖNSK bók, „General direkteren" eftir Bo Bramsen, tapaðist í Bú- staðakirkju, annaðhvort í fatahenginu eða á leið- inni út í bíl. Finnandi vinsamlega hringi í síma 21740. SKÁK Umsjón M&rgelr Pétursson BÚLGARINN Veselin Topalov stóð sig frábær- lega vel á Ólympíuskákmót- inu í Moskvu, lagði m.a. Gary Kasparov að velli. Þessi staða kom upp í viðureign Búlgara og Norðmanna. Topalov (2.630) hefur hvítt og á leik gegn Einari Gausel (2.490). Svart- ur lék síðast 12... a7- a6? Sjá stöðumynd Hvítur fann glæsi- lega leið til að vinna peð: 13. d5! - exd5 14. Rxd5! - Rxd5 15. Bxh7+ - Kh8 16. Be4 - Be6 17. Bxd5 - Bxd5 18. Df5 - g6 19. Dxd5 - Dxd5 20. Hxd5. Hvítur hefur haft peð upp úr krafs- inu og það nægði honum til sigurs í endataflinu. Helgarskákmót Taflfé- lags Reykjavíkur hefst í kvöld kl. 20 í félagsheimil- inu, Faxafeni 12. Verðlaun fara eftir þátttöku en verða a.m.k. 20 þús., 12 þús. og 8 þús. kr. fyrir þijú efstu sætin. Mótinu verður haldið áfram á morgun og lýkur á sunnudagskvöld. Það er með sama sniði og þijú vin- sæl helgarmót TR sem fram fóru í fyrra. Farsi /VUNÚTU þ\/OTTUf^ "EQ inu. þuí varla. oÁ g/J hofum oftur f&Ui& fyr)r þessu! " Víkveiji skrifar... MAÐUR sem Víkveiji ræddi við á dögunum var óhress með alltof stífar reglur, að honum fannst, hjá Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins. Hann þurfti síð- degis síðasta föstudag að fara í ríkið og ætlaði að kaupa tvær létt- vínsflöskur til að gleðja aldraðan vin sinn. Maðurinn hefur alla sína tíð kunnað að fara með vín og er því ekki reglulegur gestur í þess- ari verslun; borgar skatta sína sum sé á annan hátt til hins opinbera. Er maðurinn kom að kassanum var hann beðinn um skilríki og sýndi afgreiðslukonunni ökuskír- teini sitt. Konan sagði að það dygði ekki, hún vildi fá að sjá debetkort mannsins. Hann sagðist ekki hafa slíkt, en bauð henni auk ökuskír- teinis alls konar önnur kort svo sem sjúkrasamlagsskírteini, greiðslukort með gullstimpli og fleira tíndi hann til. Konan gaf sig ekki þrátt fyrir þetta, hélt fast við reglur fyrirtæk- isins og kröfuna um debetkortið. Staðan varð sífellt vandræðalegri og röðin lengdist fyrir aftan mann- inn meðan á þessu stappi stóð enda álagstími í ríkinu. Hvorki gekk né rak lengi vel og sagði maðurinn að sér hefði liðið þarna eins og óbótamanni. XXX NOKKRUM starfsmönnum á ljósvakanum virðist hafa tekist að gera Valentínusardaginn, sem Bretar og Bandaríkjamenn hafa tileinkað rómantíkinni, að söluvöru á íslandi líka. Það er eins og við höfum ekki haft nóg af þessum „gervidögum“. Nú er það nýjasta nýtt að menn færa sinni heittelskuðu(aða) konfekt úr hjartalöguðum kössum á þessum skrýtna degi. Allt þurfum við að apa eftir og ábyggilega endar þetta með því að að menn gefa ekki tækifærisgjafir nema það sé sérstaklega auglýst. Meðal ann- arra orða: Gleðilega góu, en hún hefst á sunnudag með konudegin- um — með því sem því fylgir! XXX EF LESENDUR tíafa sjálfir unnið við gerð skattframtals- ins og lesið leiðbeiningar sem dreift er með því hefur vart farið framhjá fólki að ríkisskattstjóri styðst við framtal þeirra hjóna Karls Karlssonar og Jónu Jóns- dóttur í leiðbeiningabæklingi sín- um. Kunning Víkveija lýsir þeim hjónum og framtali þeirra með eftirfarandi hætti: Þau eru fyrirmynd annarra hjóna og ákveðnu hlutverki á íslandi þjóna. Þeirra framtal er skýrt en andskoti rýrt. En eignafólk eru þau Kalli og Jóna. XXX UNGUR bráðfrískur maður vildi gleðja unnustu sína á afmælisdegi hennar og keypti handa henni sandhverfu, sem hann lét sérstaklega elda á veitingahúsi í borginni. Talsvert var soðningin dýr og borgaði maðurinn heilar átta þúsund krónur fyrir skepnuna sem vó tvö kíló. Útgjöldin fékk hann margfalt til baka með því að láta fjölmiðla vita af afmælisg- jöfinni. Tvær fréttir í DV, ein í Morgunblaðinu, tvær fréttir í Rík- issjónvarpinu og ein á Stöð 2 eru örugglega nokkurra tuga þúsunda króna virði. Sandhverfan er örugg- lega margsinnis borguð þó hvort kíló hafi verið með þeim dýrari sem seld hafa verið á hérlendum fisk- mörkuðum. Þetta má kalla mark- aðssetningu í lagi og svo bragðað- ist sandhverfan víst alveg einstak- lega vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.